Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Blaðsíða 4
4 MÍÐVIKUDAGUR' 31. OKTÓBER 1990 Fréttir Staðan í fiskveiðum og fiskvinnslu: Er grundvöllur fyrir bættum kjörum? Afkoma í sjávarútvegi hefur stór- um batnað síðan í fyrra. Þetta á viö um botníiskveiðar og vinnslu. Þó eru sumir þættir enn í mínus. Sá mínus hverfur samt oft, ef grannt er skoð- að. Staðan nú og í fyrra sést á með- fylgjandi súluriti, sem sýnir afkomu greinanna í stórum dráttum. En fara þarf ofan í saumana á þessum tölum. Hagurinn í fiskveiðum og fisk- vinnslu leiðir hugann að því, hvort ekki sé grundvöllur til að bæta kjör fólksins sem við þær greinar starfar. Nýlega kom fram í DV, hvemig fólk í fiskiðnaði hefur setið eftir, meðan framleiðnin, framleiðsla á mann, hefur aukist geysilega. Væri ekki leið að bæta úr skák? Lítum fyrst á afkomuna í fiskveið- um og vinnslu. Tap var af botnfisk- vinnslunni í fyrra. Tapið nam 469 miiljónum króna en hefði orðið 1712 milljónir, ef ekki hefðu komið til greiðslur úr Verðjöfnunarsjóði fisk- iðnaðarins. Tapið var með öðrum orðum 1,5 prósent af tekjum en hefði verið 6 prósent án greiðslnanna úr Verðjöfnunarsjóði. Nú hefur þetta snúist við. Tap fiskvinnslunnar er 410 milljónir króna miðaö við heils árs framleiðslu, samkvæmt tölum í þessum mánuði. Þetta er með öðrum orðum 1 prósent tap. En líta ber á greiðslur til Verðjöfnunarsjóðs sjáv- arútvegsins, sem nema 2,5 prósent- um af útflutningstekjum fiskvinnsl- unnar. Þetta hefur verið dregið frá hagnaðartölunum og síðan hafa hin- ar opinberu tölur um tap verið reikn- aðar. Þetta þýöir sem sagt, að nú er 1,1 prósent hagnaöur í fiskvinnslu, ef við reiknum ekki með greiðslun- um í Verðjöfnunarsjóð. Þama eru því mikil umskipti eins og á flestum öðr- um sviðum þorskveiða og vinnslu. Tillittil verðjöfnunar Svipað gildir irni veiöamar. Þar var í fyrra 419 milljón króna tap, sem em 1,5 prósent af tekjum. Hagnaðurinn er nú samkvæmt stöðumati 1245 Sjónarhomið Haukur Helgason milljónir króna eða 3,6 prósent. Ef litið er á sameiginlega afkomu veiöa og vinnslu, þá var um að ræða 2 pró- sent tap í fyrra en eitt prósent hagn- að nú. Séu greiðslur úr Verðjöfnun- arsjóði í fyrra teknar út, hefði tapið verið 5,2 prósent, en hagnaðurinn er nú 4 prósent, ef teknar em út greiðsl- umar í Verðjöfnunarsjóð. Nánar um umskiptin í veiöum og vinnslu sést á meðfylgjandi súluriti. Ritið sýnir glöggt, hversu merkilegar breytingar hafa orðið, enda stæra ráðherrar sig af þeim. Tillit til greiðslna úr og í Verðjöfnunarsjóð undirstrikar enn frekar, að tölumar bera í fljótu bragði góðæri vitni. Litlar kjarabætur En er góðæri? Getum við krafist bættra lífskjara? Svarið verður enn, að þjóðarbúið er ekki fært um að veita mikið bætt kjör. Launahækk- anir verða á næsta ári að vera mjög litlar, þegar litið er á heildina. Spáð er að hagvöxturinn verði 1,5 prósent á næsta ári. Verðbólgan verði sjö prósent, og ráðstöfunartekjur eftir skatta hækki um átta prósent. Nú Mikil umskipti hafa orðið. hefur verið dregið úr afla. Því verður ekki gmndvöllur fyrir mikið aukin umsvif almennra launþega. í fyrri spá Þjóðhagsstofnunar var gert ráð fyrir að aflinn verði jafnmikill næsta ár og í ár, en útflutningsframleiösla sjávarafurða vaxi lítið eitt. Sem stendur ætti gengi krónunnar að haldast, miðað við góða afkomu í fiskveiðum og fiskvinnslu, eins og nú er skýrt frá. Reiknað er með að verð haldist hátt á afurðum okkar erlendis. Það gefur ástæðu til bjart- sýni, en við verðum að fara mjög varlega. Margt gæti orðið til þess að kollvarpa stundaránægjunni. Bjartsýnir hagfræðingar búast jafnvel við því að verð á útflutnings- vörum okkar fari enn hækkandi. Allt þetta dugir skammt af því að framleiðslan og útflutningurinn er of einhæfur. Við höfum treyst of mikið á sjávarútveginn, og hann er ónógur eins og vel sést nú, þegar góð afkoma þar megnar ekki að draga þjóðarbúið lengra í framfaraátt en raun ber vitni. Þótt grundvöllur sé ekki fyrir veru- legar almennar kjarabætur, gefur afkoman í sjávarútvegi til kynna að í þeim greinum megi bæta kjör starfsfólks, þess fólks sem verið hef- ur afskipt. Fiskveiðar og vinnsla hefur gengið illa, aðallega vegna mikilla skulda. Vaxtakostnaður hefur orðið gífurleg byrði á þessar greinar. Frá sjónar- miði þjóðarbúsins þarf að fækka ein- ingum á þessu sviði. Þá mun afkom- an í heild batna