Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990.
15
Endurnýjun Dagsbrúnar
Verkalýðsfélagið Dagsbrún
stendur á miklum tímamótum um
þessar mundir. Ég segi tímamót-
um, þvi að ég trúi ekki öðru en að
ýmislegt muni breytast á komandi
aðalfundi í byrjun næsta árs. Mót-
framboð við núverandi stjóm
Dagsbrúnar er ákveðin tímamót og
í raun ákveðin tímamót fyrir
verkalýðshreyfinguna í heild sinni.
Framfarir
Með gífurlegum framforum í
tækniútbúnaði fyrirtækja, hag-
ræðingu í skjalavinnu og hagræð-
ingu í vinnu verkamanna, hefur
fjöldinn allur af verkamönnum
tapað vinnu sinni. En á sama tíma
eykst hagnaður fyrirtækja hlut-
fallslega. Hér ríkir atvinnuleysi og
fer vaxandi frekar en minnkandi
og lítið raunhæft er gert.
Stjómvöld bregðast, atvinnurek-
endur bregðast og það sem er hvaö
sárast er, hvað viðbrögð Dags-
brúnar em máttlaus og skorðuð við
orðin tóm. Þetta gengur ekki svona
lengur, við getum ekki leyft „Jak-
anum“ að tala og tala og ... aUa
vega ekki meðan hundruð félaga
okkar í verkalýðshreyfingunni
ganga um atvinnulaus.
Ástandið
Og orðin duga skammt þegar haft
er í huga hvemig verkafólk fer að
því að komast af. Verkafólk á ís-
landi þarf oftast nær aö vinna 10-16
klukkustundir á dag til að þurfa
ekki að svelta og til þess að geta
borgað leiguna af kjallarakomp-
unni sem það leigir á okurveröi
handa sér og börnum sínum. Hér
á íslandi ríkir í dag ástand sem
ekki ætti að þekkjast hjá jafnauð-
ugri þjóð og íslendingar em, ástand
sem að ég og fleiri verkamenn
skömmumst okkar fyrir.
KjaUarinn
Óskar D. Ólafsson
verkamaður
Og þá spyr kannski einhver: Það
em bara ekki til meiri peningar,
hvemig er hægt að skapa verka-
fólki mannsæmandi kjör? Sjáðu tú.
nágranna okkar. - Noregur hefur
olíu, Svíar selja vopn, o.s.frv. Hefur
þetta litla land bolmagn til þess að
skapa öllum lágmarksmannrétt-
indi?
Auðvitað, segi ég, hvað erum við
annað en rík. Hér er offramleiðsla
á mat, við eigum fiskimiðin, nóg
hráefni til þess að byggja okkur þak
yfir höfuðið og alla möguleika á því
að þróa hér ný atvinnutækifæri.
Blekkingar
Sagan endurtekur sig æ ofan í
æ, það er reynt að blekkja dráttar-
dýrin með blökkum. Hér er reist
ráðhús, handboltahallir rísa, end-
urreisn Þjóðleikhússins, Seðla-
bankinn gamli góði kom, hitaveitu-
veitingahúsið snýst og lengi, lengi
má telja. Þarna er milljörðum og
aftur milljörðum eytt.
Sldlur þú, kæri lesandi, hugtakið
milljarður íslenskar krónur? Ég á
erfitt með að skynja slíkt, ég er á
verkamannalaunum en eitt skynja
ég. Þaö hefði mátt byggja þúsundir
kaupleiguíbúða handa landsmönn-
um í staðinn, þúsundir og þá hefðu
þessi okurverð á leigðum kjallara-
kompum horfiö eins og dögg fyrir
sólu og dráttardýr þessa samfélags
getað rétt úr bakinu og flutt upp á
fyrstu hæð.
Mannréttindin
Þarna segja sumir: En það var
nauðsyn að byggja þetta allt! Þá
blöskrar manni því ég hélt í minni
barnslegu trú að húsnæði og matur
gengju fyrir hér. - Eða ganga ekki
mannréttindi fyrir hér á Islandi,
er vinnan mikilvægari en bömin.
