Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Síða 12
12 FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990. Spumingin Hvernig líst þér á snjóinn? Glódís Gunnarsdóttir eróbikkkenn- ari: Æðislega vel. Ég elska snjó. Sigurður Gunnarsson lögregluþjónn: Ágætlega. Styrmir Böðvarsson nemi: Illa. Hann kemur alltof snemma. Gisli Gissurarson rafeindatæknifr.: Ekki beint hrifmn af honum enda er ég nýkominn úr sól og sumaryl. Erlendur Á. Júliusson nemi: Mér líst bara vel á hann. Eysteinn Ólafur nemi: Alveg gríðar- lega vel. Lesendur Er Stöð 2 í eigu Glitnis? „Flest á betri veg í dagskrá Stöðvar 2 en vissulega er það markaðurinn og fjármálin sem eru viðkæmust," segir hér m.a. - Fréttamenn á fundi. Krístinn Einarsson skrifar: Ég var að lesa í Morgunblaðinu grein eftir útvarpsstjórann, Markús Om Antonsson. Hann er að gera eins konar úttekt á „veikindum" Stöðvar 2, eins og hann orðar þaö. Hann telur ótrúlegt að málsmetandi forystu- menn í verslun og viðskiptum, þ.á m. hinir nýju eigendur Stöðvar 2, æth að festa sig í vonlausri varnar- stöðu og ævintýramennsku sem dæmd er til að enda með skipbroti. - Þetta vekur upp hjá mér spuming- una um það hver eigi raunverulega Stöð 2. Er það kannski fjármálafyrir- tækið GUtnir, dótturfyrirtæki ís- landsbanka? Ég kasta þessu fram vegna þess að ég las nýlega frétt um aö tekið hefði til starfa á Stöð 2 nýr markaðsstjóri. Einnig sérfræðingur, kona sem var, að mig minnir, einn af framkvæmda- stjórum eða markaðsstjórum GUtnis, eða hins norska fyrirtækis Sleipnis sem áður var svo samtvinnað þessu fyrirtæki, í því skyni að vinna að sérstakri fimm ára áætlun fyrir Stöð 2. Ef sá aðiU var áður starfsmaður GUtnis er það þá kannski vegna þess að Glitnir hf. er nú einn af eigendum Stöðvar 2? Ég veit að ég á engan rétt á að fá skýr svör við þessum hugleiðingum mínum en þar sem ég horfi mikið á Stöð 2 hjá mínu fólki og talsvert hef- ur verið rætt um málefni þessarar sjónvarpsstöðvar þá finnst mér ekki frágangssök þótt spurt sé. Ég er einn þeirra sem hef verið því hlynntur að önnur sjónvarpsstöð sé hér í gangi tíl aö keppa við Sjónvarpið en ég er ekki hlynntur því að verið sé, ef til vill af ásettu ráði, að koma Sjón- varpinu fyrir kattarnef. Ef rekstur Stöðvar 2 getur gengið án þess að til þurfi að koma stuðningur af opin- berri hálfu þá er auðvitað ekkert við því að segja þótt menn hætti sínu fjármagni til rekstursins. Það er hins vegar ekki á færi neinna aukvisa að standa að rekstri svo viðamikUs fyrirtækis sem sjón- varps og þar hljóta að verða að vera við stjóm sérfræðingar í fjármálum jafnt sem tæknimálum. Ég get ekki betur séð en flest sé á betri veg i dagskrá Stöðvar 2 en vissulega er það markaðurinn og fjármálin sem em viðkvæmust. Þar kemur náttúrlega til eignarhaldsfélag stöðvarinnar, hvert sem það er. Með skírskotun til hugleiðinga bréfritara um Stöð 2 er eftirfarandi upplýsingum, fengnum hjá fyrirtæk- inu, komið á framfæri. Stöð 2 er almenningshlutafélag þar sem öUum er frjálst að kaupa og selja sín hlutabréf, enda vettvangurinn öllum opinn. Nýráðinn forstöðumaður markaðs- og þjónustsviðs er Baldvin