Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990.
7
Sandkom
Aðeíns framsókn-
armennfáað búa
Eftírfarandi
Oalvík'áttel:
staöáEgils-
stööumumsið-
ustuhelgií
þann nnœder
Kiordæmisþing
framsóknar-
mannavaraö
heíjast. Þannigvaraöframsóknar-
menn höföu pantað allt gistipláss
hóteisins fyrir sina menn en kjör-
dæmisþíngið stóö í tvo daga. Var
starfsfóM Hótel Valaskjálfar sérs-
taklega uppálagt að bóka enga aðra
en framsóknarmenn inn á hótelið.
Ögmundur Jónasson, formaöur
BSRB, sem átti leið austur á land
starfs síns vegna, vissi auðvitað ekk-
ert um þetta kjördæmisþing fram-
sóknarmanna. Þegar harrn hringdi á
hótelið til að biðja um gistingu eina
nótt spurði starfsstúlka hótelsins,
sem varð fyrir syörum: Ertu fram-
sóknarmaður? Ögmundur varð
h vumsa við og svaraði híkandi:
Neeeeei! Þá sagði stúlkan: Þ ví miður,
þágetur þú ekki fengið gistingu.
Húsvíkingar
keyptu ryksugur
fyrir 7 milljonir
Þessifrétt
munupphaf-
legahafavcriö
íDegienSand-
kornsritarilas
hanaíVíkur-
blaðinuáHdsa-
vík. Þarkemur
framaðsölu-
maður einn (væntanlega að sunnan)
liaii selt Hús víkingum h vorki fleiri
né færri en 70 ryksugur fyrir h vorki
meira né minna en 7 miiljónir króna.
Hverryksuga hefurþvi kostað um
100.000 krónur. Það crþví grcinilegt
að það hefur verið mikil ryksugu-
skoitur á Húsavik sem auðvitað ætti
að heita Húsaryk. í Víkurblaðinu
kcmur fram að ryksugumar séu „frá-
bær tól, sem vibra, blása, sjúga, þvo
o.fl. Þá kemurþaðritstjóra
Víkurblaðsins á óvart að peningar
skuli vera til á Húsavík fyrir þessum
ósköpum. En mMð hhóta húsvísk
heimih að vera hrein núna!
Riða ræðstá
hobbíið
í sama lands-
málablaði er
sagtfráþvíaö
mikilvóséfvr-
irdyrum
hobbíbændaá
Húsavik.í
haustkomupp
riðaíféeins
þeirra og verða þeir væntanlega aö
skera. Segir í sorgartón í fréttinni að
„þetta þýddi endalok þessarar tóm-
stundaiðju á Húsavík, þ.e. fjárbú-
skapar með nokkrar rolíúr". Að vísú
hafa hobbíbændurnir fengið ákvcðið
tilboð um niðurskurð sem væntan-
lega felur í sér að þeir fái greiddar
bætur. Næst ættu víst þeir sem rækta
gullfiska sér til dundurs að sækja um
styrk frá síóöum landbúnaðarins
þegar einhver gullfiskamia deyr
skyndilega eða veikist óvænt.
Hvarer Jónas?
ídagbóklög-
reglunnar, sem
birtistreglu-
legaiMorgun-
blaðinu,segir
fráþvíaðmað-
urcinnvar
stöðvaðurá
................ gangiumsíð-
ustu helgi þar sem hann var á labbi
með plastpoka. Við lögreglurann-
sókn kom í ljós að i pokanum voru
hljómflutningstæki úr hifœið, vasa-
ljós, buxur og skeið. Lögreglunni
fannst skýring mannsins á innihaM-
inu undarleg en hann sagðist hafa
keypt þetta af Jónasi vini sínum.
Hann finnst hins vegar h vergi og tel-
ur lögreglan að Jónas sé ekki tíl, Það
erhins vegar skrítið að manngarm-
urinn virðist þurfa að sanna sakleysi
sitt þvi hvergi kemur frainað glaipur
hafi verið framinn! Greinilega er
varasamt fyrir fólk að ráfa míkíð um
meðplastpoka.
Umsjon: Sigurður M. Jónsson
Fréttir
Hitastigið hækkar á jörðinni:
Aldingarðurinn ísland
- matvælaverð í heiminum talið hækka um 20%
Talið er að matarverð hækki um
20% á næstu áratugum í kjölfar
hækkaðs hitastigs á jörðinni. Þetta
kemur fram í bók sem ráðgjafi á veg-
um Sameinuðu þjóðanna hefur tekið
saman. Bókin er nýkomin út og þar
er reynt að spá í áhrif þess ef hita-
stig á jörðinni heldur áfram að
hækka. Það er prófessor Martin
Parry við háskólann í Birmingham
sem tekur skýrsluna saman.
Þar kemur fram sú skoðun að mat-
vælaframleiðsla eigi eftir að minnka
veralega á svæðum eins og Mið-
Ameríku, Afríku og Suðaustur-Asíu.
Telur Parry að þurrkar eigi eftir að
aukast og megi það meðal annars
rekja til mannanna verka. Þessir
þurrkar eigi eftir að ganga nærri
svæðum sem nú skila miklum hluta
matvælaframleiðslunnar í dag.
Telur bókarhöfundur aö um millj-
arður manna, sem þegar lifir við
hungurmörk á fátækustu svæðum
jarðarinnar, muni verða fyrir 25%
samdrætti í uppskeru. í kjölfar þess
mun hættan aukast á hungursneyð-
um, næringarskorti og fólksflutning-
um.
Prófessor Parry segir að land-
búnaður í heiminum eigi eftir að
breytast mikið og flytjast til nýrra
svæða. Mörg af núverandi land-
búnaðarsvæðum munu eyðast en ný
myndast á norðlægari slóðum.
Matvælaútflutningur frá ís-
landi
Eitt af þeim svæðum sem bókar-
höfundur nefnir sérstaklega til er
ísland. Telur hann aö slík svæði
verði að taka undir landbúnað í
auknum mæh. Ef marka má þessa
skýrslu verðum við íslendingar mat-
vælaútflytjendur í framtíðinni og því
væntanlega baráttumennn fyrir
óheftum viðskiptum með landbúnað-
arvörar. Ekki hefur þaö sjónarmið
þó átt upp á pallborðið hjá þeim sem
skipa sér af GATT viðræðum dagsins
í dag.
Þessi skýrsla, (Climate Change and
World Agriculture), er einhver ítar-
legasta samantekt sem gerð hefur
verið um áhrif breytinga á loftslagi
á landbúnað og matvælaframleiðslu.
Er talið að útgáfa hennar á vegum
umhverfisáætlunar Sameinuðu
þjóðanna muni auka þrýsting þeirra
sem vilja draga úr koldíoxíðmengun
í heiminum. Ráðstefna um það er
einmitt að hefjast í Genf í Sviss.
Verða þar margir af helstu ráða-
mönnum heims eins og til dæmis
Margrét Thatcher forsætisráðherra
Englands.
„Þessi milljarður manna sem nú
þegar þjáist af vannæringu og far-
sóttum í hitabeltislöndunum mun í
framtíðinni standa frammi fyrir enn
stærri ógn við tilveru sína,“ sagði
Parry við útkomu bókarinnar.
í bókinni eru leiddar líkúr að því
að ef gróðurhúsaáhrifin haldi áfram
að aukast á núverandi hraða þá
muni meðalhitinn á jörðinni aukast
um 1,1 gráðu á Celsíus á næstu 40
árum og fari upp um 4 gráður um
2090.
Hlutfallsleg hækkun hitastigsins
verður meiri á norðlægari breidd-
argráðum sem gefur möguleika á aö
taka í notkun landsvæði sem hingað
til hafa ekki verið talin arðvænleg til
landbúnaðarframleiðslu. Er talað
um að kornframleiðsla verði til
dæmis mikil í Skotlandi um árið 2050.
Einnig er nefnt að ef hitastigiö hækki
um 2 til 3 gráður verði Birmingham
í Englandi vínræktarhérað eins og
Bordeaux í Frakklandi núna.
-SMJ
Ásta Sigríður Einarsdóttir er þriðja frá hægri á myndinni. Hún var i fjólubláum sundbol við ísi lagða ána í Noregi
þar sem sjónvarpsupptökur fóru fram fyrir keppnina Ungfrú heimur sem fer fram í London á fimmtudag í næstu
viku. Með henni á myndinni eru stúlkur frá Mauritius, írlandi, Englandi, Venesúeia og Noregi.
