Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Blaðsíða 16
16
LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990,
Skák
Þeir Kasparov og Karpov eru enn einu sinni sestir aö tafli, nú i New York.
Heimsmeistaraeinvígið í skák:
,, Þetta er ein sú besta
skák sem ég hef séð"
- er haft eftir kunmim skákmeistara um 2. einvígisskák þeirra Kasparovs og Karpovs
Sigur Kasparovs í 2. einvígis-
skákinni við Karpov aðfaranótt
flmmtudags hlýtur að ylja sönnum
unnendum skáklistarinnar um
hjartarætur. „Þetta er ein sú besta
skák sem ég hef séð,“ hafði Reut-
ers-fréttastofan eftir kunnum
skákmeistara og undir þau orð má
taka af heilum hug. Kasparov tefldi
skákina afar fallega frá upphafi til
enda. Mikilvægur sigur í einvíginu
og frá listrænum sjónarhóli meist-
araverk.
Þetta er fimmta einvígi Karpovs
og Kasparovs um heimsmeistara-
titilinn, sem mörgum finnst vera
dálítið mikið af því góða. En þeir
eru þó fleiri sem fylgjast með af
meiri áhuga en nokkru sinni fyrr.
Er þessir tveir yfirburðamenn
skákborðsins etja kappi má ávallt
búast við einhveiju skemmtilegu.
Þótt svo jafnir menn geri eðlilega
mörg jafntefli sín í milli, eru það
perlur, eins og 2. einvígisskákin nú,
sem halda áhugamönnum við efn-
ið. Það þarf tvo til aö tefla góða
skák.
Treystirá
„gömlu lummurnar"
Önnur skákin leiðir hugann að
ólíkum undirbúningi þeirra félaga
fyrir einvigið. Eins og fyrri daginn
verður ekki annað sagt en að
heimsmeistarinn, Kasparov, sé
frjórri og betur undirbúinn. Hann
er enda þekktur fyrir frábæra byij-
anaþekkingu, sem byggist ekki á
því að læra „teóríuna" utanbókar,
eins og margir ungir skákmenn
reyna gjaman, heldur að finna nýj-
ar hugmyndir og aðferðir.
Á hinn bóginn treystir Karpov
enn á „gömlu lummumar“ og af
2. skákinni að dæma hefur hann
fátt nýtt fram að færa. Hann tefldi
þar sama afbrigði og hann studdist
við í áskorendaeinvígjunum við
Jóhann Hjartarson í Seattle í fyrra
og Timman í Kuala Lumpur. Það
ber vott um mikið sjálfstraust aö
leggja aftur sömu spihn á borðið.
Kasparov hefur gefist ráðrúm til
að skoða stöðuna á rannsóknar-
stofunni, með sínum haukfránu
augum. Afraksturinn kom í ljós á
fimmtudag.
Þeir tefla 24 skákir, fyrri hluti
einvígisins fer fram í New York, sá
síðari í Lyon í Frakklandi. Heims-
meistaranum, Kasparov, nægir
jafntefli í einvíginu, 12- 12, til að
halda heimsmeistaratitlinum. Með
sigrinum í 2. skákinni hefur hann
þvi í raun náð tveggja vinninga
forskoti. Líkurnar á því að honum
takist ætlunarverkið hafa vissu-
lega aukist en vitaskuld er allt of
snemmt að afskrifa Karpov, sem
heröist gjarnan ef á móti blæs.
Hann hefur svo sem áður náð að
snúa stöðunni sér í hag, t.d. í ein-
víginu 1986 í London og Leningrad,
er Kasparov vann fyrstu skákina
en Karpov komst yfir með því aö
vinna þá fjórðu og þá fimmtu.
Lokatölur þar urðu þó 13-11
Kasparov í vil. í síöasta einvígi, í
Sevilla fyrir þremur árum, skildu
þeir jafnir, 12-12, og Kasparov hélt
titlinum.
Byggðist á innsæi
og tilfinningu
Eins og frægt er orðið hefur
Kasparov lýst yfir því í viðtölum
að hann telji tölvur eiga meiri
möguleika á skáksviðinu heldur en
konur. Tölvurnar eiga þó enn sitt-
hvað eftir ólært. Með taflmennsku
sinni í 2. skákinni var ekki laust
viö aö Kasparov tækist aö sýna
fram á yfirburði mannsandans yfir
tölvunni. Flétta heimsmeistarans í
miðtafhnu var byggð á innsæi
fremur en nákvæmum útreikning-
um. Hárfint stöðumat og tilfinning
sagði honum að þrátt fyrir að hðs-
munur væri honum heldur í óhag,
Skák
Jón L. Árnason
ætti hann sigurstranglega stöðu.
