Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1991, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 4. JANÚAR 1991. Fréttir Stefán Ingólfsson verkfræðingur spáir samdrætti 1 byggingariðnaði: Húsbréfakerfið leiðir til hærra verðs á nýbyggingum „Takist verktökum ekki að lækka byggingarkostnað íbúðarhúsnæðis mun húsbréfakerfið óhjákvæmilega leiða til samdráttar í greininni. Verð á nýbyggingum gæti hækkaö um allt að 10% á næstunni. Að sama skapi mun draga úr eftirspuminni þar sem húsbréfakerfiö lánar jafnt til ný- bygginga sem eldri íbúða. Staða byggingariðnaðarins hefur ekki ver- ið jafnóviss síðasthðinn áratug. Þau fyrirtæki, sem ekki geta lagað sig að þessum breytingum og byggt ódýr- ara, munu einfaldlega hætta starf- semi,“ segir Stefán Ingólfsson verk- fræðingur. Stefán segir helstu skýringuna á versnandi stöðu byggingariðnaðar- ins vera erfiðari íjármögnunarmögu- leika. í húsbréfakerfinu þurfi kaup- endur ekki að greiða byggingar- kostnaðinn út í hönd við afhendingu. Þess í stað borgi þeir verktaka með húsbréfum. Hann segir að til að íjár- magna framkvæmdirnar þurfi verk- takar að koma þessum bréfum í verð og reyna síðan að velta afiollunum við söluna út í verðlagið. „í sjálfu sér hefur framkvæmda- kostnaðurinn ekki hækkað en til viö- bótar kemur aukinn íjármagns- kostnaður. Fyrir verktakann verður hins vegar æ erfiðara að velta þess- um kostnaði út í verðið.“ Að sögn Stefáns hefur aðstöðu- munurinn við nýbyggingar gagnvart eldra húsnæði sífellt verið að minnka á undanförnum árum. í dag megi meta hann tii 15% verðmunar. Hann segir þennan mun stafa af því að í gamla lánakerfinu voru veitt mun hærri lán til nýbygginga heldur en til kaupa á eldra húsnæði. Þannig sé ekki óalgengt að fokheldar íbúðir hafi verið seldar á svipuðu verði og sambæriiegar fullbúnar íbúðir, 4 til 6 ára gamlar. „Máhð er að því auðveldari sem fjármögnun íbúðarhúsnæðis hefur verið fyrir fólk því hærra hefur verð- ið verið. í gamla kerfinu var mun auðveldara að fjármagna nýtt hús- næði og því leitaði verðið upp á við. í húsbréfakerfinu eru íjármögnunar- möguleikar fólks hins vegar þeir sömu og því geta byggingaraðilar ekki lengur treyst því að fá hlutfalls- lega hærra verð fyrir nýbyggingar. Það hlýtur því að harðna verulega á dalnum hjá þeim.“ -kaa Horfumar 1991: Gengið verður óbreytt á þessu ári Gera má ráð fyrir, að gengi krón- unnar gagnvart erlendum gjaldmiðl- um haldist óbreytt í ár. Þetta er til- felhð, þegar litið er á meðalgengi krónunnar, það er að auðvitað munu sumir gjaldmiðlar hækka og aðrir lækka gagnvart krónunni. Unnt er að tala um nánast óbreytt meðal- gengi, vegna þess að verðbólgan hér ætti ekki að verða miklu meiri en í grannríkjunum. Verðbólguspáin sést á meðfylgjandi grafi, þar sem reiknað er með, að verðbólgan verði 9,7 pró- sent í ár, og er það nýjasta spá- in. Verðbólgan var 15 prósent árið 1990. Einnig það var mikfi minnkun verðbölgu frá árunum þar á undan. Verðbólga minnkaði jafnt og þétt, þegar leið á árið og áhrif þjóðarsátt- arinnar urðu sterkari. Nú hefur verðbólga verið í vexti að