Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990. 5 Fréttir Vesturlandskjördæmi: Kjördæmisráð Borgaraf lokks á leið í Sjálf stæðisf lokk -flokkurinn að syngja sinn svanasöng, segir Sigurður Sigurðsson, fulltrúi í ráðinu „Ég fæ ekki betur séð en að Borg- araflokkurinn sé að liðast í sundur; að hann sé að syngja sinn svana- söng. Mér sýnist vera komin viss upplausn í liðið,“ segir Sigurður Sigurðsson, fulltrúi Akumesinga í kjördæmisráði Borgaraflokksins. Hann, ásamt meirihluta kjördæ- misráðsins, íhugar nú að segja sig úr Borgaraflokknum og ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Sigurður segist ekki vera trúaður á að Borgaraflokknum takist að bjóða fram á Vesturlandi né annars staðar á landsbyggðinni í komandi þingkosningum. „Það munu kannski einhverjir sem þjást af metorðagirni reyna að bjóða sig fram á vegum flokksins en það ger- ist þá einungis á grundvelh per- sónulegra hagsmuna þeirra.“ í kjördæmisráði Borgaraflokks- ins á Vesturlandi em alls 20 manns. í dag, miðvikudag, verður haldinn fundur þar sem framboðsmálin verða rædd. Sameiginlegur fundur allra kjördæmisráða Borgara- flokksins verður líklega haldinn innan tveggja vikna. Mun þá koma í ljós hversu víða flokkurinn býður fram og hverjir munu segja skihð við hann. Að sögn Sigurðar hyggja flestir á inngöngu í Sjálfstæðis- flokkinn. „Atvinnuástandið er orðið það alvarlegt út á landsbyggðinni að fólk sér hvorki kost í Borgara- flokknum eða Heimastjómarsam- tökunum. Það þarf mun sterkara afl að koma til ef breyting th batn- aðar á að verða á högum lands- byggðarfólks. Sjálfur treysti ég Sjálfstæðisflokknum best til þessa og tel mig vita aö innan Borgara- hokksins em flestir sama sinnis.“ Aðspurður segir Siguröur að mjög fáir borgaraflokksmenn hafi gengiðth hðs við heimastjómar- samtökin. „Það er afskaplega veik- burða hö í þessum samtökum og í raun samanstanda þau fyrst og fremst af stuðningsmönnum Stef- áns Valgeirssonar.“' -kaa Borgarafl< Dkkurinn: Á! Ácr lyggji ■ ■ lAirc h ir vegna lannesar - segisteimmgishafa Ásgeir Hannes Eiríksson kom til landsins um helgina eftir þriggja vikna dvöl hjá Sameinuðu þjóðun- ICIIIIIVVÍII tnætt á einn spjaUfund Heimastjórnarsamtökin. Einnig eru margir áhyggjufulhr út af bók um Borgarahokkinn sem Ásgeir um. Samkvæ hefur mikið ve mt heimhdum DV riö um fundarhöld í Hannes er að skrifa mn þessar mundir og á að koma út uin jóiin. flokknum eftir Á þessum funi ystumenn og dö aatm Koiii ixoxui. lum hafa ýmsir for- þingmenn lýst yfir Ásgeir Hannes að þessi mál hefðu verið rædd við sig á fundum í áhyggjum sím flokksins og im vegna framtiðar gagnrýnt Ásgeir bafi þó skilið í mesta bróðerni. Hannes fyrir Utla hollustu við Aðspurður sagði hann einu sam- hann. skipti sín við Heimastjórnarsam- í því sambar di var einkum talað tökin hafa falist í því að mæta á um þátttöku I tans í framboði Nýs einn spjallfund á Selfossi. Að öðru Vettvangs í ingunum í Rej borgarstjórnarkosn- 'kjavík og þann orð- leyti vildi Ásgeir ekki tjá sig um máhð. róm að hann hugi aö inngöngu í -kaa Hinrik viðbátsinn, JónínuíS. DV-mynd Reynir Steinbítur undir kvóta hitamál á Vestfjörðum - getur