Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Side 8
8
LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990.
KeiluboöP
jt } r M. JL Vf Vr • ;:í 100 kr. leikurinn
frá kl. 12-17
mánud. - föstud.
Keiiusalurinn Öskjuhlíð S. 621599
Laus staða
Laus er til umsóknar staða sérfræðings í íslenskri
málfræði við íslenska málstöð. Verkefni einkum á
sviði hagnýtrar málfræði, málfarsleg ráðgjöf og
fræðsla og ritstjórnarstörf. Til sérfræðings verða gerð-
ar sams konar kröfur um menntun og til lektors í
íslenskri málfræði.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf
umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms-
feril og störf, skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Sölvhólsgötu 4,150 Reykjavík, fyrir 9. nóvember nk.
Menntamálaráðuneytið,
11. október 1990
INNANHÚSS-
ARKITEKTÚR
í frítíma yðar með bréfaskriftum
Engrar sérstakrar undirbúningsmenntunar er krafist til
þátttöku. Spennandi atvinna eða aðeins til eigin nota.
Námskeiðið er m.a. um húsgögn og húsgagnaröðun, liti,
lýsingu, list, þar tilheyrir listiðnaður, gamall og nýr stíll,
blóm, skipulagning, nýtísku eldhús, gólflagnir, vegg-
klæðningar, vefnaðarvara, þar tilheyrir gólfteppi, hús-
gagnaefni og gluggatjöld ásamt hagsýni o.fl.
Eg óska án skuldbindingar að fá sendan bækling yðar um
INNANHÚSS-ARKITEKT-NÁMSKEIÐ
Nafn .........................
Heimilisfang .......................
Akademisk Brevskole
Jyllandsvej 15 • Postboks 234
2000 Frederiksberg • Kobenhavn • Danmark
EinHell 220/25 W/1
Loftpressa ásamt
verkfærasetti
Kr. 25.974,-
Skeljungsbúðin
SíÖumúla33
símar 603878 og 38125
Hinhliðm
Ekkert er
leiðinlegt
- segir Ólöf Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri íslenska dansflokksins
Ólöf Þórarinsdóttir tók við sem framkvæmdastjóri ís-
lenska dansflokksins 4. september en í næstu viku verö-
ur fyrsta frumsýning eftir að hún tók við. Það er Pétur
og úlfurinn sem dansflokkurinn ætlar að sýna fyrir alla
fjölskylduna undir stjóm bresks danshöfundar. Að sögn
Ólafar er hér um að ræöa mjög skemmtilega sýningu.
Ólöf hefur verið við nám í Seattle í Bandaríkjunum und-
anfarin íjögur ár en hún lauk mastergráðu í Non Profit
eða stjóm í opinberu fyrirtæki sem ekki er rekið með
hagnaðarvon, t.d. á sviði lista eða líknarmála. Hún segir
að stjórn íslenska dansflokksins sé mjög áhugavert starf
þó hún sé enn að koma sér inn í málefni flokksins og
hvað hafl verið að gerast í listalífinu á íslandi á undan-
fömum árum. Það er Ólöf sem sýnir hina hliðina að
þessu sinni:
Fullt nafn: Ólöf Þórarinsdóttir.
Fæðingardagur og ár: 3. október 1952.
Maki: Óm Öskarsson.
Börn: Anna, 15 ára.
Bifreið: Ef þú hefðir spurt mig fyrir nokkrum dögum
heföi ég sagt strætó en ég var að kaupa mér Fiat Ritmo,
árg. 1986.
Starf: Framkvæmdastjóri íslenska dansflokksins.
Laun: Samkvæmt launataxta opinberra starfsmanna.
Áhugamál: Það er margt sem ég hef áhuga á, t.d. almenn-
ar listir og einnig að vera með fjölskyldunni.
Hvað hefur þú fengið margar réttar tölur í lottóinu? Þar
sem ég er nýkomin heim frá námi er ég ekki enn komin
inn í allt þetta sem í boði er og hef ekki spilað í lottóinu.
Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Góð spurning.
Mér fmnst satt að segja mjög skemmtilegt í vinnunni og
að stefna að einhverju í sambandi við hana.
Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Úffl Mér finnst bara
ekkert neitt sérstaklega leiðinlegt þessa stundina, nema
þá kannski helst að þurfa að eiga við þflaða þíla og koma
þeim í viðgerð.
Uppáhaldsmatur: Ég er grænmetisæta svo það er ekkert
kjöt á mínum matseðli en fiskur er það besta sem ég fæ.
Uppáhaldsdrykkur: Ætli ég verði ekki að segja te.
