Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Blaðsíða 9
.Ohfcr H3HMHV0M .8 gröACKÍTem
FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1990. 9
Thatcher verður að sjá á bak einum nánasta samstarfsmanni sínum:
Óttast að við verðum
utanveltu í Evrópu
- skrifaði Geoffrey Howe í einlægu uppsagnarbréfi 1 Margrétar Thatcher
Þrátt fyrir tiðan ágreining á liðnum árum var Geoffrey Howe einn nánasti samstarfsmaður Margrétar Thatcher.
Símamynd Reuter
„Það veldur mér miklum áhyggj-
um að tilfinningarnar, sem þú hefur
vakið í brjósti landa þinna, geta orð-
ið til þess að Bretland verði utan-
veltu í breytingunum sem eru að
verða í Evrópu. Það er mikil hætta á
að við sitjum eftir þegar Evrópuríki
sameinast um gjaldmiðil,“ sagði Ge-
offrey Howe, aðstoðarforsætisráð-
herra Breta, í uppsagnarbréfi sínu
til Margrétar Thatchers.
Howe gekk úr ríkistjórninni í gær
eftir ellefu ára samfellda setu sem
einn nánasti samstarfsmaður for-
sætisráðherrans og þó um leið keppi-
nautur um völd og áhrif. Hann hafði
látið ýmsar breytingar á stööu sinni
innan ríkisstjómarinnar yfir sig
ganga en nú urðu málefni Evrópu-
bandalagsins til þess að hann sneri
baki viö Thatcher.
í uppsagnarbréfinu skrifar hann
að áhrifamenn í íhaldsflokknum
veröi „að koma sér saman um stefn-
una í Evrópumálunum því að öðmm
kosti kemur sundurlyndið niður á
flokknum í næstu kosningum sem
og Bretlandi í framtíðinni.
í sannleika sagt þá get ég ekki leng-
ur stutt stefnu þína í málefnum Evr-
ópubandalagsins. Ég hlýt því einnig
að viðurkenna að ég get ekki lengur
gegnt embætti í ríkisstjórn þinni með
fullri reisn,“ skrifaði Howe.
Stjónmálaskýrendur segja að af-
sögn Howes sýni að Thatcher hafi
fallist of seint á að tengja breska
pundið gengisskráningu annarra
gjaldmiðla í Evrópu. Hún féllst þar á
að breyta stefnunni í síðasta mánuði
eftir margra ára þóf en auðsætt er
að hún verður þar að ganga enn
lengra til að friða þann arm íhalds-
flokksins sem vill nánari samvinnu
innan Evrópubandalagins.
Nú liggur fyrir að Bretar taki
ákvörðun um hvort þeir taki þátt í
sameiginlegum gjaldmiöh Evrópu.
Það er öllu viðkvæmara mál en sam-
vinnan um gengisskráninguna enda
hefur Thatcner lýst því yfir að full-
veldi Breta sé í hættu.
Framganga Thatchers hefur vakið
sterkar þjóðernistilfinningar í Bret-
landi því hún hefur lýst hverjum
áfanga í átt til nánari samvinnu í
Evrópu sem eftirgjöf á sjálfstæði
landins. Þrátt fyrir þetta hefur
Thatcher þó ekki tekist að draga að
sér fylgi og Verkamannaflokkurinn
eykur stöðugt forystuna í skoöana-
könnunum samanborið við íhalds-
flokkinn.
Niðurstaðan af hræringunum í
hringum Evrópumálin nú í haust
gæti orðið sú að Thatcher neyddist
til að segja af sér og láta forystuna
fyrir ríkistjórninni eftir hófsamari
mönnum sem vilja ganga lengra í
samvinnunni viö önnur ríki Evrópu.
Síðustu ár hefur Howe verið talinn
líklegasti arftakinn en óvíst er enn
hvaða áhrif afsögn hefur á frama
hans í breskum stjórnmálum.
Reuter
Útlönd
Hatur Breta
á Frökkum
magnast
Gamalt hatur milli Breta og
Frakka hefur nú tekið sig upp að
nýju vegna deilnanna um Evr-
ópumálin. Þaö var breska slúður-
blaðiö The Sun sem reið á vaðið
og lét svívírðingarnar dynja á
Jaques Delors, forseta fram-
kvæmdanefndar Evrópubanda-
lagsins. Hann er Frakki og tákn
alls hins versta í stefnu banda-
lagsins í augum margra Breta.
„Up Yours, Delors“ stóö í risa-
fyrirsögn blaðsins í gær og boöuð
var herferð gegn Frökkum í
landinu. Blaðið sá ástæðu til að
minna á að Frakkar létu undan
síga fyrir Þjóðverjum í síðari
heimsstyrjöldinni á meöan Bret-
ar vöröu land sitt af staðfestu og
frelsuðu Frakkland að lokum.
Þetta endurspeglar að margir
Bretar óttast enn Þjóðverja og sá
ótti hefur magnast eftir samein-
ingu Þýskalands. Ýmsir öfga-
menn segja að Frakkar séu að
leiða Þjóðverja til hásætis í Evr-
ópu.
