Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Síða 25
LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER W90. DV Yi Handbolti imglinga Oraggt hjá ÍR og KR - í Reykjavíkurmóti í 5. flokki kvenna Víkingur vann stórsigur á Fylki i 5. flokki kvenna og á mjög góðan möguleika á að komast i undanúrslit Reykjavíkurmótsins. I Reykjavíkurmóti í 5. flokki kvenna, sem fram fór í íþróttahúsi Álftamýrarskóla, mættu sjö liö til keppni en Leiknir, sem átti aö leika í B-riöli, mætti ekki til leiks að þessu sinni. Mjög gaman var að fylgjast meö leikjum liðanna í þess- um aldursflokki. Gleði og áhugi skein úr hverju andliti og virtist sem úrslit leikja væru ekki aðalat- riðið, hvorki hjá forráðamönnum eða leikmönnum, heldur það að vera með í skemmtilegum leik. ÍR vann úrslitaleik A-riðils stórt í A-riðli háðu lið ÍR og Víkings harða keppni um efsta sætið en KR er í efsta sæti B-riðils eftir fyrri umferðina en sterkt KR-lið vann Fjölni og Fram örugglega. Víkingur hóf keppnina með því að vinna Fylki stórt, 9-2, og yal unnu Víkingsstúlkurnar, 2-7. ÍR, sem hefur mjög skemmtilegu hði á að skipa, vann einnig lið Fylkis og Umsjón Heimir Ríkarðsson og Lárus H. Lárusson Vals stórt þannig að viðureign þessara hða reyndist úrslitaleikur A-riðhs. Víkingar áttu ekki mikla mögu- leika gegn ÍR að þessu sinni og unnu IR-ingar góðan sigur á annars ágætu liði Víkinga, 8-2, og var leik- urinn aldrei spennandi eins og töl- ur gefa til kynna. ÍR-ingar eru vel að þessum sigri komnir og er það áht blaðamanns að þarna hafl IR á að skipa flokki sem á eftir að verða í fremstu röð vetur. V KR og Fram komin í undanúrslit? í B-riðli unnu KR-ingar stóra sigra á Fram og Fjölni, eins og áður sagði, og eru öruggir í undanúrslit þrátt fyrir að seinni umferðin sé eftir. Baráttan um annað sætið stóð því á mhli Fram og Fjölnis og unnu Framarar öruggan sigur á Fjölnis- mönnum, 10-1, og ættu Framarar því einnig að vera öruggir um að komast í undanúrsht í 5. flokki kvenna. Þau mistök urðu í umflöhun DV jöfn, 18-18, og eru því jöfn að stig- um Reykjavíkurmót 3. flokks karla um í 2.-3. sæti B-riðhs. um siðustu helgi að Víkingar voru Eru hlutaöeigendur beðnir vel- sagðir hafa borið sígurorð af Ár- virðmgar á þessum mistökum. manni en hið rétta er að liðin skildu 3 flokkur kvenna: Aðeins fimm lið mættu til keppni Keppni í 3. flokki kvenna hófst um síðustu helgi og var leikið í íþrótta- húsi Álftamýrarskóla. Eingöngu 5 lið mættu til keppni og var þeim skipt í tvo riðla. í öðrum riðlinum léku lið KR og Víkings en í hinum voru lið Fram, Vals og ÍR. Leiks KR og Víkings var beðið með nokkurri spennu en fróðir menn höfðu talið þessi lið nokkuð áþekk að getu. Svo var þó ekki því að lið Víkings hreinlega keyrði yfir KR og urðu lokatölur 9^4 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 4-1. Yfirburðir Víkings voru ljósir í upphafi og er greinhegt að Víkingar eru meö mjög gott hð og var Harpa markvörður best leikmanna Víkings í þessum leik en auk hennar léku Elísabet og Heiða vel. Nokkrar ungar Blikastelpur gengu th liðs við Víking fyrir þetta tímabil og er ljós að þær styrkja liðið gífur- lega. Lið KR ohi hins vegar vonbrigð- um og er ljóst að það verður svo sannarlega að taka á honum stóra sínum ef það ætlar sér að halda Reykjavíkur- og íslandsmeistaratitl- um í þéssum flokki. Anna og Sara stóðu upp úr í annars slöku KR-liöi. í hinum riðlinum vann Fram ör- ugglega báða sína leiki, ÍR 18-10 og Val 12—7, og í leik um annað sæti þess riðhs sigraði ÍR Val, 14-4. Næsta umferð í 3. flokki kvenna er 27. október. — ---—- Leikið var í 5. og 6, flokki karla um síðustu helgi. Umfjöllun um þessa flokka bíður næstu helgar. ii' 1 j'ii --------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------: wmm MIhh §1111 . k : . ;. '•••■••.., v:.:, - ,. • ■••••• íslandsmót yngri flokka hefst t lok mánaðarins. Fjölnispiltarnir, sem hér sjást, munu þá í fyrsta skipti taka þátt í íslandsmóti í handknattleik fyrir félag sitt. íslandsmótið að hefjast - keppni hefst á leikjum í 2. flokki Mótanefnd HSÍ hefur ákveðið að 1. dehd í 2. flokki karla fari fram í Vestmannaeyjum helgina 27. - 28. október. 2. dehd verður í íþrótta- húsi Seltjarnamess og 3. dehd í Digranesi. 1. doild í 2. flokki kvenna verður í Reykjavík og 2. dehd í Hafnafirði. Leikstaöir í öðrum flokkum hafa ekki veriö ákveðnir. Leikdagar í vetur verða sem hér segir: 2. flokkur 1. umferð, 27.-29. október 1990 2. umferð, 24.-25. nóvember 1990 3. umferð, 12.-13. janúar 1991 4. umferð, 2.-3. febrúar 1991 5. uiriferð, 23.-24. mars 1991 Úrsht, 11.-14. apríl 1991 3.og5.flokkur 1. umferð, 16.-17. nóvember 1990 2. umferð, 25.-26. janúar 1991 3. umferö, 1.-2. mars 1991 Úrsht, 4.-7. apríl 1991 4. flokkur 1. umferð, 23.-25. nóvember 1990 2. umferð, 1.-3. febrúar 1991 3. umferð, 8.-10. mars 1991 Úrsht, 11.-14. apríl 1991 Yngstu aldursflokkarnir í yngstu aldursflokkunum, 6. flokki karla og 5. flokki kvenna, verða þrjú stórmót á vegum HSI og verða siguryegarar i þessum mótum titlaðir íslandsmeistarar í hvert sinn. 1. mót, 1.-2. desember 1990 2. mót, 9.-10. febrúar 1991 3. mót, 26.-28. mars 1991 *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.