Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1990, Side 12
12
FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990.
Spumingin
Ertu búin(n) að
kaupa jólagjafirnar?
Guðrún Eyjólfsdóttir nemi: Nei, en
aðeins farin að hugsa fyrir því.
Anna Gulla Rúnarsdóttir fatahönn-
uður: Nei, en búin aö velja nokkrar.
Fríða Hafberg hótelstýra: Ég var
búin að kaupa þær allar í september.
Tvö síöustu árin hef ég veriö svona
snemma í því og fmnst þaö mikill
munur.
Svanborg Frostadóttir nemi: Nei, ég
er bara rétt byijuð og hef keypt fjór-
ar af tuttugu.
Jón Helgason sendibílstjóri: Hvaö
heldurðu? Ég lauk því fyrir þremur
dögum.
Oddný Sigmundsdóttir húsmóðir:
Ekki allar en er langt komin.
Lesendur______________
Mikið grín,
mikið gaman
Vilhjálmur Vilhjálmsson skrifar:
Það hefur sannarlega verið happa-
fengur fyrir þjóðina að fá svonefnt
„þingrofsmál" í þjóðarumræðuna á
þessum síðustu og dimmustu stund-
um ársins. - Og sérstaklega hefur
þjóðin fagnað því að fá tvennar al-
vöru stjórnmálaumræður sama
kvöldið á sjónvarpsskjánum - fyrst
á Stöð 2, þar sem Davíð Oddsson og
Halldór Asgrímsson öttu kappi sam-
an um þjóöarsáttina, og svo síöar um
kvöldiö er Davíð kom aftur og með
honum Steingrímur Hermannsson
forsætisráöherra.
Hér var um hressilega törn að ræða
og það sem vakti athygli fólks öðru
fremur, að ég tel, var það- að Davíð
Oddsson skyldi takast á við báða
Davið, Halldor og Steingrimur tóku
almenning?
valdamestu forystumenn Framsókn-
arflokksins. Það sem mér fannst
standa upp úr eftir þættina tvo var
sú staðreynd aö þjóðarsáttin, bráða-
birgöalögin og allt hitt sem þeim
tengist og rætt er á Alþingi eða í öðr-
um sölum vítt og breitt um borgina
er algjört hjóm í augum þessara
ráðamanna. Almenningi ætlar hins
vegar að verða ofviða að kyngja því
að verið sé aö spila með hann.
Kom ekki Halldór Ásgrímsson ráð-
herra af íjöllum þegar Davíð ýjaöi
að því að launþegar heföu lagt hart
að sér með að samþykkja þjóðarsátt-
ina? Hann áttaði sig þó síðar og lét
sem hann þekkti vel til þeirra mála.
- En Halldór er ekki einn um að líta
fram hjá hlutverki launþeganna í
hressilega törn i sjónvarpsviðræðum
spilverkinu mikla um þjóðarsáttina.
Allir þingmenn hafa á einn eða ann-
an hátt tekið að sér að blekkja hinn
þögla meirihluta til þess að gefa for-
ystumönnum verkalýðs og vinnu-
veitenda svigrúm til að taka höndum
saman við ráðamenn þjóðarinnar og
fá almenning til að axla alfarið byrð-
arnar af þjóðarsáttinni.
Svona þættir eins og sjónvarps-
stöðvarnar sýndu sl. þriðjudags-
kvöld eru engu að síöur viss upplyft-
ing og fólk metur þaö að fá þó þetta
út úr spilverkinu. Mikið grín og mik-
ið gaman eitt kvöld getur breytt af-
stöðu sumra og alltaf eru einhverjir
sem fullyrða að öllu gi’íni fylgi þó
einhver alvara.
sl. þriðjudag. - Voru þeir að blekkja
Allt fæst í Amsterdam
Keflvíkingur skrifar:
Margir hér í bæ leggja nú leið sína
í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og eru á
leið úr landi, aðallega til nálægra
borga, svo sem Glasgow og Amster-
dam, til að versla fyrir jólin. - Amst-
erdam virðist hafa vinninginn þar
sem allt er sagt fást þar á mun betra
verði en hér.
En sennilega eru Keflvíkingar ekk-
ert einkennandi fyrir þessa ferða-
gleði umfram aðra landsmenn. Þaö
er ekkert launungarmál að gjafavör-
ur og fatnaður er orðinn svo dýr hér
á landi aö fyrir jól eða aðra árvissa
viðburði, svo sem fermingar á vorin,
er hagstæðara að kaupa farmiða á
tilboðsverði til nálægra landa til þess
eins að gera innkaup. Blessunarlega
fyrir þetta fólk hafa tollyfirvöld ekki
séð ástæðu til þess að legga hald á
svona varning fari hann ekki fram
úr öllu hófi.
Þetta er hins vegar að sjálfsögðu
ekki vísasti vegurinn til að efla iðnað
eða verslun í okkar landi. Og því
lengur sem þessi hefð varir þeim
mun erfiðara verður að setja hömlur
gegn þessum ferðum - ef það er þá
yfirleitt nokkuð æskilegt. Annað er
þó auðvitað til ráða og það er að
semja sig að háttum þeirra þjóða sem
bjóða lægra verðlag og frjálsari við-
skiptahætti. Það kemur að því hvort
eð er, t.d. þegar og ef við tengjumst
Evrópubandalaginu eða öðru svip-
uðu markaðssvæði með beinum
hætti.
Margsinnis hefur verið talað um
að tengja gjaldmiðil okkar annarri
sterkri mynt til þess að treysta okkar
eigin gjaldmiðil og fá fólkið til að
virða hann. Þetta ætlar hins vegar
að dragast illu heilli. Þessi fram-
kvæmd myndi óneitanlega styrkja
allt viðskiptalíf hér og vera hemill á
verðhækkanir. Ég skora á íslenska
ráðamenn að grípa til aðgerða í þess-
um málum áður en okkur verður
þröngvað til að framkvæma þetta því
það verður mun sárari aðgerð og um
leið aíár niðurlægjandi.
