Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1990, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1990, Page 31
FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990. Menning 39 ^Hvers á Jón Leifs að gjalda? Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika í Háskólabíói í gærkvöldi undir- stjórn Petri Sak- ari. Einleikari á þessum tónleikum var Bryndís Halla Gylfadóttir en hún hóf störf sem fyrsti sellóleikari hljómsveitarinnar nú í haust. Á efn- isskránni voru verk eftir Jón Leifs, Robert Schumann og Anton Bruckner. Hughreysting eftir Jón Leifs er fyrir strengia- sveit og síðasta fullgerða verkið sem hann samdi. Þetta er sérlega stílhreint verk og gullfal- legt í einfaldleika sínum og látleysi. Jón Leifs þróaði sitt eigið tónamál sem ekki aðeins er frumlegt og sérstakt fyrir hann heldur einnig ágætlega heppnað frá tæknile'gu sjónarmiði. Kjarni þess eru einfaldir þríhljómar sem er skip- að saman á óvenjulegan hátt. Litbrigði hljóm- anna er það sem Hughreysting snýst um og er þar af nógu að taka. Því miður komst ekki mik- ið af þessu á framfæri í flutningi hljómsveitar- innar að þessu sinni. Það virtist vera stöðugt vandamál að spila ekki falskt og óhreinar fer- undir og fimmundir skræktu á tónleikagesti lengst af. Innkomur vöfðust einnig mjög fyrir hljómsveitinni og var með ólíkindum hvað mönnum gekk stundum illa að vera samtaka. Er þó ekki hægt að segja að verkið sé flókið í Tónlist Finnur Torfi Stefánsson hljóðfalli. Þegar grundvallaratriði eins og þessi eru ekki í lagi er til lítils að vænta túlkunar, enda var henni ekki til að dreifa. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Sinfóníuhljómsveitin kastar til höndum þégar íslensk tónlist er annars veg- ar. Má frekar segja að það sé regla en undan- tekning. Hvort þessu ræður minnimáttarkennd eða aulaháttur skal ekki fullyrt en hitt má segj- ast að verkefnaval hljómsveitarinnar er 1 mennt ekki á þeim staðli að það gefi henn, ui efni til að setja sig á háan hest gagnvart Jóni Leifs. Sem betur fer birti yfir stemmningunni þegar Bryndís Gylfadóttir tók til við sellókonsert Schumanns. Flutningur Bryndísar á þessu verki var eins þokkafullur og framkoma hennar er. Hún á marga strengi í hörpu sinni og getur ver- ið í senn flngerð og.kraftmikil, öguð og tilfinn- ingarík og gefur þetta leik hennar vídd og dýpt. Verkið er mjög góð tónsmíð, hugmyndaríkt og fagurt eins og við mátti búast af þessu gáfaða tónskáldi. Gallar hljómburðarins í Háskólabíói verða áberandi í verki eins og þessu þar sem tiltölulega lágværu einleikshljóðfæri er teflt gegn hljómsveitinni. Svörun úr sal virðist mjög lítil og erfitt fyrir hljómsveitarmenn að gera sér grein fyrir hver styrkur þeirra er gagnvart ein- leikaranum. Kom það stundum fyrir að ekki heyrðist nægilega vel í sellóinu. Eftir hlé var flutt Sinfónía nr. 5 eftir Bruckn- er. Þetta er laglega skrifað verk og af góðri þekk- ingu en er heldur ófrumlegt og sálarlaust. Það er hins vegar laust við belging og sýndar- mennsku og er skylt að þakka það. Versti ókost- ur verksins er hversu langt það er og ekki skrý- tið þótt vinir tónskáldsins hafi freistast til að stytta það í -flutningi fyrr á árum. Nú er tón- skáldið látið og vinalaust og þurfa því tónleika- gestir að umbera verkið í allri sinni óstyttu lengd og er það töluverð raun. Flutningur hljóm- sveitarinnar var svolítið misjafn. Sumt hljómaði ágætlega en annað miður. Var stundum eins og hljómsveitarmenn misstu niður athyglina eða dottuðu á verðinum og var það svo á köflum með áheyrendur líka. Spennandi prakkari Siðferði mannanna verður okkur oft umhugsunarefni og það getur verð- ið skemmtilegt að velta því fyrir sér hvernig aðrar skepnur horfa á okk- ur. Lesendur Markúsar Árelíusar eru leiddir í gegnum söguna með aug- um sögukattarins Markúsar Árelíusar sem veltir mannlífinu fyrir sér með félögum sínum á skemmtilegan hátt. Hann er heimilisköttur og kynn- ir til allar helstu persónur og ketti sögunnar. Markús Árelíus er mikill prakkari og uppátæki hans falla ekki öll í góðan jaröveg hjá nágrönnum hans. En þrátt fyrir það er hann mikið gæðablóð og vinnur sér ýmislegt til frægðar sem kemur sér vel þegar Bókmenntir Anna Hildur Hildibrandsdóttir nokkrir bæjarbúar gera aðför að honum og vilja losa samfélagið viö hann. Siðferði mannanna er líka þegar öllu er á botninn hvolft ekki svo merki- legt: „Þeir banna okkur köttunum það sem þeim sjálfum leyfist. Ekki nóg með þaö. Fullorðið fólk harðbannar börnunum sínum sitt af hverju sem það gerir sjálft." (58) Það er spennandi barátta sem er háð á milli þeirra sem vilja vernda frelsi kattanna og hinna sem vilja skerða það. Fyrir kettina er það auðvitað óbærileg tilhugsun að þurfa að lúta reglum sem skerða frelsi þeirra. Viðskipti og viðhorf Markúsar til hundanna gera því ágæt skil, en þar er oft að finna sprenghlægilegar lýsingar. Inni á milli á Markús líka oft í spennandi baráttu við fjórfætlingana, t.d. í viöureign- um sínum við villikött og mink. Sagan er eins konar reynslusaga kattar. Viðskipti hans við menn og dýr dregin fram í gamansamri frásögn þar sem víða er komið við. Katta- mál og mannamál eru jafngild tungumál í sögunni sem gefur köttunum færi á að tala beint. Þannig eru mörk raunveruleikans aðeins teygö til að þjóna tilgangi sögunnar. Húmorinn er í fyrirrúmi og þótt fengist sé við siðferðið er enginn predikunartónn fyrir hendi. Það er vel til fundið að setja köttinn Markús Árelíus í aðalhlutverk og 'geta þannig leikið sér meö það sjónarhorn sem við horfum á okkur sjálf frá. Höfundinum, Helga Guðmundssyni, ferst verkið vel úr hendi í þessari fyrstu barnabók sinni. Skemmtilegar og líflegar blýantsteikningar Ólafs Péturssonar falla líka vel að textanum og undirstrika glettinn og hlýlegan frásagnarmáta sög- unnar. Markús Árelius Höfundur: Helgi Guómundsson Myndskreytingar: Ólafur Pétursson Útgefandi: Mál og menning - 1990 Fjölmiðlar Frönsk karlmennska í Sjónvarpinu í gær by rjaði ný þáttaröð semheitir Evrólöggur. Mér skilst að þetta séu sjö þættir frá sjö löndum og hver og einn sé sjálfstæö saga. Nema hvað, í gær var sá fyrsti. Hann hét Mannrán i París og er franskur eins og nafniö gefur til kynna. Ég hlýt eiginlega að hafa misskiliö tilgang þessa þáttar þvi ég hélt í fávisku minni aö þar sem þetta væri um löggur, ætti þátturinn að innihalda einhvern vott af spennu eða æsingi. En það var langt frá þvi. Tveir franskir löggumenn að elta harðsvíraða bófa, en eltinga- leikurinn varð aldrei neitt vegna kvensemi og bólfimi löggumann anna. Þeir máttu ekki sjá kven- mannshné, þótt það væri í buxum, án þess að gleyma bófunum sem þeiráttuaðelta. Það er annars undarlegtilhneig- ing hjá frönskum kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerðarmönnum að smyrja ótæpilega undir ímynd fran- skrar karlmennsku. Þetta er ekki fyrsti sjónvarpsþátturinn sem ég hef séð þar sem annars sæmilegur söguþráður er eýðilagður af hallær- 'islegum uppákomum i rúmínu og ímyndaðri kvenhylli franskra karl- manna. En, það eru sex þættir eftir og ég bíð og vona eftir einhverju bitastæðara. Nanna Sigurdórsdóttir HÚSEIGN Á TÁLKNAFIRÐI Kauptilboð óskast í vélaverkstæðishús við Strandveg á Tálknaf- irði, samtals 428 m3 að stærð. Brunabótamat er kr. 3.201.000. Húsið verður til sýnis í samráði við Stefán Skarphéðinsson, sýslu- mann á Patreksfirði, (sími 94-1187). Tilboðseyðublöð eru afhent á staðnum og á skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykjavík. Skrifleg tilboð óskast send skrifstofu vorri að Borgartúni 7, Reykja- vík, fyrir kl. 11.00 þann 18. desember 1990. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK Nauðungaruppboð annað og síðara á eftirtöldum eignum fer fram að Bjarnarbraut 2, Borgarnesi, fimmtud. 13. des. 1990 kl. 10.00: Berugata 26, Borgarnesi, þingl. eig- andi Ásmundur Olafsson. Uppboðs- beiendur eru Utvegsbanki Islands og Landsbanki Islands. Björk, Reykholtsdalshreppi, þingl. eigendur Jón Péturss./Þórvör E. Guð- mundsd. Uppboðsbeiðandi er inn- heimtumaður ríkissjóðs. Borgarbraut 39, Borgamesi, talinn eigandi Ólafur H. Jóhannesson. Upp- boðsbeiðandi er Fjárheimtan hf. Brákarbraut 7, Borgamesi, þingl. ei- gengur Eggert Hannesson/Þórey Val- geirsd. Uppboðsbeiðendur em Lög- mannsstofan sf., Reynir Karlsson hdl. og Steingrímur Eiríksson hdl. Böðvarsgata 12, Borgamesi, þingl. eigandi Hörður Jóhannesson. Upp- boðsbeiðendur em Ólafur Sigurgeirs- son hdl., Signður Thorlacius hdl. og Landsbanki íslands. Kolsstaðir, Hvítársíðuhreppi, þingl. eigandi Bjöm Emilsson o.fl. Uppboðs- beiðendur em innheimtumaðm’ ríkis- sjóðs og Sigríður Thorlacius. Kveldúlfsgata 15, Borgamesi, þingl. eigandi Agúst Guðntundsson. Upp- boðsbeiðandi er Iðnlánasjóður. Laxeyri, Hálsahreppi, þingl. eigandi Fiskiræktarstöð Vesturlands. Upp- boðsbeiðendur eru Hróbjartm Jóna- tansson hdl. og Jón Kr. Sólnes hii Reitm-, Reykholtsdalshreppi, þingl. eigandi Þórður Þórðarson. Uppboðs- beiðandi er Búnaðai’banki Islands. Steinsholt, Leirár- og Melahreppi, þingl. eigandi Ólafrn H. Ölafsson. Uppboðsbeiðendm em Tryggvi Bjamason hdl., Gylfi Thorlacius hrl, Fjárheimtan hf. og Landsbanki ís- lands. Vatnsendahlíð 5, Skorradalshreppi, þingl. eigendm Stefán Jónsson/Om Stefánsson. Uppboðsbeiðandi er Lög- mannsstofan Linnetsstíg 1. SÝSLUMAÐUR MÝRA- OG BORGARFJARÐARSÝSLU Veöur Minnkandi noröan- og norðvestanátt, ennþá all- hvöss austantil á landinu en mun hægari eftir því sem vestar dregur, aðeins gola eða kaldi á Vestfjöró- um. Norðan- og