Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Blaðsíða 6
6
FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1991.
Viðskipti
Hlutabréfasjóðimir 1 byijun árs:
Kaupþing og Landsbréf
hafa lækkað kaupgengið
Kaupþing og Landsbréf hafa lækk-
að kaupgengi á hlutabréfum í hluta-
bréfasjóðum sínum, Auðlind og ís-
lenska hlutabréfasjóðnum. Skýring
fyrirtækjanna er aukið framboð
hlutabréfa og óvissuástand vegna
innlausna á næstunni. Verðbréfa-
markaður íslandsbanka og Fjárfest-
ingarfélagið halda hins vegar
óbreyttu gengi á hlutabréfum í sín-
um hlutabréfasjóðum.
Ákvörðun Kaupþings og Lands-
bréfa hefur vakið nokkra athygli á
meðal þeirra þúsunda sem keyptu
hlutabréf á síðasta ári. Spyija má sig
að því hvort eignir og fjárhagsstaða
hlutabréfasjóðanna hafi breyst um
áramótin og ennfremur hvort bak-
slag hafi orðið í íslensku efnahagslífi
á gamlárskvöld sem verði til þess að
íslensk fyrirtæki stórtapi á næstunni
og hlutabréf þeirra lækki í verði.
Fyrir áramót seldi Kaupþing hluta-
bréf í Auðlind á sölugenginu 1,023 en
þá var kaupgengið 0,97. Nú er sölu-
gengið 1,00 og kaupgengið 0,95.
Kúnninn, sem keypti á gamlársdag
og seldi í gær, tapaði því 7 prósentum
á þvi að selja í stað 5 prósenta, eins
og útlitið var á gamlársdag.
Landsbréf voru á gamlársdag með
sölugengi hlutabréfa í íslenska
hlutabréfasjóðnum á 1,08 og kaup-
gengi á 1,04. Það vekur athygli að
Landsbréf voru í gær áfram með
sölugengið 1,08 en hins vegar var
búið aö lækka kaupgengið í 1,02.
Minni eftirspurn, segir
Pétur Blöndal, Kaupþingi
Pétur Blöndal, framkvæmdastjóri
Kaupþings, segir að ástæðan fyrir
lækkuninni á gengi Auölindarbréf-
anna sé sú að eftirspumin hafi snar-
lega minnkað eftir áramótin og við-
búið sé að framboðið aukist á næst-
unni. Þegar hafi komið íjárfestar til
Kaupþings til að selja hlutabréf í
Auðlind og lækkunin núna sé til að
búa sig undir endursölu á bréfunum
en Kaupþing sé viðskiptavaki bréf-
anna og hafi þannig skuldbundið sig
til að kaupa þau og selja og halda
þannig markaðnum á þeim uppi.
Frummarkaður og eftir-
markaður hlutabréfa
Pétur segir að skipta megi hluta-
bréfamarkaðnum í tvo markaði,
frummarkað og eftirmarkað. Frum-
markaður sé sá markaður þegar ver-
ið sé að selja í hlutafjárútboði. Eftir-
markaður sé sá markaður þegar
- VÍB og Fj árfestingarfélagið halda óbreyttu gengi
Pétur Blöndal, forstjóri Kaupþings, segir að þegar eftirspurn eftir hlutabréf-
um á endursölumarkaði minnki og framboð aukist hljóti verðið að lækka.
Fyrirtækið reið á vaðið og lækkaði kaupgengi og sölugengi Auðlindarbréfa
strax og opnað var 2. janúar. Landsbréf fylgdu svo í kjölfarið í gær og
lækkuðu kaupgengi hlutabréfa í íslenska hlutabréfasjóðnum en héldu sölu-
genginu óbreyttu.
Fréttaljós
Jón G. Hauksson
hlutabréf, sem komin eru út á mark-
aðinn, komi aftur til sölu.
Þá segir Pétur að fyrir jól hafi ver-
ið um frummarkað að ræða í hluta-
bréfasölunni en þau hlutbréf, sem
nú koma til endursölu, tilheyra end-
urmarkaði.
„í hlutaijárlögum segir að félög
megi sjálf ekki eiga nema 10 prósent
af eigin hlutabréfum. Séu bréf keypt
núna þarf því að selja þau aftur á
markaðnum. Sé eftirspurnin lítil eft-
ir þeim og framboö vaxandi hlýtur
verðið að lækka.“
Hlutabréf eru fjárfesting
til langs tíma
Hann segir ennfremur að kaup á
hlutabréfum séu í eðli sínu fjárfest-
ing til langs tíma. Óeðlilegt sé því að
hlutabréf séu keypt eingöngu til að
eiga þau í mjög skamman tima.
