Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Side 14
14
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÚNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SiMI (91 )27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð I lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Umbinn í ruslafötunni
Framkvæmdavaldið í landinu telur sig vita betur en
umboðsmaður alþingis um, hvort það hafi farið út fyrir
lög í stjórnsýslunni. í flestum tilvikum ákveða ráð-
herrar og ráðuneytisstjórar að taka ekki mark á niður-
stöðum umboðsmannsins og svara ekki bréfum hans.
Að þessu leyti er íslenzkt framkvæmdavald öðruvísi
en framkvæmdavald á Norðurlöndum, þaðan sem upp-
runnið er embætti umboðsmanns alþingis. Komið hefur
fram, að þar þykir sjálfsagt að fara eftir niðurstöðum
umboðsmanns, nema knýjandi nauðsyn beri til annars.
„Það fer alveg eftir því, hvers eðhs álitið er, hvað við
gerum. Það geta verið jafn margar ástæður til mismun-
andi viðbragða og fjöldi álita. Við skoðum þau alltaf og
reynum að bregðast við eins og við á og eftir því, hvað
réttast er á hverjum tíma,“ sagði ráðuneytisstjóri.
í þessum hrokafullu ummælum embættismannsins
felst, að hann telur sig vita, hvað er „réttast". Hann er
æðsti dómstóll um eigin gerðir og þarf ekkert á stofnun-
um alþingis að halda. Þessi ummæli segja raunar allt,
sem þarf að segja um ástand íslenzkrar stjórnsýslu.
Hér á landi umhverfist ungmenni við að verða að
hrossaræktaráðunauti. Hann temur sér á svipstundu
framkomu átjándu aldar valdsmanns, sem talar niður
til pöpulsins. Slíkt virðist loða við íslenzka stjórnkerfið,
þótt menn hafi losnað við það í nágrannalöndunum.
Enginn hefur dregið í efa hæfni umboðsmanns al-
þingis eða vinnubrögð hans. Sérstaklega hefur verið
tekið fram, að hann starfi á líkan hátt og starfsbræður
hans á Norðurlöndum. Menn eru í stórum dráttum sam-
mála um, að hann sé einn færasti lögfræðingur landsins.
Samt er niðurstöðum hans í bezta falli svarað á þann
hátt, að ráðherra og ráðuneytisstjóri panta andstætt
áht frá lögfræðistrák viðkomandi ráðuneytis og er það
látið gilda. Enda litu embættismenn átjándu aldar svo
á, að þeir einir hefðu ahtaf rétt fyrir sér.
Verst hefur framganga valdshyggjuráðherranna íjög-
urra verið. Það eru fjármálaráðherra, landbúnaðarráð-
herra, menntaráðherra og viðskiptaráðherra. Þeir hafa
svo mjög hunzað niðurstöður umboðsmannsins, að ekki
verður hjá því komizt að kalla það skipulega andstöðu.
Fjármálaráðherra hefur lagt króka á leið sína til að
reyna að fá dregið úr starfsemi umboðsmannsins með
því að fá lækkaðar fjárveitingar til embættis hans. í
þingræðu útskýrði ráðherrann þetta með því, að of
mikill tími færi í að svara bréfum umboðsmannsins.
Landbúnaðarráðuneytið hefur ekkert mark tekið á
því, þótt umboðsmaður álíti búfjártalningu þess hafa
verið ólöglega. Ráðuneytisstjórinn, sem hefur síðan
misnotað gögn úr talningunni í óþökk bænda, segir
bara, að talningin sé þegar „gerður hlutur“.
Viðskiptaráðherra hefur tekið undir þá skoðun Seðla-
bankans, að umboðsmaðurinn hafi rangt fyrir sér, þeg-
ar hann sagði meðferð bankans á máh Ávöxtunar hafa
verið vítaverða. Ráðherrann tók sérstaklega fram, að
umboðsmaðurinn væri ahs enginn dómari.
Menntaráðherra hefur nú í tæpan mánuð legið á
þeirri niðurstöðu umboðsmanns, að ólöglegt sé að taka
efnis- og bókagjöld af nemendum í skyldunámi. Ráð-
herrann hefur komið fram í sjónvarpi og sagzt hafa áht
annarra lögfræðinga fyrir því, að gjaldheimtan sé í lagi.
