Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1990'. Fréttir Aðild eða ekki aðild: Fiskneyslan í EB mun vaxa um fjórðung -ááratug '-’iv.W ■ Jón Baldvin hefur reynt að kynna EB-málið en landsmenn vita þó enn lítið um það. Skoðanir eru skiptar um hvernig við eigum að hegða okkur gagnvart Evrópubandalaginu. Tveir þing- menn Sjálfstæðisflokksins, Ragn- hildur Helgadóttir og Hreggviður Jónsson, leggja til að við sækjum um aðild að bandalaginu. Mönnum virt- ist um skeið af ummælum Þorsteins Pálssonar, formanns Sjálfstæðis- flokksins, að hann mælti með aðfld. Síðar sagði Þorsteinn að ekki væri kominn tími til að ákveða hvar við skipuðum okkur þar í sveit. Sjálf- stæðisfólki sýnist auðvitaö sitt hverju um það efni. Þó er líklegast að þingmenn flokksins vilji yfirleitt tengjast EB mjög náið. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra mælir nú orðið með tvíhliða viöræð- um við bandalagið um sérsamninga þar sem hagsmuna okkar verði gætt. Sú skoðun er ríkjandi um þessar mundir. Kostirnir, sem við eigum, eru þess- ir: Umsókn um aðild. í öðru lagi áframhaldandi samvinna með frí- verslunarbandalaginu EFTA í samn- ingum við EB um myndun evrópsks efnahagssvæðis. í þriðja lagi áður- nefndar tvíhliða viðræður við Evr- ópubandalagið og loks kæmi til greina að hafa óbreytt ástand en að- laga sig því sem gerist í hinum stóra heimi - að halda núverandi samning- um óbreyttum og efla samskiptin við aðra hluta heimsins. Þetta eru þeir kostir sem við eigum. EB gerir kröfur í gildi er samningur milli íslands og EB frá 1972. Þar var sérstaða okkar viðurkennd og viö nutum hag- Sjónarhomið Haukur Helgason kvæmra kjara. En bandalagið gerði okkur þann óskunda 1985 að endur- vekja toll á saltfiski. Þetta hefur kost- að okkur mikið. Viðskipti okkar viö bandalagið hafa þó vaxiö í hefld sinni og við höfum stöðugt reynt að fá betri kjör. Þaö hefur strandað á þeirri kröfu bandalagsins að það fengi veiðiheimildir við strendur íslands ef lækka ætti tolla á útflutningi okk- ar til bandalagsríkjanna. Við það sit- ur. Við erum eins og kunnugt er í frí- verslunarbandalaginu EFTA. Það bandalag ræðir við Evrópubandalag- ið um að ríkin í bandalögunum myndi brátt sameinlegt evrópskt bandalag þannig að sameinlegi markaöurinn stækki enn. Viöræður bandalaganna snúast um frelsi í við- skiptum með iðnaðarvörur, þjón- ustu, fjármagn og frelsi fólks til bú- setu og atvinnu. EFTA-ríkin féllust á aö setja á dagskrá í viðræðunum frí- verslun með fisk og samþykktu inn- byrðis fríverslun með fisk. Á þessu hafa okkar menn byggt en treglega hefur gengið að fá Evrópubandalagið til að gefa nóg eftir. Á meðan höfum við blætt miklu í greiðslur á saltfisktollum til ríkja EB. Ef við reiknum þær greiðslur á verð- lagi síðastliðins vors námu þær 549 milljónum króna 1986,944 milljónum 1987, 991 milljón 1988 og 909 milljón- um króna í fyrra. Ljóst er að viö verð- um að losna við þessar byrðar. Mikil fiskneysla Miklu skiptir að þessu megi breyta í samningum og ennfremur að við þurfum ekki innan skamms að þola enn frekari búsifjar af hálfu þessa bandalags. Þarna er um risa að ræða, markað 320 milljóna manna sem enn stækkar. Meðfylgjandi línurit sýnir hvemig hlutfoflin eru hjá bandalög- unum Norður-Ameríku og Austur- Evrópu í innflutningi þeirra á fiski. Ríkin í Evrópubandalaginu fluttu að jafnaði inn um 4,3 milljónir tonna af fiski til manneldis 1984-1986. Inn- flutningur ÉFTA-ríkja nam tæplega 500 þúsund tonnum á sama tímabili, Sovétríkjanna um 500 þúsund tonn- um og annarra Austur-Evrópuríkja 200 þúsund tonnum. Evrópubandalagið er meðal annars stærsti markaður í heimi fyrir fryst- ar og ferskar botnfiskafuröir og voru þar á markaði 1,8 milljónir tonna árið 1987. Þetta var mun meira magn en var á Bandaríkjamarkaði. Neysla EB-ríkja á þessum afurðum óx um fimmtung frá 1983 til 1987. Þetta sýnir gfldi markaðsins í Evr- ópubandalaginu - og meira kemur tfl. Búist er viö að meðalneyslan á sjávarafurðum á mann vaxi í banda- lagsríkjunum úr 21 kílói 1986 í 26 kíló 1996. Það eru 24 prósent. Ríkin í EB munu sífellt síður megna að metta sitt fólk af fiski. Þau munu þurfa að flytja inn sífellt meira magn af sjávarafurðum. Markaðurinn stækkar enn Þessi aukna neysla lofar góðu fyrir okkur íslendinga. En hvað eigum við að gera við þessar hagstæðu stærðir sem hér hafa verið nefndar? Æ fleiri topp-stjórnmálamenn í EFTA-ríkj- unum tala um aðild að EB. Ríkin í EB og EFTA munu bræöa sig saman á næstunni með einum eða öðrum hætti. Þá gæti svo farið að af EFTA- ríkjum stæðu bara ísland og Sviss utan við. Við verðum að gæta sér- hagsmuna okkar þar sem eru sjávar- afurðir. Viö verðum að gæta margs, tfl dæmis að hleypa EB-mönnum ekki inn aö ströndum okkar, láta þá ekki ræna af okkur fiskveiöikvóta né leyfa þeim að kaupa upp mikil- vægar eignir okkar aðrar, svo sem í sjávarútvegi. Við verðum að notfæra okkur hinn stóra markað. En ættum við þá aö sækja um aðfld? Af framangreindum ástæðum, áðumefndum hættum og kröfum EB um fiskveiðiheimfldir er líklegt að við eigum ekki nú að sækja um aðild. Þá gæti svo farið að EB gripi gæsina, samþykkti aðild og beygöi okkur síðan undir vilja sinn. Skynsamlegra virðist að fara í tví- hliða viðræður, sem áður voru nefndar, og notfæra okkur þar hversu mjög EB þarf að fá fisk á næstu árum. INNFLUTNINGUR SJÁVAR- 12 10 8 6 4 2 0 1978 1980 1982 1984 1986 Línuritið sýnir hlutföllin milli innflutnings Evrópubandalagsins, Norður- Ameriku, friverslunarbandalagsins EFTA og Austur-Evrópu á sjávarafurðum þau ár sem tölur liggja enn fyrir um. Þarna sést hversu mikill risi Evrópu- bandalagið EB er á þessu sviði og hvernig kúrfan hefur vaxið langt upp yfir kúrfu Norður-Ameríku (Bandaríkjanna aðallega). Og áfram heldur þetta. Starfsfólk Landspítalans í deilu við yfirmenn sína vegna stimpilklukku: Okkur f innst við tortryggð „Þetta kemur mjög illa við fólkið hérna. Fólk stundar sina vinnu og svíkst ekki um. Þessa vegna finnst því það vera tortryggt," segir Einar Jónmundsson, yfirlæknir á rönt- gendeild Landspítalans. Deila hefur nú sprottið upp vegna stimpflklukkna sem settar hafa verið upp í spítalanum. Starfsfólkið hins vegar neitar aö stimpla sig inn og út en skrifar sína tíma eins og gert hefur verið lengi. Deilan er orðin nokkuö harðvítug og hefur reiði starfsmanna bitnað á tveimur klukkum, þær verið rifnar niður og eyðilagöar. Pétur Jónsson, framkvæmda- stjóri stjómunarsviðs Rikisspítal- - segir Einar Jónmundsson yfírlæknir: anna, segir að samþykkt um að heíja notkun á stimpilklukkum hafi verið gerð í byrjun árs 1989. „Við hófumst handa í apríl það ár og settum stimpilklukkur upp í nokkrum deildum. Það var svo nú í haust aö ákveðið var aö setja upp sfimpilklukkur í tveimur deildum til viðbótar og fólk átti að stimpla sig inn í gær, 1. nóvember. Það brá hins vegar svo við að fólkið neitaði og hefur ekki svo ég viti stimplað sig inn.“ Pétur segir að starfsfólkið geti ekki neitað löglegum fyrirmælum en í lögum segir að stimpilklukkur skuli notaðar. „Ég bara trúi því ekki að fólkið haldi þessu tfl streitu en ég veit ekki hvað verður gert ef sú verður raunin." Undirskriftalistar hafa gengið meðal starfsmanna á röntgendeild þar sem stimpilklukkunum er mót- mælt. Einar Jónmundsson segir að fólk sé hrætt um að tímafjöldi þess komist ekki til skila því að fólk á spítölum vinni gjarnan óreglifleg- an vinnutíma og útköll séu algeng. „Ef það hefði verið staðiö öðru- vísi að þessu og undirbúningur verið meiri hefði afstaðan kannski verið önnur. Þótt fólkinu sé sagt að gera þetta segir þaö bara nei. Þaö er hrætt og finnst það vera tortryggt," segir Einar. -ns Stimpilklukkurnar eru komnar upp á veggi á fólkið neitar að nota þær. Landspítalanum DV en starfs- mynd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.