Lágtekjufólk þolir kjararýrnun
- hátekjufólk heimtar kjarabætur
Lúðvíg Eggertsson skrifar: stjórnmálamanna vegna BHMR, þess hæstu launaflokkunum. Hann krefst
Margir furða sig á bægslagangi hóps ríkisstarfsmanna sem er í . kaupgjalds sem tekur mið af hinum
almenna vinnumarkaði. Hví mega
lægstu launaflokkarnir ekki gera hið
sama? - Algengt er t.d. 'að skrifstofu-
stúlkur hafl tvöfalt hærra kaup hjá
einkafyrirtækjum en hjá opinberum
stofnunum.
Allt ætlar hins vegar af göflunum
að ganga vegna háskólamanna -
þjóðarsátt er ógnað og þingrofi hót-
að. Sjálfir gripu háskólamenn til að-
gerða sem flokkast undir skrílslæti,
settu m.a. þorskhaus á níðstöng til
háðungar löglegri ríkisstjórn. Engin
önnur stétt launþega hefur látið sér
sæma slíkt athæfl. - Gefur það til
kynna hvers konar forusta er fyrir
þessum kröfuharða hópi háskóla-
manna. - Mættu meölimir BHM
íhuga hreingerningu þar.
Sannleikurinn er sá að við þurfum
lögbundin lágmarkslaun og jafn-
framt lögbundin hámarkslaun.
„Sjálfir gripu háskólamenn til aögerða sem flokkast undir skrilslæti," segir Launamisréttið í landinu er óþol-
m.a. í bréfi Eggerts. - Frá útifundi BHMR-manna. andi.
Regínaá
Bylgjunni
Sigurður Gislason skrifar:
A Bylgjunni hlýddi ég á þann
ósvífnasta orðavaðal sem ég hefi
lengi heyrt. Þar hringdu hlust-
endur inn. Einn þeirra, Regína
Thorarensen á Selfossi, tók tíl við
að úthúða Þorsteini Pálssyni, for-
manni Sjálfstæðisflokksins. - Ég
hefi reyndar heyrt hana hringja
áður, og þá til rásar 2, og ef ég
man rétt var þá sami stjórnandi
þar og nú er á Bylgjunni.
Hvað sem líður hláturrokum
þáttarstjóra Bylgjunnar yfir
óhróðri Regínu Thorarensen
(sem hann kallaði elskuna sina)
um formann Sjálfstæöisflokksins
þá varð hún bæði sér og útvarps-
stööinni til mikillar skammar
með orðbragðiriu um traustan og
siðferðilega heilsteyptan stjórn-
málamann.
Nleðbörnintil
Bagdad?
Sigurður skrifar:
Ekki líkaði mér allskostar svar
Birnu Hjaltadóttur í viötali við
DV sl. föstudag er hún segist ætla
að fara til Bagdad ef íslenskir
ráöamenn geri ekkert í máli
manns hennar sem er, eins og
allir vita, gísl í írak. - Kald-
hæðnislegri voru þó þau ummæli
hennar að það væri þó betra að
fjölskyldan væri öll saman í
Bagdad og „dræpist þar“.
Auðvitað skilur fólk kvíða kon-
unnar en það er sífellt verið að
reyna að fá mann hennar lausan
og hefur þar maður gengiö undir
manns hönd. Þetta eru hins vegar
örlög margra þeirra sem þarna
eru og Birna er ekki eina konan
sem biður eftir sinum nánustu. -
Og til Persaflóasvæðanna fóru
Birna og fjölskylda vitandi vits
að þar um kring eru róstur og
áhættan við að ná í góðar tekjur
er oft mikil.
Þeirrefsa
ráðherrum
Jóhanna Gunnarsdóttir skrifar:
Ég er meira en undrandi á þvi
að ekki skuli tekið á máli því sem
hefur verið til umræðu hér und-
anfarnar vikur, þ.e. eyðslu ráð-
herranna vegna ferðalaga þeirra
og maka þeirra til útlanda. -
Fyrrverandi hæstaréttardómari
var kæröur, dæmdur og gert
ókleift að búa áfram í sinu landi.
Hvers vegna hann einn?
Maður les svo um aö ráðherr-
um á Grænlandi er refsað harð-
lega fyrir svipuð brot, óhóflegan
kostað vegna ferðalaga og risnu
þeirra. Einnig tóku þeir sér
bessaleyfi að taka út tóbak og
áfengi án heimildar og einn
þeirra lét skattborgarana greiða
fyrir sig svæðanuddsmeðferö.
Ríkisútvarpið
Sjónvarp
G.S. skrifar:
Um leið og ég þakka fyrir aö fá.
tækifæri til að kynnast starfsemi
þessarar ágætu stofnunar (opiö
hús 2. des. sl.), sem var bæði fróð-
legt og skemmtilegt, langar mig
til að koma á framfæri ósk minni
og fjölda annarra að færa til sýn-
ingartíma á þættinum Fjöl-
skyldulíf.
Þessi vinsæli íjölskylduþáttur
er sýndur rétt fyrir kl. 19, þrisvar
í viku, ogeinmittáþeim tima sem
fólk er önnum kafið við matar-
undirbúning áöur en frétta-
tíminn hefst. - Trúlega er þetta
erfitt en það sakar ekki aö koma
með ábendingu. Mér fyndist eng-
in goðgá að taka besta sjón-
varpsstímann fyrir þennan þátt,
þ.e. kl. 21 eða þar um kring.