í andstöðunni við umba fer saman póhtísk ofbeldis-
hneigð nokkurra ráðamikiha stjórnmálamanna og al-
mennt átjándu aldar hugarfar æðstu embættismanna.
Jónas Kristjánsson
Sovétríkin
einkavædd með
500 daga áætlun
Ofan á aðrar hremmingar, sem
þjaka sovéska neytendur, bættist í
sumar sígarettuskortur. Varð hann
dropinn sem fyllti mæhnn hjá
mörgum nikótínfíknum Sovét-
manni. Risabiðraðir við sölustaði
snerust sums staðar upp í uppþot
og óeirðir.
Stjórnvöld gripu til þess ráðs að
semja við tvo stórvirkustu tóbaks-
vöruframleiðendur Bandaríkjanna
um kaup á 34 miiljörðum síga-
rettna og greiða í vöruskiptum með
varningi sem eUa hefði verið auð-
seldur fyrir reiðufé. Ber það vott
um hvað við þykir liggja að metta
tóbaksmarkaðinn með einhverjum
ráðum, annar eins gjaldeyrisskort-
ur og nú hrjáir sovéskan þjóðarbú-
skap.
Haft er eftir yfirmanni banda-
rísks tóbaksfyrirtækis að ástæða
sígarettuskortsins sé að 11 af 20
sígarettuverksmiðjum í Sovétríkj-
unum hafi verið lokað samtímis tU
viðgerða og viðhalds. Svo furðulegt
uppátæki í miðstýrðu framleiðslu-
kerfi vekur grunsemdir um að í
áhrifastöðum sitji menn sem ekki
er óljúft að valda æðstu stjórn erf-
iðleikum með því að magna
óánægju almennings með aðsteðj-
andi vandræði. Fylgdi líka fyrstu
fréttum af sígarettuskortinum að
einhverjum aðstoðarráðherrum
hefði verið vikið úr starfi.
Samtímis því að tóbaksleysi bæt-
ist við margs konar annan vöru-
skort eru loksins horfur á að þing
og stjórn séu í þann veginn að taka
úrslitaákvarðanir um kerfisbreyt-
ingar í því skyni að rétta efnahag-
inn við til frambúðar. Er nú efst á
baugi í þeim umræðum tímasett
áætlun um fráhvarf frá ríkiseinok-
un og miðstýringu til einkarekstrar
og markaðskerfis, kennd við 500
daga, tímabihð sem henni er sett.
Fréttamenn Washington Post í
Moskvu hafa komist yfir eintak af
áætluninni. Hún stefnir að blönd-
uðu hagkerfi þar sem fjórir fimmtu
hlutar atvinnulífsins verði einka-
væddir fyrir lok áratugarins.
Upphaf 500 daga áætlunarinnar
má rekja til þess að í vor hafnaði
Æðsta ráðið tillögum frá Nikolai
Ryshkov forsætisráðherra, sem
gerðu ráð fyrir stórfelldum niður-
skurði á niðurgreiðslum neyslu-
varnings úr ríkissjóði. Hlaust af
birtingu þeirra hamstursæði sem
magnaði enn vöruskort sem var
ærinn fyrir.
Hagfræðingahópur undir forystu
Stanislavs Shatalíns, fulltrúa í for-
setaráði Mikhails Gorbatsjovs Sov-
étforseta, var settur á laggimar til
að fitja upp á ný. í nefndina kom
svo hópur ungra hagfræðinga úr
ráðgjafaliði Borisar Jeltsins, for-
seta Rússneska sambandslýðveld-
isins.
Kjarhi 500 daga áætlunarinnar
eins og fyrri tillögu Ryshkovs er
að fást við umframkaupmáttinn í
sovéska hagkerfinu. En aðferðin
er þveröfug. í stað þess að kostnað-
urinn af að hemja verðbólgu komi
beint á landslýðinn á ríkið að reiða
fram eignir sínar.
Rúbluhengjan, sem ógnar sov-
éska hagkerfmu, er talin nema 200
milljörðum rúblna eða hálfum rík-
isfjárlögum. Þennan umframkaup-
mátt hyggjast höfundar 500 daga
áætlunarinnar leitast við að
þurrka upp með því að bjóða ríkis-
fyrirtæki unnvörpum til sölu á
fyrsta misseri áætlunartímabils-
ins. Gert er ráð fyrir að bjóða til
sölu 46.000 iðnfyrirtæki og 760.000
verslunarfyrirtæki.
