Dagblaðið Vísir - DV - 22.09.1990, Qupperneq 38
50
LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 1990.
Afmæli
Stefán Jón Bjömsson
Stefán Jón Björnsson, fyrrv. skrif-
stofustjóri Skattstofu Reykjavíkur,
til heimilis aö Úthlíð 3, Reykjavík,
er áttatíu og fimm ára í dag.
Stefán fæddist að Þverá í Hallár-
dal í Vindhælishreppi í Austur-
Húnavatnssýslu. Hann ólst upp í
foreldrahúsum að Þverá og í
Syðri-Ey í Vinhæhshreppi til átta
ára aldurs en missti þá móður sína
TEPPAÞURRHREINSUN
SKÚFUR notar þurrhreinsikerfið HOST, sem yfir 100
teppaframleiðendur mæla sérstaklega með.
HOST leysir upp, dregur og þerrar öll óhreinindi,
alveg niður í botn teppisins.
ÞAÐ RAUNVERULEGA DJÚPHREINSAR! Engin
bleyta, teppið er tilbúið til notkunar strax að lokinní
hreinsun. HOST-kerfið er sérlega hentugt þegar
vandmeðfarin ullarteppi skulu hreinsuð, þ.a.m.
austurlenskar mottur.
SKUFUR
Sími: 678812
REYNIÐ
VIÐSKIPTIN
FROMM BINDIVELAR
Fyrir verksmiðjur og skip, til að binda
bretti, bagga, kassa ofl.
Vélin er hengd upp, sem hefur marga kosti:
❖
Hún er lauflétt og auðveld í notkun.
❖
Tekur ekkert gólf pláss, en er þó alltaf í
seilingarfjarlægð.
❖
Engin hætta á að óhreinindi eða salt fari ofan í
suðu hausinn, eins og á borðvélum.
*
O.fl....o.fl....o.fl...
Hægt að hengja upp fyrir mismunandi
stöður sbr. 1, 2 og 3 Hér fyrir neðan.
Sjón er söguríkari.
Heimsækið okkur á sjávarútvegssýninguna.
Kynningarverð.
Við gefum 15% afslátt
sé pöntun staðfest á
sjávarútvegssýningunni. krókhálsi 6 sími 67 1900
og ólst upp eftir það hjá móðursyst-
ur sinni, Vilborgu Jónsdóttur, og
manni hennar, Benedikt Eyjólfs-
syni, að Þorvaldsstöðum í Skriödal
í Suður-Múlasýslu.
Stefán stundaði nám við Alþýðu-
skólann á Eiðum 1922-23, var í
einkaskóla Benedikts Blöndal í
Mjóanesi á Fljótsdalshérði 1923-24
og við nám í Samvinnuskólanum í
Reykjavík 1926-27.
Hann stundaði verslunarstörf við
Kaupfélag Austur-Húnavatnssýslu
á Blönduósi 1928-30 en hóf þá störf
við Skattstofu Reykjavíkur. Stefán
vann eitt sumar við endurskoðun-
ardeild fjármálaráðuneytisins en
var skrifstofustjóri Skattstofu
Reykjavíkur 1940-75 er hann lét af
störfum fyrir aldurs sakir. Þó
sinnti hann almennum skrifstofu-
störfum til ársins 1977.
Stefán var kjörinn í varastjórn
Starfsmannafélags ríkisstofnana
1939. Hann hefur starfað í Lions-
hreyfmgunni frá 1952 og er spjald-
skrárritari Lionsklúbbs Reykjavík-
ur. Þá var hann kjörinn endur-
skoðandi Loftleiða hf. frá 1944-73
og var kjörinn endurskoöandi
Flugleiða hf. þar til kjör endur-
skoöenda var þar aflagt.
Stefán kvæntist 7.10.1932 Láru
Pálsdóttur, f. 6.12.1908, d. 10.5.1953,
símamey, en hún var dóttir Páls
Tómassonar stýrimanns og Önnu
Jóhannsdóttur húsmóður. Páll var
bróðir Magnúsar Kjaran stórkaup-
manns.
Önnur kona Stefáns var Anna
Pétursdóttir, f. 30.3.1917, húsmóðir,
en þau slitu samvistum.
Þriöja kona Stefáns er Sigríður
Svava Fanndal, f. 5.9.1913, húsmóð-
ir, dóttir Sigurðar Fanndal, kaup-
manns á Siglufirði, og Soffiu Gísla-
dóttur Fanndal, húsmóður.
