Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.10.1990, Qupperneq 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Hafnarfjörður: Lögreglan vaktar Reiknistof- una hf. Lögreglan stóð vörð við Reiknistof- una hf. við Flatahraun í Hafnarfirði í morgun. Karlmaður kom í fyrir- tækið í gær og hótaði starfsmönnum lífláti. Auk þess hótaöi hann að sprengja staðinn upp. Maðurinn sagðist ætla aö koma aftur í dag. Atburðurinn hefur verið kærður til Rannsóknarlögreglu ríkisins. Að sögn Gylfa Sveinssonar er hér ekki um að ræða einu hótunina sem starfsmenn fyrirtækisins hafa fengið og sé full ástæða til að taka hana aivarlega. Reiknistofan hf. hefur út- búið svokallaða svarta lista með nöfnum' þeirra íslendinga sem fá dóm vegna vanefnda. Þrátt fyrir að listarnir hafl verið lengi fyrir hendi „virðist vera kynt undir óánægjunni núna,“ segir Gylfi Sveinsson. -ÓTT Akureyri: Fimm bílar i Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Fimm bíla árekstrar eru sem betur fer ekki algengir á Akureyri fremur en annars staðar en einn slíkur varð þó þar í gærdag. Ökumaður bifreiðar stöðvaði við gangbraut á Hörgárbraut og skipti engum togum að fjórar bifreiðar sem komu á eftir.skullu allar saman og á bifreiðinni sem hafði stöðvað við gangbrautina. 11 ára stúlka, sem var farþegi í einni bifreiðinni, var ílutt á sjúkrahús en bifreiðarnar eru ekki mikið skemmdar. Maður slas- aðist í Straumsvík Maður á sextugsaldri slasaðist i kerskála í álverinu í Straumsvík í gærkvöldi. Hann stjórnaði lyftara og var stórt kar á göfflunum. Karið seig síðan niður á gólf án þess að maður- inn veitti því athygli. Við höggið skall maðurinn fram í rúðu lyftarans. Hann fékk einnig hnykk í bakið. Maðurinn var þó ekki talinn alvar- lega slasaður. -ÓTT LOKI Erekki réttaðfara að þurrka rykið af gömlu ástarbréfunum. Allt að þrjár milljónir f ást fyrir hvort bréf Nokkur bréf sem send voru frá Reykjavík til Kaupmannahafnar árið 1870 fundust nýlega í tösku sem geymd hefur verið á háalofti i Danmörku i meira en eitt hundrað ár. Um er að ræða einkabréf sem send hafa verið dönskum manni, herra Thomsen, í Kaupmannahöfn. Að sögn viðmælanda DV, hjá uppboðsfyrirtækinu Skovgaards Auktioner í Kaupmannahöfn, eru stóldingafrímerki á tveímur ís- lensku bréfanna sem gerir þau mun verðmætari en önnur bréf sem fundust í töskunni, frá Noregi og Færeyjum. Á uppboði geta fengist allt að 300 þúsund danskar krónur fy rir hvort skildingabréfanna eða sem nemur um þremur milljónum íslenskra króna. Bréfm eru reyndar ekki stimpluð í Reykjavik heldur við komuna til Kaupmannahafnar en þangað komu þau með skipi. Hjá Skovgaards Auktioner var DV tjáð að íslenskur stimpill hefði aukið verðgildi skildirfgabréfanna um- talsvert enda hefði þá veriö um meiriháttar viðburð í heimi frí- merkjasafnara að ræða. Ekki fengust nákvæmar upplýs- ingar um hvar bréfin hefðu fundist eða hver sendi þau. Það mun fyrst verða upplýst að afloknu uppboð- inu 13. nóvember næstkomandi. í töskunni voru um 20 bréf frá íslandi, Noregi og Færeyjum og hafa þau vakíð mikla athygh áhugasamra safnara. Þrátt fyrir meira en eitt hundrað ára veru í töskunni á háaloftinu þykja bréfm mjög vel með farin. Verðgildi þeírra er misjafnt en fyrir verðminnstu bréfin ætti að fást u.