Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Side 5
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1990. 5 r____________________________________________Fréttir Úrslitakvöld keppninnar Miss World á fimmtudag: Mér brá of salega að heyra um sigurlíkurnar - sagði Ásta Sigríður Einarsdóttir 1 London „Mér brá alveg ofsalega þegar ég frétti þetta. Er þetta satt?“ sagöi Ásta Sigríöur Einarsdóttir, ungfrú ísland, í símaviðtali viö DV í gær. Ástu Sigríði hefur verið spáð mjög góðu gengi í keppninni eða einu af efstu sætunum um titilinn Miss World. En hvað heldur hún sjálf um líkurnar? „Það er svo mikið af fallegum stelp- um í hópnum að ég yrði heppin að lenda meðal tíu efstu í úrslitunum. Ég yrði náttúrlega mjög ánægð ef ég gerði þaö en á varla von á því. Það er annars aldrei að vita.“ Úrslitakvöld keppninnar er á flmmtudaginn kemur en þangað til eiga þær 82 stúlkur, sem keppa um titilinn, eftir að fara í gegnum fjölda æflnga og kynningaruppákoma af öllu tagi. Ásta Sigríður kom frá Nor- egi á miðvikudag en þar var hún í 8 daga við tökur á myndum sem sýnd- ar verða í sjónvarpi um heim allan úrslitakvöldið. Voru stúlkurnar meðal annars myndaðar á sundbol við hálfísilagða á. „Það var mjög gaman að vera í Noregi en líka strangt. Við vorum sex sem komum þangað á aðeins á undan hinum stúlkunum. Viö vorum í myndatökum fyrir keppnina en það var mikið af hressu og skemmtilegu fólki að vinna með okkur svo þetta var mjög skemmtilegt. Við vorum drifnar á fætur klukkan sex á morgn- ana og unnum langt fram á kvöld.“ - Var ekki kalt að láta mynda sig á sundbol í haustnepjunni við ána? „Nei, nei. Sjálf myndatakan tók ekki nema nokkrar mínútur. Við höfðum úlpur með okkur og vorum svo heppnar að það var alveg logn og sólskin á meðan.“ Ásta Sigríður býr á fínu hóteli í London og deilir þar herbergi meö hollenskri stúlku. Hún segist hafa kynnst mörgum stúlknanna og eign- ast ágæta vini í þeirri hollensku og stúlkunum frá Ástralíu og írlandi. - Hvað gerið þið dagana fram að keppninni? Mynd af Ástu Sigríði sem Reuter- fréttastofan sendi frá sér þegar veð- bankar fóru að spá henni góðu gengi í heimsfegurðarsamkeppn- inni. „Dagskráin er ekki eins ströng og í Noregi þar sem við fáum góðan hvíldartíma inn á milli. Hins vegar verður heilmikið að gera. í dag fer ég í flmm klukkutíma dansæfingar en dans er á dagskránni lokakvöldið. Þá æfum við gang og ýmislegt fleira." - Komist þið ekkert í bæinn? „Jú, við eigum að geta það. Okkur langar til að kíkja í verslanir og svo- leiðis en það er passað alveg rosalega vel upp á okkur svo ekkert fari nú úrskeiðis. Þeir sem standa fyrir keppninni vilja tryggja sig. gegn öll- um óvæntum uppákomum og eru meðal annars hræddir við að ein- hverri stúlknanna yrði rænt. Það er sett „mamma“ yfir hverjar tíu stelp- ur og hún sér um okkur aö mestu leyti.“ Ásta Sigríður sagði að stúlkurnar færu í góðgerðarhádegisverð í dag. Þar verða ýmsir hlutir frá löndunum ' sem eiga fulltrúa í keppninni og hæ'gt er að bjóða í þá. Ágóðinn mun síðan renna til líknarstarfa. - Erekkiþreytandiaðveraáþessum ferðalögum, sífellt að vera að sjá nýtt fólk, vera í boðum og borða nýj- an mat? „Það er ekki svo erfltt. Reyndar fórum við á fætur klukkan átta og þá borðum við morgunmat. Þótt eril- samt sé yfir daginn fáum við hvíldar- stundir sem hafa mikið að segja. Annars er maturinn svo æðislega góður aö við eigum í vandræðum með okkur. Ætli nokkur okkar vinni á fimmtudaginn þar sem við verðum allar komnar með keppi af áti?