Börn Stefáns og Láru Pálsdóttur
eru Hrafnhildur Elín, f. 21.5.1941,
húsmóðir, gift Kenneth Cummings
en þau eru búsett í Orlando á
Flórída í Bandaríkjunum og eiga
þrjú börn og sex barnabörn; Björn,
f. 28.10.1943, flugumferðarstjóri,
búsettur í Garöabæ, kvæntur
Hrefnu Jónsdóttur og eiga þau fjög-
ur börn og eitt barnabarn; Páll
Magnús, f. 16.3.1949, læknir, bú-
settur í Reykjavík, kvæntur Hildi
Sigurðardóttur og eiga þau fjóra
syni.
Systkini Stefáns: Sigurlaug, f. 3.6.
1896, d. 16.1.1929, húsmóðir í Vest-
mannaeyjum, gift Þorsteini John-
son, kaupmanni og bíóstjóra og
eignuðust þau eitt barn; Árni Stef-
Stefán Jón Björnsson.
án, f. 14.4.1898, d. 31.3.1978, trygg-
ingafræðingur, kvæntur Sigríði
Björnsdóttur og eignuðust þau tvö
börn; Þórarinn, f. 27.6.1903, d. 24.12.
1967, skipherra, var fyrst kvæntur
Láru Hafstein og eignuðust þau tvö
börn en seinni kona hans var Rut
Björnsson; Ólafur Austfjörð, f. 29.4.
1912, d. 22.2.1958, skrifstofumaður,
kvæntur Ingibjörgu Þorsteinsdótt-
ur og eignuðust þau einn son.
Foreldrar Stefáns: Björn Árna-
son, f. 22.12.1870, d. 4.8.1932, bóndi
og hreppstjóri frá Þverá, og kona
hans, Þórey Jónsdóttir, f. 16.12.
1868, d. 22.3.1914, húsmóðir og
kennari.
Sigurður Karlsson
Sigurður Karlsson brunavörður,
Bjarkargötu 14, Reykjavík, er sex-
tugurídag.
Sigurður fæddist við Bjarkargöt-
una í Reykjavík og hefur átt þar
heima alla tíð. Hann lauk prófi og
öðlaðist meistararéttindi í rafvirkj-
un og rafvélavirkjun árið 1952 og
starfaði við þær greinar til ársins
1962. Auk þess starfaði hann í vara-
Uði slökkviliðsins í Reykjavík frá
1948. Sigurður hóf síðan fullt starf
hjá slökkviliðinu 1962 og hefur
starfaöþarsíðan.
Kona Sigurðar er Líney Hulda
Gestsdóttir, f. 2. nóvember 1935,
hjúkrunarkona, 6n foreldrar henn-
ar voru Gestur Sölvason og Krist-
jana Steinunn Ingimundardóttir.
Systkini Sigurðar voru tvö en þau
eru bæði látin. Þau voru Guðmund-
ur f. 31. ágúst 1919, d. 13. mars 1979,
brunavörður og blaðamaður, var
kvæntur Önnu Guðnýju Jónsdóttur
og eignuðust þau fiögur börn, og
Anna Kristín, f. 4. júlí 1929, d. 15.
janúar 1987, skrifstofumaður, var
gift Kristni P. Michelsen og eignuö-
ust þaufiögurbörn.
Foreldrar Sigurðar voru Karl
Óskar Bjarnason, f. 16. október 1895,
d. 25. mars 1960, varaslökkviliðs-
stjóri í Reykjavík, og kona hans,
Kristín Lovísa Sigurðardóttir, f. 23.
mars 1898, d. 31. október 1971, al-
þirigismaður í Reykjavík.
Móðursystir Sigurðar var Ólafía,
móðir Sveins Björnssonar stór-
kaupmanns. Karl Óskar var sonur
Bjama, b. á Valdastöðum í Kjós, síð-
ar trésmiðs í Reykjavík, bróður Jak-
obínu, móður Lofts ljósmyndara,
Gísla gerlafræðings og Guðríðar,
móður Guðmundar Vignis Jósefs-
sonar gjaldheimtustjóra. Önnur
systir Bjarna var Ingibjörg, amma
Sigurjóns Rist vatnamælinga-
manns. Þriðja systir Bjarna var
Katrín, amma Birgis Þorgilssonar,
feröamálastjóra. Bjarni var sonur
Jakobs, b. á Valdastöðum, bróður
Björns á Bakka viö Reykjavík, afa
Bjargar, ömmu Birgis ísleifs Gunn-
arssonar alþingismanns. Móðir
Bjarna var Guðbjörg Guðmunds-
dóttir ljósmóðir. Móðir Karls Óskar
var Sólveig ljósmóðir Ólafsdóttir,
b. á Hhði í Reykjavík, Magnússon-
ar, í Örfirisey, Olafssonar. Móðir
Sólveigar var Helga Þorláksdóttir,
b. á Löngumýri í Svínadal, Skúla-
sonar.
