Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Qupperneq 14
14
LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÖLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SIMI (91J27022- FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerö:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Fjárlaga frum varpið
Margs konar löstur er á Qárlagafrumvarpinu, sem
Ólafur Ragnar Grímsson lagði fram í fyrradag. Mest
áberandi er, að enn er stefnt í gífurlegan halla á ríkis-
sjóði. Hallinn samkvæmt frumvarpinu á að vera um
3.650 milljónir króna á næsta ári. Það er eitt prósent af
framleiðslu í landinu. Hallinn er líklega í ár 4.960 millj-
ónir króna, eða 1,5 prósent af framleiðslu í landinu. En
vel að merkja ber að taka frumvarpið með varúð. Hall-
inn á ríkissjóði verður vafalaust mun meiri á næsta ári
en segir í frumvarpinu. Þannig er verið að halda áfram
hnnulausum hallarekstri ríkissjóðs með öllu því 'böh,
sem því fylgir. Ríkisstjórnin reynir ekki að laga þetta,
þvert á móti. Þótt sitthvað gangi vel í efnahagsmálum,
verður ríkishallinn böl og ræður ekki úrslitum, þótt nú
sé sagt, að lánsfjárþörf ríkissjóðs eigi algerlega að brúa
á innanlandsmarkaði.
Orsök hins mikla halla er eyðsla hins opinbera, sem
heldur áfram. Athyglisverð er hin mikla hækkun, sem
stefnt.er að til landbúnaðarins. Þannig munu uppbætur
á útfluttar landbúnaðarafurðir hækka úr 820 milljónum
11427 mihjónir. Mikið af þessu er til komið vegna skuld-
bindinga hins opinbera frá 1988, en það firrir stjórnar-
herrana ekki ábyrgðinni.
Skattar breytast. Fyrirtækin verða að þola harðari
skattheimtu. Þannig á að taka 560 milljónir í hafnar-
gjöld, sem er nýr skattur, álögur á fyrirtæki í sjávarút-
vegi og flutningum. Tekju- og eignarskattur fyrirtækja
hækkar um 13 prósent milli ára, meðan verðalag hækk-
ar um 7 prósent. Tekju- og eignarskattur einstaklinga
hækkar um 10 prósent. Á meðan hækkar virðisauka-
skattur um tæp 6 prósent. í heild eiga tekjur ríkissjóðs
ekki að aukast svo að teljandi sé mih áranna 1990 og
1991. Skattar hafa innheimzt vel í ár og er verið að taka
tillit til þess. Engu að síður er verið að leggja þungar
byrðar á fyrirtækin, byrðar sem mörg þeirra munu
ekki rísa undir.
Ólafur Ragnar virðist mjög hreykinn af þessu fruní-
varpi. Hann segir, að í fyrsta sinn í mjög langan tíma
sé lagt fram fjárlagafrumvarp, sem stefni ekki að því
að breyta efnahagsstærðum, heldur að halda stærðun-
um óbreyttum og tryggja þann stöðugleika, sem náðst
hefði. Hann telur, að núerandi ríkisstjórn þurfi ekki að
gera frekari efnahagsráðstafanir. Því skuli menn ekki
spyrja, hvenær næstu efnahagsaðgerðir komi. En í
þessu virðist hið mikilvæga gleymast, sem sé að ætlast
verður til þess, að ríkið geri hreint fyrir sínum dyrum.
Krefjast verður af þessari ríkisstjórn, svo og þeirri, sem
á eftir kemur, að ríkissjóður sé ekki rekinn með halla
og skuldasöfnun. Þetta ætti að vera meginmarkmið fjár-
lagagerðar. Ætlast verður til þess, að við fáum ríkis-
stjóm, sem þorir að skera niður hin óhóflegu ríkisút-
gjöld, svo að einhveiju skipti. Þetta gerist ekki nú, þótt
um stund sé rætt um niðurskurð ríkisútgjalda um að-
eins 1,1 prósent.
Vissulega er frumvarpið ekki alvont. Samkvæmt
áætluninni verður hlutfah hehdartekna ríkissjóðs af
framleiðslunni 27,4 prósent á næsta ári samanborið við
27,6 prósent í ár og 27,2 prósent í fyrra. Ámæhsvert við
frumvarpið er því ekki, að ríkissjóður þenjist út, heldur
að áfram er haldið í hinu sama og síðustu ár, þegar ht-
ið er á framferði hins opinbera. Áfram er haldið í eyðslu
th landbúnaðar og annarra gæluverkefna stjórnmála-
manna, og áfram er haldið í hallárekstri.
Haukur Helgason
Tvínjósnarar birt-
ast við að Þýska-
land sameinast
Eitt er það starf ábúðamikiUa
leiðtoga stórþjóða sem þjóðtrú
samtímans ber verulega lotningu
fyrir og gerir ráð fyrir að þeir sjálf-
ir taki að sama skapi alvarlega.
Þetta er að kynna sér regluleg yfir-
lit um þá vitneskju sem pjósna-
stofnanir, fj arskiptahlerunarkerfi
og aðrar leyniþjónustur hvers ríkis
þykjast hafa orðið áskynja og telja
svo miklu skipta að koma verði hið
bráðasta fyrir augu þess sem tekur
úrshtaákvarðanir um þýðingar-
mestu úrlausnarefni ríkisins.
Þegar bandarískir fjölmiðlar eru
að úthsta reginábyrgðina sem fylg-
ir forsetaembættinu bregst ekki að
þeir hamra á hvemig forsetinn
byrjar hvem dag á því að fara yfir
leyniþjónustuyfirhtið frá þjóðarör-
yggisráðinu. Nú er uppskátt orðið,
að þýski kanslarinn í Bonn hefur
látið sér nægja að fá í hendur eitt
leyniþjónustuyfirht á viku. Og það
sem meira er. Strangleyndar-
merktasta trúnaðarplagg sem vest-
urþýska njósnaþjónustan lét frá
sér fara í viku hverri barst jafh-
harðan yfirmönnum austurþýsku
pjósnaþjónustunnar í Austur-Berl-
ín.
Eða svona hefur þetta gengið síð-
ari árin, eftir að kona sem nú hefur
verið handtekin, og yfirvöld í Bonn
nefna aðeins Gieselu G., komst til
þeirra metorða í njósnastofnuninni
Bundesnachrichtendienst (BND)
að útbúa vikuskýrslumar fyrir
kanslarann. Saksóknarar telja sig
hafa komist að raum um að Giesela
G. hafi aht frá 1973 verið tvöfóld í
roðinu, unnið innan BND fyrir
austurþýsku njósnastofnunina
Hauptverwaltung Aufklárung
(HVA), en henni stjórnaði Markus
Wolf tíl 1986, og er haft fyrir satt
að Wolf sé fyrirmyndin að Karla í
pjósnasögum John le Carré.
Hvað sem því hður, er veruleik-
inn sem óðast að staðfesta hugboð
skáldsins (sem hefur reyndar
breska leyniþjónustureynslu) um
hve margbotna njósnaheimurinn
er og fæst þar sem sýnist.
Daginn eftír handtöku Gieselu
G. í Munchen var frá þvi skýrt í
Bonn að tekinn hefði verið höndum
í Köln maður sem kahaður var
Klaus K., og er nafngiftin enn eins
og sótt í sögu Franz Kafka af réttar-
höldunum yfir Josef K. Eftir því
sem saksóknari lætur frá sér fara,
hefur Klaus K. unnið í hartnær
þijá áratugi fyrir vesturþýsku
gagnnj ósnastofnunina, Bundésamt
fur Verfassungsschutz, og síðustu
átta árin, eftír aö hann var kominn
tíl metorða og ábyrgðar, einnig fyr-
ir HVA í Austur-Berlín.
Hlutverk mannsins í BFV var að
sögn vesturþýskra fréttamanna að
halda uppi sambandi við þá austur-
þýska leyniþjónustunmenn, sem
gengið höfðu á mála hjá vestur-
þýsku gagnnjósaþjónustunni til að
veita henni upplýsingar um hvað
austurþýska njósnaþjónustan
hefðist að. Klaus gerði svo Wolf og
samstarfsmönnum hans fært að
fylgjast með þessum tvöfóldu
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
njósnurum án þess að þeir vissu
af. Ekki er að efa að slík aðstaða
hefur verið óspart notuð til að
koma á framfæri við þá og með
þeirra mihigöngu til leyniþjónusta
Vestur-Þýskalands tilbúnum upp-
lýsingum, sérstaklega til þess
sniðnum að vhla um fyrir gagnaðil-
anum.
