Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Side 28
36 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1990. Afrnæli dv Sigrún Aðalheiður Kæmested Sigrún Aöalheiður Kærnested, Háa- leitisbraut 23, Reykjavík, er áttræð ídag. Sigrún er fædd í Viðey og ólst upp í Viðey og Reykjavík. Hún lærði hattasaum-kvenhattagerð hjá frú Önnu Ásmundsdóttur, fékk sveins- bréf í þeirri iðn 26. október 1934 og meistarabréf 15. janúar 1941. Sigrún var um tíma í prófnefnd í hatta- saumi og vann við kvenhattagerð í Reykjavík til 1942 er hún giftist. Þau hjónin fluttust norður á Þórshöfn á Langanesi og bjuggu þar til 1950. Þau hjónin bjuggu á Kleppjárns- reykjum i Borgarfirði 1950-1964 og í Borgarnesi 1964-1969. Þau hjónin bjuggu á Akranesi 1969-1975 og hafa búiðíRvíkfrál975. Fjölskylda Sigrún giftist 7. febrúar 1942 Þóröi Oddssyni, f. 23. september 1910, lækni. Foreldrar Þórðar voru Oddur Jónsson, f. 12. október 1878, d. 26. febrúar 1934, hafnsögumaður í Rvík, og kona hans, Guðríður Þórðardótt- ir, f. 23. maí 1876, d. 30. janúar 1916. Fyrri maður Sigrúnar var Ámundi Geirsson, verslunarmaöur í Rvík. Þau slitu samvistum. Sonur Sigrún- ar og Ámunda er Ámundi, f. 9. júní 1937, blikksmíðameistari í Rvík, kvæntur Herdísi Jónsdóttur hjúkr- unarkonu og á hann fimm börn. Synir Sigrúnar og Þórðar eru: Óli Hörður, f. 5. febrúar 1943, fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs, kvæntur Þuríði Steingrímsdóttur verslunarmanni og eiga þau fjögur börn; Oddur, f. 27. október 1944, rannsóknarmaður hjá Rannsókna- stofnun byggingariðnaðarins, kvæntur Guðrúnu Jónsdóttur og á hann flmm börn; og Jón, f. 2. des- ember 1946, húsasmíðameistari i Akarp í Svíþjóð, kvæntur Guöríði Theódórsdóttur og á hann fjögur börn. Systkini Sigrúnar eru: Gísli Frið- rik, f. 30. júní 1906, d. 28. október 1913; Aðalsteinn, f. 16. júlí 1908, d. 14. október 1923; Gísli Friörik, f. 13. Sigrún Aðalheiöur Kærnested. október 1914, d. 28. apríl 1957, kvæntur Hildi Björnsdóttur; og Her- mann Viggó, f. 17. nóvember 1916, d. 8.júní 1922. Ætt Foreldrar Sigrúnar eru Óli Ólason Kærnested, f. 11. mars 1881, d. 28. febrúar 1944, járnsmiður, vélgæslu- maður og eimreiðarstjóri í Rvík, og kona hans, Gróa Jónsdóttir, f. 10. janúar 1878, d. 27. desémber 1963, verkakona og afgreiðslumaður. Óli var sonur Óla Kærnésted, b. á Bakkaflt í Hellnasókn á Snæfells- nesi, Einarssonar, og konu hans, Herdísar Jónsdóttur. Ættarnafnið Kærnested bar fyrstur Jón Þorláks- son, f. 6. júní 1797 á Skriðu í Hörg- árdal. Jón sigldi til náms í Kaup- mannahöfn 1816 og nam garðyrkju- störf, smíðar og sund og tók þá upp Kærnestednafnið. Hann mun fyrst- ur hafa kennt sund hér á landi. Gróa var dóttir Jóns, b. í Hákoti í Flóa, Helgasonar, og konu hans, Gróu Helgadóttur. Maður Sigrúnar, Þóröur Oddsson, varð áttræður 23. september. Þau hjónin halda sameiginlega upp á afmæli sitt í húsi Kiwanismanna, Brautarholti 26, í kvöld eftir kl. 20.30 og vonast til að sjá þar flesta vini sína ogættingja. Andlát Þorsteinn ísleifsson, Vík í Mýrdal, lést á Vífilsstaðaspítala 31. október sl. Kristín Gestsdóttir, Bræðraborgar- stíg 13, lést á Landspítalanum 31. október. Jarðarfarir Vilborg Sigurbergsdóttir, Úthaga 10, Selfossi, verður jarðsungin frá Sel- fosskirkju laugardaginn 3. nóvember kl. 13.30. Ársæll Karlsson, Reykjamörk 17, Hveragerði, verður jarðsunginn frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 