Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Side 37
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990. 49 Smáauglýsingar Mazda 929 LTD, árg. '83 til sölu. Sjálf- skiptur, með rafmagn í rúðum, central læsingar. Skuldabréf koma til greina. Uppl. gefur bílasalan Höfðahöllin í síma 674840 eða 72648. Saab 900i, árg. '87, dökkblár, ekinn 56 þús., verð 960 þús., mjög góð- ur bíll, skipti á ódýrari eða dýrari, Saab 9000 ’87 eða MMC Pajero ’86-’87. Uppl. í síma 93-61266. Ford Sierra XR 4x4 , 5 dyra, árg ’85. Ekinn 67.000. Sídrif, 2800 vél 155 Din hestöfl, Abs bremsukerfi., sóllúga, lit- ur svartur, central læsingar. Skipti á ódýrari. Uppl. í síma 96-33119 og 985- 25419. Subaru XT turbo, árg. '88, til sölu, ekinn 42 þús. km. Uppl. í símum 624808 og 611230. Ford F-350 pickup 4x4 með húsi til sölu, 6,9 dísil, með mæli, árg. ’84, skoðaður. Skipti, skuldabréf, góð kjör. Uppl. í síma 673534. Mazda Plus Cap '88, upphækkaður, álfelgur, loftdæla, læstur að aftan, kastarar, verð 1670 þús. Upplýsingar í síma 91-672235. BMW 318i, árg. ’88, vinrauður, 4ra dyra, 5 gíra, ekinn 25 þús., skipti möguleg. Uppl. í síma 91-622946. Oldsmobile Delta Royale 88, árg. '86, til sölu, ekinn aðeins 20 þús. m., lítur út sem nýr. Uppl. í síma 91-740)6. Einn með öllu. Eldrauður og glæsilegur Golf GTi, 16 v., árg. 86, til sölu, skipti á ódýrari möguleg. Uppl. í síma 91-72857 eftir kl. 16. Chevrolet Monte Carlo, Einnig til sölu Seat Uppl. í síma 75120. árg. ’86. Afmæli EybjörgD. Sigurpálsdóttir Eybjörg Dóra Sigurpálsdóttir, mót- tökustjóri á Hótel Holti, Jöldugróf 12, Reykjavík, er fertug í dag. Ey- björg Dóra er fædd í Reykjavík og lauk myndmenntakennaraprófi í Myndlista- og handíðaskóla íslands 1971. Hún var kennari í Heyrnleys- ingjaskólanum 1971-1976 og kennari í Barnaskóla Djúpárhrepps í Rang- árvallasýslu 1978-1983. Eybjörg vann við gestamóttöku á Hótel Holti 1986 og hefur verið móttökustjóri þarfrájúníl988. Eybjörg giftist 4. desember 1971 Ólafi Þorgeiri Guðmundssyni, f. 14. nóvember 1950, pípulagningameist- ara. Foreldrar Ólafs eru Guðmund- ur Gíslason, f. 17. september 1910, d. 6. mars 1973, og kona hans, Fann- ey Jónsdóttir, f. 1. október 1916. Börn Eybjargar og Ólafs eru Þór- anna Rósa, f. 25. júlí 1971, nemi, sam- býlismaður hennar er Hafsteinn Ingibjörnsson, f. 17. október 1971, nemi í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti; Þorgerður Steinunn, f. 10. júlí 1973, nemi í Fjölbrautaskólanum í Ármúla; Guðmundur Páll, f. 9. fe- brúar 1977, nemi í Réttarholtsskó- lanum, og Þorbjörg María, f. 15. september 1983. Bræður Eybjargar eru Bjöm Vignir, f. 19. janúar 1946, blaðamaður og ritstjóri á Morgun- blaðinu, kvæntur Kristínu Ólafs- dóttur bókmenntafræðingi, börn þeirra eru Sigríður Hagalín nemi