Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990.
13
Helgarpopp
Eftirlitiö í æfingabúðum. Gunnar Erlingsson og Þorsteinn Magnússon eru tiltölulega nýgengnir til liös viö
Gunnar Hilmarsson og Davið Frey Traustason.
Þetta er eins og
að synda í skyri
- Eftirlitið gerir út með þolinmæðina að vopni
Eftirlitið er komið á kreik að
nýju. Davíð Freyr Traustason og
Gunnar Hilmarsson hafa fengið
Gunnar Erlingsson trommuleikara
og Þorstein Magnússon gitarleik-
ara til liðs við sig. Fjórmenningarn-
ir héldu síöa fyrstu hljómleika á
Duushúsi á flmmtudagskvöldið var
og setja stefnuna á að leika að
minnsta kosti einu sinni til tvisvar
í mánuði frá og með október. Og
helst eigið efni eingöngu.
„Við erum með átta til tíu laga
prógramm eins og er,“ segir Gunn-
ar Hilmarsson. „Hins vegar höfum
við prófað okkur áfram með ein
fimmtíu. Eða grindina að einum
fimmtíu lögum skulum við frekar
segja. Mestöllu höfum við hent. Við
verðum allir fjórir að vera sam-
mála um hvaða lagi við höldum til
haga. Greiði einn atkvæði á móti
er því sleppt. Fyrir vikið spilum við
ekki nema það sem viö erum
hundrað prósent sáttir við.“
Fönkrokk
Tónlistarstefna Eftirlitsins er
fönkrokk. Gunnar Hilmarsson veit
ekki hvort það á upp á pallborðið
hjá fólki um þessar mundir en von-
ar það besta.
„Ég veit ekki einu sinni hvort við
erum góðir, frábærir eða einfald-
lega vondir. Ég veit þó að Steini er
frábær gítarleikari, Gunnar er af-
bragðsgóður trommari... Við
hljótum að vera að gera eitthvað
af viti.“
Gunnar Hilmarsson og Davíö Þór
Traustason hafa unnið saman í á
þriðja ár. Gunnar Erlingsson kom
til leiks fyrir þremur til fjórum
mánuðum og Þorsteinn hefur verið
með í um mánuð.
„Þeir tveir eru bestu menn sem
við Davíð höfum unnið með hingað
til. Nú fmnum við að við höfum
verið að gera tóma vitleysu hingað
til.“
Með réttum
mönnum
Davíð og Gunnar hafa verið af-
kastamiklir þótt ekki hafi borið
mikið á þeim. Þeir unnu til að
mynda baki brotnu mánuðum sam-
an í hljóðverum borgarinnar og
Umsjón:
Ásgeir Tómasson
nágrannabyggðanna og hljóðrit-
uðu lög sem nægðu á stóra plötu.
Á elleftu stundu hættu þeir við allt
saman. Öllu var hent. Ekkert stóð
eftir nema skuldir fyrir afnot af
hljóðverunum.
„Við höfðum ekki efni á að koma
plötunni út. Svo einfalt var það,“
segir Gunnar. „Enginn vildi gefa
hana út svo að við hefðum orðið
að gera það sjálfir.
Mér finnst satt að segja að það
sé kominn tími á okkur Davíð
núna,“ heldur hann áfram. „Við
eigum fullt erindi á markaðinn með
réttum mönnum og við teljum okk-
ur vera að leika með þeim núna.
Við erum búnir aö lenda í nógu
mörgum vitleysum og gera nógu
mörg mistök hingað til. Að mínu
mati hefur tónlistin verið í lagi en
óheppnin hefur falist í því að velja
ranga menn til að vinna með. Ætli
við séum ekki búnir að æfa hátt í
hundrað frumsamin lög á rúmum
tveimur árum. Nú ætlum við hins
vegar ekki að rasa um ráð fram
heldur bíða og sjá hvort ekki smell-
ur allt saman."
Synt í skyri
Gunnari Hilmarssyni líst ekki
sérstaklega vel á áhuga fólks á
hljómleikum um þessar mundir.
Blúshljómleikar draga jú að sér
fólk en aðrar stefnur virðast eiga
undir högg að sækja.
„Við verðum kannski að æfa upp
annarra lög og fara að gera út á
pöbbana í bland við hljómleika
annars staðar," segir hann. „Mér
líst ekki á það á þessari stundu en
kannski er það eina leiðin til að
koma lögunum sínum á framfæri.
Aðalvandamálið, sem við stöndum
frammi fyrir núna, er að fá fólk til
að mæta á hljómleika. Raunar er
tónlistarlífið í heild sinni þannig
aö einna helst mætti líkja því við
að synda í skyri.
Viö verðum bara að keyra á þol-
inmæöinni og bjartsýninni og sjá
til hvernig okkur verður tekið.
Fyrir liggur að leika á Litla-Hrauni
von bráðar, fóngunum og okkur
sjálfum til skemmtunar. Síðan ætl-
um við að halda alvöru hljómleika
á Hótel Borg þann 11. október. Eig-
inlega má segja að allt sem við ger-
um fram að þeim hljómleikum sé
upphitun. Síðan verðum við bara
að vera þolinmóðir og vona það
besta.“ -ÁT
Þýskukennsla fyrir börn
7-13 ára verður í Hlíðaskóla í vetur.
Innritun fer fram laugardaginn 29. sept. kl. 10-12.
Germanía
1.-4. nóvember
og 14.-19. nóvember
Flug og gisting í Trier, tvíbýli á
Scandic Crown hótelinu:
1.-4. nóvember kr. 32.680.
14.-19. nóvember kr. 38.440.
Flug, bíll og ibúð í Hostenberg, 20 mínútna akst-
ur frá Trier, miðað vió 2 í hil og íbúó:
1.-4. nóvemher kr. 29.980.
14.-19. nóvember kr. 33.380.
Flug, bíll og lúxushús í Hostenberg, mióaó vió 4 yj
í húsi og bíl:
1.-4. nóvember kr. 28.580.
14.-19. nóvember kr. 30.770.
Ofangreint veró er án flugvallarskatts,
kr. 1.150. Takmarkaóur sxtajjöldi. L*
M
Ath. Allfir verslanir í Trier eru opnar
allan laugardaginn 3. nóvember.
-XV'.
éf-
llaínarsirxtí '■
SÝNING UM
HELGINA
Opið: Laugard. 10-16.
Sunnud. 13-17.
FALLEGAR
OGVÁNDAÐAR
ELDHUS-
INNREITINGAR
FRÁfóaSfó
m
BÆJARHRAUNI 8
SÍMI 651499
OPIÐ LAUGARD. 10-16