Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1990, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 31. OKTÓBER 1990. Spumingin Er nóg af skemmti- stöðum í Reykjavík? Matthías Guðmundsson fiskvinnslu- maður: Alveg yfirdrifið en það varit- ar vínlausan skemmtistað. m Eríkur Magnússon nemi: Það er nóg fyrir mig. Kristrún Kristjánsdóttir ræstitækn- ir: Alveg nóg af skemmtistöðum. Þórdís Guðmundsdóttir, 14 ára nemi: Ekki fyrir minn aldurshóp. Þórir Jónsson nemi: Já, alveg feiki- nóg. Lesendur DV Prófkjöriö í Reykjavík: Eðlileg niðurstaða Eiríkur Einarsson skrifar: Mrgir biðu spenntir eftir úrslitun- um í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ekki bara flokksmenn, heldur flestir sem áhuga hafa á hin- um pólitíska þætti þjóðmálanna. - Fæstir höfðu reiknað meö útkom- unni á þann veg sem hún varð og ég var einn af þeim. En eftir á að hyggja finnst mér niðurstaöan vera ofur eðlileg og um leið sanngjörn. Það er einkum tvennt sem mér og fleirum finnst standa upp úr hvað þessa niðurstöðu varðar. Annars vegar að allar konumar fengu lélega kosningu og hins vegar að ungu mennimir, sem svo voru nefndir, fengu einnig slæma útreið. Flestir höfðu reiknað með að a.m.k. einn þeirra fengi áberandi góða kosningu. - Þetta hvort tveggja er þó þegar nánar er að gáð eðlileg niðurstaða. Það er einfaldlega hætt að líta á konur sem einhverjar sérstakar fé- lagsverur öafnvel mannverur) sem eigi að gera eitthvað sérstakt fyrir, af því að þær eru konur - t.d. að „taka eina með“ á lista, í nefnd, í umræður - af því að hún er kona. - Þetta sýn- ir líka aö konur eru ekki þeir bógar í stjómmálum og þær sjálfar þykjast vera. Það er e.t.v. ekki nema ein af þúsund sem tekst að hasla sér völl í pólitík svo eftir sé tekið. - En þá er líka tekið eftir þeirri sömu konu sem er fram úr skarandi pólitíkus. Hvað varðar unga menn í stjórn- málum má auðvitað segja að ein- hvem tíma verði að byrja til þess aö ná settu marki. Það mark næst hins vegar yfirleitt ekki fyrr en eftir ára- langa baráttu í flokksapparati, hvaða „Allt skoðað í smásjá kjósenda og skilar sér þegar upp er gert,“ Sjálfstæðisflokksins. segir m.a. i bréfinu. - Frá talningu í prófkjöri flokks sem er. - Það er bæði sjald- gæft og óeölilegt að maður fljúgi inn í efri raðir stjómmálaflokks án þess að hafa unniö rækilega fyrir sér. Hinir ungu menn, sem nú buðu sig fram á vegum Sjálfstæðisflokksins, hafa raunar allir unnið í flokknum en þeir hafa samt ekki unnið nógu lengi til að kjQsendur flokksins taki þá (eða einhvern þeirra) fram yfir þá þingmenn sem hafa unnið flokkn- um árum, jafnvel áratugum saman. Ég er þess fullviss að þeir kæmust að eftir fjögur ár að því tilskildu að þeir endist svo lengi í flokksstarfi. Síðan má taka til umhugsunar hvers vegna menn sem setið hafa á þingi allnokkur ár eða í áratugi detta niður, eins og nú skeði, t.d. í Reykja- vík, á Vestfjörðum og reyndar á Austfjörðum og Suðurlandi. - Mín skoðun er sú að þar spili einfaldlega inn í störf viðkomandi þingmanna (eða starfsleysi) og svo eðli þeirra málefna sem þeir hafa helgað sig (málefni eru kannski orðin óvinsæl, jafnvel úrelt eða talin óþörf) og einn- ig þeirra persónulega atferh og fram- koma á þingtímanum. Allt er þetta skoðað í smásjá kjósenda og þetta skilar sér allt þegar upp er gert eins og annars staðar í lífinu. Áætlanir um varaflugvöll úr sögunni: Kommum tókst ætlunarverkið Guðmundur Gíslason skrifar: Nú er komið í ljós, eins berlega og frekast getur verið, hverjum árangri Alþýðubandalagsráöherrar hafa náð með því að sitja í ríkisstjórn íslands. Þeir eru búnir að splundra því sem þeir hafa haft hug á og koma fyrir sínu fólki í kerflnu svo að þjóðfélagið bíður þess ekki bætur í langan tima. - Eitt verk þeirra er að hafa komið því til