“ - Er ekki kominn titringur í hópinn vegna lokakvöldsins? „Ekki beint en við sáum mynd af keppninni í fyrra í gærkvöldi og það var alveg rosalega spennandi. Við fengum hálfpartinn í magann af spenningi. Annars er eins og ævin- týri eða draumur að taka þátt í þessu. Spennan á eftir að smástíga fram að lokakvöldinu. Þá held ég að flestar okkar verði orðnar ansi spenntar." -hlh Eru möguleikar á f isksölu í Austurlöndum ijær? í síðasta pistli hér í blaðinu var sagt frá lágmarksverði á dönsku fisk- mörkuðunum. Nú hafa skipin hafið sölu á síld í Danmörku. Mb. Rösk seldi 30. október, alls 70 tonn sem seldust á 30 kr. kg. í Bremerhaven var seld síld úr gámi og fékkst gott verð fyrir hana. Meðalverð var 36 kr. kg. Hausskorin og slógdregin síld seldist á um 50 kr. kg. Oft hefur verið birt verð á síld í Englandi og er þar um að ræða norska og skoska síld. England Eftirtalin skip hafa selt afla sinn að undanfórnu: Bv. Bjartur seldi afla sinn í Grims- by 25.-26. október, alls 100 lestir fyrir 17 millj. kr. Meðalverð var 170,36 kr. kg. Þorskur seldist á 174,23 kr. kg en hann var uppistaða aflans. Nokkur kg af ýsu seldust á 192,67 kr. kg og blandaður koli á 209,64 kr. kg, annað fór á lægra verði. Bv. Hafnarey seldi afla sinn í Hull 29. október, alls 91,5 lestir fyrir 14,5 millj. kr. Meðalverð 159,67 kr. kg. Aflinn var nær eingöngu þorskur og seldist á 160,97 kr. kg. 100 kg af ýsu seldust fyrir 201,21 kr. kg. Ufsi var á 88,74, karfl 59,08. Gámasölur í Bretlandi frá 26.-29. október voru alls 762 tonn fyrir 117,5 millj. kr. Meðalverð var 154,16 kr. kg. Þýskaland Bv. Hólmatindur seldi í Bremer- haven, alls 153,8 lestir fyrir 14,3 millj. kr. Meðalverð 93,14 kr. kg. Rúm 8 tonn af þorski seldust á 118,78 kr. kg. Annars var aflinn aðallega karfi. Bv. Ögri seldi í Bremerhaven, alls 184,8 tonn fyrir 19,5 millj. kr. Meðal- verð var 105,91 kr. kg. Karflnn virðist hafa náð sínu fyrra verði en það féll nokkuð síðustu daga mánaðarins. Tímarit FAO Heimsaflinn eykst og var árið 1989 100 millj. tonna. Árið 1988 var aflinn 96,5 milljónir tonna og hefur því auk- ist um 3,5 millj. tonna á einu ári. Ríkin, sem mest framleiða, eru Rússar og Japanir með 11 millj. lesta hvorir. Kínverjar koma fast á eftir en þeir hafa tvöfaldað afla sinn síð- ustu árin. Perú og Chile hafa slegið sín eigin met með mikilli aukningu í veiðunum. Á sama tíma hafa íslend- ingar og Norðmenn orðið fyrir því Fiskmarkaður Ingólfur Stefánsson að afli þeirra hefur minnkað. Er hér aðallega um að ræða minnkandi þorskafla og ýsuafla. Bandaríkin og Kanada ílytja út um 50% af sínum afla en annað fer í neyslu innan- lands. Allt bendir til þess að innflutningur til Bandaríkjanna minnki eftir því sem þau auka veiðamar og ef áætlun þeirra gengur eftir gæti verið um lít- inn innflutning að ræða eftir nokkur ár-.. Eins og stendur flytja Bandaríkin inn 16% af neyslu. Að undanförnu hefur samsetning þess afla, sem nú er notaður, breyst mikið. Nú er mikið farið að nota Alaska-ufsa og lýsu auka annarra tegunda í til dæmis surinú. Evrópu- þjóðirnar voru lengi að átta sig á þessari breytingu og þess vegna rauk verð á