Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.1990, Qupperneq 38
50
LAUQARDACUK 13. OKTÖBER 1990.
Afmæli
Garðar Finnsson
Garöar Finnsson, veiðieftirlitsmað-
ur hjá Sjávarútvegsráðuneytinu,
Álfheimum 19, Reykjavík verður
sjötugur á morgun.
Starfsferill
Garðar er fæddur á Kaldá í Ön-
undarfirði og ólst upp á Kaldá og í
Flatey. Hann var skipstjóri á Flat-
eyri og ísafirði á ýmsum bátum
1940-1952 og lauk meira flskimanna-
prófi í Stýrimannaskólanum í
Reykjavík 1949. Garðar var skip-
stjóri hjá Haraldi Böðvarssyni hf. á
Akranesi 1962-1969 og var með eigin
útgerð í Reykjavík 1970-1976. Hann
hefur verið veiðieftirhtsmaður hjá
Sjávarútvegsráðuneytinu frá 1976.
Fjölskylda
Garðar kvæntist 12. febrúar 1944
Guðnýju Marenu Matthíasdóttur, f.
17. nóvember 1920, vinnur í aðal-
banka Landsbankans í Rvík. For-
eldrar Guðnýjar eru: Matthías Ás-
geirsson, skattstjóri á ísafirði og
kona hans Sigríður Gísladóttir.
Böm Garðars og Guðnýjar eru: Sig-
ríður f. 8. september 1944, hár-
greiðslumeistari á Seltjarnarnesi,
gift Kristni Jónssyni, slökkviliðs-
manni; Steinunn, f. 5. febrúar 1946
hjúkranarfræðingur á Seltjamar-
nesi gift Bjarna Lúðvíkssyni, íjár-
málstjóra SH; Matthías, f. 24. mars
1949, heilbrigðisfulltrúi á Selfossi,
kvæntur Þórhildi Karlsdóttur,
snyrtifræðingi; Finnur Gísli, f. 20.
mars 1952, fiskifræðingur í Rvík,
kvæntur Kristbjörgu Olfsdóttur,
skrifstofustjóra; Bjarni Hermann, f.
3. október 1953, stýrimaður í Rvík,
kvæntur Helgu Pétursdóttur, ritara
og Garðar Sigurbjörn, f. 13. nóvem-
ber 1955, rafmagnstæknifræðingur
á Seltjarnarnesi, kvæntur Sigrúnu
Bjömsdóttur, fjölmiðlafræðingi og
fréttamanni hjá RÚV.
Systkini Garðars eru: Jóhannes,
f. 26. júní 1917, d. 15. febrúar 1974,
skrifstofumaður og sjómaður á
Akranesi, kvæntur Bjarnfríði Léós-
dóttur, fyrrv. alþingismanni; Jó-
nína, f. 18. desember 1921, gift Grími
Sveinssyni, póstfulltrúa í Rvík og
Gróa, f. 24. september 1924, gift Ól-
afi Bjömssyni, lofskeytamanni í
Hafnarfirði.
Ætt
Foreldrar Garðars vom: Finnur
Torfi Guðmundsson, f. 29. septem-
ber 1892, d. 21. ágúst 1936, skipstjóri
og útgerðarmaöur á Flateyri og
kona hans Steinunn Jóhannesdótt-
ir, f. 15. nóvember 1989, d. 24. janúar
1975. Finnur var sonur Guðmundar
b. á Görðum í Önundarfirði, Jóns-
sonar og konu hans Gróu, systur
Finns í Hvilft í Önundarfirði, föður
Hjálmars, fyrrv. forstjóra Áburðar-
verksmiðjunnar, Sveinbjamar hag-
fræðings, Ragnheiðar, fyrrv. skóla-
stjóra, Sveins, framkvæmdasljóra
Fiskimálasjóðs, Jóhanns tannlækn-
is, Maríu, hjúkrunarfræðings, Mál-
fríðar hjúkrunarfræðings, Kristínar
Fenger sjúkraþjálfara, ogGunn-
laugs bónda ogfyrrv. alþingis-
manns í Hviift í Önundarfirði. Gróa
var dóttir Finns, b. í Hvilft Magnús-
sonar, b. í Hvilft, bróður Ásgeirs,
alþingismanns á Þingeyrum, foður
Jóns, b. og skálds á Þingeyrum og
afa Ásgeirs, rithöfundar frá Gottorp.
Annar bróðir Magnúsar var Torfi,
alþingismaður á Kleifum. Þriðji
bróðir Magnúsar var Guðmundur,
b. á Kleifum. Systir Magnúsar var
Ragnheiður, móðir Guðlaugar,
konu Torfa í Ólafsdal og ömmu
Torfa Ásgeirssonar hagfræðings og
Torfa, fyrrv. tollstjóra og ríkissátta-
semjara, Ásgeirs, sagnfræðings og
Snorra skálds, Hjartarsonar.
Magnús var sonur Einars, b. og
dbrm. í Kollafjarðarnesi, Jónssonar,
b. í Miðdalsgröf í Steingrímsfirði,
Brynjólfssonar, á Heydalsá, Guð-
mundssonar, af ætt Einars, prófasts
og skálds í Heydölum. Móðir Magn-
úsar var Þórdís Guðmundsdóttir,
smiðs að Seljum, Torfasonar. Móðir
Gróu var Sigríður Þórarinsdóttir,
Garðar Finnsson.
b. á Vöðlum, Jónssonar, b. í Unaös-
dal.
Steinunn var dóttir Jóhannesar,
b. á Hesti í Önundarfirði, bróður
skipstjóranna Bjarna Hermanns og
Sæmundar, Kristjánssona og konu
hans Jónínu Sveinsdóttur frá Ósi í
Bolungarvík.
Garðar tekur á móti gestum í Fé-
lagsheimili Fóstbræðra, Langholts-
vegi 109, Rvík á afmælisdaginn kl.
17-18.30.
Hildur Kristjánsdóttir
Hildur Kristjánsdóttir, hjúkrunar-
fræðslustjóri á Landspítalanum,
Vesturbergi 123, Reykjavík, verður
fertugámorgun.
Starfsferill
Hildur er fædd á Húsavík en ólst
að mestu upp í Reykjavík til ársins
1958, í Svíþjóð næstu þrjú árin og á
Patreksfirði til 1966 en flutti þá til
Reykjavíkur.
Hildur lauk gagnfræðaprófi í Hér-
aðsskólanum að Laugum í Suður-
Þingeyjarsýslu 1966, lauk ljós-
mæðraprófi í Ljósmæðraskóla ís-
lands 1979 og hjúkrunarprófi í Nýja
hjúkrunarskólanum 1986 auk þess
sem hún var í námi í KHI1988-1990.
Hildur vann við afgreiðslu- og
skrifstofustörf 196&-1977, var ljós-
móðir á Fæðingardeild Landspital-
ans 1979-1981 og við afleysingar þar
1981,1982,1986 og 1987. Hún hefur
verið stundakennari við Ljós-
mæðraskóla íslands frá hausti 1986
og hjúkmnarfræðslustjóri á
Landspítalanum frá ársbyrjun 1988.
Fjölskylda
Hildur giftist 24. maí 1969 Ingibirni
Tómasi Hafsteinssyni, f. 2. júlí 1944,
kaupmanni. Foreldrar Ingibjörns
era: S. HafsteinnTómasson, d. 1966,
og kona hans Guðný Huld Stein-
grímsdóttir. Börn Huldu og Ingi-
bjarnar eru: Hafsteinn, f. 17. október
1970, nemi, sambýlikona hans er
Þóranna R. Ólafsdóttir, f. 25. júlí
1971, nemi; Kristján Örn, f. 14. ágúst
1973; Ingibjöm, f. 7. febrúar 1981 og
Guðný Hulda, f. 12. apríl 1981. Syst-
kini Hildar eru: Halldór, f. 29. maí
1952, forstjóri í Hafnarfirði, kvænt-
ur Jennýju Ágústsdóttur, tann-
lækni; Sigurður, f. 23. febrúar 1955,
bamalæknir 1 Svíþjóð, kvæntur
Önnu Daníelsdóttur, tannlækna-
nema; Hjalti, f. 23. nóvember 1958,
heilsugæslulæknir í Vestmannaeyj-
um, kvæntur Vera Björk Einars-
dóttur, hjúkranarfræðingi og Guð-
rún Þura, f. 28. janúar 1966, lög-
fræðinemi í Rvík, gift Marinó Njáls-
syni, fjármálastjóra í Rvík.
Ætt
Foreldrar Hildar eru: Kristján S.
Sigurðsson, f. 14. nóvember 1924,
yfirlæknir í Keflavík og kona hans
Valgerður G. Halldórsdóttir, f. 20.
apríl 1929. Föðursystur Hildar era
rithöfundamir Jakobína og Fríða.
Foreídrar Kristjáns voru Sigurður
Sigurðsson, b. í Hælavík og síðar
símstöðvarstjóri á Hesteyri, og kona
hans, Stefanía Halldóra Guðnadótt-
ir. Sigurður var sonur Sigurðar, b.
á Læk, Friðrikssonar, b. í Rekavík
bak Höfn, Einarssonar, b. á Homi,
Sigurðssonar, b. á Horni, Pálssonar,
b. í Reykjarfirði á Ströndum,
Bjömssonar, ættföður Pálsættar-
innar. Móðir Sigurðar Sigurössonar
var Kristín Arnórsdóttir, b. í Reka-
vík, Ebenezerssonar, b. á Dynjanda,
Ebenezerssonar, b. í Efri-Miðvík,
Jónssonar, bróður, sammæðra,
Gríms Thorkelíns, leyndarskjala-
varðar og prófessors.
Móðursystir Kristjáns var Ingi-
björg, móðir Þórleifs Bjarnasonar,
námsstjóra ogrithöfundar. Stefanía
var dóttir Guðna, b. í Hælavík,
Kjartanssonar, b. á Atlastöðum, Ól-
afssonar. Móðir Kjartans var Soffia
Jónsdóttir, b. á Steinólfsstöðum,
Einarssonar, og konu hans, Guð-
rúnar Lárentínusardóttur, b. á Hóh
í Bolungarvík, Erlendssonar, sýslu-
manns á Hóli, Ólafssonar, bróður
Jóns fomfræðings (Grannavíkur-
Jóns).
Valgerður er dóttir Halldórs, b. í
Garði í Mývatnssveit, bróður Þuru,
skálds í Garði og Jóns, læknis á
Kópaskeri afa Ólafs Jóhanns Ólafs-
sonar, rithöfundar og aðstoðarfor-
stjóra SONY-fyrirtækisins í Banda-
ríkjunum. Annar bróðir Halldórs
var Björgvin, faðir Þorgríms Starra
í Garði. Halldór var sonur Árna, b.
í Garði við Mývatn, bróður Amfríð-
ar, langömmu Kristínar Halldórs-
dóttur, formanns Ferðamálaráðs.
Árni var sonur, Jóns, b. í Garði,
Jónssonar, b. í Garði, Marteinsson-
ar, b. í Garði, Þorgrímssonar, b. í
Baldursheimi, Marteinssonar. Móð-
ir Jóns Jónssonar í Garði var Helga
Jónsdóttir, b. á Gautlöndum, Mar-
teinssonar, bróður Jóns í Garði.
Móðir Áma var Guðrún, systir
Jóns, langafa Kristjáns Eldjáms for-
seta, föður Þórarins Eldjáms rithöf-
undar. Guðrún var dóttir Þorgríms,
b. í Hraunkoti í Aðaldal, Marteins-
sonar, bróður Jóns í Garði. Móðir
Guðrúnar var Vigdís Hallgríms-
dóttir, b. í Hraunkoti, Helgasonar,
ættfoður Hraunkotsættarinnar.
Móðir Halldórs Ámasonar var
Guðbjörg Stefánsdóttir, b. í Haga-
nesi við Mývatn, Gamalíelssonar og
konu hans, Bjargar Helgadóttur, b.
á Skútustöðum, ættfóður Skútu-
staðaættarinnar, Ásmundssonar, b.
í Baldursheimi, Helgasonar, bróður
Hallgríms í Hraunkoti. Móðir Bjarg-
Hildur Kristjánsdóttir.
ar var Helga Sigmundsdóttir, b. í
Vindbelg, Ámasonar. Móðir Sig-
mundar var Kristveig Marteins-
dóttir, systir Þorgríms í Baldurs-
heimi. Móðir Helgu var Steinvör
Guðmundsdóttir, systir Ásu, ömmu
Jóns Þorsteinssonar, prests í
Reykjahlíð, ættfoður Reykjahlíðar-
ættarinnar.
Móðir Valgerðar Guðrúnar var
Sigríður Jónsdóttir, b. á Vatnsleysu
í Skagafirði, Kristvinssonar.
Meiming
Mikllla sanda
Það er auðséð á öllu að Björn Birnir hstmálari hefur
sótt bæði menntun og innblástur í annan menningar-
heim en jafnaldrar hans sem era sömu megin í mynd-
hstinni. Meðan jafnaldramir rækta formin og yfir-
borðið í takt við hin evrópsku viðhorf er Bjöm Bimir
innvígður í bandaríska afstrakthst, einkum þá sem
tekur mið af víðáttum miðvesturríkja, en hún er stund-
um flokkuð undir afstrakt-impressjónisma.
