Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Qupperneq 23
LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1990.
35
Guðmundur vakti talsverða athygli
skólafélaga sinna enda tíðkaðist þá
ekki að menn settust á skólabekk á
fullorðinsárum í sama mæli og nú.
Guðmundur er kvæntur Jónínu
Láru Einarsdóttur bankamanni og
eiga þau þrjá syni, 20,18 og 9 ára.
Var trúaður
en ekki kristinn
Eftir það lá leiðin í guðfræðideild
Háskóla íslands. Fékk hann ungur
köllun til prestsstarfa?
„Ég átti mjög góða og trúaða
ömmu, Sigríði Gísladóttur, sem hélt
mjög að mér kristinni trú. Hitt er svo
annað mál að ég var ekki kristinnar
trúar þegar ég settist í guðfræðideild
þótt ég héldi það. Eins og flestir, trúði
ég á Guð en gerði mér ekki grein
fyrir því að trú á Jesúm Krist skiptir
öllu máli. Á þessu er mikill munur.
Þetta kemur kannski best fram í Jó-
hannesarguðspjalli 3.16. „Því svo
elskaði Guð heiminn'að hann gaf son
sinn eingetinn til þess að hver sem á
hann trúir glatist ekki heldur hafi
eilíft líf.“ í þessum orðum felst að
hver sá sem trúir á Jesúm Krist,
hann hefur eilíft líf. Þeir sem ekki
trúa á Jesúm glatast.
Þessi munur varö mér ljós í guð-
fræðideildinni. Það tók mig þrjú ár
af fimm í guðfræðideild að eignast
Jesúm að persónulegum frelsara
mínum. Mér þykir því ekkert undar-
legt þótt margir eigi erfitt með að
setja Jesúm Krist á oddinn í sínu lífi.
Rótin að þessu ástandi svo margra
er fyrst og fremst nýguðfræðinni um
að kenna sem boðuð var hér á landi
á fyrri hluta þessarar aldar. Hún
varð meðal annars til þess að það
hefur orðið feimnismál meðal þjóð-
arinnar að tala um djöfulinn. Nýguð-
fræðin taldi að djöfullinn væri ekki
til og það var talað um „helvítispré-
dikara“ í frekar niðrandi merkingu
fyrir það eitt að nefna myrkrahöfð-
ingjann á nafn. Illskan var aðeins
talin vera þekkingarskortur. Það
skyldi að upplýsa fólk og þekkingin
átti að útrýma öllu illu.
Ef helvíti væri ekki til þá þyrftum
við ekki frelsara. Satan er raun-
verulegur rétt eins og Jesús og hann
birtist okkur t.d. í dag 1 nýaldar-
hreyfmgunni og okkur stafar hætta
af honum,“ segir Guðmundur af
miklum sannfæringarkrafti. „Okkur
er nauðsynlegt að þekkja óvininn.
En Jesús er sá sem alltaf öllu máli
skiptir.
Prédikaó hjá
öðrum söfnuðum
Guðmundi hefur verið boðið að
prédika hjá kristnum hreyfingum og
söfnuðum innan og utan þjóðkirkj-
unnar. Ég hef prédikað hjá Hjálp-
ræðishernum, KFUM á Akranesi,
Ungu fólki með hlutverk, Orði lífs-
ins, hvítasunnumönnum, Veginum,
og kaþólsku kirkjunni. Þetta gera
prestar ekki almennt vegna þess að
þeim finnst að það muni trufla ímynd
þjóðkirkjunnar. Þessir söfnuðir eru
auðvitað alhr kristnir. Orðið sértrú-
arsöfnuður fer svolítið fyrir brjóstið
á mörgum en hvað þýðir þetta orð?
Er hægt að tala um hvítasunnuhreyf-
inguna sem sértrúarsöfnuð þegar
vitað er að hún er miklu stærri og
fjölmennari í heiminum en lúterska
kirkjan?“ segir Guðmundur. Vegna
tengsla sinna við Orö lífsins tengdist
Guðmundur komu bandarísks sjón-
varpsprédikara hingað til lands fyrir
rúmu ári. Sá heitir Lester Sumrall
og boðar fagnaöarerindið meðal ann-
ars gegnum sjö sjónvarpsstöðvar og
safnar fé til bágstaddra kristinna
safnaða í þriðja heiminum. Er sjón-
varpið góður miðih til þess að boða
fagnaðarerindiö?
„Já, það er ég viss um,“ segir Guö-
mundur. „Þjóðkirkjan hefur mikið
verið að velta þessum málum fyrir
sér þó lítið hafi orðið úr framkvæmd-
um enn. Það er ljóst að við höfum
dregist aftur úr, því miður. Rödd
kirkjunnar heyrist ekki mikið í fjöl-
miðlum samanborið við þá kynningu
sem nýaldarhreyfingin hefur fengið
um langt skeið. Kirkjan þarf að nálg-
ast fólk meir-a gegnum fjölmiðla. Það
er hægt að nota fleiri aðferðir en
messumar til boðunarstarfs þó að
Séra Guðmundur Örn Ragnarsson farprestur, sem nú þjónar Seltirningum, hefur vakið athygli fyrir skeleggar prédikanir.
DV-myndir BG
nessan verði að sjálfsögðu alltaf mið-
punktminn. Það er ótal leiðir hægt
að fara á þessu sviði.“
Lög um fóstur-
eyðingar í andstöðu
við kristna trú
- Nú hafa þær raddir stundum
heyrst að það væri nauðsynlegt að
stofna kristilegan stjómmálaflokk.
Hvað finnst þér?
„Það sem máh skiptir er að boða
Jesúm Krist sem frelsara allri þjóð-
inni og öllum heiminum. Við þurfum
ekki stjómmálaflokk til þess. í
stjómmálaflokkum ættu að vera
kristnir menn sem gæta þess að lög
séu í samræmi við kristna trú en það
em þau ekki alltaf.
Skýrasta dæmið um lög, sem ganga
gegn kristnum boðskap, em lög um
fóstureyðingar. Fóstur er lifandi
mannvera frá getnaði. Kristnir menn
geta ekki líflátið ófædd böm.“
- Hefur það umrót, sem orðið hefur
í kringum söfnuðinn á Seltjamar-
nesi, haft mikil áhrif á þig?
„Ég hef sannfærst enn betur um
að ég hef breytt eins og mér ber
skylda til samkvæmt Guðs orði. í
Tímóteusarbréfi 4: 2-3 stendur:
„Prédika þá orðið, gef þig að því í
tíma og ótíma. Vanda um, ávíta,
áminn með öhu langlyndi og fræðslu.
Því þann tíma mun að bera er menn
þola ekki hina hehnæmu kenning.
Heldur hópa þeir að sér kennurum
eftir eigin fýsnum símnn tíl þess að
heyra það sem kitlar eyrun.“ Þannig
talar ritningin tU mín um þá atburði
sem em að gerast í dag,“ segir Guð-
mimdur Öm að lokum.
-Pá