Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Blaðsíða 8
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1990. KYNIMINGARFUNDUR Sigurður Helgason, fram- bjóðandi í prófkjöri sjálf- stæðismanna í Reykjanes- kjördæmi, heldur fund í veitingahúsinu Ránni, Hafnargötu 19, Keflavík, kl. 15.00 laugardaginn 3. nóv. nk. 1. Rætt um margvísleg hagsmunamál Suður- nesja 2. Leitað eftir viðhorfi Suð- urnesjabúa sjálfra á ýms- um vandamálum. 3. Önnur mál. Stuðningsmenn Sigurðar Helgasonar TOLLVÖRUUPPBOÐ Að kröfu Tollinnheimtu ríkissjóðs í Hafnarfirði fer fram opinbert nauðungaruppoð á neðangreindum vörum vegna ógreiddra að- flutningsgjalda. Uppboðið fer fram föstudaginn 9. nóvember 1990 að Hjalla- hrauni 2, Hafnarfirði, og hefst kl. 17.00. Selt verður: Fatnaður, gólfteppamottur, húsgögn m.a. veggsamstæður, sófa- sett o.fl., auglýsingabæklingar, bryggjuflot, hátalarar, járnfittings, sláttutraktorar, matvara m.a. krydd, sósur o.fl., ruslapressur, kæli- skápar, frystiskápar, álbátar, utanborðsmótorar, bátakerrur, garð- húsgögn m.a. stólar og borð, sólhlífar, viðlegubúnaður, rammalist- ar, ósóluð dekk, dekk og felgur, límbönd, kraftpappir, bílstólar, skipavarahlutir, leikföng, bleiur, gúmmíbobbingar, þakþéttiefni, plastplötur, bílavarahlutir m.a. ökumannshús, yfirbygging á Jagú- ar o.fl., bílvél, rafmagnsmótor, ofn, stálrör, skjólborð, 2 hjólhýsi (skemmd), vörubíll Volvo, árg. 1977, vörubíll Mercedes Benz, bifr. Ford Van, árg. 1983, og Ford Van, árg. 1984, bílkrani og fleira. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, Garðakaupstað og á Seltjarnarnesi. Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu. Auglýsing Forritari óskast Laust er til umsóknar starf forritara í almennri skrif- stofu menntamálaráðuneytisins. Verksvið hans er að byggja upp og þróa gagnasafnskerfi fyrir mennta- málaráðuneytið og er um tímabundið verkefni að ræða. Æskileg menntun er tölvunarfræði eða hlið- stæð menntun. Einnig er æskilegt að umsækjandi hafi innsýn í íslenskt skólakerfi. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir með upplýsingum um menntun og starfs- feril skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhóls- götu 4, 150 Reykjavík, fyrir 1. desember nk. Menntamálaráðuneytið 1. nóvember 1990 Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022 Utlönd Bush Bandaríkjaforseti: Er ekki að boða stríð Bush Bandaríkjaforseti vísaði því á bug í gær að hann væri að blása í herlúðra vegna Persaflóadeilunnar. Hann sagðist hins vegar vilja vekja athygli almennings á þörfinni að hrekja íraka burt frá Kúvæt og frelsa erlenda gísla íraka. Heath, fyrrum forsætisráöherra Bretlands, lýsti því yfir í gær að hann harmaði þau um- mæli Bush aö hann hefði misst þolin- mæðina gagnvart írak. Cheysson, fyrrum utanríkisráðherra Frakk- lands, réðist í gær á Bush fyrir af- stöðu hans gegn írak og sagði að svo virtist sem Bush vildi stríð. Breska utanríkisráðuneytið sagði í gær að fyrirhuguð ferö Willy Brandts, fyrrum kanslara Vestur- Þýskalands, til Bagdad, höfuöborgar íraks, í næstu viku bryti í bága við samkomulag leiðtoga Evrópubanda- lagsins um að semja ekki á eigin spýtur um frelsun gísla í írak. Höföu leiötogarnir lagt til að Sameinuðu þjóðirnar sendu fulltrúa. Brandt frestaöi íraksferðinni í síð- ustu viku vegna andstöðu Kohls kanslara við hana. Kohl stakk hins vegar upp á því við framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, Perez de Cuellar, á miövikudaginn að Brandt færi til íraks, ásamt tveimur þekktum evrópskum stjórnmála- mönnum, á vegum stofnunarinnar