Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Blaðsíða 2
Fréttir
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1990.
DV
Enn er deilt um valdastöður í Seðlabankanum:
Alþýðubandalagið vill
Geir í bankastjórastöðuna
- Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra er með aðrar áætlanir á prjónunum
Kosning í bankaráð Seðlabankans
kom ekki á dagskrá sameinaðs Al-
l)ingis í gaer eins og átti að vera.
Ástæðan er sú aö ekki hefur tekist
að leysa deilumál sem uppi eru innan
stjórnarflokkanna um skipan í
bankaráö og þá ekki síður stöðu
bankastjóra við Seðlabankann.
Alþýðubandalagiö var með kröfu
um að fá formann bankaráðsins en
hefur nú söðlað um og krefst þess
að fá bankastjórastöðuna. Þetta fékk
DV staðfest í gær í samtölum við
toppmenn í Alþýðubandalaginu.
Einnig var staðfest við DV, að það
væri Geir Gunnarsson alþingismað-
ur sem Alþýðubandalagið væri með
í huga sem seðlabankastjóra. Búist
er við að Geir muni lýsa því yfir á
fundi kjördæmisráðs Alþýðubanda-
lagsins í Reykjaneskjördæmi á morg-
un að hann muni láta af þing-
mennsku þegar þessu kjörtímabih
lýkur.
Alþýðubandalagsmenn benda á aö,
fulltrúi þess, Guðmundur Hjartarson
hafi verið bankastjóri Seölabankans.
Þegar hann lét af störfum hafi sjálf-
stæðismaður fengið stöðu hans. Þess
vegna sé komið að Alþýðubandalag-
inu að fá þessa stöðu aftur.
Borgaraflokkurinn hefur gert
kröfu til þess að fá mann í bankaráð
Seðlabankans. Það er ekki hægt
nema einhver hinna stjórnarflokk-
anna gefi eftir sæti sem þeir nú eiga.
Ef Alþýöubandalagið fengi banka-
stjórastööuna er hugsanlegt að það
gæfi eftir til Borgaraflokksins sæti í
bankaráðinu. Þá um leiö er opið að
Alþýöuflokkurinn fengi formann
bankaráðsins.
Fljótt á litið virðist sem þessi flétta
ætti að geta gengið nokkuð lipurlega
upp. En svo er þó ekki. Jón Sigurðs-
son viðskiptaráðherra sjtipar banka-
stjóra Seölabankans. Hann er ekki
tilbúinn til að samþykkja að Al-
þýðubandalagið fái bankastjórastöð-
una.
Samkvæmt öruggum heimildum
úr Sjálfstæðisflokknum hefur Jón
rætt við sjálfstæðismenn um að þeir
fái bankastjórastöðuna sem nú er
laus gegn því að Sjálfstæðisflokkur-
inn styðji hann sjálfan í bankastjóra-
stöðu þegar Jóhannes Nordal lætur
af störfum, en hann er orðinn 66 ára
gamall.
Því er ljóst að þær deiiur sem uppi
eru milli A-flokkanna í ríkisstjórn í
þessu máh verða ekki auðleystar. Til
stendur að leysa samtímis skipunina
í bankaráðið og skipun bankastjóra
og munu ráðherrar flokkanna ræða
þetta mál einhverja næstu daga.
Jafnvel er búist við að úrslit fáist um
helgina.
-S.dór
Gagnfræðaskólinn á Akureyri varð 60 ára í gær og var þess minnst á ýmsan hátt. Nemendur skólans „marser-
uðu“ um bæinn undir fánum og luku ferðinni við bæjarskrifstofurnar þar sem Halldór Jónsson bæjarstjóri ávarp-
aði hópinn og færði skólanum veglega blómakörfu i tilefni dagsins. Krakkarnir þökkuðu fyrir sig með fjórföldu
húrrahrópi bæjarstjóra til heiðurs. DV-mynd gk
Vaxtahækkun íslandsbanka:
Dagsbrún hótar að
hætta viðskiptum
- og endurskoða eignaraðild
Talsmenn ýmissa launþegasam-
taka hafa brugðist harkalega við
vaxtahækkun íslandsbanka nú um
mánaöamótin. Hjá íslandsbanka
hækkuðu vextir um 0,5 til 2 prósent
en Búnaðarbanki, Landsbanki og
sparisjóðirnir hækkuðu ekki sína
vexti.
Stjómir Dagsbrúnar og BSRB
funduðu í gær vegna þessa máls og
mótmæltu hækkuninni. Stjórn Dags-
brúnar hyggst jafnframt leggja fyrir
félagsfund hvort ekki sé ástæða til
að félagið endurskoði viðskipti sín
við bankann og eignaraðhd.
Stjórn Dagsbrúnar lýsir undrun
sinni og hneykslan á þessari ákvörð-
un á sama tíma og verkalýðsfélögin
leggja sig öll fram um aö hindra verð-
hækkanir og nýtt verðbólguflóð.
Telja Dagsbrúnarmenn að vaxta-
hækkunin muni koma fram í hækk-
uðu verðlagi og líta svo á að með
þessari ákvörðun sé íslandsbanki að
ganga gegn þjóöarsáttinni frá febrú-
ar siöasthðnum.
Geri Dagsbrún alvöru úr hótun
sinni um að hætta viöskiptum og
endurskoða eignaraðild er ljóst að
það mun hafa alvarlegar afleiðingar
fyrir íslandsbanka. Bæði er félagið
stór eigandi að eignarhaldsfélagi Al-
þýðubankans, sem á um þriðjung
alls hlutafjár í íslandsbanka, og hef-
ur að auki mikil viðskipti við hann.
Munar þar mest um fjármuni Lífeyr-
issjóðs Dagsbrúnar. Auk þessa gæti
óvild félagsins dregið verulega úr
viðskiptum einstakra félagsmanna
við bankann.
-kaa
Kratar vilja Þröst
Ólaf sson í framboð
- sagðisigúr Alþýðubandalaginuívikimni
„Það er rétt að ég sagði mig úr
Alþýðubandalaginu í vikunni og það
er einnig rétt að forystumenn Al-
þýðuflokksins hafa orðað það við mig
að taka efsta sæti á lista flokksins í
Norðurlandi eystra. Það var hins
vegar gert áður en ég sagði mig úr
Alþýðubandalaginu, þannig aö ég
svaraði þeim þá aö ég-væri í öðrum
stjórnmálaflokki og meðan svo væri
kæmi framboð fyrir Alþýðuflokkinn
ekki til greina af minni hálfu,“ sagði
Þröstur Ólafsson, fyrrverandi for-
stjóri Miklagarðs, í samtali við DV.
Þröstur var þá spurður hvort hann
væri til í slaginn nú eftir að hann
hefur sagt sig úr Alþýðubandalag-
inu?
„Það yrði þá að vera alger sam-
staða um það í kjördæminu og aö
menn þar teldu það vera einhvers
virði að ég færi í framboö. Ef svo
væri myndi ég vera tilbúinn th að
skoða máhð,“ sagði Þröstur.
Hann sagði ástæðuna fyrir því að
hann sagði sig úr Alþýðubandalag-
inu vera þá upplausn sem þar ríkir.
Þar tækjust á tveir jafnsterkir arm-
ar. Annar væri að reyna að færa
flokkinn í átt til lýðræðislegrar jafn-
aðarmennsku en hinn vhdi ýta hon-
um aftur á bak eða í besta falli halda
honum föstum.
„Ég hef ekkert tekið þátt í flokks-
starfi í 2 ár. Ég, eins og fleiri, veit
ekki lengur hver er stefna þessa
flokks og ég er hættur að bera blak
af honum og þegar svona er komið
tel ég mig ekki eiga neitt erindi í
flokknum lengur," sagði Þröstur Ól-
afsson.
-S.dór
Ögmundur Jónasson:
Fjármagnskerf ið hef ur
mergsogið þjóðina
„Mér er spurn hvort vaxtahækkun
Islandsbanka sé yfirlýsing frá stjórn-
endum hans um að þeir vhji sprengja
þjóðarsáttina,“ segir Ögmundur Jón-
asson, formaður BSRB, en eins og
kunnugt er hækkaði bankinn vexti
sína um 0,5 til 2 prósent í gær.
Ögmundur segir þaö greinilegt að
fjármagnskerfið, sem hafi mergsogið
þjóöina á undanfórnum árum, ætlist
ævinlega til að hafa allt sitt á þurru
og geta staðið fyrir utan allar tilraun-
ir almennings til að koma lagi á hlut-
ina.
„Það má einnig spyría sig að því
hvort fjármagnskerfið græði beinlín-
is á verðbólgunni og reyni að halda
henni við. Ef svo er þá þarf með ein-
hverjum hætti að taka fram fyrir
hendurnar á þessum óábyrga mann-
skap.
-kaa
íslandsbanki:
Drögum vaxtahækkun-
ina ekki til baka
,,Ef Dagsbrún vill selja sinn hluta
í Islandsbanka verður hún að fá að
gera það,“ segir Magnús Geirsson,
stórnarmaður í íslandsbanka og for-
maður Rafiðnaðarsambandsins,
vegna þeirrar hótunar Dagsbrúnar
um að hætta viðskiptum við bank-
ann og endurskoða eignaraðhd.
Magnús segist ekki sjá neina
ástæðu th að bankaráðið endurskoði
ákvörðun sína og einhugur hafi ríkt
um þessa vaxtahækkun. Þó aö bank-
inn hafi nú verið fyrstur th aö hækka
vextina þá hafi hann yfirleitt veriö
fyrstur th að lækka.
Aðspurður hvort óvhd verkalýðs-
hreyfingarinnar skaðaði ekki hags-
muni Islandsbanka svaraði Magnús
því til að hann óttaðist ekki neikvæö
viðbrögð viöskiptavina. „Það má
ekki gleyma því að bankinn er aö
ávaxta spamaö launþega og þó al-
menningur sé skuldugur er það fyrst
og fremst gagnvart lífeyrissjóöunum
og Húsnæðisstofnun."
Brynjólfur Bjarnason stjórnar-
formaður vhdi ekki tjá sig um máhð
þegar DV leitaði th hans í morgun
og Ásmundur Stefánsson, forseti
ASÍ, fór aflandi brott í gær. -kaa