Jónsson, fyrrverandi auglýsingastjóri Morg- unblaðsins. Sérstakur ráðgjafi, Edda Helgason, var hins vegar ráðinn tU að annast sérstakt verkefni, áætlana- gerð fyrir Stöðina, og mun þvi senn lokið. Glitnir hf. sem er dótturfyrirtæki íslandsbanka, er hins vegar ekki eig- andi Stöðvar 2 heldur þeir sem standa að almenningshlutafélaginu sem rekur sjónvarpsstöðina. Á Krisuvikursvæðinu. - Tvær kindur á beit og einn tindur Sveifluháls i baksýn. Fjárbúskapur á Reykjanesskaga: Eyðilegging í frístundum P.S. skrifar: Eftir aUar umræðurnar um vanda landbúnaðarins og þá sérstaklega fjárbúskaparins, aUa þá umfram- framleiöslu sem við erum látin borga dýrum dómum og síðan hent á haug- ana eða gefin útlendingum, hef ég aldrei skilið að ekki megi hrófla við frístundabændum hér á Reykjanes- skaganum. - Mönnum sem eru með þúsundir fjár á beit á niðurníddu landi, svo illa fömu að það jafnast á við glæpastarfsemi að beita landið. Ég sendi hér með mynd sem ég tók og sýnir vel hvemig „fjárbúskapur" hefur leikið land á Suðurnesjum. Bóndann sem alfarið lifir á fjárbú- skap munar örugglega um minna en þær kindur sem frístundakarlar ráðskast með, öllum tU leiðinda og landinu til tjóns. Nú er lag. Fyrst draga á úr fjáreign bænda ætti fyrst að taka fyrir fjáreign aUra frístunda- karlanna. Þetta er réttlætiskrafa. Þá sláum við tvær flugur í einu höggi, gætum friðað Reykjanesið allt og byijað á uppgræðslu. Alvörabændur þyrftu þá e.t.v. ekki að draga eins úr fjár- eign og nú er áætlað. Enn um her og vatn Magnús Torfi Ólafsson skrifar: Lengi er von á einum. í DV13. sept. gefur Jóhann Guðmundsson sig fram og sannar mitt mál um rúmfrekju fáviskunnar í of mörgum lesenda- bréfum. - Honum er ekki einu sinni ljóst um hvað fyrri orðaskipti okkar Sigurðar Gunnarssonar snerast. Við vorum ekki að ræða hvað Jó- hann drakk forðum eða aörir drekka nú í loftkældum húsakynnum í Dan- ang. Ágreiningurinn snýst um það hvaða fyrirmæli um vökvaþörf bandaríska herstjórnin lætur gefa mönnum sínum úti í eyðimörkinni, þar sem þeir hafast einatt við í tjöld- um og era látnir stunda erfiðar æf- ingar til að vera viðbúnir hernaði á hverri stundu. Fréttamönnum með bandaríska hernum ber saman um hver þessi fyrirmæli eru og frá þeim hef ég greint, 15 til 23 lítra áætluð vatnsþörf á sólarhring. - Þetta er staðreynd þar syðra og hún breytist ekki þótt ein- hveijir hér nyrðra telji sig hafa efni á að berja höfðinu við steininn. Kynlífsþættir á ljósvakamiðlum: Aðalstöðin misstígur sig Fjóla hringdi: Ég hlýddi á nýjan þáttá Aöalstöð- inni sl. sunnudagskvöld. Þessi þátt- ur var auglýstur sem fróðlegur þáttur um samlíf kynjanna, gott kynlíf, hvað það væri og aðrar hlið- ar kynlífsins. - Þetta reyndist þó vera, að mínu mati, ein allsheijar vitleysa þar sem fólk úti í bæ hringdi inn til stöðvarinnar að loknu nokkru spjalli og voru þetta einstaklingar sem ýmist voru sam- kynhneigðir eða áttu í erfiðleikum í sínu ástarsambandi. Nokkuð sem manni kemur lítið við. Erum við íslendingar kannski orðnir eins og þeir sem við erum sjálfir að dæma, að vilja vera með nefið niðri í hvers manns koppi og hafa spumir