þ.b 100 þúsund íslenskar krónur. -hlli Veðrið á morgun: Víða næt- urfrost A morgun verður austlæg átt um vestanvert landiö en fremur hæg norðvestlæg eða breytileg átt um landið austanvert. Dálítil él á annesjum norðaustanlands en skúrir suðvestanlands þegar líð- ur á daginn, annars þurrt að mestu og víða nokkuð bjart veð- ur. Hiti 1-5 stig að deginum en víöa næturfrost. „Við verðum að sækja þessa hluti fyrir dómstólum vegna þess að við , teljum að þeir hafi brotið það sem stjórnarskráin á að verja. Stjórnar- skráin á að verja frelsi félagasam- taka og rétt manna og við teljum að i með bráðabirgðalögunum hafi þeir ■ brotið þennan rétt. Auðvitað verðum ■ við bara að sækja það fyrir dómstól- um,“ sagði Páll Halldórsson, formað- ur Bandalags háskólamenntaðra rík- isstarfsmanna, en í dag verður lögð ' fram stefna á ríkisstjórnina fyrir , dómstólum. Þar verður þingfest mál BHMR þar j sem þess verður krafíst að bráða- birgðalögin verði dæmd ógild. Krafa , BHMR veröur byggð á því aö ríkis- stjórnin hafi brotið fjórar greinar i stjórnarskrárinnar. Það eru 2., 28., 67. og 73. grein stjórnarskrárinnar. Það er fjármálaráðherra sem verður j stefnt fyrir hönd ríkisstjórnarinnar. Einnig verður send kæra til Al- þjóðlegu vinnumálastofnunarinnar j sem verður byggð á ákvæðum um samningsrétt og félagafrelsi. • ' -SMJ Álitsgerð um álmálið: ' a Talin koma úr W innsta kjarna Alþýðu- bandalagsins Þau eru mörg og ólik mannanna störfin. Öll munu þau vera miklvæg en meðan fjölmargir fá varla á sig rykkorn á venjulegum vinnudegi eru aðrir sem nánast vaða alls kyns óhreinindi upp í háls. Ef ekki kæmu til vönduð hlifð- arföt væri sjálfsagt ekki verandi í óhreinindunum til lengdar. Þannig er það sennilega með hann þennan sem var að vinna við sandblástur þegar small í myndavélinni. DV-mynd GVA Alit ótilgreinds hagfræðingahóps um álmálið, sem greint var frá í frétt- um Sjónvarpsins á sunnudag, hefur valdið umræðum og deilum. DV hef- ur leitað til hagfræðinga og sérfræð- inga til að fá uppgefið hverjir stóðu að álitsgerðinni. Að mati flestra sem DV hefur leitað til mun „álitsgerðin" vera ættuð úr innsta kjarna Alþýðubandalagsins en sem kunnugt er er þar mikil and- staða gegn álverinu. í þessu sam- bandi hafa einkum verið nefnd nöfn Ragnars Árnasonar, fyrrum ráðgjafa Hjörleifs Guttormssonar í iðnaðar- ráðuneytinu, Finnboga Jónssonar framkvæmdastjóra, en hann á sæti í stjórn Landsvirkjunar, Birgis Björns, hagfræðings og fram- kvæmdastjóra BHMR, Sigurjóns Pét- urssonar og Inga R. Helgasonar. Hvorki Ragnar né Finnbogi vildu kannast við að hafa samið álitið er DV bar þetta undir þá. Þeir vildu þó hvorki játa né neita hvort þeir hefðu nýverið átt í viðræðum við ofan- greinda aðila. -kaa ■h ALÞJÓÐA LIFTRY GGINGARFÉLAGIÐ HF. LA(>MULI 5 - RF.YKJAVÍK slmi 681644 4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.