Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 2. NÓVEMBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnárformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstfórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Úrelt kjördæmaskipan Stjórnmálaflokkarnir efna til prófkosninga og íjöl- miðlarnir skýra ítarlega frá framboðsmálum og uppstill- ingum. Frambjóðendur fagna ýmist sigri eða sleikja sár sín og mikið veður er gert út af breytingum á framboðs- listum eða misjöfnu gengi einstakra þingmanna. Himinn og jörð ætla að farast vegna meintra uppþota eða upp- reisna gegn þekktum alþingismönnum og leitað er log- andi ljósi að öruggum framboðssætum handa framá- mönnum og formönnum. Maður gengur undir manns hönd til að útvega fallkandídötum viðeigandi virðingar- stöður í kerfmu þegar ekki er lengur pláss fyrir þá á þingi. Allt er þetta rækilega tíundað og fer ekki íramhjá neinum manni. Á hitt er ekki minnst hvaðan þingmenn- irnir veljast eða hvaða breytingar það kann að hafa í för með sér að nýir menn komi til starfa á alþingi. Mest er jú talað um yngingu þingflokka og hugsanlega aukinn þingstyrk eða hnignandi hjá tilteknum flokkum. Sem breytir auðvitað ekki þeirri staðreynd að alþingi verður áfram skipað fólki samkvæmt þeirri kjördæma- skipan sem nú er í gildi og áfram mun kjósendum verða mismunað við kjörborðið. Kjarni málsins er sá að kjördæmaskipanin er löngu úrelt og sígur sífellt á ógæfuhliðina. Kjósendur njóta ekki sama atkvæðisréttar, kjördæmin hafa ekki þing- mannafjölda í samræmi við atkvæðamagn og minni- hluti þjóðarinnar kýs meirihluta á þingi. í fjórum kjör- dæmum af sjö eru kjósendur á bak við hvern þingmann vel undir þrjú þúsund atkvæðum, meðan fimm þúsund og fimm hundruð kjósendur eru á bak við hvern þing- mann í Reykjavík og Reykjanesi. Þessi mismunur sýnir svo ekki verður um villst að breytingin, sem gerð var fyrir fjórum árum, hefur hvergi reynst fullnægjandi. Og bilið mun breikka á næstu árum ef fólksflutningar verða í sama mæli og undanfarin ár og áratugi. Það eru þessar staðreyndir sem skipta máli þegar kosið er til þings en ekki hitt hvort þessi eða hinn maður- inn verður kjörinn. Enda sýnist það breyta litlu, brúnn eða rauður, því allir beygja þingmennirnir sig undir það lögmál ranglætisins sem misvægi atkvæðanna felur í sér. Stjórnmálaumræðan snýst oft um landbúnaðarmál, kvótamál, byggðastefnu, hagkvæmni og sparnað í rekstri ríkisins. Þar eru höfð uppi stór orð og miklar heitstrengingar. En það er deginum ljósara að róttækar breytingar, nýsköpun atvinnulífs eða nútíma viðhorf eiga ekki upp á pallborðið meðan þingið gefur skakka mynd af vilja eða skoðunum meirihluta þjóðarinnar. Við verðum föst í gamla farinu, hagsmunagæslunni, verndarstefnunni, rangri byggðapólitík og þröngum stundarhagsmunum, svo lengi sem ranglátri kjördæma- skipan er viðhaldið. Hér er ekki við einstaka þingmenn að sakast. Þeir eru fulltrúar sinna heimamanna, þeir eru umbjóðendur fólksins heima í héraði, þeir þurfa að passa upp á at- kvæðin sín. Og meðan