Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.11.1990, Side 2
Fréttir MÁM:í)AGUR ö. NÓVEBFBER1990. Mikil leit að 25 ára gömlum Tálknfirðingi á 9,9 tonna bát í gær: Samband rofnaði þegar brot reið yf ir bátinn kom fram heill á húfi 1 Ólafsvík eftir hrakninga 1 Látraröst Gísli Marteinsson, 25 ára gamall Tálknfiröingur, kom fram heill á húfl í Ólafsvík um áttaleytiö í gær- kvöldi en hans var saknað á bátnum Sverri BA, 9,9 tonna trillu af gerðinni Gáski 1000 í gær. Röskur tugur báta, varöskipiö Ægir og þyrla Landhelg- isgæslunnar leituðu aö Gísla á Breiöafirði og við Látrabjarg fram á kvöld í gær. Báturinn fékk brot á sig í Látra- röstinni. Rúöa brotnaði í stýrishús- inu og flæddi sjór yfir stjórntækin og talstöðina. Kollegi Gísla, á Ingþóri Helga, sem hafði farið í samfloti með honum frá Tálknafirði, hafði misst sjónar af Sverri BA og talstöðvar- samband við bátinn rofnaöi skyndi- lega þegar brotið reið yfir. „Ég fór rétt fyrir hádegiö áleiðis til Ólafsvíkur. Ingþór Helgi lagði af stað rétt á eftir. Hann var búinn að ná mér í Röstinni. Þar var ég síðan kom- inn inn í stórbrot áður en ég vissi af. Ef ég hefði vitaö hvernig þetta var hefði-ég snúið við. En ég varð að halda áfram. Svo kom brot og mið- glugginn brotnaði í stýrishúsinu. Sjórinn fór í vistarverurnar og yfir öll tækin og ég missti strax allt tal- stöðvarsamband. Maðurinn á Ing- þóri Helga hafði verið í stöðugu sam- bandi við mig og var að tala við mig þegar þetta gerðist. En svo heyrði hann ekkert svar frá mér eftir að brotið kom á bátinn," sagði Gísh í samtali viö DV stuttu eftir að hann kom í land í gærkvöldi. „Ég þurfti að skáskjóta mér inn með Látrabjargi til að fá næði til aö negla fyrir gluggann. Mér tókst að spenna plötu fyrir,“ sagði Gísli. Hann sagði að ekki hafi verið mjög hvasst við Látrabjarg þar sem brotið reið yfir. Hins vegar verður sjór mjög ókyrr við Látrabjarg þegar vindur blæs á móti sterkum straumnum. „Ég lagði ekki í að fara til baka og dólaði því í rólegheitunum suðureft- ir. Þetta var barningur á móti hjá mér suður að miðjum Breiðafirði. Þetta var svo ágætt þaö sem eftir var.“ Gísli sagðist ekkert hafa orðið var við bátana og þyrluna sem voru að leita af honum. „Ég hefði skotið upp neyðarflugeldi ef ég hefði bara vitað af þyrlunni", sagði hann. Gísli verður háseti á Sverri BA í vetur en hann ætlar að róa frá Ólafs- vík með fóður sínum Marteini Gísla- syni sem er eigandi bátsins. GísU var meðal annars að flytja bjóð frá Tálknafirði til Ólafsvíkur í þessari ferð. Hann reiknar með að það taki rafvirkja um þrjá daga að gera við skemmdirnar. Talstöð, radar, dýpt- armælir, lóran og miðstöð blotnuðu þegar brotið kom inn um gluggann. -ÓTT Alþýðubandalagiö á Reykjanesi: Ólaf ur fær sætiGeirs þátt í ríkisstjórn v» semjum ekki hætt að skipta kjömum fulltrúum út á miðju kjörtímabili „Þaö var samþykkt á landsfundi KvennaUstans aö skipta ekki út kjörnum fuUtrúum KvennaUstans í sveitarstjómum eöa á Alþingi á miðju kjörtímabili nema brýna nauðsyn bæri til, sagði Elín Stephen- sen kvennaUstakona. Þar með er aflögð sú regla að kvennalistakonur sitji ekki lengur en 6 ár á þingi eða í bæjar- og sveitar- stjómum. Landsfundur Kvennalistans var haldinn um helgina í Hrafnagilsskóla í Eyjafirði og sóttu fundinn tæplega 100 konur alls staðar af að landinu. Húsnæðismál voru mjög til umræðu á fundinum og var mörkuð ný af- staða í þeim málaflokki sem felur meðal annars í sér að hækka beri vexti í almenna húsnæðislánakerf- mu. Fundurinn telur að nauðsynlet aö hækka vexti á húsnæöislánum og loka þegar í stað almenna húsnæðis- lánakerfmu frá 1986 en hlúa þess í staö að húsbréfakerfmu. Fundurinn tók einnig afstöðu til þátttöku í ríkisstjóm og segir í álykt- un þar að lútandi: „Það er kominn tími til þess að skapa á íslandi þjóð- félag jafnréttis, öryggis og velsældar, til þess höfum við allar forsendur. Konur eiga næsta leik og Kvennalist- inn