3. nóvember kl. 14. Ingiríður Þorsteinsdóttir frá Grund í Svinadal, Flókagötu 7, Reykjavík, er andaðist á Héraðshælinu á Blönduósi 29. október sl., verður jarðsungin frá Auðkúlukirkju laug- ardaginn 3. nóvember kl. 14. Karen Elísabet Bjarnason lést 28. október sl. Hún fæddist 6. febrúar 1913 á Akureyri. Foreldrar hennar voru Halldór Skaptason og Hedvig Skaptason, fædd Wathne. Beta gekk í Kvennaskólann í Reykjavík, starf- aði að því loknu í Reykjavíkurapó- teki og fór á þess vegum til náms og lauk prófl í fótsnyrtingu hjá dr. Scholl í Kaupmannahöfn, sem hún TAEKWONDO Nýjung á íslandi. Lærið kór- eska sjálfsvarnaríþrótt. Byrj- endanámskeið hefst 6. nóv. 2 færir kennarar sjá um kennslu, Steven Hall, 3. dan, og Ægir Sverrisson, 1. dan. Innritun í síma 38521 milli kl. 16 og 18 alla virka daga. svo vann að í apótekinu. Hún giftist Jóni Ólafi Bjarnasyni en hann lést árið 1981. Þau hjónin eignuðust fjög- ur börn og eru þrjú á lífi, Útfor Betu verður gerð frá Dómkirkjunni i Reykjavík í dag kl. 13.30. Magnús J. Kristinsson lést 24. októb- er. Hann var fæddur á Akureyri 15. október 1920, sonur hjónanna Krist- ins J. Helgasonar og Pálínu G. Sig- mundsdóttur. Magnús lauk prófi í rafmagnsvélvirkjun. Siðustu árin starfaði hann hjá Rafmagnseftirliti ríkisins. Magnús giftist Sigríði Ingi- marsdóttur, en hún lést árið 1976. Þau hjónin eignuðust sex börn. Síð- ustu árin var Magnús í sambúð með Svövu E. Waage. Útfór hans verður gerð frá Háteigskirkju í dag kl. 13.30. Fundir Kvenfélagið Fjallkonurnar heldur fund þriðjudaginn 6. nóvember kl. 20.30 í safnaðarheimili Fella- og Hóla- kirkju. Kynning á Panduro fóndurvörum og sýnikennsla. Kaffi og kökur. Tilkynningar Börnin skapa heiminn Þessa dagana er verið að dreifa til allra skóla og uppeldisstofnana fréttabréfi sem gefið er út af menntamálaráöuneytinu en í því er skýrt frá viðburðum er ætlaðir eru börnum á sviði lista í vetur. Það er bamamenningarnefnd ráðuneytisins, sem skipuð var m.a. til að auka tengsl skóla/dagvistunarstofnana við lista- og menningarstofnanir, sem stendur að útg- áfu fréttabréfsins. Það er von nefndar- innar að framhald verði á útgáfu slíks fréttabréfs. en í því eru m.a. upplýsingar um listaviðburði, sýningar og ýmsar uppákomur sem ætlaðar eru bömum, í samræmi við innsendar upplýsingar nefndarinnar. Ætti útgáfa bréfsins að auðvelda þeim sem hafa með börn að gera að sjá á einum stað hvað helst er í boði, hvemig tengja má það námi o.s. frv. Mertning Einhvers staðar verða vondir að vera Leikritið Skítt með’a eftir Valgeir Skagfjörð fjallar um hóp unglinga á árunum frá fermingu til tvítugs. Meginhluti verksins gerist að vísu fljótlega eftir ferm- inguna, en síðan er farið fljótt yflr sögu og í lokin er stuttlega sýnt hvað veröur um þessa krakka. Fyrrihlutinn gerist aö hluta í undirheimum borgar- innar, innanum úrkynjaðan og spilltan lýð, þar sem eiturlyfja- og fíkniefnaneysla er ekkert mál. Það er mál málanna að vera töff, vera eins og hinir og sker- ast ekki úr leik. í þessum hluta verksins er máluð mjög dökk mynd af ástandinu og látið eins og það sé bara hluti af eðlileg- um þroska unghngsins að taka þátt i drykkjuskap og eiturlyfjaneyslu af harðasta tagi. Ekki frítt við að kóka- ínneysla væri gerð frekar smart og alls ekki á fíklunum að sjá að það væri mikið mál að rífa sig út úr öllu saman og drífa sig í skóla, þegar svo vildi