til þess aö freista þess að fá alla gísla látna lausa. Perez de Cuellar hafnaði tillögunni þar sem hann hefði þegar útnefnt sérstakan sendimann til ír- aksfarar. Brandt hitti sjálfur fram- kvæmdastjórann og segir hann hafa óskað sér góðrar ferðar. Samkvæmt því sem komiö hefur fram í þýskum fjölmiðlum hefur Kohl nú einnig lagt blessun sína yfir förina en í gær var ekki vitað hvort Brandt færi einn eða með öðrum stjórnmálamönnum. Samkvæmt upplýsingum dönsku fréttastofunnar Ritzau mun Anker Jörgensen, fyrrum forsætisráðherra Danmerkur, fara til íraks hvort sem þaö verður í fylgd með Brandt eða ekki. Búist er við að utanríkisráðherra Kína, Qian Qichen, fari bráðlega til íraks og annarra arabaríkja til að reyna að finna friðsamlega lausn á Persaflóadeilunni. Kínversk yfirvöld hafa lýst yflr stuðningi við viðskipta- bann Sameinuðu þjóðanna gegn ír- ak. Kína hefur haft náin samskipti við írak undanfarin ár og selt þangað mikið magn vopna. Bandarísk og bresk yfirvöld segja boð íraka til ættingja erlendra gísla um að þeir megi koma í heimsókn til íraks um jólin ruddalegt og kald- hæðnislegt. Eiginkonur tíu breskra gísla sögðu í gær að þær ætluöu að fara til Bagdad til aö dvelja hjá eigin- mönnum sínum. Gera þær ráð fyrir að fara í næstu viku. Reuter og Ritzau Harkaleg ummæli Bush Bandaríkjaforseta í garð íraka hafa vakið athygli og sætt gagnrýni. Simamynd Reuter Kjamorkusprengingar í Kazakhstan: Hálf milljón skað- aðist alvarlega Hálf milljón manna hefur skaðast af völdum tilrauna með kjarnorku- sprengingar í Semipalatinsk í Kaz- akhstan í Sovétríkjunum. Þetta full- yrðir sovéski prófessorinn Maira Zjangelova. Segir prófessorinn þriðj- ung allra bama þar fæðast vanskap- aðan á einhvern hátt. Zjangelova sit- ur nú ráðstefnu i Luleá í Svíþjóð sem læknar gegn kjarnorkuvá halda. í Semipalatinsk hafa Sovétmenn gert flestar tilraunir sínar með kjarnorkuvopn. Frá lokum seinni heimsstyrialdarinnar hafa verið gerðar þar um þrjú hundruö tilraun- ir. Eftir síðustu tilraunina, sem gerð var í febrúar í fyrra, óx andstaða manna á svæðinu viö sprengingam- ar. Baráttan varð árangursrík og leiddi til þess að yfirvöld ákváðu aö sprengja framvegis einungis á Novaja Zemlja í Barentshafi. Læknisfræðilegar upplýsingar um tilraunirnar í Semipalatinsk hafa verið leynilegar frá 1949 þar til í fyrra, að því er Zjangelova segir. Hún kannar nú skýrslurnar ásamt öðram sérfræðingum. Segir hún rannsóknir Geislun í sovéskri konu mæld. þeirra hafa beinst meðal annars að krabbameinsvaldandi áhrifum geisl- unarinnar, áhrifum á ónæmiskerfið og á erfðaeiginleika. Álitið er að alls hafi ein og hálf milljón manna orðið fyrir geislun og hefur þriðjungur skaðast alvarlega. Zjangelova segir krabbamein hafa aukist mikið og einnig sjúkdóma vegna bilaðs ónæmiskerfis. Þriöj- ungur þeirra barna sem fæðast sé vanskapaður. Hvítblæði hafi tvöfald- ast. Geðsjúkdómar hafi einnig auk- ist. Tilraunir hafa verið gerðar með kjamorkusprengingar á Novaja Zemlja frá sjötta áratugnum. Fyrir um að bil viku var sprengt þar eftir að ákveöið var að hætta tilraunum í Semipalatinsk. Allar tilraunaspreng- ingar eru sagðar hafa verið fram- kvæmdar neðanjarðar síðan á sjö- unda áratugnum. Anthony Robbins, prófessor frá Boston í Bandaríkjunum, stjórnar nú rannsókn lækna sem reyna að afla sér eins mikilla upplýsinga og mögulegt er um áhrif neðanjarðar- sprenginga á fólk. Árið 1987 mældu rannsóknaraðilar á vegum sænska hersins geislun í kjölfar tilraunasprengingar á Novaja Zemlja. tt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.