Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1990næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    28293031123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    2526272829301
    2345678

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1990. 11 Útlönd Tilraunir á eyönisjúkmn munaðarleysingjum 1 Rúmeníu bannaðar: Nýja eyðnilyf ið er gagnslaust Heilbrigöisyflrvöld í Rúmeníu hafa tekið fyrir allar tilraunir með nýtt eyðnilyf á rúmenskum munaðar- leysingjum. Framleiðendur lyfsins, sem kallast SLV-23/A, fengu í sumar heimild til að reyna það á börnum sem voru hvort eð var talin dauð- vona. Þá þótti tilvinnandi að reyna að lækna börnin með þessum hætti, jafnvel þótt allt væri á huldu um samsetningu lyfsins og heilbrigðis- yfirvöld á Vesturlöndum tekið fyrir notkun þess. Nú hafa yfirvöld í Rúmeníu komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé rétt- lætanlegt að halda tilraununum áfram vegna þess að árangurinn er enginn. Þá vakti notkun lyfsins upp mótmæli í Rúmeníu vegna þess að margir læknar töldu siðferðilega rangt að nota börn sem tilraunadýr, jafnvel þótt þau ættu ekki von um nema nokkurra mánaða líf. DV hefur áður greint frá deilum í Rúmeníu um tilraunir með lyfið en í sumar var ekki talin ástæöa að fara að ráöum Alþjóða heilbrigðismála- stofnunárinnar um að banna lyfið. Framleiöandi SLV-23/A er olíu- verkfræðingur sem nú hefur aðsetur í Dubai í Sameinuðu arabísku fursta- dæmunum. Hann hefur komið á fót stofnun sem rannsaka á kosti nýja lyfsins og hefur fengið heimild nokk- urra Afríkuríkja auk Rúmeníu til að gera tilraunir á eyðnisjúklingum. í fyrstu bárust fréttir frá Úganda þess efnis aö SLV-23/A væri sann- kallað töfralyf og læknaði velflesta eyönisjúklinga. Engum hefur þó tek- ist að færa sönnur á að lyfið hafi ein- hver áhrif og framleiðandinn vill ekki aö viðurkenndar stofnanir fái að kynna sér hvernig það er samsett. NTB Norskflugskeyti notuð i stríðinu í El Salvador Stjórnarhermenn í E1 Salvador hafa undir höndum norsk flugskeyti af geröinni M-72. Arbeiderbladet í Noregi skrifar að flugskeytin hafi lík- lega verið flutt til E1 Salvador gegn- um Bandaríkin. Flugskeytin þekkt- ust á myndum sem teknar voru í E1 Salvador. Talsmaður norska utanríkisráðu- neytisins segir að norsk yfirvöld ætli að krefjast skýringa af bandarískum yfirvöldum. Talsmaðurinn staðfesti að norsk yfirvöld hefðu vísað á bug umsókn frá Bandaríkjunum haustið 1988 um útflutning á norskum flug- skeytum til E1 Salvador. Þegar ný umsókn barst, þar sem tilgreint var að bandaríski herinn myndi nota flugskeytin, var útflutningsleyfi veitt. Sem bandamaöur Bandaríkj- anna hefði stjórnin í Noregi ekki haft neina ástæðu til að neita seinni umsókninni. Jan Balstad, sem var viðskiptaráðherra 1988 þegar málið var á dagskrá, segir að hugsanlegt sé að Bandaríkjamenn hafi sent til E1 Salvador það sem þá var til á lag- er og síðan bætt við eigin birgöir sendingunni frá Noregi sem heimild fékkst fyrir. Norsk yfirvöld ítrekuðu á sínum tíma við yfirvöld í Bandaríkjunum að bann ríkti í Noregi við útflutningi á vopnum til landa þar sem stríð geisaði. NTB Niðurgangur varð þjóf i aðfalli Upp komst um innbrotsþjóf í Sví- þjóð vegna salernisheimsóknar hans. Kauði var nú ekki afslappaðri en það að hann fékk í magann í miðju verki. Á salerninu var enginn pappír svo að þjófurinn greip til þess ráðs að rífa síðu úr blaði sem hann hafði með sér. Þegar lögreglan kom á staðinn fannst síðan sem þjófurinn hafði skilið eftir. Og þar sem maðurinn var áskrifandi að blaðinu var hægt að lesa bæði nafn hans og heimilisfang á síðunni. Kínverjar yfirmilljarður Kínversk yfirvöld hafa nú birt bráðabirgðaniðurstöður manntals síns. Samkvæmt þeim eru Kínverjar 1.133 milljónir talsins. Er það 20 milljónum fleiri en yfirvöld höfðu reiknaö með. Þetta var í fyrsta skipti sem gengið var hús úr húsi til að telja íbúana og er manntalið áhtið það nákvæm- asta hingað til. Lokatölur er ekki taldar liggja fyrir fyrr en eftir tvö ár. Tölvupappír iaii Hverlisgolu 78. simar 25960 25566 HOKUS PÓKUS!!! VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN UPPLÝSINGAR: SÍMSVÁRI: 681511 LUKKULÍNA: 991000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: 252. tölublað (02.11.1990)
https://timarit.is/issue/193093

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

252. tölublað (02.11.1990)

Aðgerðir: