Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1990, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1990, Side 7
FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990. 7 Viðtalið Starfiðkom mérskemmti- legaáóvart 7 Nafn: Áslaug Katrín Páls- dóttir Aldur: 40 ára Starf: Yfirflugfreyja hjá Flugleiðum Áslaug Katrín Pálsdóttir var ráöin yfirflugfreyja Flugleiða í mars síðastliðnum. Hún tók við því starfi af Ernu Hrólfsdöttur sem hafði gegnt því í 9 ár. Áslaug er Reykvíkingur en á ættir sínar að rekja austur á firði og á Suðurlandið. Hún hóf skóla- göngu sína í ísaksskóla og fór þaðan í Breiðagerðisskóla, Lang- holtsskóla og Vogaskóla, þaðan sem hún lauk gagnfræðaprófi. „Síðan fór ég á kvennaskóia til Bretlands og þaðan nánast beint í flugið.“ Starfað sem flugfreyja í 20 ár Áslaug byrjaði hjá Flugfélagi íslands áriö 1970 en starfaði svo hjá Loftleiöum í hálft ár. Þaðan fór hún aftur til Flugfélagsins. „Svo vitum viö framhaidið. Sam- einingin varö 1976.“ Áslaug hefur starfaö sem flugfreyja með hlé- um. Hún hefur búið erlendis og úti á landi í eitt ár. „En þegar ég hef verið að vinna utan heimilis hefur það verið við flugfreyju- störf." Starfssvið yflrflugfreyju er nokkuð vítt. Stjórnunarstarf er náttúrlega stærsti parturinn. Hjá Flugleiðum starfa um 250 manns sem flugfreyjur og flugþjónar og Áslaug hefur yfirumsjón með hópnum. „Ég kem skilaboðum áleiðis frá fyrirtækinu til fólksins og túlka síðan sjónarmið flug- freyja og -þjóna.“ Innan starfs- sviðs Áslaugar er líka að ráða starfsfólk. Yfirflugfreyjustarfið segir Ás- laug vera mjög skemmtilegt. „Mér likar þetta mjög vel og starf- ið hefur komið mér skemmtilega á óvart. Ég hef verið að kynnast starfinu minu upp á nýtt frá öðru sjónarhomi." Þótt Áslaug sé tek- in við þessu starfi flýgur hún ennþá. „En það er í miklu minna mæli en áður.“ Áslaug segir aö hún hafi alltaf verið mjög ánægð í starfi sinu sem flugfreyja og ekki minnki ánægjan með þetta starf. Það sé góð tilbreyting. Lítill tími fyrir áhugamál Tími fyrir áhugamál er ekki mikill hjá Áslaugu. „Ég get bara sagt eins og er að frá þvi ég tók viö þessu starfi eru áhugamál mín aðallega vinnan og börnin mín. En öll líkamsrækt hefur allt- af veriö áhugamál hjá mér. Svo eru það leikhúsferðir og þvíum- líkt sem ég hef áhuga á. Áslaug á Toyota Carina árgerð 1988 en hún segist ekki vera bílaá- hugamanneskja. „Mér finnst bara gott að vera á bíl sem er í lagi og bilar ekki.“ Italskur, kínverskur og fransk- ur matur er í uppáhaldi hjá Ás- laugu. „Mér finnst gott að borða góðan mat sem er vel borinn fram.“ Áslaug er fráskilin og á þrjú börn á aldrinum 7 til 19 ára. -ns pv_____________________________Fréttir Norðurland eystra: Borgaraflokkur og Sfef án saman? Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það er erfitt að segja til um hversu langt framboðsmálin eru komin en við höfum rætt málin við Stefán Val- geirsson og félaga hans um sameigin- legt framboð og þau mál eru í bí- gerð,“ segir Matthías Gestsson, vara- formaður kjördæmisstjórnar Borg- araflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra. „Ég lít mjög jákvætt á að það muni ganga saman með okkur eins og málin standa í dag. En á þessu stigi málsins er ekki tímabært að vera með neinar frekari yfirlýsingarr við sjáum bara til hvernig málin þró- ast,“ sagði Matthías. Akureyri: Innbrot og skemmdarverk Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Innbrotsþjófur var á ferðinni á Akureyri í fyrrinótt og braust inn á þremur stööum í bænum. í Hafnarstræti 104 komst þjófurinn inn á skrifstofu Félagsmálastofnun- ar. Þar stal hann 10-15 þúsund krón- um í peningum og ávísanahefti og vann einnig talsverðar skemmdir á innanstokksmunum. í sama húsi komst hann inn í ungbarnaeftirlit bæjarins, vann þar skemmdir en stal engu. Þessa sömu nótt var einnig brotist inn í iðjuþjálfun geðdeildar Fjórðungssjúkrahússins við Skóla- stíg en engu var stolið. Lausafjáruppboð Eftir kröfu skattheimtu ríkissjóðs í Kópavogi, bæjarsjóðs Kópa- vogs, Gjaldheimtunnar í Reykjavík, skiptaréttar Kópavogs, ýmissa lögmanna og stofnana fer fram opinbert uppboð á bifreiðum og ýmsum lausafjármunum að Hamraborg 3, norðan við hús, laugar- daginn 8. desember 1990 og hefst það kl. 13.30. Seldar verða væntanlega eftirgreindar bifreiðar: M-3680, Peugeot 305, árg. 1985 R-48357, Suzuki ST 90, árg. 1982 P-1486, Nissan Cherry, árg. 1985 Y-18332, Opel Ascona, árg. 1984 Y-18894, Volvo 240, árg. 1988 R-5282, Toyota Tercel, árg. 1988 MA-849, Mercedes Benz 250, árg. 1980 G-1106, Pontiac, árg. 1980 Rd-46 Zetor dráttarvél, árg. 1987 KU-372 JX-314 Y-16129 R-5991 A-9087 Y-710 0-1331 HX-878 Þ-1951 Y-17067 Jafnframt verða væntanlega seldir eftirgreindir lausafjármunir: Kjarnaborvél, Victor V 286 tölva með 2 útstöðvum, Citizen Msp 25 prentari, Nightingale modem, Kemppi rafsuðuvélar, Stands súluborvél, Pullmax klippur, Istobal bílalyftur, litasjónvörp, hljóm- flutningstæki, myndbandstæki, hjólatjakkur, trésmíðavélar o.fl. Kl. 15.00 verður uppboðinu framhaldið að Smiðjuvegi 2, suður- enda, þar sem seldar verða vörur frá Viðju hf„ svo sem borðstofuskáp- ar, borðstofuborð, skrifborð, skápasamstæður, kommóður, svefn- bekkur, bókahillur, ósamsettar bókahillur, eldhúsinnréttingar, fata- skápar, notuð skrifstofuhúsgögn o.fl. Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn I Kópavogi 'W%”< ' W'f'i Þær eru komnar í bíó, hinar villtu, trylltu, grænu og gáfuðu skjaldbökur. Sýnd kl. 5 - 7 - 9 og 11 fH / 1 u) ~2 uC \ I 'sl n « i \ 0( ) •j \V XV UV 1 □ 5 'é | k jnwiiiiililHg fí:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.