- Stundum hugsar maður svona
ljótt og ekki að ástæðulausu, það
er nefnilega okrað á mannréttind-
um okkar íslendinga. Maturinn er
lúxus og húsnæði er lúxus, samt á
sama tíma er hvort tveggja nauð-
syn. Það er lúalega fariö að lág-
launafólki og þess vegna er þörf á
breyttum áherslum.
Breyttar áherslur
Með nýjum mönnum blása ferskir
vindar og með ferskum vindum
kemur hreint loft. Það er það sem
Dagsbrún þarf. í fjölda ára hafa
sömu menn með sömu hugmynd-
irnar verið forsjárhyggja verka-
manna. - Þeir hafa samið fyrir okk-
ur, hjálpað til í'hinum hversdags-
legustu málum en eins og eðlilegt
hlýtur að teljast hefur dofnað yfir
gamalli og þreyttri verkalýðsfor-
ustu. Það heitir á kurteisu máh að
hafa staðnað og hafa sumir gert
meira en að staðna, þeir hafa
brugðist.
Ég veit t.d. ekki hvar annars stað-
ar í heiminum verkalýðsleiðtogar
sitja báðum megin við samninga-
borðið og ég veit ekki hvort launa-
stefnan til handa verkalýðsforystu
þessa lands misbýður ekki lág-
launafólki þessarar þjóðar. - Þetta
og margt fleira gefur ríka ástæðu
til þess að rísa upp og breyta eða
svo ég gerist kræfur, hreinsa til.
Reisn verkamannsins
Nýir merjn, með nýjar hugmynd-
ir, hugmyndir um að láglaunafólk
fái mat og húsnæði á kjörum sem
eru í hlutfálli við lögbundin dag-
vinnulaun'laun sem nægja til þess
að fólk géti haldið heimili með
reisn. - Líka verkafólk.
Félagið Dagsbrún verður sjálft
að breytast, það verður að opnast,
stórbæta samskipti innan félagsins
og stórefla samstöðuna. Tími per-
sónudýrkunar á að heyra sögunni
til. - Það erum við sem skiþtum
máh, við sem þurfum að vinna allt-
of lengi, alltof mikið, fyrir alltof ht-
ið.
Óskar D. Ólafsson
„Ég veit t.d. ekki hvar annars staðar i heiminum verkalýðsleiðtogar
sitja báðum megin við samningaborðið...,“ segir greinarhöf. m.a. -
Sest að borði með ráðherrum.
„Mótframboð við núverandi stjórn
Dagsbrúnar er ákveðin tímamót og í
raun ákveðin tímamót fyrir verkalýðs-
hreyfinguna í heild sinni.“
Kvennalistann í næstu stjórn
„Þær þora ekki að taka á sig
ábyrgð". - Þetta segja margir um
Kvennahstann en er þetta alveg
rétt mat? Eru hinir flokkarnir til-
búnir að hleypa þeim að - nema
kannski til skrauts?
Pólitískt líf í hættu
Árið 1988 veu: þeim boðin þátttaka
í ríkisstjóm - alhr vildu hafa þær
með. í viðræðunum setti Kvenna-
hstinn það á oddinn að öllum laun-
þegum væru tryggð 50 þúsund
króna lágmarkslaun (sem þýðir ca
70 þús. kr. í dag). Fuhtrúar annarra
flokka voru mjög undrandi á þess-
um „óreyndu“ konum sem voru
enn að hugsa um kosningaloforðin
þegar kosningarnar voru búnar. í
stuttu máh voru hugmyndir
Kvennahstans rifnar niður og þær
dæmdar óhæfar. Virðulegir fuh-
trúar ýmissa verkalýðsfélaga tóku
undir og hneyksluðust á þessum
„fávísu“ konum sem ætluðu að
gera það í einu vetfangi sem þeim
hafði ekki tekist á mörgum áratug-
um.
Hvers vegna voru menn ekki til-
búnir að reyna þetta? Ég held að
það hafi ekki bara verið vegna þess
að hugmyndin var erfið í fram-
kvæmd. Fuhtrúar annarra flokka
óttuðust hreinlega um póhtískt líf
sitt ef Kvennalistinn kæmi þessu
máh í höfn.
Áætlun og framkvæmd
Vissulega er hugmyndin erfið í
framkvæmd. Hvemig gæti áætlun
mn lágmarkslaunin htiö út ef stikl-
aö væri á stóru?
