Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
.
Frjálst, óháö dagblað
MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990.
Kirkjuþing:
Biskup gagn-
ingu tekna
Ólafur Skúlason biskup fór ómjúk-
um orðum um skerðingu á tekjum
kirkjunnar, sem fram kom í fjárlög-
um þessa árs og ætlar að endurtaka
sig í fjárlagafrumvarpi næsta árs, við
setningu kirkjuþings í gær. í skýrslu
biskups til þingsins í morgun sagði
hann að skerðing á lögboðnum tekju-
stofnum kirkjunnar fyrir jól í fyrra
hefði verið lítt í anda þeirrar hátíð-
ar. Hélt ríkið þá eftir 5 prósentum
af sóknargjöldum og 15 prósentum
af kirkjugarðsgjöldum og skerti jöfn-
unarsjóð sókna um sex milljónir.
Alls hefði verið um 86,5 milljóna
skerðingu að ræða. Þrátt fyrir mót-
mæli allra kirkjulegra aðila hefði
allt komið fyrir ekki. Nú sé svipað
uppi á teningnum.
„Er einsýnt að kirkjuþing hlýtur
að láta málið til sín taka,“ sagði bisk-
up.
-hlh
Hætt við að
hækka
Gasolían hækkar ekki í verði um
þessi mánaðamót. Olíufélögin hafa
ákveðið að bíða með að sækja um
frekari hækkun til Verðlagsráðs í
kjölfar lækkandi gasolíuverðs er-
lendis.
Olíufélögin vilja sjá hvernig olíu-
verðið þróast á næstunni en von er
á þremur eða fjórum skipum með
olíufarma til landsins um miöjan
nóvember.
Útgerðin er helsti gasolíunotandi
hérlendis og kemur þessi ákvörðun
sér vel á þeim bæ.
Ekki stóð til að hækka verð á bens-
íni eða svartolíu um þessi mánaða-
mót- -JGH
Víkur Geir
fyrir Ólafi?
„Það er aðalfundur í kjördæmis-
ráði Alþýðubandalagsins á Reykja-
nesi á laugardag. Þá mun ég tilkynna
hvað ég hyggst gera, ekki fyrr,“ sagði
Geir Gunnarsson alþingismaður.
DV hefur heimildir fyrir því að
töluverður þrýstingur sé á Geir að
draga sig í hlé fyrir næstu alþingis-
kosningar til að skapa pláss fyrir
Ólaf Ragnar Grímsson í efsta sæti
framboöslista Alþýðubandalagsins í
Reykjaneskjördæmi. Geir sagði að
þessi mál yrðu til umræðu á aðal-
fundinum. ,,,
LOKI
Hún er létt nauta-
lundin ítollinum!
ar af vodka fundust
Tollverðir í Reykjavik lögðu hald smyglsins.
á 216 lítra af vodka og tæplega eitt Skipavakt tollgæslunnar stöðv-
hundrað kíló af nautakjöti í Brúar- aði fyrst mann sem var að bera
fossi, skipi Eimskipafélags íslands, nautakjöt í land snemma í gær-
í gær. Fimm skipverjar hafa geng- morgun. Við nánari athugun fund-
ist við því að standa að innílutningi ust samtals 96 kíló af kjöti. Var þá
Fimm skipverjar á Brúarfossi hafa játað að eiga smyglið. Hér
sést tollvörður kanna góssið. DV-mynd gva
frekari leit hafin í skipinu. Toll- flöskum og fimm lítra plastbrús-
verðir fóru meðal annars í vélar- um.
rúm Brúarfoss. Síðar um daginn Fimm skipverjar játuðu að hafa
fundu þeir samtals 216 lítra af átt hlut að máli við smyglið. Málið
Smirnoff vodka og tíu lengjur af er talið fullupplýst. Brúarfoss var
sígarettum sem hafði verið komið að koma frá Immingham, Ham-
fyrir i svokölluðum ruslabrennara borg, Rotterdam og Antwerpen.
á vélagangi víð aftanvert vélarrúm -ÓTT
skipsins. Vodkinn var í eins lítra
Negrasöngur S-Afríkusamtaka í Keflavlk í morgun:
Reyndu að
hindra ferða-
menn við vega-
bréfaskoðun
hópur Islendinga lagði af stað áleiðis til S-Afríku
Hópur fólks kyrjaði negrasöngva
að hætti bantúnegra í Flugstöð Leifs
Eiríkssonar í morgun til að mótmæla
brottfór ferðahóps íslendinga sem
voru að leggja af stað áleiðis til Suð-
ur-Afríku. Mótmælendur settust á
gólfið við vegabréfsskoðun og
reyndu að hindra farþegá í að ganga
í gegn. Flugverðir þurftu að stugga
fólkinu í burtu. Ekki kom þó til telj-
andi átaka. Hópurinn nefnist Suður-
Afríkusamtök gegn aðskilnaðar-
stefnu.
„Við erum að mótmæla skipulögð-
um hópferðum Veraldar til Suður-
Afríku. Þetta var auglýst fyrst fyrir
einum mánuði og fyrsti hópurinn er
að fara núna. Við mótmælum brott-
fór fólksins,“ sagði Sunna Snædal,
einn forsvarsmanna mótmælenda, í
samtali við DV í morgun.
„Þetta er siðlaust. I fyrsta lagi er
fólkið að styðja við bakið á aðskilnað-
aðarstefnunni með því að versla við
flugfélög sem fljúga til Suður-Afríku
og styrkja yfirvöld. Auk þess er ólög-
legt fyrir farþegana að taka með sér
muni þaðan þar sem viðskiptabann
ríkir við Suður-Afríku. Það er ekki
vafamál að ferðafólkið mun taka
slíkt með sér heim,“ sagði Sunna.
Hún segir að samkvæmt upplýs-
ingum frá utanríkisráðuneytinu sé
ekki ólöglegt að koma með muni frá
Suður-Afríku þar sem slíkt stangast
á við ferðafrelsi einstaklinga.
„Við vitum að ef eitthvað kemur
fyrir ferðamennina er ekkert sendi-
ráð frá Norðurlöndum í landinu. Ef
fólkið verður rænt eða brotið á því
eiga íslendingarnir engan að og eru
algjörlega á eigin ábyrgð. Við höfum
setið og sungið baráttusöngva á
bantúmáli - sömu lög og negrar
syngja við sín mótmæli. Við settumst
fyrir framan vegabréfsskoðunina en
vorum færð þaðan," sagði Sunna.
Hún sagði að viðbrögð farþega
hefðu verið á þá leið að flestir létu
sem þeir heyrðu ekki söngvana.
Hvítur Suður-Afríkumaður varð
reiður og benti fólkinu á að önnur
ríki í Afríku væru verr stödd. „Ég
get ekki séð hvað það kemur málinu
við þegar við erum að berjast gegn
mannréttindabrotum í hans landi,“
sagði Sunna Snædal. Ferðalangarnir
áttu að fara með flugvél klukkan
hálfníu til London.
-ÓTT
Veðriðámorgun:
Enn
kólnar
Á morgun mun draga úr norð-
anáttinni og veður fara kólnandi.
Dálítil él við norðausturströnd-
ina en þurrt og víða bjart veður
sunnan- og vestanlands. Hiti
verður á bilinu -2 til 5 stig.
Líftryggmgar
iii
g KOM I K I
Heildsöludreifing sími: 91- 41760
, ALÞJÓDA
LIFTRYGGINGARFELAGIÐ HF.
I.AGMÚI.15 - RFYKJAVlK
sími 681644