Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1990, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1990, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990. BKKK ;\1>ET1'K Utlönd Skömmtun hafin íMoskvu Skömmtun hófst á nauðsynjavör- um í Moskvu í gær. Jafnframt lýsti borgarstjórnin því yfir að borgarbú- ar gætu fremur en margir aðrir Sov- étmenn verið án matvælaaðstoðar frá Vesturlöndum. Á liðnum árum hafa lífskjör að jafnaði verið best í Moskvu og þar hefur ástandið veriö skárra síðustu mánuðinu en í mörgum öðrum borg- um. Nú er hins vegar svo komið að skömmtun er óhjákvæmileg til að koma í veg fyrir hamstur. Skömmtunarseðlar hafa verið gefnir út. Allar helstu nauðsynjar, eins og fatnaður og matur, eru skammtaðar. Þá verður borgarbúum gert að skipta alltaf við sömu versl- anirnar og versla á tilteknum timum til að koma í veg fyrir biðraðir. Þetta leiðir einnig af sér að fólk úr nágrannabyggðunum getur ekki komið í verslunarferðir til Moskvu í sama mæli og áður. Verslunarferðir til Moskvu voru mjög vinsælar en nú er framboð ekki lengur slíkt að aörir en borgarbúar geti notið. Reuter Hróp gert að Gorbatsjov Michail Gorbatsjov, forseti Sovét- ríkjanna, sat undir miklu ámæli á fundi iönrekenda í Sovétríkjunum fyrir slaka stjórn efnahagsmála. Stjórnendur iðnfyrirtækja, sem eru margir af gamla skólanum, kröfðust þess að sett yrðu neyðarlög til að halda uppi atvinnurekstri. Gorbatsjov svaraði ásökunum og spurði hvort menn vildu hverfa aftur til þess sem var fyrir daga perestroj- kunnar. Spurningu forsetans var svarað með hrópum og köllum frá fulltrúum á fundinum. Fundurinn var lokaður erlendum fréttamönnum en af lýsingum á hon- um að dæma var mönnum mjög heitt í hamsi. Á undanförnum misserum hafa iðnrekendur, sem eru enn margir opinberir embættismenn, staðið gegn öllum breytingum, enda sýnt að þeir eru að tapa fyrri völdum. Reuter GATT-viðræður enn uppfloft Mikil óvissa ríkir á ný um fram- hald GATT-viðræðnanna eftir að hætta varð fundi í landbúnaðarnefnd ráðstefnunnar í Brussel sent í gær vegn ósamkomulags. Um tíma í gær ríkti meiri bjartsýnin en áður um að takast mætti að bjarga starfi síðustu fjögurra ára innan GATT með mála- miðlunum í landbúnaðarmálum. Þegar komið var undir kvöld var þó öllum ljóst að þessi bjartsýni átti ekki við rök að styðjast. Enn á að reyna til þrautar í dag en nú eru full- trúar á ráðstefnunni enn vondaufari en áöur um árangur. „Það er ekkert sem við getum rætt nema afstaðan breytist. Til þess þarf kraftaverk," var haft eftir Julius Katz, einum af samningamönnum Bandaríkjanna eftir virðæðuslitin í gærkveldi. Öllum bar saman um að fundurinn í gær hefði valdið vonbrigðum. Emb- ættismenn hjá GATT reyndu að koma með málamiðlanir í land- búnaðarmálum þannig að ríki Evr- ópubandalagsins gæfu aðeins eftir og samþykktu einhvern innflutning á landbúnaðarvörum og ofurlítið meiri niðurskurð á styrkjum til land- búnaðarmála. Þetta tókst ekki. Upphaflega var ætlunin að ljúka viðræðunum í dag en það gerist ekki nema upp úr þeim slitni endanlega. Líklegast þykir að samkomulag náist um að fresta viðræðunum um óá- kveðinn tíma meðan reynt er til þrautar að ná samkomulagi í viðræð- um fulltrúa einstakra ríkja. Helsta niðurstaðan til þessa í við- ræðunum í Brussel er að ríki Evr- ópubandalagsins hafa einangrast í verndarstefnu sinni í landbúnaðar- málum. Landbúnaðarráðherrar flestra annarra ríkja hafa mælt með auknum viðskiptum og ríki bæði Norður- og Suður-Ameríku leggja þunga áherslu á aö fá aðgang að mörkuðunum í Evrópu. Mikið ber í milli því Bandaríkja- menn vilja 75% niöurskurð á styrkj- um til landbúnaöar en innan Evr- ópubandalagsins hafa menn hingað til aðeins getað fallist á 30% niður- skurð. Þótt mörg önnur ágreinings- mál séu uppi í GATT-viðræðunum þá ber hvergi eins mikið á milli og þarna. Reuter Mjög kært var meö Reagan og Thatcher þegar þau röbbuðu saman yfir tebolla I gær. Símamynd Reuter Endurfundir hjá Reagan og Thatcher Ronald Reagan og Margrét Thatc- her endurnýjuðu kynni sín yfir tei og kökum á hóteli í Lundúnum í gær. Fundir þeirra þykja enn sæta tíðindum þótt hvorugt sé lengur í eldlínu stjórnmálanna. Meðan þau fóru með æðstu völd töluðu menn um „sérstakt samband" þeirra. Reagan var fyrr í vikunni á fundi hjá málfundafélagi háskólans í Cam- bridge og sagði þar að hann bæri sérstaka virðingu fyrir járnfrúnni. Reagan átti einnig fund með John Major, forsætisráöherra Breta, á skrifstofu hans í Downingstræti 10. Hann og Nancy hittu einnig að máli Elísabetu drottningarmóður áður en þau héldu til kvöldverðar með Elísabetu Englandsdrottningu. Á morgun halda Reagan og Nancy heim til Bandaríkjanna. Reuter Kr. 790,- 9 9 9 Æil i — lán í óláni eftir Halla og Inga, Inga Hans Jónsson og HaralJ Sigurðarson. Bráðsltemmtileg myndasaga um köttinn Tjúlla. Bamagælur eftir Jókönnu A. Steingrímsclóttur. Hólmfríður Bjartmarsdóttir myndskreytti. Hrossin í SUorradal,eftir Ólav Miclielsen. Huglj úf lýsing á örlögum folans Rauðs. Hunclalíf Luklra eftir Marcus Pfister. Kátkrosleg saga um ævintýri kundsins Lukka. Varenka eftir Bemadettu. Hugljúft ög spennandi ævintýri. Rókinson Krúsó. Myndkreytt útgáfa kinnar sígildu sögu Daniels Defoe. Kr. 1.490 Kr- 790, HundaUt u ou *wm4 m H7/ Hrossm Skomdá & •

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.