í fyrsta lagi þarf að gefa verkefn-
innu hæfilegan tíma og áætla hæfi-
leg skref að markinu.
I öðru lagi þarf að flokka úr þau
fyrirtæki sem sannanlega geta ekki
KjaUaiinn
Hallgrímur
Hróðmarsson
kennari í MH
greitt lágmarkslaun-og hjálpa þeim
að koma rekstrinum í það horf að
það takist. Einhver fyrirtæki þurfa
séstaka meðferð vegna þess hve
mikilvæg þau eru fyrir þjóðarbúið.
í þriðja lagi þarf að endurskipu-
leggja ýmsan rekstur og þjónustu
ríkisins og koma á breytingum í
skattkerfinu til að mæta auknum
útgjöldum ríkiskassans.
I fjórða lagi þarf að huga að öldr-
uðum og öryrkjum. Þeir þurfa að
fá samsvarandi hækkanir og aðrir.
Öllu þessu þarf að fylgja eftir með
jákvæðri umræðu úti í samfélag-
inu. Fréttir þurfa að berast greitt
um það hvaða fyrirtæki standa sig
vel (og hver illa) í að ná markmið-
unum og hvernig ríkinu gengur að
hrinda þessu í framkvæmd.
Bónus á dagvinnu
Mörg fyrirtæki haga rekstri sín-
um þannig í dag að í staö 10 tíma
yfirvinnu á viku greiða þau starfs-
fólkinu 10 tíma bónus á dagvinnu-
launin. Stjórnendur þessara fyrir-
tækja hafa áttað sig á að þó yfir-
vinnunni sé sleppt þá eru afköstin
nánast þau sömu. Þetta stafar af
því að fólk mætir óþreytt til vinnu
og er ánægt með sanngjarnan
vinnuveitanda. Þetta er leið sem
mundi henta miklu fleiri fyrirtækj-
um.
Réttlátara skattkerfi
Það þarf að tryggja að lágmarks-
launin verði skattlaus. En fleiri
breytingar þarf að gera á skattkerf-
inu. Þeir sem eru rétt yfir skatt-
leysismörkunum eru með það lág-
ar tekjur að þá munar verulega um
þær krónur sem fara í skattinn.
Það er því mun réttlátara að hafa
2-3 stighækkandi skattþrep, t.d.
20% af tekjum upp að vissu marki
á fyrsta þrepi, 40% á næsta þrepi
og loks 60% á hæsta þrepinu. Með
þessu er tryggt að ekki er lögð óhóf-
leg byrði á þá tekjulægstu í sam-
félaginu. Ég er nokkuð viss um að
skattar hjá láglaunafólki eru mun
meiri hér en annars staöar þekkist.
Þjóðarsátt og kjararýrnun
I framhaldi af þessu er rétt að
huga að því hvað hefur áunnist fyr-
ir láglaunafólk síðan Kvennahstinn
setti fram hugmyndir sínar 1988.
Kjaraskerðingin hefur haldið áfram
hjá öhum þorra launafólks. Þeir
tekjuhærri (forstjórar, borgarstjór-
ar o.fl.) hafa skammtað sér ríflegar
hækkanir. Vissulega hafa verð-
bólga og vextir lækkað en það er
almennt launafólk sem hefur borg-
að það niður með lægri launum.
Það má vel vera að í dag sé meiri
vilji til að tryggja mannsæmandi
lágmarkslaun á íslandi. Ég efast
þó stórlega um aö vinnuveitendur
séu tilbúnir til að samþykkja þau.
Þeir þurftu lítið að leggja á sig til
að ná verðbólgunni og vöxtunum
niður. Þeir fengu það allt á silfur-
fati frá forystumönnum launþega.
Ég gæti frekar trúað þvi að laun-
þegar vildu taka þessi mál fóstum
tökum. Einfaldlega vegna þess að
hrikaleg neyð láglaunafólks er sí-
feht að koma betur í ljós. Það væri
kannski ráð að bjóða Kvennahst-
anum í ríkisstjórn eftir næstu
kosningar - en fyrir aha muni ekki
bara til skrauts.
Hallgrímur Hróðmarsson
„„Þær þora ekki að taka á sig ábyrgð“.
- þetta segja margir um Kvennalistann,
en er þetta alveg rétt mat?“