Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1990, Side 25
FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990.
33
LífsstOI
i
3
c
■o
0Q
312 150
P
PAPRIKA
+16%
I
<0
3
C
■o
OQ
473 77
-nrmnm
TÓMATAR
+19%
I
1
§
399 70
9
SVEPPIR
0%
3
C
■o
OQ
I 'O
I
598 408
Kjötstöðin Glæsibæ er ein af þeim verslunum sem tekin er til samanburðar í grænmetiskönnun DV
DV kannar grænmetismarkaðinn:
Paprikan misgóð
eftir verslunum
- mikill verðmunur á tómötum og papriku milli verslana
Neytendasíða DV kannaði að þessu
sinni verð á grænmeti í eftirtöldum
verslunum; Fjaröarkaupi í Hafnar-
firði, Bónusi Faxafeni, Kaupstað í
Mjódd, Hagkaupi Kringlunni og
Kjötstöðinni Glæsibæ..
•Bónusbúðirnar selja grænmeti sitt
að mestu í stykkjatali meðan hinar
samanburðarverslanirnar selja eftir
vigt. Til að fá samanburð þar á milli
var grænmeti í Bónusi vigtað og
umreiknað yfir í kílóverð.
Meðalverð á tómötum hækkar um
19 af hundraði og er nú 217 krónur.
Tómatar fengust ódýrastir hjá versl-
uninni Bónusi á 70 krónur, Kjötstöð-
in kom næst með kílóverð 145, Kaup-
staður 200, Fjarðarkaup 271 og Hag-
kaup var með dýrustu og jafnframt
fallegustu tópiatana á 399 krónur.
Munur á lægsta verði og hæsta var
mikill eða 470%.
Meðalverð á gúrkum lækkaði um
1.1% og er nú 172 krónur. Ódýrustu
gúrkurnar fengust hjá Bónusi á 70,
þar á eftir kom Hagkaup 198, Fjarð-
arkaup 199 og Kjötstöðin var með
hæsta verðið eða 220 krónur. Gúrkur
fengust ekki í Kaupstað í Mjódd.
Munur á hæsta og lægsta verði var
214%.
Meðalverð á sveppum hélst nánast
óbreytt og er nú 510 krónur. Sveppir
voru ódýrastir í Bónusi, 150 krónur
hvert kg, næst kom Fjarðarkaup 432,
Hagkaup 519, Kaupstaöur og Kjöt-
stöðin deildu hæsta verðinu, 598 kr.
Munur á hæsta og lægsta verði á
sveppum var 47%.
Meðalverð á grænum vínberjum
hækkaöi lítillega milli vikna eða um
4% og er nú 239 krónur. Græn vínber
voru ódýrust í Bónusi á 150, síðan
kom Hagkaup með 239, Fjarðarkaup
253 og dýrust voru grænu vínberin í
Kjötstöðinni á 312. Vínberin í Kaup-
stað náðu ekki 1. flokki. Munur á
hæsta og lægsta verði var 108%.
Meðalverð á grænni papriku
hækkaði um 16% og er nú 289 krón-
ur. Ódýrast vár hægt að kaupa
græna papriku í Bónusi á 77 krónur,
langt fyrir ofan koma Kaupstaður
281, Hagkaup 299, Fjarðarkaup 314
og dýrust var hún í Kjötstöðinni á
473. Paprikan var áberandi fallegust
hjá Hagkaupi og Bónusi. Munur á
hæsta og lægsta verði á papriku var
mikill eða 514%.
Meðalverð á kartöflum lækkaöi um
8% og er nú 73 krónur kílóið. Kartöfl-
ur fengust ódýrastar í Bónusi á 48,
Fjarðarkaup var með kílóverð 55,
Hagkaup 82 og Kaupstaður og Kjöt-
stöðin sama verðið, 89,50. Munur á
hæsta og lægsta veröi helst enn mik-
ill eða 86%.
Meðalverð á blómkáli lækkaði
milli vikna um 9% og er nú 174 krón-
ur. Blómkálið var ódýrast í Fjarðar-
kaupi á 148, síðan kom Kaupstaöur
á 149, Kjötstöðin l98 og Hagkaup 199 ’
með dýrasta blómkálið. Blómkál
fékkst ekki í Bónusi. Munur á hæsta
og lægsta verði á blómkáli var 34%.
Meðalverð á hvítkáli hækkar um
5% og er nú 88 krónur. Hvítkál var
ódýrast í Bónusi á 72 kg, næstar og
jafnar koma verslanir Hagkaups og
Fjarðarkaups með 79, Kjötstöðin 91
og dýrasta hvítkálið var í Kaupstað,
119 krónur. Munur á hæsta og lægsta
verði var 65%.
Meðalverð á gulrótum lækkaði ör-
lítið eða um 1 af hundraði og er nú
211 krónur. Ódýrastar voru gulrætur
í Bónusi á 189 krónur, Fjarðarkaup
var með 190 kr. kg, Kaupstaður 216,
Hagkaup 229 og Kjötstöðin 231. Mun-
ur á hæsta og lægsta verði á gulrót-
um var 22%.
ÍS
Sértilboð og afsláttur:
Verðsamkeppni á
gosdrykkj amarkaðnum
Meðal tilboðsvara hjá versluninni
Bónusi í Faxafeni er Park Lane 400
g konfektkassar á 295 krónur, eitt kg
af piparkökum frá Meistarakökum á
418, 240 g af Frón jólasmákökum á
139 og 1 kg af klementínum á 109
krónur kílóið.
Fjarðarkaup býður upp á kók í 2.
lítra umbúðum á 149 krónur, Maarud
kartöfluflögur með laukbragði á 119
krónur í 100 gramma pokum, SPC
blandaða ávexti í niðursuðudósum
825 g á 109 og Juvel hveitipoka á 74
krónur hver 2 kg.
í sértilboðum Miklagarðs, Kaup-
stað í Mjódd mátti finna banana á
kílóverðinu 98, lauk á kílóverði 51
krónu, allt nautakjöt á 20% afslætti
og Panda konfektkassa 900 g á 1475
krónur.
Kjötstöðin Glæsibæ bauð upp á
sértilboð á tveggja lítra kókflöskum
á 139 kr., Jacobs kaffi 500 g á 179,
Nautahakk var á 595 krónur kílóið
Flestir stórmarkaðirnir bjóða gosdrykki fyrir jólin á tilboðsverði.
og hægt var að kaupa Park Lane
konfektkassa 400 g á 339 krónur.
Hagkaup Kringlunni var með 1%
lítra kók á 99 krónur á sértilboði,
rækjur í kílóapakkningum frá Dögun
á Sauöárkróki á 549, stórar Borgar-
nespitsur á 285 krónur í þremur teg-
undum og 750 gramma Skælskör
jarðarberjamarmelaði í krukkum á
125 krónur.-ÍS
£§& Tómatar
300n Verð í krónum aA
/ mv i
4
naf Júní Julf AgústSapt. Okt. Növ. Das.