Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1990, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990, 9 Utlönd íraksforseti: Bandaríkin: Styðja ekki alþjóð- lega friðarráðstef nu James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vísaði í gær á bug fréttum um að Bandaríkin kynnu að styðja ályktun Öryggisráðs Samein- uðu þjóðanna um alþjóðlega friðar- ráðstefnu um Miðausturlönd. Utanríkisráðherrann sagði í ávarpi hjá utanríkismálanefnd fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings að Banda- ríkin mæltu ekki með því að alþjóð- leg ráðstefna um deilu ísraela og Palestínumanna yrði haldin. Þessi ummæli ráðherrans þykja þó ekki varpa ljósi á hvaða afstöðu Bandaríkin taki vegna ályktunar sem nú er til umræðu í Öryggisráð- inu um meðferð ísraela á Palestínu- mönnum á herteknu svæðunum. Bandarískir fulltrúar hafa reynt að milda orðalagið og sent tillögur til yfirvalda í Washington til íhugunar. í þeim er friðarráðstefna nefnd. Baker sagði að Bandaríkin hefðu stöðugt neitað að tengja Persaflóa- deiluna deilumálum ísraela og Palestínumanna. Vegna Persaflóa- deilunnar væri ekki réttur tími til halda alþjóðlega friðarráðstefnu. ísraelar hafa ætíð verið mótfallnir slíkri ráðstefnu og í gær sagði forsæt- isráðherra þeirra, Yitzhak Shamir, að þeir myndu ekki láta aðra taka ákvarðanirfyrirsig. Reuter Skólablússur. Litir: svartur, grænn. Verð kr. 5.900. Hermannaskór. Litur svartur. Verð kr. 5.900. VINNUFATABÚÐIN Laugavegi 76, sími 15425 - Kringlunni, 3. hæð, sími 686613 Allir gíslar f á f ararleyf i Bandarísk yfirvöld lýstu í gær ánægju vegna loforðs Saddams Huss- ein íraksforseta um að öllum erlend- um gíslum verði sleppt fyrir jól eða áramót en ítrekuðu jafnframt'að for- setinn yrði að kalla heim hermenn sína frá Kúvæt skilyrðislaust. Á fundi hjá Atlantshafsbandalaginu í gær hvöttu Bandaríkjamenn Evr- ópuríki til að senda fleiri hermenn og flugvélar til Persaflóasvæðisins. Sendiherra Jemens hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í viðtali við banda- ríska sjónvarpsstöð að Saddam hefði ákveðið að sleppa öllum útlending- um eftir fund með Hussein Jórdaníu- konungi, Arafat, leiðtoga Frelsis- samtaka Palestínu, og varaforseta Jemens. Bush Bandaríkjaforseti, sem nú er í heimsókn í Chile, sagði að halda yrði áfram þrýstingnum á íraksfor- seta. Hann yrði að fara eftir ályktun- um Sameinuðu þjóðanna án nokk- urra skilyrða. Samtökin hafa sam- þykkt tólf ályktanir þar sem krafist er brottfarar íraka frá Kúvæt. Ein ályktunin heimilar íjölþjóðahernum við Persaflóa að beita valdi eftir 15. janúar til að frelsa Kúvæt. Bush vísaði á bug vangaveltum um að loforðið um frelsi til handa gíslun- um væri hluti af leynilegum samn- ingum um lausn Persaflóadeilunnar. Hann lagði á það áherslu að hann myndi ekkií taka upp leynilegar samningaviðræður við utanríkisráð- herra íraks, Tareq Aziz, sem væntan- legur er til Washington eftir um það bil tíu daga. Bandarísku gíslarnir í írak og Kú- væt eru um eitt þúsund en breskir