ætlar aö taka til í stjórnkerfmu. Með þátttöku sinni í stjórnmálum er Kvennalistinn að leita eftir umboði frá kjósendum til aö vinna að gagn- gemm umbótum konum og þjóðfé- laginu til hagsbóta. Af því leiðir að KvennaUstinn sækist eftir þátttöku í ríkisstjórn. Hins vegar viljum við vera ábyrgar gangvart kjósendum okkar og sýna þeim þá virðingu að láta ekki af grundvallar stefnumið- um okkar þó í boði séu ráðherrastól- ar. Aðild íslendinga að EB var sömu- leiðis rædd nokkuð en KvennaUstinn hafnar aðUd að bandalaginu aö svo komnu máli þar sem það er í and- stööu viö hagsmuni kvenna. Að sögn Elínar voru landbúnaðar- mál einnig nokkuð í brennidepli á fundinum en ekki tókst aö móta stefnuna í þeim málaflokki sökum þess að fundarkonur vildu gefa sér betri tíma til að móta heUdstæða stefnu í landbúnaðarmálunum. -J.Mar upp á lækkun „Viö munum ekki semja upp á lækkun olíuverðstengingarinnar. Við höfðum samið við Farmanna- og fiskimannasambandið og þeir feUdu þann samning. Þeir hafa boðað verk- faU og þeir verða að taka afleiðingum gerða sinna og svipta þar með fjölda verkafólks atvinnunni fyrir jólin,“ sagöi Kristján Ragnarsson, formaður Landssambands íslenskra útvegs- manna. „Sjómenn hafa fengið meiri hækk- anir en alhr aðrir launþegar á þessu ári. Afurðaverð hjá sjómönnum hef- ur hækkað um 30 prósent síðan um síðustu áramót og þó af því gangi núna átta prósent er þaö ekkert til að kvarta undan. Sjómenn eru ráðn- ir upp á hlutaskipti þeir eru því ekki eins og venjulegir launþegar. Þeir eiga hluta af aflanum með okkur og þar með hluta af kostnaðinum." - Býstu þá við að deUan endi stál í stál og það komi tU verkfalls? „Það eru þeir sem setja stál í stál, við höfum samiö við þá. Stjórn Far-' manna- og fiskimannasambandsins gat ekki komið samningi í gegn sem þeir skrifuðu undir. Þeir verða þvi að leysa sín mál á eigin heimavelli en ekki hjá okkur. Maður yrði náttúrlega að búast við að þeir aílýstu verkfalli sem er boðaö með jafnveikum bakgrunni og þetta er. Það tóku fáir sjómenn þátt í at- kvæðagreiðslu um samningin og hann var feUdur með litlum mun “ sagði Kristján. -J.Mar „Konur eiga næsta leik“ var yfirskrift iandsfundarins. DV-mynd gk Landsfundur Kvennallstans um helgina: Tilbúnar að taka Kristján Ragnarsson um olíuverðstenginguna: „Það er leyndarmál sem aUir vita að Ólafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, mun skipa fyrsta sætið á lista flokksins í Reykja- ,nesi í komandi kosningum," sagði einn af áhrifamönnum flokksins á Reykjanesi, í samtali við DV. Ölafur Ragnar kvaðst hins vegar ekki ræða það viö fjölmiðla hvort hann hygðist skipa fyrsta sætið á hsta flokksins í kjördæminu. Aðalfundur kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins á Reykjanesi var haldinn síðastliðinn laugardag. Á fundinum var skipuð 7 manna kjör- nefnd sem mun ákveða framboösmál flokksins í Reykjaneskjördæmi. „Alþýðubandalagsfélögin í Garðabæ og MosfeUsbæ skoruðu á fundinum á Ólaf Ragnar að taka fyrsta sætið á framboöslistanum. En þessum tillögum var vísað tU kjör- nefndar. Það er svo í verkahring nefndarinnar að fjalla um framboðs- mál flokksins og ákveöa hvort hún efnir til prófkjörs eða hvort hún stUl- ir upp framboðslista. Kjömefndin hefur fullt umboð frá kjördæmisráð- inu aö ákveöa hvor leiðin veröur far- in,“ segir Valþór Hjörleifsson. Að sögn alþýðubandalagsmanna á Reykjanesi hefur ekkert annað nafn en Ólafs Ragnars boriö á góma tU aö Geir Gunnarsson lysir því yfir að hann ætli að draga sig í hlé. DV-mynd Hanna skipa fyrsta sætið á lista flokksins á Reykjanesi og ríkir fullkomin eining um að hann taki sætið. Um hverjir munu skipa sætin þar fyrir neðan er hins vegar aUt á huldu. Framboðs- mál hafa verið í óvissu vegna þess að menn vissu ekki hvað Geir Gunn- arsson myndi gera en hann lýsti því yfir á fundinum á laugardag að hann ætlaðiaðdragasigíhlé. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.