Þar er hvorki sparaður striginn né málningin til þess
að skapa takmarkalaus verk, gegnsýrð andrúmslofti
eða hugblæ sem engin yfirborðsteikning nær utan um.
Það hefur tekið Bjöm Bimi talsverðan tíma að ná
tökum á myndhst af þessu tæi. Raunar hóf hann ekki
að mála fyrr en tiltölulega seint á ævinni. Fyrir nokkr-
um áram vora málverk hans enn með varfæmislegu,
aht að því akademísku yfirbragði, eins og hstamaður-
inn treysti sér ekki alveg til að gefa sig á vald náttúra-
öflunum.
Fullmótun
Með sýningu sinni í Listhúsinu við Vesturgötu kem-
ur Björn Bimir hins vegar fram sem fuhmótaður af-
strakt-impressjónisti. Á sýningunni, sem hstamaður-
inn nefnir „Myndir af sandinum", era fimm umfangs-
mikil málverk, auk tólf smærri mynda, þar sem spilað
er upp á nær ótakmarkaða dýpt og viðáttu með býsna
farsælum árangri. Aðferð Bjöms er sú að leggja saman
margar slæður akrýlhtar og fikra sig síðan í átt til
einhvers sem nefna mætti „innri byggingu“. Hér gæt-
Myndlist
Aðalsteinn Ingólfsson
ir hann sín hins vegar á því að setja hrynjandi mynd-
anna ekki of fastar skorður heldur leyfir hann hlutun-
um aö geijast vítt og breitt um strigann. Með örfáum
stóram dráttum, kannski einni eða tveimur skáhnum,
stílhr hann árangurinn síðan af, virkjar náttúrukrafta
ásamt með tilfahandi hugdettum.
Innilegri og kvikari
Akrýlhtir era auðvitað eins og gerðir fyrir svona
vinnubrögð þar sem þeir blandast vel og þoma fljótt.
Um leið eiga þeir tíl að draga úr áhrifamætti víð-
feðmra mynda, gera þær þyrrkingslegri - harðari -
en þær eiga skUið. Ohuhtir hafa til að bera mun meiri
dýpt og glóö en akrýU. Mér hst til dæmis vel á þá við-
leitni Björns Birnis að mála með olíuhtum á þykkan
pappír. Þar er annars konar túlkun á ferðinni, inni-
legri og kvikari en í akrýlmyndunum. Ætti ekki að
vefjast fyrir hstamanninum að flylja þessa túlkun yfir
á stærri dúka.
Sýningu Björns Bimis í Listhúsinu lýkur þann 14.
október. -AI
Til hamingju með afmælið 13. október
GunnlaugMagnúsdóttir,
Atlastööum, Svarfaðardalshreppi.
Axel Þórðarson,
Birkivöllum 14, Selfossi.
Erna Marteinsdóttir,
Fomastekk 12, Reykjavík.
75 ára
Jón Þ. Stefónsson,
Logafold 44, Reykjavik.
Magnús Jónsson,
Seljanesi,!
Guðbjörg Guðlaugsdóttir,
Víkurbraut 26, Grindavik. '
Jóhannes Ginarsson, Hilinar Arinbjömsson,
Lindarbrekku, Skeggjastaöa- Hafnarbraut 20, Höfn í Homafirði.
hreppi. Guðmundur Jóhannesson,
Lárus Gamalíeisson, Baröastöðum, Staðarsveit.
Hjahabraut33,Hafnarfirði. -------------------------------
Magnús Ingjaldsson, . : AA áwn
Kleppsvegi 76, Reykjavík. .. “____________
70 ára
Eyjólfur Jónsson,
Naustahiein9, Garðabæ.
Guðni Jónsson, ■ 'ý:. ;
Logafold 22, Reykjavík.
60 ára
Andrzej Stanislaw Konarzewski,
Karmehtaklaustrinu, Hafnarfirði.
ElsaBjartmarsdóttir,
Austurvegi 11, ísafirði.
Sigfríð G. Þormar,
Fljótaseli 8, Reykjavík.
Kristinn Jörundsson,
Víðihlíð 8, Reykjavík.
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir,
Kjartansgötu 15, Borgarnesi.
Pálmi Björn Jakobsson,
Garðarsbraut 45B, Húsavík.
Oddný Dóra Jónsdóttir, Helga María Ólafsdóttir,
Aratúni 6, Garðabæ. Lindarhvammi 2, Hafnarfirði.
Halidór S. Guðmundsson,
Hjallabraut94, Hafnarfirði.