Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Side 11
LiAUGÁRDAGUR 13. ÖKTÖBER 1990. TÍ - allt að 27 nýir titlar auk endurútgáfu Um þessar mundir er jólaútgáfa hljómplötufyrirtækjanna aö fara af stað og er meö réttu hægt að tala um vertíð því ekki er óalgengt að fleiri hijómplötur seljist síðasta mánuðinn fyrir jól en hina ellefu mánuði ársins til samans. Það eru einkum útgáfu- risarnir tveir, Steinar og Skífan, sem munu setja mark sitt á jólaútgáfuna að þessu sinni þó að Smekkleysa komi til með að læða einum þremur titlum á markað fyrir jóhn. Skífan verður með átta til níu nýjar plötur á sinni könnu en Steinar munu eiga metiö að þessu sinni, 15 nýjar hljóm- plötur koma út á merki fyrirtækisins auk tíu endurútgefinna titla. Geisli, sem kom inn á markaðinn í fyrra í stað Grammsins sáluga, verður ekki með í slagnum að þessu siimi enda dansar gullkálfur þess fyrirtækis, Bubbi Morthens, annars staðar í ár. Það vekur athygh og ánægju aö Steinar og Skífan einskorða útgáfuna ekki við dægurlagageirann heldur er klassískri tónhst gerö nokkur skil. Þannig gefa Steinar út þijár ein- söngvaraplötur og Skífan sendir frá sér plötu með klassískum gítarleik. „Fomleifa- uppgröftur" Það sem vekur hvað mesta forvitni þegar augum er rennt yfir útgáfuhsta Steina eru þrjár plötur í flokki sem kahast Aftur th fortíðar. Þar eru á ferð nokkrar perlur íslenskrar dæg- urtónhstar frá árinu 1950 og er plöt- unum þremur skipt eftir áratugum, 1950-1980. Að sögn Jónatans Garð- arssonar, sem unnið hefur að saman- tekt þessa efnis ásamt Trausta Jóns- syni veðurfræðingi, er hér aðeins um byijun að ræða á stærra verki og er ætlunin að á næstu árum komi fleiri plötur út í þesssum flokki. Jónatan sagði ennfremur að gríðarleg vinna lægi að baki þessum plötum því áhersla hefði verið lögð á að finna frumböndin (masterana) með lögun- um þannig að allt yrði sem uppruna- legast, auk þess sem það hefði gefið möguleika á að skýra og skerpa hljóm þar sem þess þurfti. „Reyndar var mikið af þessum lögum frá 6. áratugnum tekið upp við það góðar aðstæður í Kaupmannahöfn að ekk- ert var við þau að athuga. Annars var ástand bandanna mjög misjafnt og í $umum tilfellum var hægt að horfa i gegnum þau á köflum og ekki var óalgengt að slétta þyrfti úr krumpuðum böndum. Verst af öllu var þó að horfa upp á lögin hverfa í höndunum á manni og sátu þau þá eftir á tónhaus segulbandsins í orðs- ins fyhstu merkingu. Það segir tals- vert um það í hvers konar ástandi einstök segulbönd voru, enda vorum við að finna hluti, sem enginn vissi að væru lengur til, á ótrúlegustu stööum. í tilfehum sem slíkum reyndum við ávaht að færa það sem á böndunum var yfir á Dat-spólur um leið og viö hlustuðum á þau í fyrsta sinn, annars gat það verið orö- ið of seint,“ sagði Jónatan að lokum um tilraunir þeirra Trausta th að bjarga menningarlegum verömæt- um. Á plötunni Aftur th fortíðar 1950-60 tókst þeim félögum að finna mastera af öhum lögunum (ekki fengin af gömlum plötum) og meðal laganna 20 eru: Kata rokkar með Erlu Þorsteinsdóttur, Björt mey og hrein með Hallbjörgu Hjartardóttur, Shdarvalsinn í flutningi Sigurðar Ólafssonar og fyrsta útgáfa Sigfúsar Hahdórssonar af Látlu flugunni. Svo virðist sem menn hafi htið skeytt um að halda upp á það sem þeir voru að gera á 7. áratugnum en þrátt fyrir Todmobile. Umsjón: Snorri Már Skúlason það hefur tekist að koma saman að því er virðist skemmthegri plötu fuilri af krásum frá tímabihnu. Með- ai laga á Aftur th fortíðar 1960-70 eru: Limbó, rokk, tvist með Ómari Ragnarssyni, Ég vh fara upp í sveit með Ellý Vhhjálms, Ástin ein í flutn- ingi Roof Tops að ógleymdu, Ó, ljúfa líf með Flosa Ólafssyni og Pops. Þeg- ar þetta er ritað er lagalisti fyrir tímabihö 1970-80 ekki fullgerður en reiknað er með að plötumar þijár komi á markað í lok þessa mánaðar. Annað frá Steinum Af öðrum útgáfum Steina ber nýja plötu frá Bubba Morthens líklega hæst en hún mun bera nafnið Sögur af landi og kemur út um næstu mán- aðamót. Þegsari nýjustu afurð Bubba verða gerð nánari skil í heigarpoppi á næstu vikum. Annaö úr poppgeira Steina h/f eru plötur méð Nýdönsk, Friðriki Karlssyni, Karh Örvarssyni, Upplyftingu, Todmobhe, Manna- korni og Bootlegs. Plötur með þess- um flytjendum eru ekki væntanlegar fyrr en seinni hlutann í nóvember, utan Friðrik Karlsson en platan hans, Point Black, kemur á markaö 19. þessa mánaðar. í klassísku deild- inni ber fyrst að nefna fjögurra