Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990. 39 Félagslegt slys Nú er veriö að endurskoða trygg- ingarlöggjöíina. Fá félagsleg verk- efni eru mikilvægari en þetta. Og fljótt á litið er hér um góða vinnu að ræða. Agnúar eru sniðnir af og mál úr fortíðinni eru sett inn í veruleikann í dag. Þetta verk er vissulega tímabært og nauðsynlegt í þróun velferðarþjóðfélagsins. Sagan er kolsvört En þegar kemur að því í tillögun- um hver á að borga kemur upp sama tilhneigingin og stundum áð- ur. í stuttu máh er það ráð tekið að skerða annan lífeyri (séreign) aldraðra til þess að borga með því aðra þætti tryggingabótanna. Það á að tekjutengja lífeyrisgreiðslumar og skerða þar með enn þann lífeyri sem fólk hefur safnað í lífeyrissjóð- unum. Fyrir þessu eru auðvitaö færð rök. En þessi rök endurspegla þó fyrst og fremst það lífseiga viðhorf þeirra sem með þessi mál fara að tryggingabætur skuli aðeins og fyrst og fremst vera til nauðþurfta. Það á að tryggja það að lífeyris- þegar svelti ekki. í þeim tilgangi er gripið til þess ráðs að eyðileggja tilgang lifeyrissjóðanna. í stuttu máh er boðskapurinn þessi: í vel- ferðarþjóðfélaginu íslandi deyr enginn úr hungri. Og ef of naumt er skammtað þá á fólk kost á að fá „framfærslu" á félagsmálastofnun- um. Og það sitja ekki allir við sama borð. Það er hinn almenni launa- maður sem situr í súpunni eins og áður. Sagan á þessu sviði er kolsvört. KjaHaiiim Hrafn Sæmundsson atvinnumálafulltrúi Áður en verðtrygging var tekin upp var gerð eignaupptaka hjá fólki sem átti sparifé. Og þar lentu aldr- aðir undir hnífnum fyrst og fremst. Þúsundir aldraðra töpuðu öllum arði af ævistarfi sínu. Margir áttu ekki fyrir útforinni þrátt fyrir ára- tuga sparnað th elháranna. Ungu kynslóðirnar fengu þennan sparn- að óverðtryggðan til að byggja upp húsnæði eða í aðra neyslu. Sú kyn- slóð, sem þarna var rænd á mis- kunnarlausan hátt, hefur nú að stórum hluta búsetu í kirkjugörð- um landsins. Og upp úr þessu tímabili komu lífeyrissjóðirnir. Og þegar á leið voru þeir verðtryggðir. Næsta kyn- slóð byrjaði aftur að safna til ehiár- anna. Fólk fór að hta bjartari aug- um til elliáranna hvað efnahag snertir. Og fólk greiddi ár eftir ár og áratug eftir áratug hluta af laun- um sínum th að tryggja afkomu á lífeyrisaldri. Ég segi 10%, aðrir segja 4%. Loksins átti það að vera tryggt að fólk þyrfti ekki að stimpla sig út á lífeyrisaldri til að setjast í einangrun og velta hverjum eyri fyrir sér. Fólk lifir lengur Það fólk, sem nú leggur th aö sparnaður aldraðra í lífeyrissjóð- unum verði að litlu gerður, var víst sama fólkið sem fyrir skömmu lagði það til að töku lífeyris yrði frestað th 70 ára aldurs. Það er spurningin hvort það þurfi ekki að athuga þann grunn sem þetta fólk stendur á. Það virðist ekki vita um neina þróun í kringum sig. Við búum í einu fuhkomnasta velferöarþjóðfélagi heimsins. Og við erum einnig eitt ríkasta landið í heiminum. Af þessu leiðir að fólk verður eldra. Og það heldur heils- unni lengur. Þetta er bjarta hhðin. En þetta kostar líka margt. Við er- um í miðri efnahagslegri þróun sem hefur thhneigingu til að minnka vægi mannlega þáttarins í atvinnulífmu. Æ oftar kemur það fyrir aö fólk fari af vinnumarkaði á stimplunar- degi lífeyrisaldurs. Æ oftar fer fólk enn fyrr af vinnumarkaði vegna skipulagsbreytinga og kröfunnar um meiri framleiðni. Það er vand- séð aö þessi þróun stöðvist þótt allt ætti að gera til þess að svo verði. Og það kemur í ljós á næstu árum hvort við verðum okkar eigin herr- ar í þeim samruna og tengingu sem er að verða í efnahagsmálum Evr- ópu. Það er margt óljóst í þeim efn- um. En hvað sem þessari þróun líður stendur hitt