austanlands verða él i dag en léttir til i kvöld, viða léttskýjað á Suðurlandi. Frost 4-9 stig. Akureyri snjóél -7 Egilsstaðir hálfskýjað -8 Hjarðarnes léttskýjað -7 Galtarviti skýjað -5 Kefla víkurflugvöllur skýjað -7 Kirkjubæjarklaustur heiðskírt -9 Raufarhöfn snjóél -8 Reykjavik léttskýjað -10 Vestmannaeyjar léttskýjað -9 Bergen slydduél 1 Helsinki rigning 4 Kaupmannahöfn þokumóða 5 Osló skýjaö 3 Stokkhólmur skýjaó 6 Þórshöfn snjókoma -3 Amsterdam þokumóða 4 Barcelona léttskýjað 6 Berlin þokumóða -1 Chicagó heiðskírt -6 Frankfurt heiðskírt -6 Glasgow rigning 3 Hamborg skýjað 2 London skýjaó 6 Los Angeles skýjað 19 Lúxemborg heiðskírt -5 Madrid léttskýjað 0 Malaga skýjað - 11 Mallorca hálfskýjað 3 Montreal skýjað -2 New York hálfskýjað 6 Nuuk snjókoma 3 Paris heiðskírt -4 Valencia þokumóð? 5 Vín skýjaö -3 Winnipeg skýjaó -2 Gengið Gengisskráning nr. 235. - 7. des. 1990 kl. 9.15 Einingkl. 12.00 Kaup Sala Tollgengi Dollar 54,610 54,770 54,320 Pund 106,197 106,508 107,611 Kan. dollar 46,970 47.108 46,613 Dönsk kr. 9,5556 9.5836 9,5802 Norskkr. 9,3767 9,4042 9,4069 Sænsk kr. 9,7762 9,8049 9,8033 Fi. mark 15,2606 15,3053 15,3295 Fra. ffanki 10,8428 10,8746 10,8798 Belg. franki 1,7756 1,7808 1,7778 Sviss. franki 43,1700 43,2964 43.0838 Holl. gyllini 32,5981 32,6936 32,5552 Vþ. mark 36,7744 36,8822 36,7151 it. líra 0,04881 0,04895 0,04893 Aust. sch. 5,2281 5,2434 5,2203 Port. escudo 0,4165 0,4177 0.4181 Spá. peseti 0,5755 0,5772 0.5785 Jap. yen 0,41473 0,41595 0,42141 irskt pund 98,071 98,359 98,029 SDR 78,4587 78.6886 78,6842 ECU 75,6048 75,8263 75,7791 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Fiskmarkaðimir Faxamarkaður 6. desember seldust alls 138.202 tonn. Magní Verðíkrónum tonnum Meðal Lægsta Hæsta Blandað 0,238 30,00 30,00 30,00 Grálúóa 0,050 45,00 45,00 45,00 Karfi 17.772 46,01 42,00 48,00 Keila 0,398 40,56 38,00 44,00 Langa 1,730 76,00 76,00 76,00 tax 0,507 54,01- 45,00 69,00 Lúða 1,046 356,77 300.00 440,00 Lýsa 0.309 58,76 50,00 58,00 Skötuselur 0,077 113,05 65,00 435,00 Steinbítur 6.961 78,83 59,00 80,00 Þorskur, sl. 63,077 91.84 88,00 101,00 Þorskur, ósl. 0,059 77,00 77,00 77.00 Ufsi 30,338 43,51 41,00 47,00 Undirmál 6,873 84.92 54,00 87.00 Vsa.sl. 8,068 107,48 91,00 137,00 Ýsa.ósl. 0,697 110,36 110,00 111,00 Fiskmarkaður Hafnarfjarðar 6. desember seldust alls 17,513 tonn. Vsa, ósl. 1,587 77.98 50,00 87,00 Ufsi 0,279 47,00 47.00 47.00 Skötubörð 0,026 138,00 138,00 138.00 Smár, þorskur 1,265 73,00 70,00 76.00 Steinbítur 0,255 63,00 63,00 63,00 Keila 0,149 42.84 40,00 43,00 Karfi 0,152 25.00 25,00 25,00 Vsa 3,015 127,34 89,00 130,00 Þorskur 7,378 101,43 88,00 106,00 Skata 0,023 79,00 79,00 79,00 Lúða 0,361 287,70 280,00 320.00 Langa 0,878 70.00 70,00 70,00 Keila.ósl. 2,145 40,00 40,00 40,00 Fiskmarkaður Suðurnesja 6. desember seldust alls 18,605 tonn. Undirmál. 0,030 70,00 70,00 70,00 Vsa 5,869 132,01 74,00 141,00 Keila 0,850 42,59 40,00 44,00 Ufsi 1.500 48,00 48,00 48,00 Þorskur 8,989 90,78 77,00 100,00 Lúða 0,750 391,41 375,00 400,00 Langa 0,617 70,00 70,00 70,00 Endurski í skam

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.