„Lækkun á kaupgengi er því ábend-
ing til manna um að eiga bréfin leng-
ur.V
Verðbréfamarkaður
íslandsbanka
Svanbjörn Thoroddsen, hjá Verð-
bréfamarkaði íslandsbanka, segir að
ekki sé tilefni til að lækka gengi
hlutabréfa í Hlutabréfasjóði VÍB.
„Það kemur ekki fleira fólk en við
áttum von á. Það gátu allir sagt sér
það fyrir að einhveijar innlausnir
yrðu strax í byrjun ársins. Þess
vegna er þetta okkur ekkert áhyggju-
efni og engin ástæða til að lækka
kaupgengið. Við teljum að ekki ríki
ójafhvægi á markaðnum frá því sem
var fyrir áramót. Við höfum kaup-
endur að þeim bréfum sem koma til
innlausnar."
Stærri fjárfestar að
koma inn á markaðinn
Þá segir Svanbjöm að það liggi fyr-
ir að stærri fjárfestar eigi eíitir að
koma í auknum mæh inn á hluta-
bréfamarkaðinn og kaupa hlut í
hlutabréfasjóðunum.
„Almennt er það ekki áhyggjuefni
að hlutabréf komi inn á markaðinn
núna. Það er þegar mikil kaupgeta á
markaðnum og hún á eftir að aukast
á næstunni. Þess vegna tel ég að ekki
þurfi að lækka gengi bréfa vegna of-
framboðs,“ segir Svanbjöm.
Fjárfestingarfélagið
Agnar Jón Ágústsson hjá Fjárfest-
ingarfélagi íslands segir að félagið
telji enga ástæðu til að lækka hluta-
bréf í Almenna hlutabréfasjóðnum
þótt þangað hafi komið fólk til að
innleysa bréf.
„Það er ekkert það flóð innlausna
hér sem gefur tilefni til að örvænta
og lækka gengi bréfanna. Auk þess
mátti alltaf búast við að einhveijir
sem keyptu hlutabréf í desember
myndu selja þau aftur á fyrstu dög-
um á nýju ári.“
Þá segir Agnar að raunvirði hluta-
bréfa í Almenna hlutabréfasjóðnum
hafi ekkert breyst um áramótin og
sá þáttur ýti þess vegna ekki á lækk-
un á gengi bréfanna. Þvert á móti
megi gera ráð fyrir að hlutabréfin
hækki í verði á næstunni.
Landsbréf
Gunnar Helgi Hálfdanarson hjá
Landsbréfum segir að lækkunin á
kaupgengi hlutabréfa í íslenska
hlutabréfasjóðnum núna sé tíma-
bundin varúðarráðstöfun.
„Aukið frámboð og óvissa um
framhaldið varð til þess að við lækk-
uðum kaupgengið. Hlutabréfakaup
em langtímaijárfesting og viö seld-
um sjóðinn sem langtimaljárfest-
ingu. Sú innlausn, sem nú hefur átt
sér stað, og sú óvissa, sem ríkir um
framhaldið næstu daga, hefur orðið
til þess að það þarf að veija sig með
því að lækka kaupgengið. Þetta er
eftirsölumarkaður og bréfin, sem nú
eru innleyst, þarf að selja aftur. En
að sjálfsögðu munu bréfin hækka í
Á síðustu dögum ársins:
Landinn snaraði
út 820 milljónum
íslendingar hlupu til og keyptu
hlutabréf fyrir um 820 milljónir á
síðustu dögum ársins. í desember
seldust hlutabréf fyrir næstum 1.300
milljónir króna. Allt áriö seldu verð-
bréfafyrirtækin hlutabréf fyrir um
3,8 milljarða króna. Hins vegar er
áætiað að hlutabréfaviðskipti á síð-
asta ári hafi verið á um sjötta millj-
arð króna.
Verðbréfamarkaður íslandsbanka,
sem annast rekstur Hlutabréfamark-
aðarins, var söluhæsta fyrirtækið á
síðasta ári með hlutabréfasölu upp á
rúma 1,4 milljarða. Fjárfestingarfé-
lagið kom næst með um 900 milljóna
króna hlutabréfasölu. Kaupþing og
Landsbréf voru bæði með sölu hluta-
bréfa upp á 600 milljónir. Verðbréfa-
viðskipti Samvinnubankans seldu
hlutabréf fyrir um 270 milljónir
króna. .
