Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1990, Qupperneq 2
Fréttir
Umræður innan stjómarflokkanna:
Þingrof fyrir jól og
kosningar í f ebrúar
- ríkisstjómin telur sig hafa mikinn meðbyr um þessar mundir
„Segja má að það sé í kortunum
aö rjúfa þing fyrir jól og efna til þing-
kosninga í byrjun feþrúar. Aö sjálf-
sögðu er ekkert ákveðið í þessu efni.
Hugmyndin nýtur hins vegar mikils
fylgis meðal þingmanna stjórnar-
flokkanna enda telja menn að stjóm-
arflokkanir séu nú í uppsveiflu sem
beri að nýta,“ sagði einn af stjórnar-
þingmönnunum í samtali við DV í
gær.
Vikugömul hugmynd
Alveg síðan sjálfstæðismenn héldu
blaðamannafund sinn fyrir viku þar
sem tilkynnt var að þingflokkurinn
mundi greiða atkvæöi á móti bráða-
birgðalögunum, hefur umræðan um
þingrof og kosningar verið til um-
ræðu.
DV fékk það staðfest í viðræðum
við þingmenn og ráðherra allra
Fréttaljós
Sigurdór Sigurdórsson
stjórnarflokkanna í gær að hug-
myndinni um þingrof fyrir jól og
kosningar í byrjun febrúar vex fylgi
meðal þeirra dag frá degi.
Steingrímur efins
Samkvæmt heimildum DV hefur
þetta mál komið til umræðu inn á
þingflokksfundi Framsóknarflokks-
ins. Þar voru flestir þessu sammála..
Sá eini sem hafði uppi efasemdir var
sá sem þessu ræður endanlega,
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra, Þá hefur þetta verið rætt
í hópi alþýöubandalagsmanna og í
röðum þingmanna Alþýðuflokksins.
Forseti Sameinaðs alþingis, Guðrún Helgadóttir, og Ólafur Ragnar Gríms-
son fjármálaráðherra stinga saman nefjum. Stjórnarþingmenn ræða nú um
að rjufa þing fyrir jól. DV-mynd GVA
Menn eru að tala um að afgreiða
bráðabirgðalögin og íjárlagafrum-
varpið fyrst og rjúfa síðan þing.
Meðbyr stjórnarinnar
Þeir stjórnarþingmenn sem DV
ræddi viö um málið bentu á nokkur
atriði sem mæla með því að gera
þetta. í fyrsta lagi benda menn á að
eftir samþykkt sjálfstæðismanna á
dögunum sýni skoðanakönnun DV
að stjórnarflokkarnir hafi mikinn
meðbyr um þessar mundir. Stutt
kosningabarátta myndi því nýtast
þeim vel.
Stjórnarflokkarnir geti bent á að
búið sé að afgreiða fjárlög og bráð-
birgðalög. Því muni þeir leggja spilin
á borðið fyrir kjósendur með þessum
orðum: Hér er hreint borð og stöðug-
leiki. Vilja menn þjóðarsátt og stöð-
ugleika eða það sem sjálfstæðismenn
vildu, fella bráöbirgðalögin og rjúfa
þjóðarsáttina.
Stjórnarþingmenn benda á að ef
kosið yrði í byrjun febrúar væri
hægt að láta kosningabaráttuna snú-
ast um þetta. Ef kosið yrði í vor væri
þetta farið að dofna í vitund kjósenda
og annað gæti verið komið upp sem
kosningabaráttan myndi snúast um.
Óvissa um dómsniðurstöðu
En það sem stjórnarflokkarnir eru
hræddastir við eru úrslit þess máls
sem BHMR rekur nú fyrir dómstól-
um um að bráðabirgðalögin brjóti í
bága við stjórnarskrána. Stjórnar-
þingmenn og ráðherrar hafa allir
sagt að það hafi aldrei hvarflað að
þeim að félagsdómur félli ríkisstjórn-
inni í óhag í sumar er leið. Þess vegna
gæti allt eins farið svo að dómur í
undirrétti um bráðabirgðalögin nú
félli alveg eða að hluta ríkisstjórn-
inni í óhag. Það yrði hreinn dauða-
dómur fyrir stjórnarflokkana að fá
það yfir sig í miðri kosningabaráttu
undir vorið.