komið illa við mörg fyrirtæki Reynir Traustason, DV, fTateyri; „Það er nánast dauðadómur fyrir okkar útgerð ef steinbítur fer undir kvóta um næstu áramót,“ segir Hin- rik Kristjánsson, útgerðarmaður Brimness h/f á Flateyri, sem gerir út vélbátinn Jónínu ÍS, í samtali við DV. Hinrik sagði að ekki lægi endan- lega fyrir hvemig úthlutun yrði hátt- að en ef farin yrði sú leið að miða við þrjú síðustu veiðiár þá ættu þeir sáralítinn steinbítskvóta. Ástæðan væri sú að þeir hefðu skipt um bát fyrir tveimur árum og síðustu tvö ár væm þau allélegustu í langan tíma. Mörg fyrirtæki á Vestfjörðum standa nú frammi fyrir þeirri stað- reynd að um næstu áramót hafa þau ekki lengur heimhdir th veiða á steinbít sem hefur verið einn stærsti þátturinn í rekstri þeirra yfir vetrar- mánuðina. „Að mínu mati er þetta einn þáttur- inn af mörgum hjá stjórnvöldum til að leggja þessar byggðir í eyði. Það er nauðsynlegt að endurskoða kvóta- máhn frá gmnni. Hvað varðar stein- bítinn þá verður að meta hlutdeild einstakra svæða undanfarin ár og grundvalla úthlutun veiðiheimilda á þeirri niðurstöðu sem þar fæst,“ sagði Hinrik Kristjánsson. Þrír rjúpnaveiðimenn fengu 240 rjúpur „Þessi ijúpnaferö gekk ágætlega um helgina og við fengum á þremur dögum 240 rjúpur sem má telja sæmi- legt núna,“ sagði skotveiðimaður, en hann fór við þriðja mann til ijúpna. Þeir fóru á nokkra staði á Norður- og Vesturlandi. „Það hefur gengið misjafnlega það sem af er veiðitímanum en einn fé- lagi okkar fór norður fyrir fáum dög- um og skaut tvær rjúpur. Við sáum margar ijúpur en þær voru styggar, en það var gaman að þessu og þetta er góð útivist. Rjúpan hefur verið hátt th fjalla þessa síðustu daga en gæti farið að koma niður þegar kóln- ar eitthvað. Þetta verður svipað ijúpnaár og í fyrra, kannski aðeins verra,“ sagði skotveiðimaðurinn í gærkvöldi. Þrátt fyrir töluverðar harkspár í upphafí ijúpnaveiðitímans er veiðin viðunandi. Veiðimenn fá ahavega í soðið, sumir. -G.Bender Tölvupappír llll líii ! ! I 1; Hverfisgotu 78. simar 25960 25566 BREYTT UPPGJÖRSTÍMABIL VIRÐISAUKASKATTS 1. september -15. nóvember Athygli gjaldenda skal vakin á því aö yfir- standandi uppgjörstímabil virðisauka- skatts er 15 dögum lengra en venjulega. Tímabilið er frá 1. september til 15. nóv- ember en gjalddaginn er óbreyttur, þ.e. 5. desember. Síðastatímabil ársins verður jafnframt 15 dögum styttra. Það hefst 16. nóvember og lýkur 31. des- ember. Tekur til þeirra sem hafa tveggja mánaða skil Lenging tímabilsins tekur til þeirra sem hafa almenn uppgjörstímabil, þ.e. tveggja mánaða skil. Þeir sem hafa skemmra eða lengra uppgjörstímabil falla ekki hér undir. Uppgjörstímabil endurgreiðslna sam- kvæmt sérákvæðum reglugerða verða óbreytt. Sérstakt uppgjörstímabil -aðeinsárið1990 Sérregla þessi er einungis bundin við árið 1990. Meginreglan er áfram sú að hvert uppgjörstímabil ertveir mánuðir. Uppgjör Athygli skal vakin á því að fullnaðarupp- gjör virðisaukaskatts skal fara fram fyrir tímabilið. Þannig skal skattreikningum vegna virðisaukaskatts lokað 15. nóv- ember í stað 31. október. RSI< RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.