enn. Þrátt fyrir mik- inn kostnað hlýtur sú bætta afkoma, sem nú hggur fyrir að verða grund- völlur kjarabóta til handa fólki í fisk- iðnaði, þar sem búast má við að ekki þurfi að hrófla við gengi krónunnar að sinni. Hagnaður og tap í sjávarútvegi * Rekstrarskilyrði í október 1990 Grafið sýnir hvernig afkoman hefur verið í þorskveiöum og vinnslu í ðr og síðastliðið ár. Raunveruleikabandalagið Það urðu mikil umskipti á mið- stjómarfundi Alþýðubandalagsins um helgina. Þau sögulegu tíðindi gerðust að Alþýðubandalagið var í rauninni lagt niður en nýr flokkur stofnaður undir heitinu Raunveru- leikabandalagiö. Ólafur Ragnar Grímsson er formaður í þessu nýja bandalagi alveg eins og hann var formaður í Alþýðubandalaginu á undan. Hinsvegar gekk Ólafi illa að hemja liðið og nokkrir félagar gengu út í mótmælaskyni, þegar Ólafur lagöi til að gamla stefnu- skráin yrði felld úr gildi og samn- ingsréttur verkalýðsins ekki leng- ur virtur. Ólafur fagnaði því þegar Birna og Páll Halldórsson gengu út og sagði að fariö hefði fé betra. Þetta voru allt saman félagar sem höfðu verið til vandræða og hefðu stoppað stutt við í flokknum. Það var hreinsun aö þessu hði og nú var loksins hægt að stofna nýjan flokk á rústum hins gamla. Alþýðubandalagið hefur ekki borið sitt barr síðan Ólafur tók viö formennsku. Flokkurinn hríðtapar fylgi og sjálfur formaðurinn treysti sér ekki til að lýsa yfir stuðningi með framboðshsta Alþýðubanda- lagsins í síðustu kosningum. Áhöld hafa verið um það hvort nokkrir væru eftir í flokknum sem styddu formanninn. Né heldur að formað- urinn styddi flokkinn. Kænska Ól- afs Ragnars er hinsvegar slík, að í stað þess að yfirgefa flokkinn eða þá að flokkurinn vísaði honum á dyr, tók formaðurinn sig til og stofnaði nýjan flokk sem hann kall- ar Raunveruleikabandalagið. Raunveruleikabandalagið hafnar stefnu Alþýðubandalagsins. Raun- veruleikabandalagiö hafnar félags- skap þeirra sem eru með múður út í formanninn. Raunveruleika- bandalagið samanstendur af þeim sem hvorki eru th hægri né vinstri í þeimflokki sem ekki var í tengsl- um við raunveruleikann. Raun- veruleikabandalagið hefur sem sagt yfirgefið bæði flokksmenn og stefnumál Alþýðubandalagsins og eftir að hafa gengið í gegnum þann hreinsunareld er ekkert því til fyr- irstöðu að Alþýðubandalagið starfi áfram undir nýju nafni. Þeir sem áður störfuðu í Al- þýðubandalaginu, vegna þeirrar stefnu sem bandalagið hafði, geta verið áfram í flokknum þótt hann hafi skipt um stefnu. Hinir sem ekki vildu fylgja stefnu Alþýðu- bandalagsins eru flestir farnir, loksins þegar bandalagið tekur upp þá stefnu sem þeir vhja að flokkur- inn fylgi. Þeir sem studdu draum- sýnina um sósíahsmann sitja eftir með flokk sem ætlar að færast nær raunveruleikanum og frá sósíahs- manum. Þeir sem vildu ekki sósíal- ismann í Alþýðubandalaginu eru gengnir úr flokknum einmitt þegar flokkurinn segist vera búinn að hafna sósíalismanum. Birtingarliðið fór af því Alþýðu- bandalagið var of langt til vinstri. Páll Hahdórsson og Bima Þórðar- dóttir gengu út af því flokkurinn var ekki nógu langt th vinstri. Svona er þetta nú snúið þegar flokkarnir verða aö raunveruleika- bandalögum. Raunveruleiki Al- þýðubandalagsins felst í þeim raunveruleika aö alhr eru farnir nema þeir sem ekki vilja vera. Og þeir sem eru, vilja ekki að Ólafur verði. Ólafur er áfram vegna þess að hann hefur ekkert annað að fara. Niðurstaðan er sú að eftir að flokkurinn hefur losað sig við þá sem helst ættu að vera í flokknum er flokkurinn loksins orðinn þann- ig að þeir sem eru í honum geta ekki verið þar. Það er auðvitað eftirsjá af gamla Alþýðubandalaginu, en menn verða aö horfast í augu við raun- veruleikann og þær staðreyndir að þjóðfélagið breytist og stefnur flokka þurfa að breytast, þegar eng- inn er eftir í þjóðfélaginu sem að- hyllist stefnuna sem var fyrir. Raunveruleikabandalagið sem Ól- afur Ragnar stofnaði um helgina er bandalag þeirra manna sem áð- ur aðhylltust stefnu Alþýðubanda- lagsins en eru nú sammála um að sú stefna sé ekki í samræmi við raunveruleikann. Þetta vora kjós- endur fyrir löngu búnir að upp- götva en það er vitaskuld ánægju- legra þegar flokkurinn sjálfur kemst aö sömu niðurstöðu. Þaö er hinn bitri raunveruleiki. Og sjálf- sagt að stofna bandalag um hann. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.