Riflum upp lok skákarinnar en
vegna þrengsla í fimmtudagsblað-
inu gafst ekki tóm til að dvelja viö
leikina. Lítum á stöðuna er Kasp-
arov (hvítt) á að leika sinn 36. leik:
H A é
. i i i ■
. i W&
4 * &
ABCDE FGH
36. Df2!
Svarta drottningin stendur vel á
miðborðinu en með þessari tilfær-
ingu tekst Kasparov að hrekja hana
burt. Nú er hrókur á a7 í uppnámi
og ef t.d. 36. - Hb7, yröi svarið 37.
Hc5 og drottningin verður að víkja.
Karpov á því ekki margra kosta
völ.
36. - De7 37. Dd4 Rg8 (?)
Svartur vairð að gæta að máthót-
uninni á h8 en ljóst er þó að eftir
þennan leik er taflið tapað í fáum
leikjum.
Bent hefur verið á 37. - f6 sem
betri vamarmöguleika, sem má til
sanns vegar færa, en einnig í því
tilviki má sýna fram á vinningsleið
fyrir hvítan: 38. Hd6! gxf5 (ef 38. -
Kg7 er 39. HxfB! DxfB 40. e5! bráð-
drepandi - takið eftir að hrókurinn
á a7 er einnig í uppnámi) 39. e5!
fxe5 40. Dd2 og þar eð 40. - Dg7 er
svarað með 41. Hxh6+! Dxh6 42.
Bxf5 + Kg7 43. Hg3 + og drottningin
fellur, stendur eftir 40. - Rf7 en þá
má rekja taflið áfram meö 41.
Bxf5+ Kg7 42. Hg3+ KÍ8 43. Hdg6
Dc5 44. Hg8 + Ke7 45. H3g7 og svart-
ur er varnarlaus. Nú strandar 45.
- Rd5 eða 45. - Kf6 á 46. Hxf7 + !
Kxf7 47. Dg5 og til að afstýra máti
á g7 verður svartur að láta drottn-
inguna.
38. e5! Rd5 39. fxg6 + fxg6 40. Hxc6!
Einföld og áhrifarík leið - 40.
Bxg6+ hefðieinungisflæktmáhn.
40. - Dxd8 41. Dxa7+ Rde7 42. Hxa6
Ddl+ 43. Dgl Dd2 44. Dfl
Og Karpov gafst upp.
Fallegasta skákin
Að mínum dómi er 2. skákin ein
fallegasta og best teflda skákin í
einvígjum þeirra Kasparovs og
Karpovs og er af nógu af taka, því
að hún var sú 122. í rööinni! En
auðvitað er ógjörningur að bera
saman fallegar skákir, því að sitt
sýnist hveijum.
Hér er skák sem margir telja eina
þá bestu sem nokkru sinni hefur
verið tefld. Sjálfur segir Kasparov
um hana: „Slíkra skáka er minnst
um langan tíma, sérstaklega af sig-
urvegaranum sjálfum, sem hefur
bókstaflega lagt brot úr sál sinni
aö veði til að framfylgja áætlun
sinni.“ Og bætir síöar við: „Gildi
glæsilegrar vinningsskákar eykst í
hlutfalli viö styrkleika mótheijans.
Það sem er eftirtektarvert er að
þessi sigur vannst í einvígi um
heimsmeistaratitunn gegn slíkum
yfirburðamanni sem Karpov er.“
Hér á hann við 16. skákina frá ein-
víginu í London og Leningrad 1986.
Það er lesandans að dæma hvort
2. skákin í New York stenst saman-
burð við þessa:
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Garrí Kasparov
16. einvígisskákin, Leningrad 1986
Sikileyjarvörn
1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4
Rc6 5. Rb5 d6 6. c4 Rf6 7. Rlc3 a6 8.
Ra3 d5 9. cxd5 exd5 10. exd5 Rb4 11.
Be2 Bc5! 12. 0-0 0-0 13. Bf3 Bf5 14.
Bg5 He8 15. Dd2 b5 16. Hadl Rd3! 17.
Rabl? h6 18. Bh4 b4! 19. Ra4 Bd6 20.
Bg3 Hc8 21. b3 g5! 22. Bxd6 Dxd6 23.
g3 Rd7! 24. Bg2 Df6
B M S »
7 m i
6 á m á
5 & íí
3 A A
2 A * &A&
, 4Ö s
AB CDEFGH
25. a3 a5 26. axb4 axb4 27. Da2 Bg6!
28. d6 g4! 29. Dd2 Kg7 30. f3 Dxd6 31.
fxg4 Dd4+ 32. Khl Rf6 33. Hf4 Re4
34. Dxd3 Rf2 + 35. Hxf2 Bxd3 36. Hfd2
I I
Á tir
^Á W A
A ÉL A
CM iá
^ 2 &
ABCDEFGH
36. - De3! 37. Hxd3 Hcl!! 38. Rb2
Df2! 39. Rd2 Hxdl+ 40. Rxdl Hel +
Og Karpov gafst upp.
-JLÁ