Undirbúningur fyrir Miss World keppnina í næstu viku:
Ásta Sigríður við kulda-
legar myndatökur í Noregi
- ein stúlkan hrasaöi á háhæluðu skónum við árfarveg
Dagblaðið í Hemsedal í Noregi birti
í vikunni litmynd í opnu af sex þeirra
stúlkna sem taka þátt í keppninni
Miss World. Ungfrú ísland, Asta Sig-
ríður Einarsdóttir, var þar á meðal.
Stúlkurnar stilltu sér upp fyrir sjón-
varpstökuvélar en upptökumar
veröa sýndar þegar keppnin fer fram
í London 8. nóvember. Þátttakendur
voru myndaðir í sveit skammt aust-
an við Sognfjörð í Noregi en þaðan
fór hópurinn í gær til Bretlands.
Aðstæður við myndatökurnar í
Noregi voru heldur kuldalegar fyrir
stúlkumar þar sem þær stóðu á
sundbolum við ísi lagðan farveg ár-
innar Hundsil. Sólin skein en „frost-
reykurinn steig upp við ána“, sagði
Dagblaðið.
Stúlkurnar áttu erfitt með að fóta
sig í kuldanum - á háhæluðum skóm
í stórgrýtinu. Ungfrú Mauritius varð
fyrir því óhappi að hrasa á tíu sentí-
metra háum pinnaskónum með þeim
afleiðingum að hún féll niður og fékk
að kenna á jökulkaldri ánni. Þrátt
fyrir að erfitt sé að brosa breitt við
þessar aðstæður gerðu stúlkurnar
þó sitt besta þegar suðið í sjónvarps-
vélunum fór í gang. Mikið er í húfi
því myndimar koma fyrir augu
milljóna sjónvarpsáhorfenda þegar
keppniskvöldið rennur upp á
fimmtudag í næstu viku.
-ÓTT
Eyjafjarðarsveit
skal það vera
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
Sveitastjórnir hreppanna þriggja í
Eyjafiröi sem ákveðið var á dögun-
um aö sameina í einn hrepp hafa
komið sér saman um nafn á nýja
hreppinn.
Hrepparnir þrír, Öngulstaðahrepp-
ur, Hrafnagilshreppur og Saurbæjar-
hreppur munu eftir sameininguna
bera nafnið Eyjaijarðarsveit, en
nafnið var valið úr nokkrum íjölda
tillagna.
Sveitastjórnarkosningar í hinum
nýja hreppi fara fram 17. nóvember.
Sveitastjórnir hreppanna þriggja
hafa boðið fram sameiginlegan lista,
en jafnvel er reikpað með að annar
listi komi fram áður en framboðs-
frestur rennur út í vikulokin.
Hluthafarathuga
forkaupsréttinn
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Hluthafar í Útgerðarfélagi Akur-
eyringa hf. eru þessa dagana að fá í
hendur tilkynningu um hlutafjár-
aukningu í fyrirtækinu og fer í leið-
inni fram athugun á því hvort þeir
hyggjast nýta forkaupsrétt sinn á
hlutabréfum.
Alls era boðin hlutabréf fyrir 50
milljónir króna, en jafnmikið magn
hlutabréfa var sett í sölu í haust og
seldist allt upp á skömmum tíma.
Hlutabréfm sem nú verða boðin út
verða seld á genginu 3,3 og er því
söluverðmæti þeirra um 165 milljón-
ir króna.
Kvótinn nægir
til áramóta
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Ég held að það sé oröið ljóst að
kvótinn muni endast okkur út árið,“
segir Einar Óskarsson hjá Útgerðar-
félagi Akureyringa hf„ en heildar-
aflamagn þaö sem togarar félagsins
mega taka á árinu nemur 22.600
tonnum eða sem svarar tæplega 18
þúsund þorskígildum.
HAUSTTILBOÐ
AHLJOMTÆKJUM
KENWOOD
Æ
Wharfedale
ÁRMÚLA 17 - SÍMI 685149 - 688840
i r