Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Qupperneq 13
LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990.
13
Franch Michelsen var einn þeirra sem komu með strandferðaskipinu Esjunni frá Petsamo 15. október 1940.
DV-mynd Brynjar Gauti
Petsamofarþegar hittast:
Vorum spennt að
komast heim
- segir Franch Michelsen einn farþeganna með Esjunni
Blöðin birtu daglega miklar fréttir af Esjunni eftir heimkomuna, einnig
ferðasöguna og fengu loks fréttir utan úr heimi þar sem Þjóðverjar
gerðu víðreist. Margir þekktir íslendingar voru meðal farþega á Esjunni
í þessari hættuför.
„Hugmyndin að hittast vaknaði við
búðarborðið hjá mér þegar Guð-
mundur Jónasson frá Siglufirði
kom inn í verslun mína ög við tók-
um tal saman um að nú væru
fimmtíu ár liðin frá þessari sögu-
frægu ferð. Við vorum herbergis-
félagar í Stokkhólmi þegar viö bið-
um eftir að Esjan kæmi til Pets-
amo. Bróðir Guðmundar, Ragnar,
var einnig í ferðinni. Ég hafði sam-
band við nokkra sem ég mundi eft-
ir og fékk hvatningu til að gera eitt-
hvað í málinu. Það varð úr að ég
sendi utanríkisráðherra bréf og
hann hefur boðið okkur Petsamo-
farþegum til síðdegiskaffis í Borg-
artúni 6 á mánudag en þá eru ein-
mitt fimmtíu ár frá því við stigum
á land eftir þessa örlagaríku ferð,“
segir Franch Michelsen úrsmiður
og einn Petsamofarþega í samtali
við helgarblaðið.
Franch sagðist ekki vita hversu
margir enn væru á lífi af þeim 258
farþegum og 33ja manna áhöfn
strandferðaskipsins Esjunnar sem
kom til íslands fyrir fimmtíu árum.
„Ég hef ekki nákvæma nafnaskrá
en hef þó orðið mér úti um tvær
skrár sem einn um borð, þá ungl-
ingur, tók saman að gamni sínu en
hann safnaði eiginhandaráritun-
um. „Best væri ef.Petsamofarþegar
gætu haft samband við mig í síma
33024, Friðgeir Ingimundarsson í
síma 83461, Friðgeir Grímsson í
síma 32223 eða Árna Jónsson í síma
36710 í dag og boðað komu sína,“
segir Franch ennfremur.
Frægir
íslendingar um borð
Margir merkir íslendingar voru
meðal Petsamofarþega og má þar
nefna Jón Engilberts listamann, dr.
Brodda Jóhannesson, Lárus Páls-
son leikara, Jón Þórarinsson list-
málara og Skúia Skúlason ritstjóra
svo einhverjir séu nefndir. Far-
þegar voru á öllum aldri allt frá 3ja
mánaða upp í 63 ára.
„Ég var að koma frá Kaupmanna-
höfn þar sem ég hafði dvalið í þijú
ár. Fyrsta árið var ég í danska úr-
smiðaskólanum, Thecnologisk
Institut, og síðan fór ég að vinna í
konunglega hirðhúsinu hjá Karl
Jonsen á Strikinu. Reyndar var ég
að hætta hjá honum og var á leið
til Berlínar þar sem ég hafði fengið
vinnu og dvalarleyfi hjá einu
þekktasta verkstæði en átti eftir að
fá leyfi til að fara inn í landið.“
Franch, sem er fæddur og uppal-
inn á íslandi en Dani í fóðurætt,
segir að flestir yngri íslendinganna
hafi verið í námi á Norðurlönd-
unum eða í Þýskalandi. „Það voru
einnig allmargar stúlkur um borð
sem höfðu verið í vinnu svo sem
saumakonur og hjúkrunarkonur.
Allir vildu komast heim vegna
ástandsins. Sendiráðin stóðu fyrir
að smala fólki saman og íslend-
ingafélögin hjálpuðu til. Það voru
mjög margir Islendingar t.d. í
Kaupmannahöfn á þessum tíma.“
Löng bið
Franch segir að heimleiðin hafi
verið góð fyrir allflesta en mikið
gekk á áður en af henni gat orðið.
