Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1990, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1990, Side 14
14 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnárformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI (91 )27022 - FAX: (91)27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1100 kr. Verð í lausasölu virka daga 105 kr. - Helgarblað 130 kr. Leit að loðnu Meðan þingið og þjóðin rífast um bráðabirgðalögin og þjóðarsáttina og einblína á lagakróka og launamál opinberra starfsmanna sigla loðnuskipin í land vegna þess að loðnan er ekki veiðanleg. Loðnuskipstjórar hafa orðið við þeim tilmælum sjávarútvegsráðuneytisins að gera hlé á veiðunum uns nánari mælingar hafa farið fram á loðnustofninum. Hvað sem líður réttinda- og kjarabaráttu háskóla- menntaðra ríkisstarfsmanna og annarra kontórista í landi, verður ekki fram hjá þeirri staðreynd litið að án sjávarafla og verðmætis, sem dregið er úr sjó, verður lítið til skiptanna fyrir okkur landkrabbana. Þjóðartekj- urnar standa og falla með fiskveiðunum og lífskjörin taka mið af sjávarframleiðslunni. Menn geta rifist enda- laust um réttmæti kjarasamninga og lögmæti bráða- birgðalaga, en þeir samningar og allir aðrir samningar eru varla meira en pappírsins virði ef veiðar bregðast og fiskurinn fmnst ekki. Ef þjóðin fær meira í laun en hún getur aflað og unnið sér inn er verið að eyða um- fram tekjur og skipta köku sem ekki er til. í fyrrahaust fannst ekki loðna. Sem betur fer rættist úr í þeim efnum áður en vertíðin var öll án þess þó að veiddur væri fullur kvóti. Fiskifræðingar bentu á að ekki mætti ganga á loðnustofninn og endurtaka þær aðvaranir sínar nú. Raunar eru þeir vissir í sinni sök og benda á að fjögur hundruð þúsund tonn af hrygning- arloðnu þurfi að vera til staðar til að viðhalda milljón tonna veiðistofni. Nú hafa þeir ekki fundið nema 370 þúsund tonn af veiðanlegri loðnu. Stöðvun loðnuveiðanna þýðir tekjumissi og atvinnu- leysi meðal sjómanna og fiskverkunarfólks í flestum verstöðvum landsins. Starfsmenn loðnuverksmiðja eru samtals um fimm til sex hundruð manns. Ætla má að veiðistöðvunin bitni á um eitt þúsund manns auk þeirra hliðaráhrifa sem atvinnuleysið hefur í för með sér, svo ekki sé talað um rýrari tekjur þjóðarbúsins. Ástæðurnar fyrir hvarfi loðnunnar geta verið ýmsar. Ekki er ólíklegt að sóknin í loðnuna hafi verið of mikil á undanförnum árum. Verndun fiskistofnanna verður aldrei nógsamlega brýnd fyrir sjómönnum og útgerðar- fyrirtækjum. Ennfremur hefur móðir náttúra verið duttlungafull og við eigum enn langt í land með að þekkja sjávarlífið og hegðan fiska og sjávardýra. Þó er þetta lífsbjörgin, undirstaða byggðar og búsældar í landi. Landkrabbar vilja oft gleyma þeirri meginfor- sendu þegar sótt er fram til hærri launa, meiri velmeg- unar og samþykktar kjarasamninga. Oft er vitnað til hárra tekna sjómanna og þau rök hafa meðal annars verið notuð að undanförnu til að gera lítið úr þjóðarsáttinni. Af hverju mega háskóla- menn ekki fá hærri laun meðan sjómenn fá meira í sinn hlut en þjóðarsáttin segir til um? Þannig er spurt í sam- anburðinum. En þá vill það gleymast að sjómenn ganga ekki að