Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Blaðsíða 24
36
LAUGARDAGUR 13. OJÍTÓBER 1990.
Vísur _____________________
Úr Alþingisrímum 1899-1901
Nú á dögum er talaö um Kvos en
kringum síðustu aldamót var höfuð-
staður landsins lítið annað en fiski-
þorp með lágum byggingum og
nokkrum smábryggjum niður af
ströndinni þar sem uppskipunarbát-
amir lentu sem færðu varninginn
heim. Einstaka stórmenni steig þar
í land, útlendir höfðingjar og ferða-
menn, að ónefndum embættismönn-
um sem sendir voru á konungsfund
í Danmörku. Nú þurftu þeir að segja
sínum yfirboðurum eða undirmönn-
um í höllinni við Austurvöll frá er-
indislokum.
Svo segir í Alþingisrímum sem nú
skal sagt frá.
Út við grænan Austurvöll,
sem angar lengi á vorin,
stendur væn og vegleg höll,
vonin mænir þangað öll.
Þar sátu konungskjömir embætt-
ismenn og fylking presta og stór-
bænda sem kosnir vom til setu ár
eftir ár með nokkrum atkvæðum.
Þar voru hjaðningavígin háð, nokk-
uð með líkum hætti og nú - og þó
öðruvísi. Hér er ekki rúm til að segja
ítarlega frá þessari frægu rímu sem
raunar var ekki nema kver í fyrstu
og varla enn þegar hún var endurút-
gefin 1951.
Fæstir menn á landi voru hafa orö-
ið oftar skotspænir skálda og hag-
mæltra manna á ísa köldu láði en
þeir sem setið hafa bekki Alþingis.
Kom þú svo með Fróðafrið,
fógur tímans stjarna.
Skín þú broshýr vöggu við
vorra ungu bama.
Tvær bækur hafa komið út á okkar
öld sem beinlínis eru kenndar við þá
miklu stofnun: Alþingisrímurnar
Vísnaþáttur
1899-1901 og Þingvísur 1872-1945 sem
, Jóhannes úr Kötlum tók saman.
Lengi var ekki vitað hver eða
hveijir vom höfundar Alþingisrímn-
anna. En í formála fyrir útgáfu
Menningarsjóðs 1951, sem hinn
merki fræðimaður, Vilhjálmur Þ.
Gíslason, sá um, kveður hann upp
úr með það að Guðmundur skáld
Guðmundsson, 1874-1919, og vinur
hans, Valdimar Ásmundsson, rit-
stjóri Fjallkonunnar, 1852-1902, hafi
ort rímumar. Reyndar var það Jónas
frá Hriflu sem ritaði þennan merka
formála.
Efni úr þeim tveimur bókum, sem
ég nefni hér að ofan, hef ég áður fyr-
ir löngu birt í þáttum mínum en þar
er engin þurrð.
Alberti^var hinn frægi íslands-
málaráðherra sem um skeið var
mestur valdamaður í Danmörku á
sinni tíð, næstur kónginum, en end-
aði sem tukthúsfangi í ríki sínu,
ákærður fyrir fjársvik.
Nú vitnum við í vísur rímnanna.
Höfunda er ekki getið:
Allir mæna á Albertí,
Ás hins nýja siðar.
Ætla að renni upp á ný,
öld hins nýja friðar.
Valtýr Guðmundsson, þingmaður
og ráðherraefni, keppinautur Hann-
esar Hafstein og fleiri stórmenna,
ætlaði sér mikinn hlut:
Glæsimenni Valtýr var,
af virðum flestum bar hann,
þó um hann þytu örvamar,
aldrei smeykur var hann.
Orðahremmsur þutu þétt,
þrumdi í mælskutólum.
Stjómarskútan leið fram létt,
líkt og vagn á hjólum.
Guðlaugur Guðmundsson, sýslu-
maöur Skaftfellinga, var einn af
skörungum þingsins.
Gramt var Lauga í geði þá,
gráðugur valköst hlóð hann.
Meir en fyrr var biksvört brá,
blóð í kálfa vóð hann.
Bleki spúðu berserkir,
beittir pennar flugu,
málaoddar eitraðir
inn í hjörtun smugu.
Sungu lengi sverðin blá
seggjum dánarlögin,
dundu í lofti og þutu þá
þungu reiðarslögin.
Jón úr Vör,
Fannborg 7, Kópavogi
EINDAGI
STAÐGREIÐSLUFJÁR
ER 15. HVERS MÁNAÐAR
Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og
reiknuðu endurgjaldi í hverjum mánuði. Með gírókerfi staðgreiðslu er unnt
að greiða í öllum bönkum, sparisjóðum og pósthúsum.
Eindagi staðgreiðslufjárer 15. hvers mánaðar.
Munið að gera skil tfmanlegai
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRl
Heimurinn og ég
Maöurinn. Minningin.
Bítill
Bróður-
kærleikur
- orð, orð, orð
Heimurinn fór ekki varhluta af
því að hann átti afmæli á þriðju-
daginn.
Engan veginn.
Heimurinn minntist hans sem
einu sinni söng, stuttkhpptur, slag-
ara um stelpur og aðrar dásemdir
jarðneska lífsins.
Heimurinn minntist hans sem
síðar frelsaðist, safnaði hári og boð-
aði meðbræðrum sínum bróður-
kærleik.
Orð. Orð. Orð.
Orð
Hann söng:
Allt sem þú þarfnast er ást.
Hann söng:
Stríðinu lýkur ef þú vilt það.
Hann söng:
ímyndaðu þér ef allir lifðu sáttir.
Orð. Orð. Orð.
Orð
Ég man þú söngst í ímyndunar-
slagaranum:
„Þú mátt kalla mig draumóra-
mann. En ég er ekki sá eini.
Kannski slæstu einhvem tímann í
hópinn og eining mun ríkja í heim-
inum.“
Kannski.
Þú varst umfram allt dægurlaga-
söngvari; mannlegur maður, sem
Umsjón:
Þorsteinn J.
Vilhjálmsson
samdir almennilega dægurlaga-
slagara en langaði líka heil ósköp
til að breyta heiminum.
Sjáðu hvernig hann er í dag.
„Lífið er mjög stutt og það er
enginn tími fyrir eitthvert múður,“
söngst þú.
Ég er sammála því.
Þess vegna hyggst ég snúa sjálf-
um mér til betri vegar áður en ég
byija að breyta heiminum.
Orð
Orð. Orð. Orð.
Svo oft til einskis nýt.
Opið virka daga kl. 17-22
og um helgar kl. 13-19
Símar 38560 og 38561
Skrifstofa stuðningsmanna
GUÐMUNDAR
HALLVARÐSSONAR
er að Síðumúla 22