Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1990, Side 13
FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990.
Lesendur
Endurmat örorkubóta
Sighvatur hringdi:
Mig langar til að taka undir skoð-
anir Ólafs Gíslasonar, sem skrifaði í
DV fimmtudaginn 13. þ.m. undir fyr-
irsögninni „Eru of margir öryrkj-
ar?“.
Ég held að hann geti sér rétt til
þegar hann heldur því fram að hér á
landi séu alltof margir sem geri sér
upp veikindi til að fá greiddar bætur
frá hinu opinbera. Hér er oft um fólk
að ræða sem getur fullvel unnið ein-
hver störf og þótt ekki sé um fulla
vinnu að ræða þá hluta úr degi eða
eitthvað í þá veru, til aö létta hina
sameiginlegu fjárhagsbyrði sem heil-
brigðiskerfið krefst. Og það gera ein-
mitt margir þeirra nú orðið sem búa
við raunverulega örorku. Þeir eru
virðingarverðir þjóðfélagsþegnar.
Það er náttúrlega fuhkomið kæru-
leysi ef hið opinbera fylgist ekki bet-
ur með en svo að stór hópur fólks
beinlínis stundi það að taka greiðslur
frá hinu opinbera eftir að hafa með
einhverjum ráðum svikist inn á kerf-
ið, ef svo má að orði komast, og þá
kannski með aðstoð eða vitund
þeirra sem tekið er mark á - kannski
læknum eða öðrum sérfræðingum.
Hér hlýtur að þurfa til að koma end-
urmat á aðstæðum allra þeirra sem
örorkubætur þiggja til að sanna eöa
afsanna þetta.
Ég hefði búist við snöggum og
hörðum viðbrögöum við skrifum Ól-
afs í bréfi hans í síðustu viku.En það
er kannski ekki við því að búast ef
stór hópur í þjóðfélaginu er einmitt
viöriðinn það að gera sig að öryrkj-
um að ástæðulausu. Það sannar þetta
best ef málið verður kveðið niöur
með þögninni. En mikið má þessi
þjóð vera úr sér gengin og mikil má
niðurlægingin vera hjá því fólki sem
gerir sig bert aö því að komast á ör-
orkubætur til þess eins að þurfa ekki
að vinna eins og aðrir og taka þátt í
Margir þeirra sem búa við raunverulega örorku gegna nú orðið ýmsum
störfum i þjóðfélaginu, segir hér m.a.
þjóðfélagsbaráttunni með þeim kost- maður og leggja sitt af mörkum til
um og agnúum sem því fylgir að vera samfélagsins.
Jaf nrétti á »æðri“ stöðum
Margrét Guðmundsdóttir skrifar:
Þótt ýmsir telji að flest hafi þokast
hérlendis til aukins jafnréttis og
minnkandi stéttamunar, má nefna
margt sem bendir til annarrar áttar,
einkum á „æðri“ stöðum.
Nýlega var vakin athygli á því í
blaðagrein að alþingismenn og ráð-
herrar hafa nú í seinni tíð ekki talið
við hæfi að starfsfólk Alþingis sitji
svonefndar þingveislur sem haldnar
eru árlega á kostnað skattgreiðenda.
Sú hafði þó verið venjan um áratuga
skejð en þessu var breytt í tíð einnar
vinstri stjórnarinnar sem ekki taldi
sér sæma að sitja við sama borð og
„almúginn“.
Þá má benda á aö starfsmenn Al-
þingis gengu löngum um sömu dyr
og þingmenn og ráðherrar inn í þing-
húsið og út úr því, þ.e.a.s. um dyrnar
Austurvallarmegin. Reglum þar að
lútandi var breytt því aö landstjórn-
endur töldu slíkt ekki sæmilegt. -
Og enn var það vinstri stjórn sem
þessu breytti.
Loks er við þetta að bæta að starfs-
fólk þings og stjórnarráðs hefur sagt
mér að öll fordild og hégómaskapur
hafi stóraukist í tíð núverandi „fé-
lagshyggjustjórnar", einkum þó eftir
inngöngu borgaraflokksmanna, en
margir telja framgöngu þeirra ein-
kennast af hroka og drýldni sem
vafalaust á sinn þátt í því að flokkur
þeirra virðist orðinn ein rjúkandi
rúst.
Bókhalds-
í haust og vetur mun Tölvuskóli Reykjavíkur
bjóða áfram upp á bókhaldsnám fyrir fólk sem
______vill ná töícum á bókhaldi fyrirtækja.__
Markmið námsins er að þátttakendur verði
fullfærir um að starfa sjálfstætt við bókhaldið
og annast það allt árið.
Deim sem ekki hafa kynnst bókhaldi gefet
kostur é sérstöku grunnnémskeiði.
-
A námskeiðinu verður efdrfarandi kennt:
* ítarleg bókhaldsverkefni
* Launabókhald
* Virðisaukaskattur
* Vixlar og skuldabréf
* Bókhaldslög og reglugerðir
* Afstemmingar
* Raunhæf verkefni
* Tölvubókhald
Námskeiðið er 72 klst.
Tölvuskðli Reykiavíkur
Borgartúni 28. S:68759ð
ÍSLENSKA SJÁVARÚTVEGSSÝNINGIN, sem nú er
haldin í þriðja sinn í Laugardalshöll, hefur fest sig í sessi
sem alþjóðleg stórsýning á sviði sjávarútvegs. Sýningin í
ár verður glæsilegri en nokkru sinni fyrr og er von á þús-
undum gesta hvaðanæva að úr heiminum. Á 10 þúsund
fermetra rými munu á fimmtahundrað íslenskra og er-
lendr^ sýnenda kynna allar helstu nýjungarnar í veiðum,
vinnslu og markaðssetningu sjávarfangs.
Á meðan sýningin stendur yfir bjóða Flugleiðir sérstakan afslátt á innanlandsflugi fyrir
sýningargesti utan af landi. Nánari upplýsingar fást hjá ferðaskrifstofum,
sölumönnum og umboðsmönnum um land allt. FLUGLEIÐIR