Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Síða 11
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990. 11 GoodFellas: Kvikmyndir Mafíumynd Martins Scorsese fékk góðar viðtökur í Feneyjum Ray Liotta og Robert de Niro sýna snilidartakta i GoodFellas og þykir Liotta meira að segja skyggja á de Niro sem er nú ekki á færi margra leikara. í erlendum blöðum má sjá að kvik- myndahátíðin í Feneyjum hefur ver- iö með heldur daufara móti í ár og það hafi verið fáar myndir sem hafi vakið athygli gagnrýnenda og engin meistaraverk litið dagsins ljós. Ein þeirra mynda, sem náði hvað mestri athygli, var nýjasta kvikmynd Martins Scorsese, GoodFellas. Það endaði með því að hún hlaut silfur- ljónið sem eru önnur æðstu verðlaun keppninnar. Dómnefndin valdi bresku kvikmyndina Rosenkrans and Guildenstern, sem gerð er eftir hinu þekkta leikriti Tom Stoppards, sem einnig er leikstjóri myndarinn- ar, bestu kvikmyndina og fékk hún gullljónið. Þetta var umdeild verð- launaveiting og var púað á Stoppard þegar hann tók við verðlaununum. GoodFellas fiallar um mafiuna og er byggð á sönnum atburðum. Segir þar frá ævi Henry Hill, sem Ray Li- otta leikur. Henry er hálfírskur og hálfítalskur drengur sem tekinn er í fóstur af glæpamönnum í Brooklyn og alinn upp í þeirri trú að allt hans líf eigi að snúast um „fiölskylduna". Robert de Niro leikur Jimmy Con- way, mann sem er virtur af öllum í mafíunni og sá sem Henry lítur mest upp til. Er þetta er í sjötta skiptið sem de Niro leikur í kvikmynd undir stjórn Martins Scorsese. Þriðja aðal- hlutverkið leikur svo Joe Pesci. GoodFellas er byggð á bók Nicholas Pileggi sem heitir Wiseguy og að margra áliti er sú bók talin gefa iivað besta mynd af því sem gerist í mafiu- fiölskyldum í Bandaríkjunum. Nafn myndarinnar og nafn bókarinnar vísa til heita yfir „fiölskyldumeð- limi“ sem þeir nota um sig sjálfa, menn sem almenningur kallar glæpamenn. Martin Scorsese fékk áhuga á bók- inni Wiseguy þegar hann var að vinna að The Color of Money. Hann hringdi í höfundinn og spurði hvort hann hefði nokkuð á móti því að hann gerði kvikmynd eftir sögunni. Pileggi segir að hann hafi verið upp Kvikmyndir Hilmar Karlsson með sér yfir beiðninni og svaraði á þá leið að hann gæti ekki hugsað sér neinn betri til að kvikmynda bókina. Scorsese fékk til liðs við sig fram- leiðandann, Irving Winkler en þeir unnu saman að New York, New York og Raging Bull. Þegar kom að kvik- myndatökunni fékk hann til liðs við sig sömu menn og hafa unnið með honum að flestum myndum hans, má þar nefna kvikmyndatökumann- inn Michael Ballhaus. Eins og svo margar kvikmyndir Scorsese var myndin tekin aö langmestu leyti í N.ew York. Alltaf á dagskrá að gera mafíumynd Það hefur alltaf verið á dagskrá hjá Martin Scorsese að gera mynd um mafíuna og þá eins og hún er í raun- veruleikananum en ekki sveipa sam- tökin dularhjúp eins og svo oft er gert í kvikmyndum. „Það sem fólk skilur ekki,“ segir Scorsese, „er að gangster gengur ekki um götur og drepur fólk. Hans aðalvinna er að afla peninga. Þegar einhver fer út fyrir sitt svið verður hann að hverfa. Þetta er reglan hjá mafíunni.“ Scorsese ólst upp í hverfi þar sem mafían var valdamikil. Hann lýsir viðhorfinu til mafíunnar með þess- um orðum: „Ég man þegar ég var drengur og ég og félagar mínir þurft- um að fara í klippingu áður en við fengum peninga fyrir bíó. Þá kom það iðulega fyrir að þegar komið var að okkur hjá rakaranum, þá kom kannski einn úr „fiölskvldunni" og spurði hvort það væri nokkur bið. Rakarinn svaraöi að það væru aðeins krakkarnir og bauð honum stólinn. Og að sjálfsögðu urðum við alltof seinir í bíó,“ segir Scorsese. GoodFellas er löng kvikmynd, um það bil 150 mínútur, og hefur henni verið líkt við Goodfather kvikmynd- irnar, en er samt talin mun raun- særri. Ray Liotta er í aðalhlutverki og þykir mjög góður og skyggir hann jafnvel á sjálfan Robert De Niro sem á þó skínandi leik. Myndin mun verða sýnd í Bíóborginni í vetur en verið er að taka hana til sýningar vestanhafs um þessar mundir. -HK SJÁLFSBJÖRG Þjóðfélag án þröskulda! EITT LÍTIÐ MERKI UM STUÐNING HNN Um þessa helgi fer fram blaða- og merkjasala Sjálfsbjargar um land allt. Með því að kaupa blað eða merki Sjálfsbjargar sem er að þessu sinni endurskinsmerki getur þú sýnt stuðning þinn í verki og stutt við baráttu fatlaðra. Allar tekjur af átaki þessu renna óskiptar til eflingar aðstöðu fatlaðra m.a. til að koma upp end- urhæfingaríbúð í Sjálfsbjargarhúsinu sem er nauðsynlegur hlekkur í endurhæfingu fatlaðra. ________KRINGMN , Fyrirtækin í Kringlunni hafa stutt við blaða- og merkjasölu Sjálfsbjargar. Sjálfsbjörg minnir sérstaklega á að sölufólk verður í Kringlunni í Reykjavík, en þar er að- gengi fyrir fatlaða til fyrirmyndar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.