af hveiju því sem af- laga fer hjá hjónum eða ööru sam- býlisfólki? Það varð fréttaefni þeg- ar íslensk kona í Bandaríkjunum var sögö hafa af því atvinnu að svara í síma mönnum vegna ástar- mála. Var aö ég held birt nafn þess- ar konu og þótti landanum mikið til um. Ég heyri ekki betur en við séum að komast á nákvæmlega sama stig og aðrar þjóðir ef við ætlum nú að fara að leggja eyrun að kynlífs- þáttum á ijósvakamiðlum. Þetta kemur kannski í stað annarrar ónáttúru sem við köllum svo hjá öðrum þjóðum, svo sem vændi og þess háttar. Viljum við frekar hafa eins konar vændi á ljósvakamiðl- unum? - Mér er til efs að þjóðarsál- in vilji fara að leggjast með út- varpstæki sínu og fá allar sínar þrár uppfylltar í vikulegum út- varpsþætti. En hvað getur ekki skeð hjá okk- ur sem erum orðin svo víöförul og heimsvön og tökum það besta frá öðrum þjóðum. Við erum þó allténd menningarþjóð! Konur og karlar sem vilja fá kynlífsþætti í útvarpi, ég skora á ykkur að láta heyra í ykkur. - Ég skora líka á ykkur konur - og karla - sem ekki viljið að íslenskir ljósvakamiðlar verði notaðir sem sívaxandi kynlífsvett- vangur (en það verður raunin ef þetta kemst á að einhveiju marki) að láta frá ykkur heyra, í ræðu og riti. Dagsskrárrugl og dágóð bið A. Björnsson skrifar: Ég er einn af mörgum sem hefi lagt mig eftir að hlusta á útsending- ar Aðalstöövarinnar, einkum á síð- kvöldum þegar maður er eitt og annað að gera heimavið. Þá er gott aö hlusta á góða tónlist í rólegri kantinum og svo á þættina hennar Inger Önnu Aikman, um lífið og tilveruna, sem hún fer ágætlega með. Henni virðist einkar lagið að rabba viö fólk á venjulegum nótum án þess að vera með uppskrúfaða rödd eða tilgerð sem hæfir hvort eð er útvarpi svo fádæma illa. Nú, þar sem ég sat í gærkvöldi (miövikud. 12. þ.m.) og beið eftir að þátturinn í lífsins ólgusjó hjá Önnu hæfist, fannst mér biðin orð- in nokkuð löng. Og aldrei byrjaði þátturinn. Enginn tilkynnti að þátturinn félh niður. Og svo var á meðan ég sat með opið tækið við hlið mér. - Síðar var mér sagt að seinna um kvöldið heföi svo verið tilkynnt að þáttur Ingu Önnu Aik- man félli niður vegna tækniörðug- leika eða eitthvað í þá áttina. Mér fannst að Aðalstöðin hefði strax upp úr kl. 22 átt að tilkynna að um seinkun gæti orðið að ræða ef starfslið átti í erfiðleikum með tæknina. Annars að tilkynna um niðurfellingu þáttarins strax kl. 22. Það má ekki koma fyrir öðru sinni að þáttur falli niður án þess að um það sé tilkynnt strax í upphafi. Ég vona að Aðalstöðin eigi eftir að halda sínu striki þótt nýr út- varpsstjóri taki við stjórn og þá á ég einkum við hina góðu tónlist sem þar er leikin. - A morgnana er hins vegar engin stöð betri en Bylgjan, a.m.k. á meðan Eiríkur Jónsson (Kaupmannahöfn) er þar við hljóðnemann. Hann slær þeim öllum við á hinum stöðvunum og þeir komast ekki nálægt Eiríki í umfjöllun um menn og málefni, jafnvel að fletta blöðunum. Já, það þarf alveg sérstakt lag við aö rabba við hlustendur. - Og þess vegna viljum við heldur ekki missa af þáttunum í lífsins ólgusjó.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.