Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Síða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1991, Síða 9
MIÐVIKUDAGUR 2. JANÚAR 1991. 9 Utlönd Það er ekki alls staðar vel séð að fagna nýju ári með þvi að skála i kamapvini eða öðru víni. Þessi fimmtán ára indverski drengur, sem sést hér bundinn við staur, var staðinn að því að fá sér vínsopa á gaml- ársdag. Vinnuveitandi hans, sem er múhameðstrúar og stendur hér brosandi við hlið drengsins, hegndi honum fyrir yfirsjónina með þvi að hýða hann opinberlega. Ástæðan er sú að múhameðstrúarmenn, sem berjast gegn indverskum yfirráðum í Kashmir, þar sem myndin var tek- in, hafa sett bann á sölu og notkun á áfengi i héraðinu. Persaflóadeilan: Friðarlíkur minnka með hverjum degi Það var enginn friðartónn í ávarpi Saddam Hussein til herforingja sinna í Kúvæt á gamlárskvöld, en þar eyddi hanna áramótunum. Hussein lofaöi því að guð væri á þeirra bandi og að iraski herinn hefði yfirburði á landi ef til stríðs kæmi. Nú eru aðeins tvær vikur þar til frestur sem Sameinuðu þjóðirnar gáfu írökum til að hverfa á brott með herlið þeirra frá Kúvæt rennur út og hin harða afstaða íraka minnkar líkur á friðsamlegri lausn með hverj- um deginum. Ferð Husseins til Kúvæt á gamlárs- dag er hans þriðja síðan her hans hernam landið fyrir þremur mánuð- um. Samkvæmt því sem sagði í ír- aska sjónvarpinu lét Hussein þau orð falla að það væri sama hve miklum fjölda hermanna yrði safnað saman gegn írökum, guð væri á þeirra bandi og myndi vernda þá frá öllu illu og frelsa írak. Á meðan Hussein hélt hvatningar- ræðu yfir hermönnum sínum lauk George Bush jólafríi sínu í Camp David og hélt til Washington þar sem hann hélt fund með ráðgjöfum sínum í gærkvöldi. Bush brosti til blaða- manna við komuna til Washington en neitaði að svara fyrirspurnum, meðal annars þeirri hvort utanríkis- ráðherra hans, James Baker, væri á leiöinni til Persaflósvæðisins. Talsmaður Hvíta hússins sagði að fundurinn í gærkvöldi væri ein- göngu til að fara yfir stöðu mála og engin yfirlýsing yröi gefin út að hon- um loknum. Aðrir embættismenn héldu því fram að aðalmál fundarins væri hvort senda ætti Baker til Pers- aflóasvæðisins, en talið er víst að hann fari ekki nema ráðgerður verði fundur hans og iraskra ráðmanna. Þrátt fyrir að tíminn til að skera úr um deiluna á friösamlegan hátt sé orðinn naumur er engan bilbug að sjá á írökum. Harðlínuyfirlýsing- ar þeirra hafa eingöngu gert það að verkum að enn minni líkur eru á friði nú en áður var. Það eru samt margir sem treysta á að hægt verði að finna friðsamlega lausn. Hussein Jórdaníukonungur ætlar að halda í friðarleiðangur til Evrópu í dag þrátt fyrir að fyrri ferð hans í sama tilgangi hafi mistekist. Utanríkisráðherrar Efnahagsbanda- lagsins munu hittast á föstudaginn til að reyna að finna friðsamlega lausn á Persaflóadeilunni og koma í veg fyrir stríð. Þá bárust þær fréttir frá áreiðanlegum heimildum í Saudi-Arabíu að þar treystu ráða- menn enn á að hægt væri að fá Sadd- am Hussein til að hverfa á brott frá Kúvæt fyrir 15. janúar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.