Islendingar, sem búsettir voru í
Danmörku, fóru með ferju yfir til
Málmeyjar og síðan með lestinni
til Stokkhólms þar sem þær fregnir
bárust að Þjóðverjar hefðu tekið
Esjuna. íslenska ríkisstjórnin hafði
löngu áður gert samstarfssamning
við Þjóðveija og Bretaum heimferð
íslendinganna og því kom stöðvun
skipsins mönnum mjög á óvart.
Skipinu var snúið til Þrándheims
en þegar áhöfnin sagðist hafa leyfi
fyrir ferð sinni skutu Þjóðveijar
fyrir framan stefnið og því var ekki
um annað að ræða en hlýða.
íslendingarnir, sem safnað hafði
verið saman í Stokkhólmi, fengu
tilkynningu um hertöku skipsins
og var því ófyrirsjáanlegt hvort af
ferðinni til íslands yrði. Þeir fengu
hótel og biðu í heila viku með farar-
sljórum. „Það voru allir blankir,
höfðu eytt síðustu aurunum í
Kaupmannahöfn, þannig að hver
fékk fimm krónur sænskar sem
hétu sporvagns- og sígarettupen-
ingar. Það var allnokkur peningur,
að minnsta kosti fannst mér það
sem reykti ekki.
Eftir vikudvölina í Stokkhólmi
kom tilkynning um að við ættum
að leggja í hann og fórum við með
lest norður alla Svíþjóð í einni lotu
og yfir til finnsku landamæranna,
upp til Rovaniemi sem er höfuð-
borgs Lapplands en þar enduðu
brautarteinar. Þá tóku við stórir
bílar sem áttu að flytja fólkið til
Petsamo, sem var nyrsta borgin í
Finnlandi, en tilheyrir Rússum nú.
Mig minnir að ferðalagið hafi tekið
hálfan annan sólarhring en ipjög
lítið var stöðvað á leiðinni enda
engin hótel. Þetta var erfitt ferðalag
fyrir marga, sérstaklega fjölskyl-
dufólkið. Eg man t.d. eftir hjónum
með fjögur ung böm.“
Skipaö til Englands
Franch segir að íslendingamir
sem vom í Kaupmannahöfn hafi
lagt í hann 25. september, daginn
fyrir sextugsafmæli Kristjáns X.
„Það var búið að skreyta borgina
hátt og lágt eins og finast getur
orðið þegar við lögðum upp í ferða-
lagið en það átti eftir að taka lengri
tíma en við bjuggumst við.“
Loks komust Islendingarnir, 258,
á áfangastað þar sem Esjan beið
þeirra. „Við fórum um borð og það
var siglt af stað í ágætisveðri. Ann-
an daginn tók ég eftir að skipið
stefndi ekki í rétta átt. Ég hafði
verið lengi í skátastarfi og kunni
vel á kompásinn. Þá fór ég í báts-
manninn, sem var frændi minn, en
hann hélt að við værum bara að
fara heim. Eg var harður á að svo
væri ekki og hann leit því inn í
kortaklefa og bölvaði duglega þeg-
ar hann sá að stefnan var sett á
England. Þá hafði komið skipun frá
herstjóminni á íslandi um að skip-
ið færi til Kirkwall í eftirlit. Þeir
höfðu sent menn til Englands á
móti skipinu sem var þó á leið til
íslands. Þessir menn komu þó aldr-
ei því þeir höfðu fengið sér nokkra
sterka í London og misstu af skip-
inu.“
Töfrabrögö
og gamanmál
Franch segir að margt hafi verið
gert til skemmtunar um borð til að
halda mannskapnum í góðu skapi.
