Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Qupperneq 19
LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990.
19
Ólyginn
sagði. . .
Ronald
Reagan
yngri, sem er eins og nafnið bend-
ir til alnafni og sonur fyrrverandi
forseta Bandaríkjanna, hefur
fengið nýja vinnu. Ronald yngri,
eða Skipper eins og hann var
kallaður heimafyrir, mun annast
umsjón með sjónvarpsþætti um
methafa af ýmsu tagi. Skipper er
reyndar lærður ballettdansari en
festi ekki yndi í þeirri atvinnu-
grein og reyndi fyrir sér sem
sjónvarpsmaður með ágætum
árangri, fyrst í þættinum Góðan
daginn Ameríka. Faðir hans er
reyndar methafi á sinn hátt því
hann undirritaði dýrasta sendi-
bréf sem hefur verið skrifað af
lifandi manni. Það var selt á upp-
boði fyrir 12.500 dollara. Móðir
Ronalds yngri, leikkonan Jane
Wyman, var aðih að lengsta kossi
sem sýndur hefur veriö á hvíta
tjaldinu og varði í þtjár mínútur
og fimm sekúndur.
Neil Young
er þekktur ellihippi og þekktur
raulari sem forðum söng sig inn
í hjörtu milljóna manna með lög-
um eins og Heart of Gold. Hann
er ekki alveg af baki dottinn og
nýjasta plata hans, Ragged Glory,
hefur hlotið mikið lof annarra
elhhippa sem nú eru orðnir mús-
íkgagnrýnendur. Ahs hefur Yo-
ung gefið út 25 plötur á þeim ald-
arfjórðungi sem hann hefur feng-
ist viö það. Hann hefur ekki
gleymt uppreisnarandanum sem
einkenndi þlómabörnin því þegar
hann gerði myndband við eitt
laga sinna lagði hann sig í fram-
króka við að gera grín að stór-
stjörnum samtímans. Þaö fór
ekki sem skyldi og í staðinn fyrir
hneykslan og reiði fékk hann
verðlaun fyrir téð myndband.
Oliver Reed
er breskur leikari sem jafnan
hefur haft gaman af því að ganga
fram af félögum sínum og aðdá-
endum. Hann var staddur í afar
finu samkvæmi í London nýlega
þar sem verið var að fagna því
að sendir hafa verið út 500 þættir
af þáttaröðinni This is your life.
Reed hefur trúlega þótt veislan
heldur daufleg því hann efndi til
áfloga við Patrick nokkum Mow-
er. Fuhtrúar gulu pressunnar
komust þama í feitt en öðram
veislugestum var lítt eða ekki
skemmt yfir framferði Ohvers.
Sviðsljós
Drangeygef-
ur talstöðvar
Þórhallur Asmundssan, DV, Sauðárkróki
Kiwanisklúbburinn Drangey á Sauð-
árkróki gaf nýlega björgunarsveit-
inni Skagfirðingasveit tvær talstöðv-
ar, sérhannaðar FR-stöövar fyrir
björgunarsveitir, og aíhenti fyrri
stöðina fyrir landsmót hestamanna í
sumar en þá seinni ásamt gjafabréfi
á dögunum en andvirði stöðvanna
var um 100 þúsund krónur.
Að sögn Ólafs Jónssonar, formanns
styrktamefndar Drangeyjar, hefur
lengi staðið til að klúbburinn styrkti
björgunarsveitina. Við athugun kom
í ljós að bílar stöðvarinnar voru nær
talstöðvarlausir.
Ólafur Jónsson afhendir gjafabréfið. Honum á vin'stri hönd er Björn Svav-
arsson, varaformaður Skagfirðingasveitar, en Björn Jónsson, forseti Dran-
geyjar, honum á hægri hönd.
Það reynir á að byrja í skóla, undirbúum bömin vel
MUNDU EFTIR OSTINUM
Hann eflir einbeitinguna