óhaggað að fólk lifir lengur og á lengri tíma eftir að starfsdeginum loknum, lengri tima og betri tíma. Meginþorri fólks á einn til tvo áratugi í sæmilegu fjöri eftir að það hættir að vinna. Það sem nú er verið að gera er að rýra kjör fólks á þessum aldri. Að setja það í geymslu. Að einangra það. Missir ekki aðeins vinnuna Þetta vil ég segja að sé vanhugsað hermdarverk. Það er ekki tekið til- lit th almennrar sanngirni og það er skákað í því skjóli að þetta fólk geti ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Það er máttlaust miðað við aðra þrýstihópa sem ekki gefa einn eyri eftir. Til að skýra þetta nánar er rétt að fara yfir það sem gerist þegar fólk fer af vinnumarkaði. Það miss- ir ekki aðeins vinnuna. Það missir líka vinnufélagana og vinnuum- hverfið. Það er líka algengt að maki falli frá á þessum tímamótum. Og margir eru einir. Þetta eru gríðar- leg umskipti í lífi fólks. Á þessum tímamótum er það félagsleg líf- nauðsyn að fólk einangrist ekki. Að fólk hafi næga peninga til að taka þátt í sams konar lífi og það gerði þegar það var í fullri vinnu. Og fólk er búið að spara til að geta þetta. Og nú á það að borga. Það á að gefa eftir hluta af sparnaði sín- um gegnum árin. Þetta er gríðarleg heimska. Og meira að segja fjárhagsleg heimska líka. Ef fólk getur lifað góðu og frjóu lífi á eftirlaunaaldri frestar það ehinni alveg tvímælalaust. Það kemur seinna inn í aðrar bætur tryggingakerfisins og þjónustu rík- is og sveitarfélaganna. Það er skynsamlegt markmið í velferðarþjóðfélaginu, bæði félags- legt og fiárhagslegt, aö miða eftirlaun fólks við sömu lífskjör og það hafði á starfsaldrinum. Þetta var að ganga'upp í gegnum lífeyris- sjóðina. Þeir eru eign fólksins eins og húsin og verðbréfin og banka- innstæðurnar. Það kom engin til- laga um að taka þær eignir til að jafna út í tryggingarkerfinu. Hrafn Sæmundsson „Það er skynsamlegt markmið 1 vel- ferðarþjóðfélaginu, bæði félagslegt og fjárhagslegt, að miða eftirlaun fólks við sömu lífskjör og það hafði á starfsaldr- inum.“ M. Benz 307 D, árg. ’86, til sölu, hvít- ur, ekinn 103 þús. km, nýsprautaðnr, fallegur bíll, verð 1200 þús. + Vsk, góður staðgreiðsluafslóttur, skulda- bréf kemur til greina. Einnig M. Benz 200, árg. ’83, fallegur og góður bíll. Upplýsingar í síma 91-618899. Daihatsu Charade TX ’88 til sölu, vel með farinn, ekinn 28 þús. km, hvítur, útvarp/kassettutæki og vetrardekk. Bein sala. Uppl. í síma 91-40257 eftir kl. 17. Suzuki Swift 1.3 GTi, ’88 til sölu, vel með farinn, útvarp + kassetta, góð dekk, litur rauður, ekinn 34 þús. Góð- ur staðgreiðsluafsláttur. Upplýsingar í síma 91-83986. Smáauglýsingar Þetta glæsilega eintak er til sölu. BMW 316 ’84, nýyfirfarinn hjá umboðinu, bíll í toppstandi, ekinn 76 þús. km, verð 580 þús. Uppl. í síma 91-11054. Camaro Berlette, árg. ’84, til sölu, ekinn 31 þús. mílur. Uppl. á Bifreiðasölu Is- lands, Bíldshöfða 8, sími 91-675200. I jidurskin á bilhurðum e>kur önggi i umferöinni Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskattsfyrir október er 1. nóvember nk. Launskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið Fjöldi bílasala, bíla- umboða og einstaklinga auglýsa fjölbreytt úrval bíla af öllum gerðum og í öllum verðflokkum með góðum árangri í DV-BÍLAR á laugardögum. Athugið að auglýsingar í DV-BÍLAR þurfa að berast í síóasta lagi fyrir kl. 17.00 á fimmtudögum. Smáauglýsingadeildin er hins vegaropin alla daga frá kl. 09.00til 22.00 nema laugardaga frá kl. 09.00 ti I 14.00 og sunnudaga frá kl. 18.OOtil 22.00. Smáauglýsing í HELGARBLAÐ verðuraó berast fyrir kl. 17.00 á föstudögum. Auglýsingadeild

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.