Hlutabréf í stærri fyrirtækjum
verða boðin hæstbjóðanda á opn-
um markaði, en starfsmenn hafa'
forkaupsrétt á allt að tíunda hluta.
Smærri fyrirtæki með 10 starfs-
menn eða færri (sjö í matvæla-
Magnús Torfi Ólafsson
verslunmn) verða seld hæstbjóð-
anda, hvort heldur einstakhngi eöa
hópi. Gert er ráð fyrir að 150.000
fjölskyldubú verði mynduð við
skiptingu ríkisbúa og samyrkjubúa
sem rekin eru með halla.
Engar hömlur verða á fjárfest-
ingu erlendra aðila í sovésku at-
vinnulífi og hömlum verður létt aF
viðskiptum við önnur lönd. Mark-
miðið er að gera rúbluna gjald-
genga á alþjóðlegum peningamark-
aði við fyrstu hentugleika.
Þegar einkavæðingin væri komin
í kring yrði ríkisrekstur við lýði á
afmörkuðum sviðum. Ríkið ræki
áfram hergagnaiðnaðinn, fjarskipti
um langar leiðir, járnbrautimar,
póst- og raforkuframleiðslukerfið.
Þótt 500 daga áætlunin hafi ekki
verið birt í heild í Sovétríkjunum
hafa megindrættir hennar verið
ræddir í Æðsta ráðinu. Gorbatsjov
hefur lýst stuðningi við hana í
meginatriðum, en Ryshkov forsæt-
isráðherra finnur henni flest til
foráttu. Fara kröfur um afsögn for-
sætisráðherrans vaxandi, en Gor-
batsjov reynir að vera honum bak-
hjarl.
Hefur aldrei komið ljósar fram
en nú hve Gorbatsjof á erfitt með,
vegna fastheldni sinnar úr löngu
starfi í flokksforustunni við venj-
una þaðan um sameiginlega loka-
niðurstöðu, að kveða upp úr þar
sem ósættanleg sjónarmið takast á
og taka eindregna afstöðu.
í umræðum í Æðsta ráðinu stakk
forsetinn til að mynda upp á því
að þjóðaratkvæði skæri úr um
einkaeignarrétt og erfðarétt á
landi. Shatalín, ráðgjafi hans, mót-
mælti þegar, kvað engan tíma til
að fresta ákvörðunum um grund-
vallaratriði enda ekki háttur
ábyrgra stjómmálamanna að
skjóta sér undan ákvörðunum með
þeim hætti.
Annar hagfræðingur og ráðgjafi
Gorbatsjovs um langan aldur, Abel
Aganbegjan, komst svo að orði í
umræðunum að atvinnulíf Sovét-
ríkjanna væri í svo „skelfilegu"
ástandi að engan tíma mætti lengur
missa. Skorturinn, verðbólgan og
ólgan, sem ríkti í landinu, væru
„hrein skrítla miðað við það sem
gæti gerst“.
Þriðji af helstu ráðgjöfum Sovét-
forsetans í efnahagsmálum, Ni-
kolaj Petrakof, sagði við kynningu
á höfuðatriðum 500 daga áætlunar-
innar á fundi með fréttamönnum
að ekki væri um að villast að skrif-
ræðissinnar, sem komið hafa sér
fyrir í miðstýrða fyrirskipanakerf-
inu í atvinnulífinu, hefðu tekið upp
„stefnu sviðinnar jarðar“ til að tor-
velda efnahagsumbætur með kerf-
isbreytingu.
Hann kenndi skriffinnskukerfi
ríkisins um hrun kaupmáttar rúbl-
unnar. Þeir sem þar réðu vonuðu
að skortur á algengustu neysluvör-
um, eins og matvælum og sígarett-
um, yrði til þess að upp kæmi krafa
um að skömmtunarkerfi yrði kom-
ið á.
Magnús T. Ólafsson
I hléi á fundi Æðsta ráðsins ræðir Gorbatsjov forseti (t.h.) við Stanislav
Shatalín (í miðju), aðalhöfund 500 daga áætlunarinnar, og þingmanninn
Nikolaj Travkin. Símamynd Reuter