Reykvíkingar og Reyknesingar horfa niður á tær sínar og einblína á kosningu Péturs eða Páls og hvort einn komi í staðinn fyrir annan, er ekki við því að búast að þrýstingur skapist um breytta skipan alþingis eða nýja kjördæmaskipan. Það er ekki heldur við því að búast að flokkarnir taki af skarið, meðan núverandi fyrirkomulag tryggir þeim aðstöðu, völd og þingmenn sem sitja við kjötkatlana. Sjálfheldan er algjör. Ellert B. Schram „Eitt dæmi um hrun miðstjórnarvaldsins er yfirvofandi matarskortur i Sovétríkjunum í vetur,“ segir m.a. í grein Gunnars. |l|»p ■ iMHPPP 1 ií* 7§ Umbætur í öngstræti Þær róttæku efnahagsumbætur sem Gorbatsjov Sovétforseti hefur beitt sér fyrir byggjast á pólitískum umbótum en nú er útht fyrir að efnahagsumbætur fari fyrir lítið vegna þess að pólitísku umbæturn- ar ganga ekki nógu langt. Shatalín- áætlunin um að innleiða markaðs- búskap í Sovétríkjunum á 500 dög- um er vissulega róttæk en af pólit- ískum ástæðum var eitt mikilvæg- asta ákvæði hennar fellt út þegar hún var samþykkt og gerð mála- miðlun við hugmyndir Ryskofs for- sætisráðherra sem breyta eðli áætlunarinnar. Auk sundurliðaðrar áætlunar um einkavæðingu og sölu ríkis- eigna í áætlun Shatalíns var aðal- efni tillagna Shatalíns að færa ein- stökum lýðveldum alla yfirstjóm efnahagsmála sinna en lýðveldin áttu síðan að framselja hluta þessa valds til sameiginlegrar alríkis- nefndar um efnahagsmál ríkjasam- bandsins. Vonir dofna Þessi nefnd átti að koma í stað núverandi yfirstjómar skrifstofu- báknsins í Moskvu, Gosplans og fleiri stofnana kommúnistaflokks- ins, sem hafa haldið Sovétríkjun- um í efnahagslegum helfjötrum frá upphafi. Þessi sameiginlega efna- hagsnefnd var lykilatriði í yfir- stjóm efnahagsmálanna, hún átti að brjóta skrifræðið, sem stendur öllu fyrir þrifum, á bak aftur. Og ef ríkin 15 hefðu veitt þessari nefnd þau völd sem til stóð hefði hún orðiö lykillinn að einkavæð- ingu sovéska hagkerfisins og getað treyst grundvöll sovéska ríkjasam- bandsins. En þessi nefnd átti að vera óháð kommúnistaflokknum og hún ógnaöi veldi skrifræðisins og forréttindastéttarinnar, nóm- enklatúrunnar. Ryskof forsætisráðherra var and- vígur þessu fyrirkomulagi og með honum allt skrifstofubáknið. Niö- urstaðan varð sú, þegar ákveðið var að taka upp einkavæðingu efnahagslífsins um síðustu mán- aðamót, að efnahagsnefnd lýðveld- anna var ekki stofnuð. í hennar stað verður það sama skrifstofu- báknið og fyrr sem á að sjá um umbæturnar í heild, án þess að hafa þaö umboð sem einstök lýð- veldi mundu hafa veitt fyrirhug- aðri nefnd sem Gorbatsjov sjálfur átti að vera í forsæti fyrir. Þar með er Ijóst að klofningurinn milli miðstjórnarinnar í Moskvu og hinna einstöku lýðvelda mun halda áfram að aukast og vonir dofna um að takast megi að ná tök- um á heildarstjórn efnahagsmál- anna. Þessi sigur íhaldsaflanna í kommúnistaflokki Sovétríkjanna Kjallarinn Gunnar Eyþórsson fréttamaður öllum sviðum mannlífsins var það sem hélt lífinu í fóstum skorðum og lét kerfiö ganga að svo miklu leyti sem það gekk. Nú