verkast. Raunveruleikinn er því miður allur annar og dapur- legri. Orðbragðið, sem krökkunum er lagt i munn er all- litskrúðugt. Óþarfleg áhersla var á grófu orðbragði, fúkyrðum og klæmni. Stundum var það svo svæsið, að unglingarnir, sem fylltu húsiö á sýningunni, sem ég sá, hálfkveikuðu sér undir flaumnum. Persónurnar í Skítt með’a eru leitandi og ráðvilltir krakkar, sem leita út í heim næturinnar af margvísleg- um ástæðum. Sum eru í uppreisn, önnur haldin ævin- týraþrá, enn önnur eru leiðitöm og fylgja félögunum. Margir koma viö sögu, en af leikendum má nefna Frosta Friðriksson, sem leikur Ella, Ragnheiði Thor- steinsson, Stellu, Jóhönnu Pálsdóttur, Jónu og Sylvíu B. Gústafsdóttur, Völu. Þá leika þeir Bragi Þór Hin- riksson og Davíð Jón Arngrímssson tvo úr hópnum og Hörður Sigurðarson leikur skúrkinn, Júlla. Leikurinn ber öll merki áhugaleiks, en það er jafn- ræði með leikendum, sem túlka þennan vandræðalega kafla í lífi unglinganna af einlægni. Hljómsveitin íslandsvinir sér um allan tónlistar- flutning í sýningunni, og það er mikið spilað og sung- ið. Valgeir Skagfjörð er höfundur laga og texta, sem oft lýsa best því sem er að brjótast um í kollinum á krökkunum sem fjallað er um. Flutningurinn var Það er mikið sungið i íslenska söngleiknum Skitt með'a eftir Valgeir Skagfjörð. Leiklist Auður Eydal kröftugur og þó að lögin væru nokkuð misjöfn setja þau að vonum mikinn svip á sýninguna. Gerla hannar ágæta sviðsmynd og búninga. Búning- ar strákanna voru sannferðugir en stelpurnar voru fulltrúðslegar í fyrri hlutanaum. Myndin sem við blasir í verkinu er ekki fógur. Það er mikið að gerast í líflnu á þessum árum en í leikrit- inu Skítt með’a er gefið heldur einhliða sýnishorn. Sem betur fer eru unglingarnir að fást við ýmislegt annað og margt uppbyggilegra en það sem þarna er sýnt. Það mætti skrifa leikrit um það líka. Leikfélag Kópavogs sýnir i Félagsheimili Kópavogs: Skitt með’a Höfundur handrits, laga og söngtexta: Valgeir Skagfjörð Leikstjóri: Valgeir Skagfjörð Leikmynd og búningar: Gerla Danshöfundur: Bryndis Einarsdóttir Útsetningar og hljómsveitarstjórn: Pálmi J. Sigurhjartarson Lýsing: Egill Árnason og Jóhann Bjarni Pálsson Kvikmyndin „Sjötti júli“ í MÍR Nk. sunnudag, 4. nóv., kl. 16 verður sov- éska kvikmyndm „Sjötti júlí“ sýnd í bíó- sal MÍR, Vatnsstíg 10. í kvikmynd þess- ari er fjallað um þá atburði er gerðust í júlímánuði 1918 þegar svokallaðir „vinstfisósíalistar” í hópi byltingar- manna í Rússlandi gerðu uppreisn gegn ráðstjóm Lenins. í upphafi myndarinnar eru sýnd nokkur atriöi úr gömlum frétta- myndum en öll er gerð myndarinnar með sterkum svip heimildarkvikmyndarinn- ar, þó leikin sé. Leikstjóri er Júlí Karasik en höfundur tökurits með leikstjóra er Mikhaíl Sjatrov, þekkt sovéskt leikskáld. Með hlutverk Lenins í kvikmyndinni fer Júrí Kajúrov. Myndin er með enskum skýringartextum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun. Lagt verður af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Nú er allra veðra von í náttúranni. Vindarnir gnauða og lægðirnar koma og fara. í bæjarrölti Hana nú göngum við á hólm við náttúruöflin. Aldrei er meira gaman er í verstu veðrunum. Kallitíminn lengist og gangan styttist. En máltækið, Maður er manns gaman, heldur velli. Setjið vekj- araklukkuna og verið með. Kvenfélag Neskirkju verður með kaffisölu og basar í safnaðar- heimili kirkjunnar