og Kolbeinn Atli, og Jón, f. 4. ágúst 1954, myndlistarmaður og byggða- safnsvörður á ísafirði, kvæntur Margréti Gunnarsdóttur.píanó- kennara í Tónlistarskóla Isafjarðar, sonur þeirra er Gunnar. Foreldrar Eybjargar eru Sigurpáll Ólafsson Jónsson, f. 4. janúar 1917, fyrrv. starfsmaður Sjúkrasamlags Revkjavíkur, og kona hans, Stein- unn María Steindórsdóttir, f. 6. nóv- ember 192, píanókennari í Tón- menntaskólaReykjavíkur. Sigur- páll var sonur Jóns, b. á Hálsi í Grafningi, síðar verkamanns í Rvík, og konu hans, Aðalheiðar Ólafs- dóttur. Móðir Jóns var Margrét Steindórsdóttir, b. í Sölvholti í Flóa, Sæmundssonar, b. oghreppstjóra í Auðsholti, Steindórssonar, b. í Auðsholti, Sæmundssonar, ættföð- ur Auðsholtsættarinnar. Móðir Sig- urpáls var Aðalheiður Ólafsdóttir, b. og formanns í Sogni í Ölfusi, Guð- mundssonar, tómthúsmanns í Hliði á Álftanesi, Ólafssonar. Móðir Ólafs var Þóranna Rósa Natansdóttir, b. og skálds á Illugastöðum á Vatns- nesi, Ketilssonar, og Rósu Guð- mundsdóttur skáldkonu, Vatris- enda-Rósu. Móðir Aðalheiðar var Ragnheiður Símonardóttir, b. í Hallstúni í Holtum, Eyjólfssonar. Steinunn er dóttir Steindórs leik- fimikennara Björnssonar, búfræð- ings í Gröf í MosfellSsveit, Björns- sonar. Móðir Björns í Gröf var Sól- veig, systir Árna, afa Bj örns Th. Björnsson listfræðings. Sólveig var dóttir Björns, prests á Þingvöllum, bróður Einars, langafa Halldóru, móður Örlygs Sigurössonar hstmál- ara. Björn var sonur Páls prests á Þingvöllum, Þorlákssonar, bróður Jóns prests og skálds á Bægisá. Móðir Björns var Sigríður Stefáns- dóttir, prests á Breiöabólstað í Fljótslúíð, Högnasonar „prestafoð- ur“, prests á Breiðabólstað, Sigurðs- sonar. Móðir Sólveigar var Þórunn Björnsdóttir, systir Snæbjarnar, langafa Haraldar Böðvarssonar á Akranesi. Annar bróðir Þórunnar var Benedikt, faðir Bjarna, langafa Sturlu Friðrikssonar erfðafræðings og Gunnars Bjarnasonar ráðunaut- ar. Móðir Steinunnar var Guðrún, systir Vilborgar, ömmu Vigdísar Finnbogadóttur. Guðrún var dóttir Guðna, b. á Keldum í Mosfellssveit, bróður Þorvarðar, langafa Margrét- ar Sigurðardóttur, móður Bjargar Sveinsdóttur myndlistarmanns. Guöni var sonur Guðna, b. í Saurbæ í Ölfusi, bróður Sigríðar, langömmu Halldórs Laxness og Guðna Jónssonar prófessors, fóður Bjarna prófessors og Jóns dósents. Guðni var sonur Gísla, b. í Reykja- koti í Ölfusi, bróður Guðmundar, afa Ólafs, afa Þórhalls Vilmundar- sonar prófessors og langafa Ólafs Ólafssonar landlæknis og Ustfræð- inganna Gunnars Kvarans og Ólafs Eybjörg Dóra Sigurpálsdóttir. Kvarans. Annar bróðir Guðna var Jón, langafi Konráðs, langafa Júl- íusar Hafsteins borgarfulltrúa og Kjartans Lárussonar, forstjóra Ferðaskrifstofu ríkisins. Systir Guðna var Ingveldur, langamma Valgerðar, ömmu