leiðar aö hér verður ekki byggður alvöru varaflugvöllur og er hann því úr sögunni. Ekki verður þess langt að bíða að árangur áróðurs þeirra verði ljós að því er álver og stóriðju hér á landi varðar. Ekkert er líklegra en fyrir tilstuðlan Alþýðubandalagsins verði hinir erlendu aðilar Atlantsálhóps- ins afhuga því að byggja hér álver. Svo mikil spenna hefur verið mögn- uð upp og svo miklu ósamkomulagi hefur verið þyrlað upp samhhða við- ræðunum viö hérlenda aðila um orkusölu að engir alvöru fjármála menn myndu láta sér detta í hug að eiga viðskipti við þessa ríkisstjóm um orkusölu í menntamálum hefur verið unnið stíft að því að koma á miðstýringu og þrengja kosti þeirra sem stunda nám. - Hvað við íslendingar látum bjóða okkur frá hendi þessara ein- angrunarsinna, sem ráöa feröinni í Alþýðubandalaginu, er með óhkind- um. Meira að segja sjálfstæðismenn hafa setið með hendur skauti á með- an unnið var á bak við tjöldin af Al- þýðubandalaginu við að eitra fyrir málstaö íslands í því mikilvæga máh sem varaflugvöllurinn var. Nú er ekkert líklegra en að Al- þýðubandalagið verði hér einnig í valdastólum eftir kosningar því ann- að tveggja er fyrirsjáanlegt; sama ríkisstjórn og ný situr að viðbættum Kvennalistanum - eða þá Sjálfstæð- isflokkurinn, ásamt Alþýðubanda- laginu, eftir flestum sólarmerkjum að dæma. - Ef annar hvor þessara spádóma gengur eftir er útséð um hvað um okkur verður. Hér verður því að taka til hendinni og snúa nið- ur afturhald og einangrunarstefnu sem hér hefur nú skapast og það verk má ekki dragast. Það veröur að koma þessari ríkisstjórn frá áður en kjörtímabil hennar rennur út. Síðan verður að mynda nýja ríkisstjórn með meirihluta Sjálfstæðisflokksins ef hann fær til þess fylgi. Aö öðrum kosti er úti um okkur sem sjálfstæða þjóð. Svona einfalt er það mál. Þóranna Haraldsdóttir nemi: Mér finnst alveg nóg af þeim. Óhugnanlegt gæsadráp Gæsaveiöimenn reyta fjaðrirnar Fuglavinur skrifar: Öðru hverju hafa gírugir skotveiði- menn fengiö birtar af sér myndir þar sem þeir hafa raðað í kringum sig dauðum fuglum. - Sagt er af taum- lausu rjúpnadrápi þar sem rjúpna- hóparnir eru eltir uppi á vélsleðum þegar fannir eru á heiðum og fjöllum eða þá að veiðimenn hggja í kofum við varplöndin í öræfum og strá- drepa aht kvikt. Er þetta fyrir löngu orðið þess eðhs að fuh ástæöa er til þess að tekið sé í taumana. En ráðamenn þessarar þjóðar eru ööru að sinna, þeir eru sjaldnast heima en þeytast um gjörvalla heimsbyggöina til þess að „leysa heimsmálin" - eða „vind“ eins og mér þykir þó trúlegra. Sjálfumglaðir gæsadrápsmenn fá tekin við sig viötöl í fjölmiðlum þar sem þeir hælast yfir drápinu sem fer þannig fram að menn raða sér í skurði í morgunsárið, stiUa upp gervigæsum og nota ílautur til þess að ginna fuglana til sín. - Þegar fuglahóparnir síðan koma í hálf- myrkrinu er skotið af marghleypum þar tíl helsærðir og hálfdauðir fuglar liggja vítt um vöU og hetjurnar hlaupa til og snúa þessa stóru og fall- egu fugla úr hálshðnum eða berja þá tíl dauðs. Hitt er verra að særðir fuglar kom- ast úr skotfæri og bjarga sér út á vötn eða ár þar sem þeir síðan kvelj- ast til dauðs. Þetta er ljótur leikur sem ætti að banna með öllu. Leyfa ætti veiðimönnum að skjóta svo sem 3 gæsir hverju sinni og bændum á að vera gert skylt að hafa eftirht með veiðinni enda fái þeir gjaldið fyrir veiðileyfin. Hjá öUum siðuðum þjóðum er leyft að skjóta aðeins örfáa fugla með hverju leyfi, ekki að heil herdeild af kannski fégráðugum kjötsölum vaði um landið og drepi hundruð gæsa tíl Qár. - Viö verðum aö koma skikk á þessa ósvinnu og láta fégráðugum veiðimönnum lærast að veiði eins og hún er stunduð núna hér á íslandi er okkur til margfaldrar skammar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.