geisladiska safn með Guðmundi Jónssyni, sem hélt upp á 50 ára söng- afmæli sitt á þessu ári, en diskarnir skiptast í: Fyrstu árin, metsölulög, óperuaríur og seinni ár. Eggert Stef- ánsson hefur verið settur í hóp með frumherjunum í íslenskri óperutón- hst en hann hefði orðið hundrað ára á fullveldisdaginn næsta. Af því th- efni er gefin út hljómplata með þess- um merka söngvara. Þessir tveir klassísku titlar eru unnir í samvinnu við Ríkisútvarpið. Þriðja einsöngsplatan, sem Steinar gefa út, er ljóðasöngur tenórsins unga Gunnars Guðbjörnssonar þar sem hann flytur Malarastúlkuna fogru eftir Franz Schubert. Skífan Sléttuúlfarnir er nýtt nafn í ís- lensku poppi en innviðir sveitarinn- ar geta tæplega talist th nýliða. Þvert á móti er háriö farið að þynnast á þeim nokkrum og hafa þeir elstu í bransanum verið í poppinu á þriðja áratug. í kringum 1970 hefðu Sléttu- úlfamir líklega kallast „súper- grúppa" en í dag er það væntanlega vinarþehð sem tengir þá saman frek- ar en hugsunin um ódauðlega sigra í tónlistinni. Kannski er hér komin Traveling Wilbury’s íslands. Hvað um það, sveitina skipa: Björgvin Hahdórsson, Gunnar Þórðarson, Magnús Kjartansson, Pálmi Gunn- arsson og lambið í hópnum er Gunn- laugur Briem trymbih. Sléttuúlfam- ir leika, að því er poppsíðunni hefur verið tjáð, létt kántrí og á væntan- legri plötu, sem mun koma út eftir viku, verður að finna nokkra gamla standarda úr þeirri áttinni. Sér til fuhtingis hefur hljómsveitin fengið frægan session-gítarleikara utan úr heimi (hefur meðal annars spilað með The Christians) og nefnist sá B.J. Cole. Af öörum útgáfum Skíf- unnar má nefna nýja bamaplötu þar sem Edda Heiðrún Backman syngur ásamt kór og plötu með Símoni ívars- syni gítarleikara þar sem hann nýtur aðstoðar dr. Urthulf Pmnner sem leikur á klavincord. í poppinu er Langi Seli og Skuggarnir. margt forvitnhegt á ferð: Rúnar Þór er með plötu sem hann kallar Línur rofna og Possibihies þeirra Jóns Ól- afssonar og Stefáns Hjörleifssonar endurnýjar lífdaga sína með nýrri plötu þar sem m.a. Stefán Hilmars- son syngur eitt lag. Tvíeykið hefur reyndar breyst í tríó og er Sigmund- ur Emir fréttamaður á Stöð 2 þriðja hjóhð í Possibhhes. Af útgáfu Skífunnar fyrir jóhn ber hæst nýjar plötur með Síðan skein sól og Langa Sela og Skuggunum en plata síðarnefndu sveitarinnar, sem heitir Rottur og kettir, hefur verið í smíðum í á annað ár. Meira um það síðar. Einn er sá maður sem gerir ekki upp á milli keppinautanna á hljómplötumarkaðnum og það er Laddi. Ný plata kemur frá honum á merki Skífunnar í byrjun nóvember og á sama tíma kemur út safnplata með Ladda hjá Steinum og hefur sú plata að geyma tvö ný lög. Smekkleysa Útgáfu Smekkleysu fyrir komandi jól hafa þegar verið gerð skil á popp- síðunni og verður því aðeins stiklað á stóru hér. Bless og Ham eru báðar með nýjar plötur í handraöanum og koma þær á markað á næstu dögum. Auk þeirra er Björk Guðmundsdóttir búin að taka upp nokkur klassísk íslensk dægurlög ásamt Guðmundi Ingólfssyni, Guðmundi Steingríms- syni og fleiri. Lögin eru flest frá 6. áratugnum og það sem undirritaður hefur heyrt af þessu efni virðist snhld. Söngkarakter Bjarkar og buh- andi krafturinn í röddinni gefa kunn- uglegum slögurum, sem margir hafa talið eitt af því óbreytanlega í heimi hér, nýtt ogfrísklegt yfirbragð. Áætl- að er að plata Bjarkar og gömlu djassaranna komi út seinni hluta nóvembermánaðar. FLUGLEIÐIR/V HLUTHAFAFUNDUR Hluthafafundur í Flugleiðum hf. verður haldinn þriðjudaginn 23. október í Höfða, Hótel Loftleiðum. Fundurinn hefst kl. 16.00. DAGSKRÁ 1. Breytingar á samþykktum félagsins. a) Tillaga um breytingu á 4. gr. samþykkta félagsins um heimild til stjórnar til að hækka hlutafé með sölu nýrra hluta til núverandi hluthafa eða nýrra hluthafa, fáist ekki áskrift hjá núverandi hluthöfum fyrir allri aukningunni. b) Tillaga um breytingu á 5. gr. b. þess efnis að arður skuli greiddur innan þriggja mánaða frá ákvörðun aðalfundar um arðgreiðslu. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur, reikningar félagsins og skýrsla stjórnar munu liggja frammi á aðalskrifstofu félagsins hluthöfum til sýnis 7 dögum fyrir hluthafafundinn. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á aðalskrifstofu félagsins, Reykjavikurflugvelli, hlutabréfadeild, 2. hæð, frá og með 16. október nk. kl. 9:00-17: 00, fundardag til kl. 15:30. Stjórn Flugleiða hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.