Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Side 23
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990.
35
„Lokast tjöldin nógu vel? Próf-
aöu núna,“ segir maður í stiga á
miöju sviöi við annan baksviðs.
Tjöldin dragast frá og svífa fyrir
aftur. Leikmunaverðir og tækni-
fólk er á þönum með verkfæri og
hluti í höndum. Ljósin bhkka og
hljóðasúpa lekur úr hijómkerfinu.
Klukkan er 19.00 og eftir klukku-
tíma hefst aðalæfing á gamanleikn-
um Örfá sæti laus. Það er Þjóðleik-
húsið sem sýnir í íslensku óper-
unni. Leikstjórinn, EgiU Eðvarös-
son, situr poUrólegur á svip frammi
í sal á hljóðskrafi við tæknimann.
Allt virðist með kyrrum kjörum.
Baksviðs eru leikarar að mæta í
smink. Sigurður Siguijónsson situr
í bekk og drekkur kaffi og rabbar
við Gunnlaug Briem trommara.
„Ha, við stressaðir? Kemur ekki til
mála,“ segja þeir einum rómi en
eirðarleysið kemur upp um Sigurð,
enda er hann bæði höfundur og
einn aðalleikara, auk félaga sinna
úr Spaugstofunni, þeirra Karls
Ágústs Úlfssonar, Randvers Þor-
lákssonar, Pálma Gestssonar og
Arnar Árnasonar.
Eddie Skoller
fórflatt
Það er fremur þröngt um hópinn
í kjallara Óperunnar. Menn verða
að skáskjóta sér hver fram hjá öðr-
um og olnboga sig að kaffikönn-
unni sem beðið er eftir að sýni rautt
ljós. Lofthæðin er ekki fyrir full-
orðna og gildir bitar í loftinu eru
klæddir með svampi svo stressaðir
skemmtikraftar roti sig ekki af því
að ganga á þá.
„Menn hafa farið flatt á þessu,“
segir Siggi Sigurjóns. „Það er sagt
að þegar Eddie Skoller var að
skemmta héma þá hafi hann farið
hálf- eða alrotaður upp á svið í
framkallinu." Svo er Sigurður rok-
inn.
Klukkan tifar og flestir að verða
mættir. Hópurinn er á stöðugri
hreyfmgu í þessu þrönga rými eins
og laxar í keri sem stöðugt synda
í hringi. Menn rápa með kaffiboll-
ana og ráðfæra sig við félagana um
stikkorð og tæknibrellur.
„Trommuhöggiö má koma miklu
fyrr, um leið og ég er búinn að segja
að ég sé farinn,“ segir Pálmi Gests-
son við Gunnlaug trommara og
Sigurður tekur undir: „Alveg um
leið,“ og slær hendinni í lófann til
áherslu.
Hver er síðastur
í klámgöngunni
Karl Ágúst er mættur og
skemmtir með sögum af viðureign
sinni við þveran borgarstarfsmann
sem vildi loka Hafnarstrætinu þeg-
ar Karl var á leið til sýningar.
Hvorugur vildi láta sinn hlut og fór
svo að lokum að bílnum var rennt
yfir tærnar á manninum með skilt-
ið.
„Hver á að vera síðastur í klám-
göngunni,“ spyr Kristín sýningar-
stjóri sem þýtur á ótrúlegum hraða
um hópinn með blokk í hendi og
merkir við eins og kennari. Hún
fær ekkert svar en einhver fullyrð-
ir að Rúrik sé að minnsta kosti aft-
arlega. „Hyað ert þú aö skrifa,"
spyr Öm Árnason blaðamann en
verður eins og fældur hestur á svip
þegar hann fær að vita það og
stekkur í burt og heilsar þjóðleik-
hússtjóra sem var að koma í smink-
ið. Á hæla hans kemur tónskáldið
Gunnar Þórðarson og dettur
hvorki né drýpur af því.