þorski upp úr öllu valdi. Búist er við aukinni fiskneyslu á næstu árum og er rekinn mikill áróður fyr- ir að flskur sé heilsusamleg fæða. Búast má við að fiskneyslan í Evrópu breytist á sama hátt og í Bandaríkj- unum og Japan. Framleiðsla á laxi var 200.000 lest- um meiri árið 1989 en 1988. Búist er við að mikil aukning verði á eldis- laxi. Talið er að verð á eldislaxi haldist óbreytt en villti laxinn muni falla í veröi. New York Að undanfornú hefur borið á því að norskur lax hafi skemmst á Ful- ton-markaðnum. Sala á laxi frá Nor- egi minnkaði á síðasta ári um 35% frá því 1988. Ýmislegt hefur valdið þessu hruni og er það að miklu leyti skattur sá sem Bandaríkjastjórn setti á lax frá Noregi. Ekki er séð fyrir endann á söluminnkun á norskum laxi í Bandaríkjunum. Mikil aukning er á laxi frá Kanada og Chile, einnig hefur orðið mikil aukning á innflutningi á laxi frá Bresku Kólumbíu. Innflutningur þaðan var á síðasta ári 12.400 tonn og búist er við að á þessu ári verði hann 13.400 tonn en mikil aukning er á laxeldi þar. Aðaltegundin er cinnoc-lax og var hann 88% af laxin- um sem kom á Fulton á síðasta ári en búist er við að í ár verði hlutföllin 85% af cinnoc og 15% af Atlants- háfslaxinum. Annars er það ætlunin að auka útflutning á Atlantshafslax- inum því hann er á miklu hærra verði. Aðrar fisktegundir hafa haldist vel í verði og sumar hækkað. Tokyo Þrátt fyrir hækkandi gengi yensins hefur flskur verið seldur á sama verði í yenum tahð. Þetta hefur gefið japönskum kaupmönnum góðan arð. Nú vilja innflytjendur gjarnan fá hluta afrakstursins en það gengur ekki vel. Síðastliðna tvo mánuði hef- ur yenið hækkað um 13%. Sagt var frá veiðum á svonefndum haustlaxi. Nú er það svo að veiðarnar hafa gengið mjög vel og er um metveiði að ræða, fengist hafa um 20 milljónir laxa það sem af er vertíðinni. Þessi lax er ekki talinn vera eins góður og Atlantshafslaxinn og er aðeins á hálfu verði miðað við hann. í haust hefur verðið verið 600-700 yen kg þegar Atlantshafslaxinn er á 1600-1700 yen kg. Norskur silungur, sem er á japanska markaönum, líkar mjög vel og er það aðallega liturinn sem mönnum fellur svo vel. Næstur að gæðum kemur sænskur silungur og Danir reka lestina en silungur þeirra er talinn lélegastur og lendir í 3. flokki. Ekki er talið að þetta lága verð hafl áhrif á verðið á Atlantshafslax- inum. ’hóteh m KYNNIR L 4IÍIII4IS MÁ UPPGJÖR VID BLÖMASKEIÐ HIPPANS LAUGARDAGINN 3. OG 10. NÓVEMBER. Stór skemmtilegur söng- og gamanleikur þar sem litiö er, á skemmtilegan hátt, á œvi uppgjafa hippa, meö hlut- verk hippans fer engin annar en hinn stórskemmtilegi leikari SIGURGEIR HILMAR FRIÐÞJÓFSSON. Sýning þessi höföar til allra sem gaman hafa af góðum leik og góöri tónlist frá hippatímaPilinu. Sigurgeir Hilmar Friöþjófsson leikur Davíö Krisfjánsson leikur Jónina Kristjánsdóttir söngur Guöjón Ólafsson söngur Elvar Gunnarsson söngur Siguröur Fannar Guömundss. söngur Stefán Hó’lmgeirsson Heimir Eyvindarson Þórir Gunnarsson Einar Báröarson TOMM I R Ó T A R I Kvöldveröur frá kl. kgr I 'nnlvifkkitr imj/jií/m'i kjitliiif/itsnf'ii Lvttiviikl vitit^rinslnuilinhyri MIÐAVERÐ: Kvöldveröur, skemmtun, dans kr. 3.400,- Dansleikur kr. 900,- Skemmtun. ball. kr. 1.600 /<„//; Miöapantanir í síma 2 25 00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.