Frakkar hafa tekið óhróöur The
Sun óstinnt upp og kalla skrif
blaðsins svivirðu og ekki svara-
verð. Þó er ljóst að þau eru tekin
alvarlega og minnt á að blaðiö
hafi tekið að bera út óhróður um
Frakka í Breta aðeins tveimur
sólarhringum eftir að göngin
undir Ermarsundið náðu saman.
Einn franskur embættismaður
sagöi aö Frakkar ætluöu alls ekki
að svara óhróðri blaðins. „Þegar
svona svivirða er annars vegar
hæfir þögnin best, sagöi embætt-
ismaðurinn.
- Fránska stórblaðið Le Figaro
ætlar þó ekki að sitja undir
óhróðrinum með þegjandi þögn-
inni. í dag er grein í blaðinu um
baráttuna gegn Frökkum i Bret-
landi.‘Það er því greinilegt að
Frökkum er ekki sama um skrif
The Sun þótt þeir eigi erfitt með
að svara í sömu mynt.
Frakkar reyna einnig að leita
huggunar í því að The Sun sé
aðeins aö reyna að fylkja Bretum
að baki Margrétar Thatcher á
sama tima og verulega kreppir
að henni í Evrópumálunum.
Reuter
Svar Svía við gagnrýni Koivistos:
llmmælin um
EB misskilin
Sten Andersson, utanríkisráð- vegar birt í kálfi blaðsins um Evr-
herra Svíþjóðar, segir ummæli sín ópubandalagið þann 10. nóvember
um viðræður um sameiginlega næstkomandi.
umsóknSvíþjóðar.NoregsogFinn- Viðbrögðin í Finnlandi við um-
lands um aðild að Evrópubanda- mælum Anderssons voru mjög
laginu, EB, eftir áramót hafa verið hörð og gagnrýndi Koivisto And-
misskilin. Kvaðst hann einungis ersson fyrir að hafa ekki fyrst rætt
hafa meint af ef öll Norðurlöndin við yfirvöld á hinum Norðurlönd-
yrðu sammála um að ganga í Evr- unum. „Á þennan hátt hefur Svi-
ópubandalagiö fengju þau betri þjóð hvað eftir annað sýnt Finn-
samningsstöðu ef þau sæktu um landi lítilsvirðingu,“ sagði forset-
sameiginlega. inn án þess þó að greina nánar frá
öðrum atvikum.
Sten Andersson, sem í gærkvöldi
kom til Helsingfors til að meðal Umræðan um Evrópubandalagið
annars útskýra ummæli sín fyrir hefur blossað upp í Finnlandi eftir
Mauno Koivisto Finnlandsforseta, ummæli Andersson, bæði meðal
sagöist ekki sjá neina ástæðu til að stjórnmálamanna og almennings
biðja Koivisto afsökunar á orðum svo og í íjölmiölum. Næstum allir
sínum. Kvaðst hann skOja að for- stjórnmálaleiðtogar í Finnlandi eru
setinn heföi aðeins brugðist við sammála Koivisto um aö ekki sé
utdrætti úr blaðaviðtalinu umtal- tímabært að sækja um aðild að
aða. Hafði Andersson með sér afrit Evrópubandalaginu. Fyrst þurfi að
af öllu viðtalinu sem hann ætlar ljúka viðræðum EFTA, Fríverslun-
að afhenda Koivisto. arsamtaka Evrópu, og Evrópu-
bandalagsins um sameiginlegt evr-
Útdrátturinn var birtur x sænska ópskt efnahagssvæði.
blaðinu Dagens Industri á þriðju- fnb og tt
daginn. Allt viðtaliö veröur hins
AUKABLAÐ
TÆKTÍI
DV-Tækni er sérstakt aukablað sem (yrirhugað er miðvikudaginn 14.
nóvember nk.
í blaðinu verður Qallað um tækni og vísindi á breiðum grundvelli, sérstak-
lega nýjustu tækni til daglegra nota i atvinnurekstri, á heimilum og til
tómstunda og skemmtunar. Efnistök einkennast af stuttum, hnitmiðuð-
um greinum á máli sem venjulegir notendur skilja jafnvel og tæknimenn.
í ráði er að Qalla m.a. um tækni og búnað á íslenskum markaði, svo sem
myndbandstökuvélar, gervihnattasjónvarp, myndbandstæki, sjónvörp,
síma, farsíma, simsvara, þjófavamakerfi og rafeindahljóðfæri, svo nokkuð
sé nefnt.
DV-Tækni leitar eftir samtarfi um upplýsingaöfiun við þá aðila sem selja
tæknibúnað á áðurnefndum sviðum. Auglýsingum í tækniblaðið þarf að
skila í síðasta lagi fimmtudaginn 8. nóvember.
ATH.I Símafaxnúmer okkar er 91-27079 og sími auglýsingadeildar
91-27022.