Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Blaðsíða 9
i m ? u
DV
9
Útlönd
Hægt að kalla milll Bretlands og Frakklands undir miðju Ermarsundi:
Gleði bormanna lauk þegar
átta verkamenn slösuðust
- áætlað að Ermarsundsgöngin verði opnuð fyrir umferð árið 1993
Átta franskir verkamenn slösuö-
ust þegar tvær lestar rákust á í Erm-
arsundsgöngunum seint í gærkvöldi.
Óhappiö þykir skyggja nokkuð á
gleðina sem ríkti þegar bormönnun-
um tókst að opna smáglufu á milli
endanna sem grafnir hafa verið sam-
tímis frá Bretlandi og Frakklandi.
Björgunarsveitarmenn í Calais,
þar sem frönsku bormennirnir hafa
bækistöðvar sínar, sögðu að óhappið
hefði orðið aðeins rúmum klukku-
tíma eftir að tekist hafði að tengja
Bretland við meginland Evrópu um
gongm.
Tveir mannanna slösuðust alvar-
lega á höfði en hinir sex eru ekki
taldir alvarlega slasaðir. Þetta er
ekki í fyrsta sinn sem slys verður í
göngunum því nú þegar hafa níu
menn látið þar líflð við vinnu sína.
Breskir og franskir verkfræðingar
fögnuðu innilega þegar í gær hafði
tekist að reka járntein í gegnum síð-
asta haftið sem enn er ógrafið áður
en hægt er að ferðast undir Ermar-
sundið milli Bretlands og Frakk-
lands. Þótt þessum áfanga sé náð er
Enn hefur aðeins örmjótt gat verið gert millí Bretlands og Frakklands. Hér
má sjá járnteininn sem notaður var til að opna gatið. Það er þó svo vitt
að kalla má milli meginlandsins og Bretlands. Simamynd Reuter
Fulltrúar breskra og franskra verkamanna tókust i hendur þegar fyrsta gatið opnaðist undir Ermarsundinu. Það
skyggði þó á gleðina að skömmu síðar slösuðust átta franskir verkamenn í göngunum. Simamynd Reuter
þó mikið ógrafið enn því það eru
aðeins þjónustugöng fyrir aðalgöng-
in tvö sem komin eru svo langt.
Standist allar áætlanir hefst reglu-
leg umferð um göngin árið 1993 >og
þá verða þau eitt mesta samgöngu-
mannvirki sem um getur í sögu
mannkyns. Þegar bormenn Eng-
lands og Frakklands mætast eru þeir
40 metra undir hafsbotninum.
Franska útvarpið tilkynnti eftir að
áfanganum var náð í gær að Bretland
væri ekki lengur eyja. Göngin verða
þó ekki orðin það víð að ganga megi
um þau fyrr en í desember og nú
þegar geta bormennirnir kallast á
um gatið sem opnað var í gær.
„Þetta er allt mjög spennandi,"
sagði Margrét Thatcher, forsætisráð-
herra Breta, um þennan áfanga.
„Þetta er það sem hin nýja Evrópa
snýst um. Þetta er Evrópa eins og
hún á að vera.“
Hafist var handa við að grafa göng-
in frá Bretlandi árið 1987. Unnið hef-
ur verið linnulaust í þrjú ár og er
verkið nú talið hálfnað. Ákveðið var
að opna gatið í gær til að ganga úr
skugga um að stefnan væri rétt.
Verkfræðingarnir þóttust þó vissir
um að borvélamar stefndu saman
og svo reyndist vera.
Þegar göngin verða komin í gagnið
á ferð milli Lundúna og Parísar að-
eins að taka þrjár klukkustundir og
verða menn þá meira en helmingi
skjótari í förum en nú er.
Kostnaður við göngin er þegar orð-
inn gríðarlegur. Upphaflega var
áætlað að þau kostuðu um 4,8 millj-
arða punda en nú hefur sú tala verið
hækkuð í 7,6 milljarða og jafnvel er
búist við að kostnaðurinn eigi enn
eftir aö aukast.