Guðmundar H. Garðarssonar alþingismanns og Vals Valssonar bankastjóra. Ing- veldur var einnig langamma Kol- beins, föður Arinbjarnar læknis. . Önnur systir Guðna var Þjóðbjörg, langamma Guðmundar, föður Eddu, konu Steingríms Hermanns- sonar. Guðni var sonur Guðna, b. í Reykjakoti, Jónssonar, ættföður Reykjakotsættarinnar. Móðir Guð- rúnar var Ástríður Finnsdóttir, systir Guðjóns, afa Magneu Hjálm- arsdóttur, kennara í Rvík. Eyglo Gamalíelsdóttir Eygló Gamalíelsdóttir, Sólvangi, Hafnarfirði, verður áttræð á morg- un. Eygló er fædd í Reykjavík og ólst þar upp til tíu ára aldurs er hún fluttist til Hafnarfjarðar. Hún giftist og fluttist til Akraness 1932 en flutt- ist aftur til Hafnarfjarðar 1968 og hefur búið þar síðan. Eygló starfaði mikið í Kvenfélagi Akraness á með- an hún bjó þar, var m.a. í stjóm þess. Einnig í Sambandi borgfirskra kvenna. Eygló giftist 30. desember 1932 Finni Amasyni, f. 8. maí 1905, d. 24. maí 1980, byggingameistara á Akranesi og síðar eftirlitsmanni með prestssetrum. Foreldrar Finns voru Árni Árnason, f. 14. maí 1875, d. 3. febrúar 1961, trésmiður á Akra- nesi, og kona hans, Margrét Finns- dóttir, f. 3. nóvember 1880, d. 31. desember 1964. Börn Eyglóar og Finns eru Ámi Grétar, f. 3. ágúst 1934, hrl. í Hafnarfirði, kvæntur Sig- ríði Oliversdóttur, börn þeirra eru Lovísa, f. 29. september 1959, gift Viðari Péturssyni, framkvæmda- stjóra í Hafnarfirði, börn þeirra eru Sigríður Erla og Pétur, og Ingibjörg, f. 21. nóvember 1972, nemandi; Finn- ur, f. 12. september 1961, viðskipta- fræðingur í Hafnarfirði, kvæntur Önnu Maríu Urbancic, sonur þeirra er Árni Grétar; Anna Sigurbjörg, f. 11. júní 1940, ritari í fjármálaráðu- neytinu, gift Trausta Þorsteinssyni, sonur þeirra er Finnur, f. 3. janúar 1964, málari í Rvík, og Trausti, f. 14. apríl 1947, rafvirki í Rvík, kvæntur Guðrúnu Stellu Gunnarsdóttur rit- ara, börn þeirra eru Erla, f. 13. nóv- ember 1965, sálfræðinemi, Eygló, f. 29. maí 1971, og Gunnar, f. 22. mars 1973. Bræður Eyglóar eru Kristján, Eygló Gamalíelsdóttir. f. 4. desember 1912, d. 26. mars 1986, póstafgeiðslumaður í Hafnarfirði, kvæntur Gunnþóru Björnsdóttur, vistmanni á Sólvangi, og Lárus, f. 13. október 1915, starfsmaður Raf- veitu Hafnarfjaröar, fyrri kona hans var Sólveig Guðmundsdóttir, sem er látin, en síðari kona hans er Jó- hanna Loftsdóttir. Systir Eyglóar, sammæðra, var Ingibjörg, f. 21. fe- brúar 1907, d. 12. febrúar 1958. Faðir hennar var Sigurður Þórðarson, b. í Árdal í Andakílshreppi. Foreldrar Eyglóar voru Gamalíel Jónsson, f. 27. júlí 1885, d. 4. júh 1964, sjómaður og verkamaður í Hafnar- firði, og kona hans, Sigurbjörg Anna Björnsdóttir, f. 3. október 1880, d. 19. mars 1951. 85 ára Sigrún Bjarnadóttir, Höfðastíg 7, Bolungarvík. 