sínum launum vísum, frekar en fiskvinnslufólkið sem nú fær uppsagnarbréfm með viku fyrirvara. Þetta fólk á allt sitt undir veiðunum í stað þess öryggis sem störf hjá ríkinu veita, hvað sem á bjátar. Hér er ólíku saman að jafna. Vonandi fmnst loðnan og veiðar hefjast að nýju eftir áramót. En stöðvunin setur strik í reikninginn, skapar óvissu og er áfall fyrir þjóðarframleiðsluna sem heldur lífskjörum landsmanna uppi. Ellert B. Schram „Matvælaekla í Sovétríkjunum er aðeins tilefni til að sýna Gorbatsjov stuðning í verki.“ - Konur í sjálf- boðavinnu fá greitt fyrir kartöfluupptöku. Að hjálpa Gorbatsjov Nú er upp risin víða um lönd mikil alda umhyggju fyrir Sovét- ríkjunum og áhuga á velferð sov- éskra þegna. Ólíklegustu menn eru nú orðnir vinir Sovétríkjanna og vilja af öllum mætti hjálpa til að • létta þann vanda sem að þeim steðj- ar. Öðruvísi mér áður brá. Ástæð- an fyrir þessu er vitaskuld þær þrengingar sem yfir Sovétmenn ganga nú og tal um matarskort og jafnvel hungursneyð þar í vetur. Þessi umhyggja hefur líka borist til íslands, enda eiga íslendingar viðskiptahagsmuna að gæta. ís- lenska ríkisstjórnin ætlar að hjálpa til, Evrópubandalagið ætlar að veita stórfellda aðstoð, Þjóðverjar eru þegar farnir að senda matvæli í stórum stíl, Bandaríkjamenn munu greiða niður korn sem þeir vilja kaupa. Ætla mætti af við- brögðunum að neyðarástand í Sov- étríkjunum væri aö verða sam- bærilegt við það sem menn eiga að venjast í Eþíópíu. En Sovétríkin eru ekki Eþíópía. í Sovétríkjunum er nægan mat að finna, það er dreifikerfiö og sölu- kerfið sem er að hyrnja, ein fyrsta afleiðing þeirrar upplausnar sem þar ríkir þegar rótgróið kerfi kommúnismans er að leysast upp, án þess að nothæft kerfi sé komið í staðinn. Við þessu geta utanað- komandi aðilar ekkert gert, mat- vælaaðstoð gæti að vísu hjálpað sums staðar þar sem um stað- bundna.hugursneyð gæti orðið að ræða en annars staðar væri hjálp í formi matarsendinga í stórum stíl einfaldlega á glæ kastað. Svartur markaður Ástæðan fyrir því er aö með auknu frjálsræði framleiðenda, bæöi einstakra bænda, sam- yrkjubúa og annarra matvæla- framleiðenda, hafa þessir aöilar aukið sjálfdæmi um hvar þeir senda vöru sína á markaö. Verðið er hæst í stórborgum og þar af leið- ir að margir smærri staðir geta orðið útundan. Sú matvælaaðstoð, sem þegar er komin í gang, fer næstum eingöngu til Moskvu og Leningrad þar sem þörfin er minnst. Reynslan sýnir, til dæmis af aðstoðinni við þá sem urðu illa úti í jaröskjálftunum í Armeníu 1988, að mikill hluti, ef ekki meirihlutinn af útlenskri að- stoð, lendir á svörtum markaöi. Það er óvíst með öllu og ógerlegt að fylgjast með hvort aðstoðin lendir þar sem hennar er þörf. Svo gæti farið að sumir fengju meira en nóg, aðrir minna en ekkert. Það er heldur ekki ljóst hversu raunveruleg hættan er á hungurs- 'neyð í Sovétríkjunum. Frétta- myndir af tómum hillum í verslun- KjaUariim Gunnar Eyþórsson fréttamaður um segja ekki alla söguna. í Sovét- ríkjunum er matvælum dreift fyrst til vinnustaða, verksmiðja, skóla og stofnana; verslanir fá sínar vör- ur síðast. Þar myndast biðraðir í birtingu; eftir hádegi er allt upp- selt. Það táknar