Reuter
Harðar trúarbragðadeilur á Indlandi:
Hundrað menn þegar fallnir
deilan stendur um mosku múslíma sem hindúar vilja rífa
í það minnsta 100 menn hafa látið
lífið í trúarbragðadeilum á Indlandi
síðustu viku. Deilurnar eru sprottn-
ar af því að hindúar vilja rífa niður
mosku múslíma í bænum Ayodhya
og reisa þar eigið musteri.
Her og lögregla hefur varið mosk- -
una en hópar hindúa hafa aftur og
aftur gert árásir á verðina. Seinast í
gær féllu 20 menn þegar hermenn
hófu skothríð á árásarmenn í einu
áhlauþinu.
Þrátt fyrir snarpa vöm hefur ekki
tekist að koma í veg fyrir að hópar
hindúa næði alla leið inn í moskuna.
í einu áhlaupinu komust um 700
menn alla leið en her og lögreglu
tókst að hrekja þá út aftur áöur en
veruleg spjöll voru unnin.
Fyrir einum hópi hindúa fór nak-
inn trúarleiðtogi, ataður ösku. Um
fimmtíu mönnum úr flokki hans
tókst aö komast upp á moskuna og
bjuggust til að rífa hana niður þegar
lögreglunni tókst að flæma þá burt.
Yfirvöld hafa kallað út mikið lið til
að verja moskuna. Um 250 þúsund
menn eru þar á verði. Útgöngubann
hefur verið fyrirskipað en hindúar
hafa það að engu og eru fjölmennir
á götum úti dag sem nótt.
Deilurnar um moskuna koma í
framhaldi af deilum um tilraunir rík-
isstjómar landsins til að rétta hlut
lágstétta í landinu með því að gefa
Her og lögregla hefur gengið af hörku fram í að verja moskuna sem hindúar vilja að viki fyrir nýju misteri þeirra.
Símamynd Reuter
þeim aukin tækifæri á vinnu fyrir
ríkið. Hindúar hafa barist hart gegn
þeim tilraunum og á endanum missti
stjórn Pratap Singh forsætisráðherra
meirihluta á þingi. Staða Singh
versnar enn því margir hindúar telja
aö hann hafi bmgðist þeim og styðji
múslíma sem em í miklum minni-
hlutaílandinu. Reuter
Sundstein
fyrir eyðslu
Leiðtogar Sambandsflokksins i
Færeyjum gagnrýna Jogvan
Sundstein lögmann harölega fyr-
ir að hafa aukið útgjöld landsjóös
eftir aö slitnaði upp úr stjómar-
samstarfinu fyrr í haust. Sam-
bandsflokkurinn satíríkisstjóm-
inni undir forsæti Sundsteins úr
Þjóðarfiokknum.
Sundstein er sakaður um að
hafa eytt allt að 200 milijónum
danskra króna úr landssjóði til
aö halda uppi atvinnu en land-
stjórnin féll einmitt á deilum um
framlög til atvinnumála.
í bréfi sem Edmund Joensen,
formaður Sambandsflokksins,
hefur skrifað lögmanninum
minnir hann Sundstein á að
stjómin, sem nú situr, verði að
vinna eins og starfsstjóm og geti
þvi ekki tekið veigamiklar
ákvarðanir sem varða hag land-
sjóðsins í framtíöinni og farið út
fyrir ramrna fjárlaganna. , ; :
Aðrir stjórnmálamenn í Fær-
eyjum vilja að dómstólar skeri
úr um hvort lögmaðurinn hafi í
raun heimild til að ráðstafa fé
sjóðsins umfram það sem ráð er
fyrir gert f fjárlögum þegar hann
hafi ekki lengur meirihluta á
Lögþinginu.
: Ritsau