Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990. 11 dv Útlönd Aldo Moro enn miMll áhrifavaldur í ítölskum stjómmálum: Framtíð Cossiga forseta óviss vegna bréfa Moros - yfirmaður leyniþjónustu hersins rekinn til að friða landsmenn málamenn sem þori að ráðast gegn henni. Koma sér vel fyrir mafíuna Cossiga þekkir þetta manna best og reynir nú að leika hlutverk ridd- arans hugumstóra sem óhræddur ræðst gegn ofureflinu. Hann veit líka að þeim fjölgar sem vilja koma höggi á hann og bréfin sem Aldo Moro skrifaði meðan hann var fangi Rauðu herdeildanna koma sér vel í þeim tilgangi. Guðfeður mafíunnar hafa t.d. ekkert á móti því að forsetinn verði fyrir álits- hnekki. Eftir að Aldo Moro fannst myrtur í Milano vorið 1978 sagði Cossiga af sér sem innanríkisráðherra og tók þannig á sig ábyrgðina á að ekki skyldi takast að frelsa hann. Það eitt að máhð kemst nú í há- mæli verður til að minna á að ekki var mikill hetjubragur á verkum Cossiga meðan hann var innanrík- isráðherra. Það bætir svo ekki úr skák að Moro lét þung orð falla í garð Cossiga í skrifum sínum. Greinilegt er að flokksfélagar Cossiga vilja þagga máhð niður hið fyrsta og í þeim tilgangi er aðmír- álnum, Martini, fórnað. Litlar líkur eru þó á að það dugi því litlu er bjargað þótt einn maður missi emb- ættið fyrir misheppnaða húsleit fyrir 12 árum. MáUð er þegar orðið hápóUtískt og gæti reynst forsetan- um þungt í skauti. Hann á í það minnsta erfiðara nú en áður með að tala niður til stjómmálamanna og segja þeim til syndanna. Francesco Cossiga, forseti ítaliu, sótti Breta heim á dögunum. Það var kærkomin kvíld frá vandræðunum sem hann hefur ratað í vegna bréfa Aldo Moro. Simamynd Reuter Þótt ráðamenn á Ítalíu hafi kosið að þegja þunnu hljóði yfir bréfum Aldo Moro, fyrrum forsætisráð- herra landsins, er þó ljóst að upp- lýsingarnar sem þar koma fram eru verulegt áfall fyrir flokk kristi- legra demókrata og forsetann. Flokkurinn leiðir ríkisstjórnina og sönnun þess hve máUð er við- kvæmt kom þegar GuilUo Andre- otti forsætisráðherra rak yfirmann leyniþjónustu hersins úr embætti á dögunum. Allt Martini að kenna Fulvio Martini aðmíráU hafði stjórnað leyniþjónustunni frá því áður en Aldo Moro var rænt og hann myrtur af hryðjuverkamönn- um Rauðu herdeildanna. Martini bar ábyrgð á húsleit í íbúðinni þar sem hryðjuverkamennirnir höfðu Moro í haldi þá 54 daga sem hann var á valdi þeirra. Opinberlega er svo látið heita að íbúðin hafi verið könnuð nákvæm- lega en þrátt fyrir það fundust ekki 419 blöð með hugleiðingum sem Moro skrifaði í meðan hann var gísl í íbúðinni. í allt voru það sex sveitir úr leyniþjónustu bæði hers og lögreglu sem leituðu í íbúðinni. Það þykir því með miklum ólikind- um að minnisblöð Moros skyldu ekki finnast. Það var ekki fyrr en maður nokk- ur, sem keypti íbúðina í sumar, fór að rífa niður innréttingar að hann rakst á blaðabunkann í leynihólfi bak við skáp. Auk hugleiðinga Moros voru þar bréf sem hann rit- aði ættingjum sínum og nánustu samverkamönnum í stjórnmálun- um. Þar á meðal er Francesco Cos- siga, sem þá var innanríkisráð- herra og æðsti yfirmaður lögregl- unnar. Cossiga er nú forseti Ítalíu. Voru bréfin geymd til betri tíma? Fáir trúa því að lögreglan hafi í raun og veru ekki fundið bréfm frá Moro heldur hafi þótt ráðlegast þá að þau kæmu ekki fyrir sjónir al- mennings. Nú eru hðin 12 ár frá því Moro var rænt og farið var að fymast yfir málið þótt það gleymist seint enda eitt umtalaðasta mann- rán allra tíma. En af einhverjum ástæðum virðist það henta vel að draga skrif Moros fram í dagsljósið nú. Sá sem Moro beindi einkum spjótum sínum að var einmitt Cos- siga forseti. Það var hann sem átti að sjá til þess að Moro yrði frelsað- ur. Moro þótti Cossiga standa sig illa og taldi hann óhæfan í embætt- i.Moro vildi semja við hryðju- verkamennina um lausnargjald en það vildi Cossiga ekki. Fundust á versta tíma fyrir forsetann Bréf Moros verða að umtalsefni á versta tíma fyrir Cossiga. Hann hefur mikinn hug á að verða end- urkjörinn forseti Ítalíu þegar kjör- tímabilið er á enda árið 