Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1990, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1990, Side 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gastt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreífing: Sími 27022 FOSTUDAGUR 7. DESEMBER 1990. Mikil bruggverksmiðja í mjólkurhúsi í Landeyjum Logreglan kom í gær upp um eina stærstu bruggverksmiðju sem fundist hefur á landinu í langan tíma. Ungur maöur var handtekinn i V-Landeyjum en í mjólkurhúsi hans fundust um 600 litrar af óeim- uðu bruggi og um eitt hundrað litr- ar afhreínum landa. Maðurinn ját- aöi að hafa staöið að bruggstarf- seminni og aö hafa selt hundruð htra af bruggi tO dreifingaraðila á höfuðborgarsvæðinu að undan- fórnu. Lögreglan lagði meðal ann- ars hald á vörubíl sem bruggarinn hafði keypt fyrir ágóðann af brugg- staríseminni. Þrír dreifingaraðilar á höfuðborgarsvæðinu tengjast þessari umfangsmiklu bruggstarf- semi. ’ Porsaga málsins er að lögreglan fékk sterkan grun á þriðjudag um að bruggsala væri stunduö í Reykjavík. Fljótlega bárust böndin að dreifingaraðila í Mosfellsbæ. Fór lögreglan á staðinn á miöviku- dagskvöld og handtók ungan mann. Hjá honum fundust um eitt hundrað lítrar af landa í plast- brúsum - tilbúnum til sölu. Tveir menn úr Hafnarfirði voru einnig handteknir. Þremenningarnir hafa allir játað að hafa staðið að sölu og dreifingu á hundruðum lítra af landa á höfuðborgarsvæðinu. Yngsti maöurinn er tæplega tvítug- ur en sá elsti er um þrítugt. Síðdegis í gær fór lögreglan í V- Landeyjar þegar grunur beindist að höfuðpaurnum sem býr þar i sveit. í mjólkurhúsi hans fundust á annan tug plasttunna, tvö eim- ingartæki, hundruð kílóa af sykri og fleira tengt bruggstarfsemi. Lög- regla hellti niður um 600 litrum af óeimuðu bruggi, svokölluðum gambra, og lagði hald á um 100 lítra af tilbúnum landa sem bruggarinn sagði vera um 45 prósent að styrk- leika. Fyrir utan nokkrar kýr og hænsni virtist maðurinn eingöngu Landinn var seldur í mismunandi stórum umbúðum til kaúpenda. Mynd- in er tekln i Mosfellsbæ þegar lögreglan var að leggja hald á um eltt hundrað lítra af landa hjá manni sem séð hafði um dreifingu á áfenginu á höfuðborgarsvæðinu. DV-mynd S hafa stundað bruggstarfsemi í stór- um stíl. Hann hafði meðal annars komiö upp gríðarstórum en hagan- lega smíðuðum skáp meö stóru loki yfir fyrir allt bruggið. Lögreglan hefur því lagt hald á um tvö hundruð lítra af fulleimuð- um landa á síðustu dögum en játn- ingar hggja fyrir um sölu á hmtdr- uðum lítra til viðbótar. Ljóst er að dreifingaraðilarnir hafa stundað að bjóða unglingum áfengi til sölu. Bruggarinn í V-Landeyjum seldi dreifingaraðilunum lítrann á 750-1000 krónur, allt eftir því hve mikið magn var keypt í einu, en sölumennirnir seldu víðskiptavin- um sínum landann á 1.500 krónur lítrann. Mál þetta er tahð fulluppiýst. Það var unnið í sameiningu af rann- sóknadeild lögreglunnar í Reykja- vík ásamt lögreglu í Hafnarfirði og á Hvolsvelli. -ÓTT Bima G. Hjaltadóttir: Má segja að Gísli sé laus Allar líkur eru nú á því að Gísli Sigurðsson læknir fái brottfararleyfi frá írak á næstu dögum. Birna G. Hjaltadóttit, eiginkona Gísla, talaði við hann í gærkvöldi og í samtali viö DV í morgun sagði hún að Gísli bygg- ist við að komast til Amman í Jórd- aníu í síðasta lagi á mánudag. ..Þetta virðist ganga mjög hratt fyr- ir sig núna og það má eiginlega segja aó Gísli sé laus. Hann segist nú ekki ætla að hrópa húrra fyrr en hann kemst til Amman. Það á Tara eftir aö stimpla í passann svo aö þetta ligg- ur í loftinu. Hann verður alla vega kominn fyrir jól.“ Að sögn Birnu hefur Gísli það nokkuð gott og hann býr í góðu yfir- læti hjá sænska sendiherranum. Hann þurfti að flytja af hótelinu sem hann var á vegna peningaleysis. Birna segir að Gísli sé mjög yfirveg- aður maður. „Gísli lætur hverjum degi nægja sína þjáningu og er mjög hress andlega. En það er öruggt að viö fáum hann heim fyrir jól.“ -ns LOKI Ættu bændur ekki að fá kvóta á þessa hefð- bundnu aukabúgrein? ■ \ Þríburastrákarnir, sem fæddust á miövikudag og DV greindi frá í gær, eru hinir sprækustu. Foreldrarnir, Þóra Karlsdóttir og Rúnar Russel úr Grundarfirði, eru hér með litlu angana sem voru færðir af vökudeild niður á fæð- ingargang til móður sinnar í gær. DV-mynd GVA Veðrið á morgun: Hlýnar í bili Vestlæg átt, sums staðar nokk- uð hvöss. Hlýnandi veður í bili og líklega verður orðið frostlaust í fyrramálið vestanlands með slydduéljum eða dálítilli súld. Um landiö austanvert verður bjart- viöri framan af degi og enn nokk- urt frost en hlýnar þegar líður á daginn. Hiti á bihnu 2 stig til -5. Fjögur tekin með hass Lögreglan í Kópavogi handtók fjög- ur ungmenni á miðvikudagskvöld með talsvert magn af hassi. Grunur lék á að fólkið hefði fikniefni undir höndum og var bifreið þess stöðvuð þegar það ók um í Kópavogi. Þegar farið var að rannsaka málið kom í ljós að ungmennin höfðu samtals sex misstóra köggla af hassi-ibílnum. Yfirheyrslur stóðu yfir hjá rann- sóknadeild lögreglunnar í Kópavogi í gær. Þar komu meðal annars fram viðurkenningar á því að ungmennin heföu stolið veskjum og ávísanahefti og falsað tékka úr því. -ÓTT Helga II. RE og Bjarni Ólafsson AK héldu til loðnuveiða í gærkveldi þrátt fyrir tilmæli sjávarútvegsráðherra um loðnuveiðistopp. „Þetta kemur á óvart. Það verður greinilega að setja á bann fyrst til- mæli eru ekki virt,“ sagði Jón B. Jónasson í sjávarútvegsráðuneytinu. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.