er allt að fara úr böndunum, alhr þeir smá- flokkar sem upp hafa sprottið geta ekki komið í stað þess miðstjómar- valds sem kommúnistaflokkamir höfðu. Skortur Eitt dæmi um hrun miðstjómar- valdsins er yfirvofandi matarskort- ur í Sovétríkjunum í vetur. Nú í haust varð kornuppskeran sú mesta sem um getur í sögu Sovét- ríkjanna, yflr 250 milljónir tonna af korni sem ætti aö nægja Sovét- ríkjunum. En búskaparhættir í Sovétríkjunum eru með þeim hætti að samyrkjubúin hafa aldrei getað „Þaö sem nú hrjáir Sovétríkin er ekki of mikil valdstjórn héldur hrun vald- stjórnarinnar með upplausn komm- únistaflokkanna án þess aö nokkuö hafi enn komið í staðinn.“ getur ráðið úrslitum um hvemig einkavæðingunni reiðir af og jafn- framt hvort Gorbatsjov tekst að halda Sovétríkjunum saman í einni heild. Tómarúm Sigur íhaldsaflanna í kommún- istaflokknum gengur þvert á þá þróun sem veriö hefur í Sovétríkj- unum. Kommúnistaflokkurinn hefur stöðugt verið að missa tiltrú og áhrif, bæði sovéski flokkurinn og flokkar hinna einstöku lýðvelda. í sex Sovétlýðveldum er flokkurinn þegar áhrifalaus, í Eystrasaltsríkj- unum þremur, Georgíu, Armeníu og Moldavíu, sem hafa þegar lýst yfir fullveldi sínu ráöi andkom- múnísk öfl ferðinni, og í öllum öðr- um Sovétlýðveldum nema tveimur, Hvita-Rússlandi og Khasakstan, hafa kommúnistaflokkarnir lýst yfir sjálfstæði sínu gagnvart yfir- stjórn frá Moskvu. Kommúnistaflokkur Sovétríkj- anna sjálfur er að leysast upp í þrennt, og eftir að flokksþingið í sumar afnam einkarétt kommúni- staflokksins til að fara með stjórn landsins hafa sprottiö upp ótal .flokkar andvígir kommúnistum. Vald flokksins á öllum sviðum er aö riðlast og af þessu tómarúmi í valdstjórninni stafar sú hætta á upplausn sem nú vofir yfir, bæði innan einstakra ríkja og i ríkjasam- bandinu sjáífu. Stjóm flokksins á bjargað uppskerunni í hús hjálpar- laust. Á uppskerutímanum hefur þess vegna kommúnistaflokkurinn á hverjum stað skipulagt hjálpar- sveitir sjálfboðaliða og annarra til að hjálpa við uppskeruna. Nú hlýða menn ekki lengur kalli kommún- istaflokkanna, uppskeran mis- tekst, kom og annar jarðargróður sprettur úr sér eða eyðileggst á ökmnum og ekki síst mistekst öll dreifing. Afleiðingin er að yfir þriðjungur uppskemnnar fer í súg- inn, stórfelldur skortur blasir við á sama tíma og dreifikerfið er í rúst. Ástandið er alvarlegra nú en nokkm sinni fyrr, hungursneyð gæti blasað við sums staðar. Um pólitískar afleiðingar af slíkum skorti þarf ekki að fjölyrða. Þær kerfisbreytingar sem þyrfti tfl að koma í veg fyrir svona lagað stranda á andstöðu skrifræðisins í Moskvu, þess sama skrifræðis sem hefur nú eyðflagt kjamann í efna- hagsumbótaáætlun Gorbatsjovs og Shatalíns. Miðstjómin hefur óhæfileg völd sem fyrr en munurinn er sá aö nú er henni ekki hlýtt, það sem nú hrjáir Sovétríkin er ekki of mikil valdstjóm heldur hmn valdstjóm- arinnar með upplausn kommúni- staflokkanna án þess að nokkuð hafi enn komið í staðinn. Gunnar Eyþórsson r.rom -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.