1992. Hann hefur fram til þessa þótt heldur ht- laus forseti og ekki hklegur til end- urkjörs nema hann nái að vekja athygli þjóðar sinnar fyrir rögg- semi. Cossiga hefur fundið það mál sem á að lyfta honum til aukinnar frægðar. Þetta er baráttan við maf- íuna. Frá því í sumar hefur hann gagnrýnt bæði stjónmála- og embættismenn fyrir linkind í bar- áttunni við skipulagða glæpastarf- semi og lýsti því t.d. yfir í haust að í reynd væri ekki allt landið á valdi réttra yfirvalda. Mörgum ítölum þykir sem Cos- siga hafi gengið of langt í yfirlýs- ingum sínum því forsetinn eigi að vera sameiningartákn þjóðarinnar og halda sig fjarri póhtískum deil- um. Gagnrýnendur forsetans segja að hann hafi frá því í sumar talað eins og stjórnmálamaður í kosn- ingaham en ekki eins og sannur forseti. Sennilega er Cossiga hka kominn í kosningaham þótt enn séu nærri tvö ár eftir af kjörtíma- bih hans. Cossiga hefur áunnið sér vin- sældir almennings með yfirlýsing- um sínum um hnkind stjórnvalda í baráttunni við mafíuna. Það er trú margra á Ítalíu að mafían ráði í raun því sem hún vill ráða á Ítalíu vegna þess að flestir stjómmála- menn, og auk þess lögreglan, séu á mála hjá henni. Því verði mafían aldrei upprætt nema fram komi hugrakkir og heiðarlegir stjórn- Nær þrjú hundruð sovésk börn með eyðnismit Aðbúnaðar eyðnisjúkra barna í Rúmeniu hefur sætt harðri gagnrýni. Komið hefur í Ijós að þær aðstæður, sem eyðnisjúk börn í Sovétrikjunum búa við, eru einnig ömurlegar. Sovétmönnum brá við fréttina um að fjörutíu böm í bænum Ehsta skammt norðan Kákasusfjalla hefðu fengið eyðniveirana af völd- um óhreinna sprauta og smitaðs blóðs. Nú hafa verið skráð yfir tvö hundrað og sjötíu börn með eyðni- smit í Sovétríkjunum. Við eyðni- deild Sokolinajasjúkrahússins í Moskvu dóu fimm böm úr eyðni á síðasta ári. Starfsfólkið á sjúkrahúsinu heyr baráttu á tvennum vígstöðvum. Annars vegar gegn slæmum að- stæðum og lélegum sjúkragögnum og hins vegar gegn fordómum og fávisku. Eyðnismitaðir eru sagðir sæta hörðum ofsóknum. Þeir eru reknir úr vinnu sinni. Komiö hefur fyrir að kveikt hafi verið í íbúðum þeirra eða þær eyðilagðar. Hjúkrunarfólk hefur neitað að meðhöndla aðra sjúkdóma þeirra af ótta við smit. Eyðnideildin á Sokolinajasjúkra- húsinu í Moskvu er ekki hönnuð fyrir börn. Deildin er á sjöttu hæð í óhentugri byggingu. Lítið er um leikföng handa litlu sjúkhngunum en þeir hafa þó fengið leikfanga- sendingu frá Bandaríkjunum. Fékk mat gegnum lúgu Meðal eyðnismitaðra á sjúkra- húsinu er Ira sem er níu ára. Hún vill gjaman ganga í skóla en enginn skóh vill taka við henni. Ira hefur mætt miklu mótlæti. Hún var látin vera í einangrun í marga mánuði á sjúkrahúsi í Kazakhstan. Mat fékk hún gegnum hurðarlúgu. Ira smitaðist af eyðni er hún gekkst undir aðgerð á sjúkrahúsi. Hún hefur aldrei séð föður sinn. Móðir hennar var áfengissjúklingur og var ófær um að sjá fyrir henni. Aðrir ættingjar hennar snera baki við henni þegar í ljós kom að hún var með eyðnismit. Hún hefur nú verið í tvö ár á Sokohnajasjúkra- húsinu. Þar er líka Igor sem er þriggja ára. Foreldrar hans hafa yfirgefið hann en amma hans hefur sagt upp vinnu sinni og er öhum stundum hjá honum. Óttast mikla útbreiðslu Yfirmaður eyðnideildarinnar, Vasiljevna Kusnetzova, og sérfræð- ingurinn Tatjana Irova óttast mikla útbreiðslu eyðni í Sovétríkj- unum. Skortur er á einnota spraut- um. Komið hefur í ljós að níutíu og fimm prósent barnanna meö eyðniveiruna smituðust á sjúkra- húsum. í einstaka tilfellum hefur rann- sókn verið fyrirskipuð en aldrei hafa verið lagðar fram ákærur. Erfitt er að finna út úr því hver beri ábyrgð. Þeir sem orðið hafa fyrir þeirri ógæfu að smitast hafa ekki fengið fiárhagslega aðstoð eða bætur. Þvert á móti hafi vandamál fiölskyldnanna vaxið. Læknarnir segja að í flestum til- fehum flytji mæðurnar á sjúkra- húsin með börnunum. Þegar mæð- umar fara að heiman missir fiöl- skyldan fyrirvinnu. Afleiðingin verður stundum sú að heinúlin leysast upp. Ný ógæfa tekur við af hinnifyrri. TT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.