75 ára Gunnar Knútur Proppé, Álfhólsvegi4A, Kópavogi. Sigurþór Halldórsson, Háaleitisbraut 20, Reykjavík. 70 ára Ragnar Magnússon, Keldulandi 11, Reykjavík. Rebekka Jónsdóttir, Tangagötu 8, Isafirði. ÓlafurM. Magnússon, Grænuhhð 18,Reykjavík. 60 ára ÓIöfÞorbergsdóttir, Hófgerði 26, Kópavogi. Sigurlaug Stefánsdóttir. ið 22. september Sigurður Steindórsson, Ljósheimum 16A, Reykjavik. Halldóra Ingimundardóttir, Bröttukinn 10, Hafnarfirði. Guðlaug K. Ámadóttir, Möðrufelli 11, Reykjavík. Sigurbjörg Gísladóttir, Birkihvammi 12, Kópavogi. 40 ára Þuríður Kristjánsdóttir, Hraunbæ 174, Reykjavík. Sesselja Ingjaldsdóttir, Safamýri 50, Reykjavík. Jónina Sigurðardóttir, Ægisgötu 14A, Ólafsfirði. Ásgerður Björnsdóttir, Birkihrauni9, Skútustaðahreppi. Sigurgeir Aðalsteinssoh, Sigtúni 7, Patreksfirði. Gunnar H. Gunnarsson, Aflagranda 38, Reykjavík. Ásdís Gunnarsdóttir, Ljárskógum 18, Reykjavík. Linda Gill, Norðurstíg 3, Reykjavík. Sigurlaug Stefánsdóttir Sigurlaug Stefánsdóttir, V oga- tungu 31A, Kópavogi, verður sjötíu og fimm ára þriðj udaginn 25.9. nk. Sigurlaug tekur á móti gestum í Þinghóli, Hamraborg í Kópavogi, laugardaginn 22.9. milli klukkan 16 og 19. Andlát Valborg Haraldsdóttir frá Kolfreyju- stað, Langagerði 22, lést í Borgar- spítalanum 20. september. Alda ísafold Guðjónsdóttir frá Fagur- hóli lést aðfaranótt 20. september í sjúkrahúsi Vestmannaeyja. Axel Davíðsson, Vesturgötu 40, Keflavík, lést af slysförum 18. sept- ember. Tilkyimingar Sinfóníuhljómsveit Æskunnar Þegar haustar og skólamir byrja fer Sin- fóníuhljómsveit Æskunnar á stjá. Nem- endur hljómsveitarinnar æfa nú á hverj- um degi í fullskipaðri sinfóníuhljómsveit, þrjá til timm tima á dag og munu halda þvi áfram næstu tíu daga. A námskeiðinu er verið að æfa verk eftir Debussy, Duk- as, Stravinsky og Satie. Stjórnandi hljóm- sveitarinnar er nú sem endranær Paul Zukofsky og mun þetta vera i tólfta skipt- ið sem hann sækir Sinfóníuhljómsveit Æskunnar heim síðan 1985. Tónleikar hljómsveitarinnar verða sunnudaginn 30. september og hefjast kl. 14. Félagarúr JC Félagar úr JC munu í dag, 21. september, hefla söluátak á „Nýju söngbókinni" en hún er gefin út til styrktar Samtökum áhugafólks um alnæmisvanda. í bókinni eru yfir 320 söngvar, allt frá elstu til þeirra nýjustu, má þar m.a. nefna Þjóð- söng íslendinga, Áliheiði Björk, Eitt lag enn og allt þar á milli. A Capella kvartettinn .Söngur og imdirleikur í Hallgrímskirkju í dag, laugardag, kl. 16. Ókeypis aðgang- ur. Allir velkomnir. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morg- un, sunnudag, kl. 14 fijálst spil og tafl, kl. 20 dansað. t Útför Hjörleifs Diðrikssonar, Hverfisgötu 87, ferfram frá Bústaðakirkju mánudaginn 24. september kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.