ekki endilega að ekkert hafi verið til. í öðru lagi er frjálsi markaðurinn, þar sem bændafólk selur vöru sína milliða- laust, stöðugt að auka hlutdeild sína í matardreifingu. Og í þriðja lagi er svarti markaðurinn þar sem allt er fáanlegt. Metuppskera Það er samt óumdeilt að meira mun sverfa að sovéskum almenn- ingi í vetur en þekkst hefur í ára- tugi. En matvælaekla er ekki sama og hungursneyð sem ýmsir í]öl- miðlar á Vesturlöndum hafa hent á lofti. Skorturinn stafar af óskil- virku kerfi þar sem enginn hefur yfirsýn og enginn er ábyrgur fyrir neinu. Uppskera Sovétríkjanna í ár var sú mesta í áratugi, yfir 240 milljón- ir lesta af korni, en aðeins rúmlega 130 milljónir lesta af því komast á markað, hitt, meira en þriðjungur, týnist í dreifikerfinu eða skemmist í vöruskemmum. Yfir 60 prósent af ávaxtauppskerunni, þar meö taldar kartöflur, eyðilögðust í ár ánþess að komast á markað, Þrátt fyrir þessa sóun er samt til nægur matur i Sovétríkjunum til að fæða alla landsmenn en sem fyrr er það dreifikerfið sem allt strandar á. Markaösöflin hafa hingað til haft þau áhrif ein að beina framboðinu þangað sem hæst verð fæst; sum héruð Sovétríkjanna munu verða útundan. í þeim héruðum getur sums staðar orðið alvarlegt ástand, að dómi sovéskra yfirvalda. Vest- ræn aðstoð við Moskvu og Len- ingrad bætir ekki úr því. Á þessu ári hefur framboð á nýju kjöti ver- ið óvenju mikið. Það stafar ekki aðeins af því að bændur slátra bú- fénaði sínum vegna fóðurskorts heldur er ástæðunnar að leita í því að yfirvöld leyfðu mikla verð- hækkun á kjöti. Að þessu leyti eru markaðsöflin virk í Sovétríkjun- um. Eiginhagsmunir Það eru ekki eingöngu mannúð- arástæður sem ráða umhyggju vestrænna ríkja fyrir sovéskum almenningi. Þær þrengingar, sem ljóst þykir að verði í vetur, gætu nefnilega leitt til fólksflótta. Sér- staklega hafa Þjóðverjar áhyggjur af því en önnur ástæða af svipuðum toga er stöðugleiki innan Sövétríkj- anna. Vestræn ríki, með Þjóðverja og Bandaríkjamenn í broddi fylking- ar, hafa bundið trúss sitt við Gor- batsjov og lita á áframhaldandi stjórn hans sem bestu trygginguna gegn því að Sovétríkin leysist upp í glundroða sem ógnaði öllum stöð- ugleika í Evrópu. Því sé miklu til fórnandi að styrkja Gorbatsjov, bæði fiárhagslega og pólitiskt. Vesturveldin vilja ekki að Sovétrík- in leysist upp, um það ber vitni dræmur stuðningur þeirra við Eystrasaltsríkin. . Gorbatsjov veit að áframhaldandi kerfisbreyting og þróun í fram- faraátt í Sovétríkjumum er undir aðstoð, og ekki endilega m.atvæla- aðstoð, Vesturlanda komin. Sú er aðalástæðan fyrir því að hann er reiðubúinn til að lúta forystu Bandaríkjanna í Persaflóadeilunni og jafnvel fara þar í stríð. Umhyggjan fyrir Sovétmönnum og hugsanlegri hættu á hungurs- neyð þar stafar ekki af samúð eða mannúð; það eru eiginhagsmunir vestrænna ríkja að Sovétríkin séu stöðug og Gorbatsjov verði áfram við völd. Matvælaekla í Sovétríkj- unum er aðeins tilefni til að sýna Gorbatsjov stuðning í verki. Gunnar Eyþórsson „Vesturveldin vilja ekki að Sovétríkin leysist upp, um það ber vitni stuðning- ur þeirra við Eystrasaltsríkin.‘‘

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.