Hvaða íþróttamaður finnst þér standa fremstur í dag?
Ég fylgdist með íslenska handþoltaiandsliðinu þegar það
lék í Seattle fyrir stuttu og hafði svakalega gaman af.
Þaö er mjög gott lið.
Uppáhaldstímarit: Times.
Hver er fallegasti karl sem þú hefur séð fyrir utan eigin-
manninn? Ég hef núlítið pælt í því en ég man þó eftir
frönskum sólódansara, Michael, sem ég sá í ballettinum
í Seattle.
Ertu hlynnt eða andvíg ríkisstjórninni? Ég get lítið dæmt
um hana vegna fjarveru minnar og get því ekki svarað
spumingunni.
Hvaða persónu langar þig mest að hitta? Reyndar eru
þær margar en þó einna helst tvær konur, Isabella AUi-
ende og Benazir Bhutto, fyrrum forsætisráðherra í Pa-
Ólöf Þórarinsdóttir. DV-mynd Brynjar Gauti
kistan.
Uppáhaldsleikari: Flosi Ólafsson.
Uppáhaldsleikkona: Meryl Streep hefur alltaf verið í
uppáhaldi hjá mér.
Uppáhaldssöngvari: Jose Carreras.
Uppáhaldsstjórnmálamaður: Gorbatsjov.
Uppáhaldsteiknimyndapersóna: Grettir.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Ég hef lítið fylgst með sjón-
varpinu hér síðan ég kom en í Bandaríkjunum horfði ég
mest á Public TV sem hafði upp á að bjóða menningar-,
fræðslu- og vísindaefni. Þetta var mjög góð fróðleiksstöð.
Ertu hlynnt eða andvíg veru varnarliðsins hér á landi?
Nú eru þeir tímar að ég tel ekki þörf á her.
Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Rás eitt.
Uppáhaldsútvarpsmaður: Ég veit ekki neitt um útvarps-
menn en mér þótti Magnús Bjarnfreðsson alltaf góður.
Hvort horfir þú meira á Sjónvarpið eða Stöð 2? Ég hef
ekki afruglara og horfi því meira á Sjónvarpið.
Uppáhaldssjónvarpsmaður: Ég hef fylgst með fréttum á
báðum stöðvunum og mér leist vel á fréttamann sem
heitir Árni Þórður Jónsson en ég man ekki á hvorri stöð-
inni hann er.
Uppáhaldsskemmtistaður: Ég fer ekki á svoleiðis staði
og það vekur furðu mína hversu mjög þeim hefur ijölgað
á skömmum tíma.
Uppáhaldsfélag í íþróttum: ÚÍA.
Stefnir þú að einhveiju sérstöku í framtiðinni? Ég stefni
að því að gera mitt besta hjá íslenska dansflokknum.
Hvað gerðir þú í sumarfríinu? Ég átti ekkert sumarfrí
þar sem ég sat og skrifaði mastersritgerð í Seattle.
-ELA
Uppáhaldsmatur
Meiri háttar
rjómanýru
- að hætti Erlu Hrundar Friðfínnsdóttur, húsmóður á Akureyri
Sláturtíðin stendur nú sem hæst
og vafalaust einhveijar húsmæður
sem langar í uppskrift að góðum rétti
úr innmat. Helgarblaðinu barst upp-
skrift að ijómanýrum frá Akureyri.
Bréfið hljóðaði svo: „Þegar ég stóð í
röð til að fá keypt slátur ákvað ég
að senda ykkur þessa gómsætu upp-
skrift að rjómanýrum. Alveg lostæti,
namm, namm.“ Það er Erla Hrund
Friðfinnsdóttir sem sendir okkur
uppskriftina sem lítur vel út en hún
er svona.
Rjómanýru
800 g nýru
1 stk. paprika
150 g nýir sveppir
3 msk. hveiti
1 dl mysa
1 dl mjólk
Hrla Hrund Friðfinnsdóttir.
DV-mynd gk, Akureyri
1 dl rjómi
salt og pipar
smjörlíki til steikingar
Aóferðin
Paprika og sveppir steikt á pönnu,
fært á disk. Síðan eru nýrun steikt
og sveppum og paprikunni bætt á
pönnuna aftur. Þá er pannan tekin
af straumnum, hveitinu sáldrað yfir
og mysu, mjólk og ijóma hellt yfir
og hrært saman, kryddað með salti
og pipar eftir smekk. Soðiö í sjö til
tíu mínútur og hrært í öðru hveiju
á meðan.
Borið fram með soðnum kartöflum
og hrísgrjónum. Verði ykkur að
góðu.
-ELA