Þess á meðal voru töfrabrögð sem
hann sjálfur sýndi. Veðrið var þó
mjög ókyrrt þegar að sjónhverfing-
unum kom þannig að Franch var
bundinn við barinn meðan hann
galdraði smátrix. „Aðalskemmti-
kraftar skipsins voru Lárus Páls-
son leikari og Skúli Skúlason rit-
stjóri. Ég held að 'stríöið hafi ekki
hrætt fólk svo mikið á leiðinni
nema í einu tilviki þegar menn -
töldu sig hafa séð til kafbáts. Yngri
mennirnir voru þó mjög hugaðir
enda töldu allir að stríðið væri að
verða búið. Allir vildu þó komast
heim til íslands og hitta ættingja
og vini enda höfðu menn engar
fréttir fengið af ástandinu.
Ég varð t.d. ekki mikið var viö
stríðið i Kaupmannahöfn. Þó var
leiðinlegt með myrkvunina. Það
mátti ekki einu sinni hafa ljós á
reiðhjóli. Ég var eitt sinn á leið eft-
ir Vesterbrogade og heyrði að fólk
dró fæturna til að láta heyra í sér.
Ég var dauðhræddur um að ganga
á einhvern svo ég keypti mér vind-
il til að hafa einhverja birtu og til
að finna skráargatið þegar ég kæmi
heim.“
Ekki allir í land
„Þegar við loks komum að ytri
höfninni í Reykjavík 15. október
voru allir orðnir mjög spenntir en
þá fengum við ekki að fara í land.
Þá var herstjórnin alveg vitlaus
yfir að eftirlitið væri ekki fram-
kvæmt af þeim mönnum sem þeir
sendu til Énglands. Skúli ritstjóri
sagði mér löngu síðar að herstjóm-
in hefði verið svo reið að hún hugð-
ist senda skipið aftur til Englands
með alla innanborðs. Ýmsar spum-
ingar voru lagðar fyrir fólkið eins
og hvað þaö hafi verið að gera úti,
hvort það hafi þekkt Þjóðverja og
sérstaklega voru stúlkurnar spurð-
ar hvort þær hafi átt vingott við
þýska hermenn.“
Samskipti manna um borð í Esj-
unni voru með mestu ágætum og
að minnsta kosti tvö pör urðu til á
þessari tíu daga siglingu. Franch
segist vita til þess að önnur hjónin
a.m.k. séu farsællega gift ennþá.
Esjan var eina skipið á stríðsár-
unum sem sent var eftir íslending-
um sem búsettir vom erlendis og
þótti ferðin mikil hættuför. Skip-
stjórinn í ferðinni var Ásgeir Sig-
urðsson og sagði hann ferðasöguna
í Morgunblaðinu eftir heimkom-
una. Blöðin skrifuðu öll mikið um
þessa ferð Esjunnar. Einnig vom
farþegar mikið spurðir um ástand-
ið úti í heimi. Vísir birti viðtal við
dr. Brodda Jóhannsson, sem kom
með Esjunni, en hann hafði verið
í þrjú ár í námi í Munchen í Þýska-
landi. Eiginkona SveinsBjömsson-
ar, þá sendiherra, var um borð en
Sveinn átti talsverðan þátt í því að
af ferðinni varð.
Öllu var þó ekki lokið þrátt fyrir
að skipiö væri komiö til Reykjavik-
ur því sjö menn fengu í fyrstunni
ekki að fara frá borði. Þeir voru
síðan fluttir í varðskipið Ægi þar
sem þeir máttu dúsa nokkra daga
enn. Fréttir birtust um það í
nokkra daga að farþegamir væru
í haldi en íslensk stjómvöld reyndu
að fá þá lausa. Fjórum farþegum
var síðan sleppt en herstjómin
hafði uppi hugmyndir um að senda
þrjá þeirra aftur til Bretlands, þaö
vom tveir sjómenn sem komu um
borð í Esjuna í Þrándheimi og
Bjami Jónsson læknir. Þá má geta
þess að herstjórnin krafðist fjögur
hundmð.þúsund króna tryggingar
fyrir landvist tveggja farþega. Það
ætti því að vera glatt á hjalla á
mánudag þegar margir þessara far-
þega hittast á ný, sumir hveijir eft-
ir fimmtíu ár.
-ELA