Tíminn líöur
eins og óð fluga
Þegar hér er komið sögu líður
tíminn eins og óð fluga og and-
rúmsloftið í kjallaranum er farið
að titra af spennu. Sigurður Sigur-
jónsson æðir um eins og ljón í búri
og lítur á klukkuna á 3 sekúndna
fresti. Randver Þorláksson, félagi
hans, virðist hins vegar pollrólegur
og lætur fara lítið fyrir sér með
sinn kaffibolla og tekur sér stööu
við spegil og sminkar sig í róleg-
heitum. Kliðurinn magnast og
verður eins og vatnsniður en fáir
virðast hafa eirð í sínum beinum
til þess að. halda kyrru fyrir en
stjákla um eftir því sem plássið
leyfir, reykja og drekka kaffi sem
er viðurkenndur streituvaldur og
sýnist vart á bætandi.
Allir sem syngja í leikritinu
þurfa, að viðbættu sminkinu, aö
festa á sig þráðlausa hljóðnema. Á
síðustu mínútu er mörgum vöng-
um velt yfir þessum tækniundrum
sem hafa tilhneigingu til þess að
bregðast illa við svita leikaranna
og sumir í þessu verki svitna
hrottalega. Margrét hárkollumeist-
ari til 30 ára heldur ró sinni þar sem
hún hengir barta Ragnars Reykáss
á sinn stað þar sem þeir bíða tilbún-
ir hjá augabrúnum Steingríms og
skeggi Svavars.
Allir í upphitun
„Alhr í upphitun," þrumar
Magnús Kjartansson hljómsveitar-
stjóri og leikarar elta hann hlýðnir
inn í afkima þar sem þeir standa í
hring og syngja skala og baula
ýmsar samstöfur í misháum tón-
tegundum. Síðan er sungið halle-
lúja að lokum af mikilli innlifun
við píanóundirleik Magnúsar.
Leikarar virðast taka upphitunina
misalvarlega: Sumir standa með
alvörusvip og syngja eins og röddin
dregur en aðrir koma seint, lauma
sér aftast í hópinn og opna munn-
inn til málamynda.
„Svo veit ég að þið gerið ykkar
besta,“ segir Egill Eðvarðsson leik-
stjóri að lokum við hópinn. „Ekki
ærslast með sýninguna. Ekki keyra
hraðann svo upp að hún kollsteyp-
ist. Vandið framsögnina og hafið í
huga að hljómburðurinn er ekki
nógu góður aftast og efst.“ Allir
kinka kolli. „Og munið að taka vel
utan um söngtextana," bætir
Magnús við, hvað sem þaö þýðir.
Andrúmsloftiö er aö verða óbæri-
legt þegar kallkerfið segir: „Það eru
fimm mínútur,“ og fær andartaks-
þögn. Hin síðasta hönd er lögð á
bókstaflega allt. Það þarf að tylla
börtum Rúriks aðeins betur til ör-
yggis, laga hljóðnema Jóhanns og
vita hvort rennilásinn á Tinnu er
örugglega laus eða fastur. Egill
áréttar við einstaka leikara inn-
komur og útgöngur og tímasetn-
ingar. Flestir eru þögulir og kall-
kerfið fær gott hljóð sem það notar
síðan til þess að segja: „Leikarar,
dansarar og hljóðfæraleikarar á
svið.“ Það er eins og losni örlítið
um spennuna þegar hópurinn tín-
ist upp og lágværar velfarnaðar-
óskir fara eins og kliður um her-
bergið.
„Jón ívarsson, komdu strax, það
vantar headsett ... Jón ívarsson,
vOtu koma eins og skot,“ segir kall-
kerfið og það er ekki frítt við að
röddin skjálfi því klukkan er 19.58
og eftir tvær mínútur fer tjaldið
upp fyrir fullum sal af gestum á
aðalæfingu.
Nafnið á leikritinu er tæpast við-
eigandi lengur því samkvæmt orð-
rómi baksviðs mun vera uppselt á
fyrstu tólf sýningarnar. Það eru því
ekki lengur Örfá sæti laus.
-Pá
„Ekki ærslast með sýninguna." Egill Eð-
varðsson leikstjóri gefur síðustu skipanirnar.
DV-myndir Hanna
Sigurður, Randver og Rúrik hálfsminkaðir.
Karl Ágúst og sýningarstjóri ráða ráðum sinum.
„Ég skal hjálpa þér.“ Pálmi og
Karl Ágúst á síðasta snúningi.
Pálmi og Randver i upphitun.
Steingrimur Hermannsson biður
rólegur eftir Pálma.
Örfá sæti laus:
Á tauginni bakvið tjöldin