Þýðingu shkrar blekkingastarf-
semi í leyniþjónustubaráttu má
glöggt marka af nýjasta bindinu í
sögu breskrar leyniþjónustustarf-
semi í heimsstyrjöldinni síðari,
British Intelhgence in the Second
World War. Vol. V: Strategic Dec-
eption. Höfundur er Michael How-
ard en ríkisforlagið HMSO gefur
út. Þar er því rækilega lýst, hvem-
ig tókst að blekkja þýsku leyniþjón-
ustuna og þar með herstjóm Hitl-
ers um herstyrk og hemaðaráætl-
anir, fyrst Breta og síðan Banda-
manna í vestri.
Þetta tókst eins vel og raun bar
vitni vegna þess að Bretar tíndu
upp jafnharðan njósnarana sem
Þjóðveijar sendu út af örkinni.
Þeim sem náðust lifandi var jafn-
harðan „snúið“ eins og það heitir
á leyniþjónustumáh. Þeir gerðust
verkfæri bresku leyniþjónustunn-
ar og sendu th fyrri yfirboðara
sinna, með þeim ráðum og tækjum
sem þeim höfðu veriö falin, vand-
lega unnar blekkingar í bland við
rétta vitneskju um þýðingarminni
efni, svo Þjóðveijar gleyptu greið-
legar við samsuðtmni, sem þeir
gerðu.
Þetta var í alvöru stríði, en þær
menjar, sem nú em að koma í Ijós
um leyniþjónustumenn margfalda
í roðinu, sem nefna mætti tvínjósn-
ara, eru úr köldu stríði. Það var
einkum háð í skiptu Þýskalandi.
Eftir allt sem þar var á undan geng-
ið áður en þýsku ríkin tvö mynduð-
ust og komu upp stofnunum th að
njósna hvort um annað, er ekki
furða þótt ýmsir þeir sem th slíkra
starfa þóttu fahnir hefðu blendna
afstöðu undir niðri og dræma holl-
ustutilfinningu við nýja skipan.
Þar að auki má hugsa sér að ein-
hverjir þeir sem í hlut áttu á báða
bóga hafi haft thhneigingu th að
hugsa sem svo að við ótryggt
ástand í kjamorkuvígvæddri Evr-
ópu væri eins gott að forystumenn
þýsku ríkjanna ættu þess kost að
kynnast hvorir annarra leyniskjöl-
um svo þeir vissu betur hvað um
væri að vera og síður væri hætta á
háskalegum misskhningi.
Slíkt viðhorf hefur hvarflað að
fleirum en leyniþjónustumönnum
einum, eins og þegar Krústjof sló
því fram við Bandaríkjaforseta,
mig minnir Kennedy frekar en Eis-
enhower, að þeir fengju trúlega
báðir ósköp svipaða leyniþjón-
ustihexíu morgun hvern, og ættu
að skiptast á plöggum einhvem
daginn til að sannreyna hvort svo
væri.
En nú era það yfirvöld sameinaðs
Þýskalands, sem þýðir í rauninni
vesturþýska stjórnkerfið, sem þarf
að fást við þessar eftirhreytur
kalda stríðsins. Embættismenn og
stjómmálamenn greinir bersýni-
lega á um hve hart eigi að ganga
fram í því að grafa upp mál sem
enga þýðingu hafa lengur fyrir
stöðu hins nýja ríkis. Með kosning-
ar framundan er hætt við að póhtík
hlaupi í máhð, og er þess þegar
farið að gæta að Kohl kanslara er
spáð áhtshnekki af því sem komið
er á daginn um að afrit af leyni-
skjölum hans hafi jafnharðan bor-
ist th Austur-Berlínar.
Þýskir saksóknarar segjast hafa
gefið út handtökuskipun á Markus
Wolf. Villandi er að tala um að þeir
sem unnu fyrir hann og HVA hafi
verið á mála hjá Stasi, austurþýsku
öryggislögreglunni. Milh Wolfs og
Erichs Mielke öryggismálaráð-
herra var fjandskapur. Ráðherr-
ann lét njósna um yfirmann
njósnastarfseminnar í öðmm lönd-
um og hrakti hann loks úr starfi.
Nú segir Wolf í símtali við þýskt
blað, að hann sé ekki flúinn th Sov-
étríkjanna heldur njóti sumarleyfis
í öðra Evrópulandi. Komi hann
fyrir rétt verði hann að skýra frá
ýmsu sem gæti komið sér iha fyrir
hátt setta menn í stjómmálum og
fjármálum, bæði utan Þýskalands
og innan.