-JGH
Sala hlutabréfa hjá verðbréfa-
fyrirtækjunum 1990
í milljónum króna
1600
1400
1200
1000
800
600
400
200
0
verði aftur um leið og tilefni er til.
Það getur þess vegna orðið eftir
nokkra daga.“ -JGH
Peningamarkaður
INNLÁNSVEXTIR (%)' hæst
innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur ób. 2-3 Ib
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 2,5-3 Allir nema Bb
6mán. uppsogn 3,5-4 Ib.Sb
12mán. uppsögn 4-5 lb
18mán. uppsögn 10 Ib
Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Bb
Sértékkareikningar 2-3 Ib
Innlán verðtryggð
Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1.5 Allir
6mán. uppsögn 2.5-3.0 Allirnema Ib
Innlán með sérkjörum 3-3,25 Ib
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalir 6.5-7 ib.Lb
Sterlingspund 12-12,5 Sb
Vestur-þýsk mörk 7-7.6 Sp
Danskar krónur 8.5 9 Sp
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvixlar(forv.) 12.25-13.75 lb
Viöskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi
Almenn skuldabréf 12.5-14.25 Lb
Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir
Hlaupareikningar(yfirdr.) 16-17.5 Allir nema íb
Útlán verðtryggð
Skuldabréf 7.75-8.75 Lb.Sb
Útlántilframleiðslu
Isl. krónur 12.25-13,75 Lb.Sb
SDR 10.5-11,0 Ib.Bb
Bandankjadalir 9,5-10 Allirnema Sb
Sterlingspund 15-15,25 Sb
Vestur-þýsk mörk 10-10.7 Sp
Húsnæðislán 4.0
Lifeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextír 21.0
MEÐALVEXTIR
Óverötr. des. 90 13.2
Verðtr. des. 90 8,2
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitala jan. 2969 stig
Lánskjaravisitala des. 2952 stig
Byggingavísitala jan. 565 stig
Byggingavisitala jan. 176,5 stig
Framfærsluvisitala des. 148,6 stig
Húsaleiguvisitala óbreytt l.okt.
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 5.256
Einingabréf 2 2.847
Einingabréf 3 3.456
Skammtimabréf 1.765
Kjarabréf 5.156
Markbréf 2,747
Tekjubréf 2,039
Skyndibréf 1,535
Fjölþjóðabréf 1,270
Sjóðsbréf 1 2.524
Sjóðsbréf 2 ' 1.791
Sjóðsbréf 3 1,753
Sjóðsbréf 4 1.508
Sjóðsbréf 5 1.057
Vaxtarbréf 1.7785
Valbréf 1.6670
Islandsbréf 1.088
Fjórðungsbréf 1.063
Þingbréf 1.088
Öndvegisbréf 1.079
Sýslubréf 1.095
Reiðubréf 1,070
HLUTABRÉF
Sölu- og kaupgengi að lokinni jöfnun m.v. 100
nafnv.:
KAUP SALA
Sjóvá-Almennar hf. 6.55 6,88
Eimskip 5.57 5.85
Flugleiðir 2,42 2.53
Hampiðjan 1.72 1.80
Hlutabréfasjóðurinn 1,76 1.83
Eignfél. Iðnaðarb. 1.89 1.98
Eignfél. Alþýðub. 1.38 1.45
Skagstrendingur hf. 4.00 4.20
islandsbanki hf. 1.36 1.43
Eignfél. Verslb. 1,36 1.43
Oliufélagið hf. 6.00 6,30
Grandi hf. 2.20 2.30
Tollvörugeymslan hf. 1.07 1.12
Skeljungur hf. 6.40 6,70
Ármannsfell hf. 2,35 2,45
Fjárfestingarfélagið 1.28 1,35
Útgerðarfélag Ak. 3.43 3,60
Olís 2,00 2.10
Hlutabréfasjóður VlB 0.95 1.00
Almenni hlutabréfasj. 1.01 1.05
Auðlindarbréf 0.95 1,00
Islenski hlutabréfasj. 1.02 3.08
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi,
kge.
Skammstafanir: Bb= Búnaðarbankinn,
lb= islandsbanki Lb = Landsbankinn.
Sb = Samvinnubankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkað-
inn birtast i DV á fimmtudögum.