Meðal móðursystkina Sigurðar,
samfeðra, má nefna Þorgrím, pró-
fast á Staðastað, Önnu, forstöðu-
mann Kvennasögusafns íslands,
Sigurmar Ásberg, borgarfógeta í
Reykjavík, og Valborgu, fyrrv.
Sigurður Karlsson.
skólastjóra Fóstruskólans.
Kristín Lovísa var dóttir Sigurðar,
skólastjóra á Hvítárbakka í Borgar-
firði, Þórólfssonar, b. á Skriðnafelli
á Barðaströnd, Einarssonar, skip-
stjóra og b. á Hreggsstöðum á ■
Barðaströnd, Jónssonar, b. á
Hreggsstöðum, Einarssonar. Móðir
Jóns var Ástríður Sveinsdóttir,
systir Guðlaugs, langafa Páls, lang-
afa Ólafs Ólafssonar landlæknis.
Móðir Kristínar Lovísu var Anna
Guðmundsdóttir, skipstjóra í Hafn-
arfirði, Ólafssonar, og konu hans,
Kristínar Lovísu Árnadóttur.
Aðalsteinn Helgason
Aðalsteinn Helgason, fyrrv. bóndi
að Króksstöðum í Eyjafirði, nú til
heimilis að Mjósundi 13, Hafnar-
firði, verður áttræður á morgun.
Aðalsteinn fæddist að Króksstöð-
um og ólst þar upp. Hann tók viö
búi foreldra sinna og var bóndi að
Króksstöðum til ársins 1980. Þá
flutti hann til Ytri-Njarðvíkur þar
sem hann stundaði fiskvinnslustörf
um sjö ára skeið en flutti síðan til
Hafnarfiarðar þar sem hann býr
enn.
Aðalsteinn kvæntist 1948 Arnfríði
Pálsdóttur, dóttur Páls Vigfússonar
og Maríu Stefánsdóttur.
Böm Aðalsteins og Arnfríðar eru
Helgi Pálmar, f. 3.4.1948, bifreiðar-
stjóri, kvæntur Ragnheiði Bene-
diktsdóttur sjúkraliða og eiga þau
tvö börn, Sigríði og Benedikt; Smári
Pálmar, f. 23.3.1950, viðgerðarmað-
ur, kvæntur Gerði Garðarsdóttur
verkstjóra og eiga þau þrjú börn,
Garðar, Amfríði og Haildóru Björk;
Sölvi Halldór, f. 14.1.1954, plötu-
smiður, kvæntur Lindu Valiente og
eiga þau eina dóttur, Palmolive;
Guörún Ragna, f. 16.2.1955, verk-
stjóri, gift Jóhannesi Sigurðssyni
skipstjóra og eiga þau fiögur börn,
Hinrik Sigurð, Steinunni Örnu,
Söru Föng og Arnfríði Sædísi; Berg-
þór Páll, f. 2.2.1962, kvæntur Hólm-
fríði Dóru Kristjánsdóttur skrif-
stofumanni og eiga þau tvö börn,
Aðalstein Erni og Önnu Sif.
Aðalsteinn átti sex systkini og er
ein systir hans á lífi, Sigríður, hús-
móðir á Akureyri. Hin voru Sig-
tryggur Jón gullsmiður, Jónína og
þrír bræöur sem allir dóu ungir,
Sölvi, SöM og Einar.
Foreldrar Aðalsteins voru Helgi
Helgason, bóndi á Króksstöðum, og
kona hans, Halldóra Sölvadóttir.
Helgi var sonur Helga Kolbeins-
sonar, b. að Litla-Eyrarlandi og síð-
an að Kaupangi, og konu hans, Al-
dísarEinarsdóttur.
Systir Halldóru var Jónína, amma
Sigurðar Sigurðarsonar dýralækn-
Aöalsteinn Helgason.
is. Halldóra var dóttir Sölva, b. í
Kaupangi í Eyjafirði, Magnússonar,
b. í Nesi í Loðmundarfirði, Einars-
sonar. Móðir Halldóru var Anna
Steinunn Einarsdóttir frá Brú á
Jökuldal.