nk. sunnudag kl. 15. Xekið verður á móti basarmunum og kökum á laugardag frá kl. 13 í kirkjunni. Safnaðarfélag Ásprestakalls verður með kaffisölu sunnudaginn 4. nóvember í safnaðarheimilinu eftir méssu sem hefst kl. 14. Breiðfirðingafélagið Félagsvist verður sunnudaginn 4. nóv- ember kl. 14.30 í Breiðfirðingabúð, Faxa- feni 14. Allir velkomnir. Opið hús í Múlabæ Laugardaginn 3. nóvember veröur opiö hús í Múlabæ, Ármúla 34, milli kl. 14 og 17. Kaffi og kökusala. Einnig verða ýmsir forvitnilegir munir til sölu. Allir vel- komnir. Kvenfélagasamband Kópavogs verður með köku- og fatamarkað að Hamraborg 5, 3. hæð, laugardaginn 3. nóvember kl. 10-14. Sænskur fagnaðarboði heimsækir Island Roger Larsson er í dag einn þekktasti predikari í Svíþjóð og reyndar um öll Norðurlönd. Samkomur, sem hann tekur þátt í, einkennast af mikilli gleði, lofsöng, lifandi fagnaðarboöskap og fyrirbænum. Hann mun halda samkomur í Hjálpræð- ishernum á Akureyri, Hvannavöllum 10, laugardaginn 3. nóv. kl. 20, sunnudag 4. nóv. kl. 11 og 20. Æskulýðskórinn mun syngja og majórarnir Anna og Daníel Oskarsson ásamt herfólki og kristnum vinum taka þátt. í Reykjavík verða sam- komur haldnar í Fíladelfíu 6.-10. nóv- ember kl. 20 og 11. nóvember kl. 16.30. Á sunnudeginum verður einnig samkoma í Herkastalanum kl. 11. Hjálpræðisher- inn stendur fyrir þessari heimsókn en systkini frá mörgum söfnuðum og kirkj- um taka þátt í samkomunum. Fjölmiðlar Lif andi fréttatími EUefufréttir í sjónvarpinu byrj- uðu með töluverðum myndarbrag. Ef ég man rétt þá var tilgangurinn sagður, auk þess að endurtaka helstu fréttir aðalfréttatímans, aö jfeera áhorfendum alls kyns frétta- efni úr bænum, eitthvaö sem væri að gerast „hér ognú“. Þetta átti sem sagt að vera lifandi fréttatími. Hins vegar sifja áhorfendur nú uppi með alldapurlegt fyrirbæri þar sem reynt er aö kreista meíra úr einhverri (leiðínda)fréttinni fá því fyrr ura kvöldið og segja fréttir sera menn hafa oftast á tilfinningunni að hafi ekki verið nógu góöar tU að komast í aðalfréttatímann. Smátil- raun til andlitslyftingar er reynd í lok ellefufréttanna með einhverri „léttri" frétt en þegar þar aö kemur eru menn orðnir hundleiðir eða þá of óþolinmóðir að sjá framhaldið af bíómynd kvöldsins eða öðrum dag- skrárlið sem kann að vera i gangi þegar ellefufréttir ryðjast inn í dag- skrána. Það getur verið eitthvert prinsipp- mál hjá ríkisstöðinni að halda þessu með ellefufréttirnar til streitu en ef maður viil heyra nýjustu fréttir seint að kvöldi stendur gamla gufan yfirleitt alveg fyrir sínu. Það var skemmtíleg tílbreyting að sjá Öm búa til „venjulegan" mat í sælkerahominu hans Sigmars og sniöugt hjá Sigmari að velja Spaug- stofukokkinn sem byrjanda. Það er til ýmislegt annað en franskt eöa annað exótískt eldhús og jafnþarft að sýna fólki hvernig eígi að brúna kartöflur upp á gamia móðinn eins og að matreiða tindabikkju eða ann- að „nýstárlegt” lostæti. Aö síðustu ein síðbúin kveðja til Hemma: Þú mátt til meö að halda uppi meira tempói í þættinum. Þetta með Flosa var allt í lagi en of langt og það vantaöi virkilega toppa til að halda manni almennilega við efhið. Annars er það ekki þér að kenna að við erum svona lítil og þannig alltaf sama „fræga“ fólkið á ferð- inni, hjá þér, útvarpsstöðvunum og tímaritunum. En... ekkertstress, bless. Haukur Lárus Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.