Það er sagt að sólarhringur sé lang-
ur tími í pólitík. Það er um það bil
hálfur mánuður fram að jólafríi
þingmanna. Á þeim tíma getur margt
gerst. Það skyldi enginn verða hissa
þótt þing yrði rofið og boðað til kosn-
inga áður en það veröur heilagt.
Ríkisendurskoðun um framkvæmdimar í Þjóðleikhúsinu:
Stjómvöld bratu lög til
að flýta endurbyggingu
- ónógur undirbúningur, hár hönnunarkostnaður og ágreiningur leiðir til aukins kostnaðar
I nýrri skýrslu Ríkisendurskoðun-
ar um endurbæturnar á Þjóðleik-
húsinu kemur fram hörð gagnrýni á
stjórnvöld og fullyrt að ekki hafi ver-
ið farið að lögum um skipan opin-
berra framkvæmda. Sagt er að alltof
skammur tími hafi verið ætlaður í
undirbúning og hönnun á verkinu
og að framkvæmdir hafi hafist þrátt
fyrir að ekki hafi legið fyrir fullnægj-
andi áætlanir um hönnun, nýtingu
og kostnað.
í skýrslunni kemur fram að mál-
efni Þjóðleikhússins hafi komið ári
of seint til umfjöllunar hjá sam-
starfsnefnd um opinberar fram-
kvæmdir en samkvæmt lögum beri
henni aö rannsaka. frumathuganir
og áætlanir áður en ráðist er í fram-
kvæmdirnar.
Nefndin fékk hins vegar málið fyrst
til umfjöllunar í byrjun þessa árs eða
eftir að fjárveiting hafði verið sam-
þykkt til framkvæmdanna og meira
en ári eftir að menntamálaráðherra
fékk áht nefndar um hvernig staðið
skyldi að verkinu. Þá var einnig ár
liðið síðan byggingarnefnd vegna
endurbótanna hafði tekið til starfa.
Ríkisendurskoðun segir að auk
ónógs undirbúnings hafi ýmsir aðrir
þættir tafið verkið óþarflega og aukið
kostnað. Bent er á að mikill ágrein-
ingur hafi verið uppi milli byggingar-
/
nefndar og verkefnisstjóra annars
vegar og hins vegar Húsameistara
ríkisins um valdsvið, greiðslur
ábyrgð, hlutverkaskipti ogtímaskort.
Samkvæmt úttekt Ríkisendurskoð-
unar á kostnaði við framkvæmdirn-
ar má áætla aö heildarkostnaðurinn
við fyrri áfanga endurbyggingarinn-
ar verði um 40% hærri en gert var
ráð fyrir í áætlun sem lögð var fyrir
Alþingi í lok síðasta árs. Þar var gert
ráð fyrir að kostnaðurinn yrði um
632 milljónir en nú þykir fyrirséð að
hann verði allt aö 900 milljónir
króna.
Athygli vekur að kostnaður vegna
hönnunar og umsjónar er þegar orð-
inn 178 milljónir. Að mati Ríkisend-
urskoðunar má að stórum hluta
rekja þennan háa kostnað til endur-
hönnunar vegna breyttra forsendna,
ónógs undirbúnings og tímaskorts.
Af þessari upphæð runnu um 50
milljónir til Húsameistara ríkisins.
Ljóst þykir að þessi upphæö á eftir
að hækka verulega vegna verkþátta
sem ekki er enn hafin vinna við.
Gera má ráð fyrir að í allt verði
kostnaðurinn vegna hönnunar og
umsjónar með endurbyggingu Þjóð-
leikhússins vel á þriðja hundrað
milljónir.