gíslar eru um fjórtán hundruð. Margir þeirra eru í haldi á hernaðar- lega mikilvægum stöðum. Flest bresku dagblöðin hvöttu í morgun til varkárni og sögðu að miðað við fyrri reynslu gæti Saddam skipt um skoðun varðandi heim- fararleyfi gíslanna. Breskir embætt- ismenn sögðu að gera mætti ráð fyr- ir að nokkrir gíslanna, sem verið hefðu við störf í írak gætu þurft að ljúka samningsbundinni vinnu áður en þeir fengju að fara heim. ATtTVó SKUGGSJA BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS SF MYNDIR ÚR LÍFIPÉTURS EGGERZ, FYRRVERANDI SENDIHERRA GAMAN 0G ALVARA PÉTUR EGGERZ Pétur Eggerz segir hér fyrst frá lífi sínu sem lftill drengur f Tjarnargötunni f Reykjavík, þegar samfélagið var mótað af allt öðrum viðhorfum en nú tíðkast. Síðan fjallar hann um það, er hann vex úr grasi, ákveður að nema lögfræði og fer til starfa í utanríkis- þjónustunni og gerist sendiherra. Pétur hefur kynnst miklum fjölda fólks, sem hann segir frá í þessari bók. KENNARI Á FARALDSFÆTI MINNINGAR FRÁ KENNARASTARFI ■AUÐUNN BRAGISVEINSSON Auðunn Bragi segir hér frá 35 ára kennara- starft sfnu í öllum hlutum landsins. Hann greinir hér af hreinskilni frá miklum Qölda fólks, sem hann kynntist á þessum tíma, bæði til lofs og lasts. Hann segir hér frá kennslu sinni og skólastjórn á fimmtán stöðum, m.a. á Akranesi, Hellissandi, Bol- ungarvík, Ólafsfirði, Skálholti, Kópavogi og í Ballerup í Danmörku. Japanskir gíslar í Bagdad fagna tilkynningunni um heimfararleyfi handa öllum útlendingum. í miðju er þingmaðurinn Inoki sem fór til íraks til að reyna að fá landa sína látna lausa. Símamynd Reuter Stjórnarerindrekar í Bagdad voru bjartsýnni en bandarískir og breskir ráðamenn. Sögðu þeir að þessi óvænta stefnubreyting Saddams gæti verið fyrirboði þess að hann drægi allt herlið sitt til baka frá Kú- væt. Alþjóðlegir viðskiptaaðilar voru einnig bjartsýnir. Verð á hráolíu lækkaði í gær í kjölfar fréttarinnar um að öllum gíslum verði sleppt. Fór verðið á tunnuna niður í 26,40 dollara á markaði í New York. íraska þingið mun í dag fjalla um fyrirskipun Saddams um heimfarar- leyfi gíslanna. , Reuter BÍLDUDALSKÓNGURINN ATHAFNASAGA PÉTURS J. TH0RSTEINSS0NAR ÁSGEIR JAKOBSSON Þetta er saga Péturs J. Thorsteinssonar, sem var frumherji f atvinnulífi þjóðarinnar á síðustu áratugum nftjándu aldar og fyrstu áratugum þeirrar tuttugustu; saga manns, sem vann það einstæða afrek að byggja upp frá grunni öflugt sjávarpláss; hetjusaga manns, sem þoldi mikil áföll og marga þunga raun á athafnaferlinum og þó enn meiri í einkalffinu. SONURSÓLAR RITGERÐIR UM DULRÆN EFNI ÆVAR R. KVARAN Ævar segir hér frá faraónum Ekn-Aton, sem dýrkaði sólarguðinn og var langt á undan sinni samtfð. Meðal annarra rit- gerða hér eru t.d.: Sveppurinn helgi; Haf- steinn Björnsson miðíll; Vandi miðilsstarfs- ins; Bréf frá sjúklingi; Miðiilinn Indriði Indriðason; Máttur og mikilvægi hugsun- ar; Er mótlæti í lffinu bpl?; Himnesk tónlist; Hefur þú lifað áður?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.