Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.1990, Qupperneq 32
Þriggjaárabarn
slasaðist í
strætisvagni
Ökumaöur strætisvagns þurfti aö
nauðhemla viö Hamraborgarbrú í
Kópavogi þegar fólksbíl var ekið í veg
fyrir hann síðdegis á miövikudag.
Þriggja ára barn, sem sat í farþega-
sæti, kastaðist fram á næsta sætisbak
og skall meö andlitið á því. Barniö
meiddist á munni. Aö sögn lögreglu
fór þó betur en á horfðist í fyrstu.
Ekki er vitað hver ökumaöur fólks-
bílsins er þar sem hann ók á brott
eftir atvikið. Strætisvagninum var
ekið frá Digranesbrú við Kópavogs-
háls og yfir að Hamraborgarbrú.
Þegar þangað var komið var fólks-
bílnum ekið í veg fyrir hann á öfug-
um vegarhelmingi. Til áreksturs
kom þó ekki en strætisvagnabílstjór-
inn varð að nauðhemla með fyrr-
greindum afleiöingum. -ÓTT
Bílvelta í hálku
áóshlíð
Ökumaður fólksbíls missti stjórn á
ökutæki sínu er hann ók eftir Ós-
hlíðarvegi síðdegis í gær. Bíllinn fór
út af veginum og valt. Ökumann sak-
aði hins vegar ekki. Bíllinn er tölu-
vert skemmdur.
Atvikið varð við þann stað þar sem
kross var reistur tii minningar um
farþega í rútubifreið sem fórust þeg-
ar mikið gijóthrun varð í hlíðinni.
Að sögn lögreglu var mikil hálka á
ísafirði og í nágrenni bæjarins í gær.
-ÓTT
Eldurviðolíu-
tankiOrion
Eldur kviknaði við olíutank í dýpk-
unarskipinu Orion í slipp Stálsmiðj-
unnar þegar verið var að logskera
um hádegisbilið í gær.
Tankurinn var tómur en hann
hafði verið gasmældur. Opið rör lá
út frá tankinum. Engu að síður
kviknaði í en starfsmönnum tókst
að ráða niðurlögum eldsins með
duftslökkvitæki áður en slökkvilið
kom á staðinn. Skemmdir urðu ekki
vegnaeldsins. -ÓTT
Sauðárkrókur:
íkveikjumál
upplýst
Lögreglan á Sauðárkróki hefur
upplýst fjórar tilraunir til íkveikju í
bænum í siðustu viku. Logandi sígar-
ettum var kastað inn um glugga í
þremur íbúðarhúsum og einum bíl.
Ellefu ára drengur játaði þessa
verknaði á sig í gær. _qTT
LOKI
Snemma beygist
Sauðár-krókurinn!
Hætta hefur skapast þegar margir rjúpnaveiðimenn eru á ferð:
Maður fékk högl í and-
IH úr byssu félaga síns
- veiðimenn eru að „skjótast á“, segir talsmaður lögreglu
Karlmaður slasaðist þegar hann með sjúkraflugi. Maðurinn hefur á sumum stöðum. Nokkrir menn „Hins vegar er það misskilningur
fékk högl í andlitið eftir slysaskot verið undir handleiðslu augnlækn- telja sig jafnvel eiga sömu „leyni- að ijúpan liræðist áberandi klæða-
er hann var við ijúpnaveiðar í is í Reykjavík eftir slysið. svæðin“. burð. Ég og félagi minn klæðumst
Reykhólahreppi nýlega. Maðurinn Nokkur hætta hefur skapast þar Að sögn lögreglumanns á lands- alltaf orangelitum göllum og jafn-
var viö veiðar með tveimur öðrum sem ijúpnaveiðimenn hafa verið á byggðinni sem DV ræddi við eru vel húfum þegar við erum viö veið-
mönnum. Skot hjjóp úr byssu ann- ferð. Hefur svæði á Hellisheiðinni „menn hreinlega að skjótast á. ar. Rjúpnaveiðimcnn ættu að vera
ars félaga hans og lentu högl í and- til að mynda verið kallað Víetnam Þetta er mikiö vandamál,11 sagði í sliku þegar þeir eru á veiðum -
litimannsins-meðalannarsíann- og er þá átt viö fjölmcnni byssu- hann. þásjáþeir hver annan betur. Rjúp-
aö augað. manna á fyrstu dögum skotveiði- Einar Páll Garðarsson hjá Veiði- an hræðist ekki liti eða menn. En
Ekið var með manninn til læknis tímabilsins - margir safnast saman húsinu segir að mesta hættan á að ef menn eru með byssur í höndun-
í Búðardal. Að lokinni umönnun samtímis á sömu veiðisvæðunum. veiðimenn verði fyrir skoti frá öðr- um verða þeir að fara mjög var-
þar var sú ákvörðun tekin um að Á hinn bóginn hafa veiðimenn oft um sé „þegar rjúpan er komin í lega, sagði Einar Páll.
sendaþannslasaðatilReykjavíkur á tíðum ekki vitað hver af öðrum kiarr“. -ÓTT
Nemendafélag Fjölbrautaskólans við Ármúla er orðið þekkt fyrir að fara ótroðnar slóðir við
meðhöndlun félaga sinna, hvort heldur er við busavígslur eða annað. í gær fannst þeim held-
ur kalt í veðri og napurt og buðu þess vegna öllum nemendum skólans í pylsupartí. Grillaðar
voru um 900 pylsur sem eflaust hafa hlýjað loppnum nemendum í kuldanum.
DV-mynd GVA
Bráðabirgðalögin:
Stefán Valgeirs-
son vill álit
umboðsmanns
Alþingis
„Ég mun ekki styöja bráðabirgða-
lögin, sem sett voru á BHMR, að
óskoðuðu máli. Ég mun á mánudag-
inn leggja fram þingsályktunartil-
lögu þar sem lagt er til að þingið feli
forsetum þess að leita álits umboðs-
manns Alþingis á því hvort bráða-
birgðalögin eru stjórnarskrárbrot.
Ef svo er mun ég að sjálfsögðu ekki
styðja lagasetninguna," sagði Stefán
Valgeirsson alþingismaður í samtali
við DV í morgun.
Ef reiknað er með að stjórnarand-
staðan verði öll á móti lögunum, sem
og Geir Gunnarsson og Hjörleifur
Guttormsson, en þeir hafa lýst yfir
andstöðu viö þau, þá myndu bráða-
birgðalögin falla á jöfnum atkvæðum
í neðri deild Alþingis.
Stefán benti á að ríkisstjórnin ætti
auðvitað ýmsa leiki í stöðunni. Hún
þyrfti ekki að taka málið fyrir fyrr
en í þinglok. Þá væri eflaust hægt
að semja við einhverja andstæöinga
bráðabirgðalaganna um að vera fjar-
staddir þegar atkvæðagreiðslan fer
fram, svo dæmi séu nefnd.
Með þingsályktunartillögu Stefáns
Valgeirssonar gerist það í fyrsta sinn
að þingmenn leggi til að leitaö sé álits
umboðsmanns Alþingis.
-S.dór
Veðrið á morgun:
Frost víðast
hvar
Á morgun verður hæg norðlæg
átt um austanvert landið en lík-
lega komin suðvestlæg átt á Vest-
fjörðum. Bjart veður um mestallt
landið, þó líklega smáél á annesj-
um noröaustaniands. Frost víö-
ast hvar, jafnvel um hádaginn.
= HONFEKT
Heildsöludreifmg sími: 91- 41760