-kaa
FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990.'
Bráðabirgðalög ríkisstjórnar-
innar komu til 2. umræðu í neðri
deild Alþingis í gær eftir að fjár-
hags- og viðskiptanefnd deildar-
innar hafði afgreitt þau.
Þrjú áht bárust frá nefndinni. í
fyrsta lagi áht meirihluta nefnd-
arinnar en hann skipa fuhtrúar
stjórnarflokkanna með Pál Pét-
ursson sem leiðtoga. Minnihluti
nefndarinnar klofnaði og skilaði
Þórhildur Þorleifsdóttir séráliti
fyrir Kvennalista og Friðrik Sop-
husson fyrir Sjálfstæðisflokk.
Það vekur athygli að Matthías
Bjarnason skrifaði ekkí undir
álítið með Friðriki Sóphussyní. í
lok álitsins segir að Matthías hafi
ekki verið viðstaddur lokaaf-
greiðslu málsins vegna veikinda.
Meirihluti fjárhags- og við-
skiptanefndar leggur til að bráða-
birgðalögin verði samþykkt.
Friðrik Sophusson segir í sínu
áliti að Sjálfstæðisflokkurinn geti
ekki staðið að slikri aðgerð sem
setning bráðabirgðalaganna sé og
því beri að feha þau. Þórhhdur
Þorleifsdóttir segir í sínu áliti að
ríkisstjórnin hafi með þessum
bráðabirgðalögum sýnt hroka og
virðingarleysi fyrir lýðræði og
mannréttindum. Því eigi að fella
bráðabirgðalögin.
-S.dór
Ásgeir Hannes
villfækka
þingmönnum
Ásgeir Hannes Eiríksson, þing-
maður Borgaraflokks, hefur lagt
fram frumvarp á Alþingi til
breytinga á stjórnarskránni. Þar
leggur hann th að þingmönnum
verði fækkað úr 63 í 43. Landinu
verði skipt í 22 sem næst jafnfjöl-
menn kjördæmi. Mesti leyfilegi
munur á því kjördæmi sem fæsta
hefur og þess sem flesta hefur
verði 5 prósent. Kjörnir verði 22
þingmenn einfaldri meirihluta-
kosningu í jafnmörgum kjör-
dæmum, en 21 af landslistum.
Jafnframt leggur hann til að Al-
þingi veröi breytt í eina málstófú.
I frumvarpinu er einnig að
finna nokkrar aörar veigaminni
breytingar.
Ef þessar breytingar, sem Ás-
geir Hannes leggur til, hefðu ver-
ið í gildi við síðustu kosningar
hefði þingmannafjöldin skipst
þannig á flokkana: Alþýðuflokk-
ur 7 þingmenn, Framsóknar-
flokkur 8, Sjálfstæðisflokkur 12,
Alþýðubandalag 6, Borgaraflokk-’
ur 5 og K vennalisti 5 þingmenn.
-S.dór
Fiskverðs-
ákvörðun
frestað
Verðlagsráö sjávarútvegsins
hefur nú frestað ákvörðun um
fiskverð til 17. desember þar sem
ekki hefur enn tekist samkomu-
lag í nefndinni um hvort fiskverð
skuli gefið frjálst eða ekki.
Fulltrúar fiskseljenda, sjó-
manna og útgerðarmanna höföu
sameinast um thlögu nm frjálst
fiskverö. Fiskkaupendur vhja
hins vegar ekki fahast á þann
kost nema að uppfyhtu því skil-
yröi að eingöngu verði fluttur út
óunninn fiskur sem fari beint á
diska neytenda en það þýðir að
Aflamiðlun fær ekki leyfi til að
leyfa útflufihng á ferskum fiski
th vinnslu erlendis. Nú hafa
menn tekið sér vikufrest til að
skoða þessi mál nánar. -J.Mar