nýju og með henni hækka vextir. Þetta breyt- ir þó því ekki, að verðbólgan ætti í ár að verða undir því, sem var í fyrra að meðaltaU yfir árið. Sjö ára halli Óbreytt gengi og lítil verðbólga eru mikfi umskipti frá því, sem við höf- um vanizt. En ekki er hægt að þakka ríkisstjóminni, að slíkur árangur næst. Margt er iUa gert á stjórnar- heimUinu. Þannig er enn einu sinni verið að auka „samneyzluna“, það er umsvif hins opinbera (sjá með- fylgjandi graf). Af þessu leiðir nú, að mikill halli verður áfram á ríkis- rekstrinum. Þessi halli getur sett verðbólguspár fyrir árið úr skorðum, ekki síður en verk Saddams Husseins í írak geta gert. í nýju fréttabréfi Félags íslenzkra iðnrekenda er vitn- aö til ritsins Nordic Economic Out- Sjónarhom Haukur Helgason look frá í desember. Sagt er, að uppi séu talsveðar efasemdir um stefnu ríkisstjórnarinnar í íjármálum og peningamálum. Aðhaldsleysi í ríkis- fjármálum og peningamálum gæti leitt til þess, að þensla myndaðist í efnahagslífinu, einkum ef af bygg- ingu áformaðs álvers og tengdra virkjana verður. Ekki verður of oft bent á, að hallarekstur ríkisins skap- ar hættu á verðbólgusprengingu. Hallareksturinn í ár þýðir, að ríkis- sjóður hefur verið rekinn með halla í samfleytt sjö ár’, en það er lengsta hallaskeiðið í 45 ár. Verðbólga 1988 1989 1990 1991 Grafið sýnir öra hjöðnun verðbólgunnar síðustu árin. Vöxtur samneyslu 1988 1989 1990 1991 Umsvif hins opinbera, svokölluð samneyzla, hafa vaxið ár eftir ár og gera enn. Grafið sýnir, hve mikið samneyzlan hefur vaxið á hverju árinu. Lágt verð á enska markaðnum Slæm tíð hefur verið að undan- fömu hér við land og hafa skipin ekki getað fiskað eins og þeim var ætlað. Það lága verð, sem fékkst 27. desember, var aðallega því að kenna að ekki var hægt að koma fiskinum af markaðnum. Slæmt veður hafði verið marga daga í röð. Gámasölur 27. desember í Englandi var verðið fremur lágt eins og fyrr er getið. Þorskur seldist á 89,26 kr. kg, ýsa á 105,79, ufsi á 57,66, karfi á 52,84, koli 80,00, grálúða 84,45 og blandaður flatfiskur á 100,12 kr. kg. Bv. Ottó N. Þorláksson seldi í Bremerhaven 27. desember alls 146 tonn fyrir 17,2 millj. kr. Meðalverð var 117,58 kr. kg. Þorskur var á 95,44 kr. kg, ufsi 72,37, karfi 121,95 og blandað 95,59 kr. kg. Bv. Sveinn Jónsson seldi í Brem- erhaven alls 121 lest fyrir 21 millj. kr. Meðalverð 172,28 kr. kg og er hk- lega hæsta meðalverð sem nokkurn tíma hefur fengist í Þýskalandi. Þorskur 174,05 kr. kg, ufsi 165,57, karfi 173,99 og blandað 125,74 kr. kg. Bv. Rán seldi í Cuxhaven 3. janúar. Þegar þetta er skrifað er ekki vitað um magn eða verð á einstökum teg- undum, en verðið á karfanum var 160 kr. kg. Skipið var með um 130 tonn. f Fiskveiðisamningar Vinsamlegir fiskveiðisamningar voru gerðir milli Færeyinga og Norð- manna 19. desember 1990. Samning- ar, sem Norðmenn og Sovétmenn gerðu með sér, voru þannig að ekki var rúm fyrir þriðja aðilann í honum og Færeyingar gátu ekki fengið neinn loðnukvóta. Samkomulag varð um að Færey- ingar fengju að veiða 1025 tonn af þorski, 100 tonn af ýsu og 250 tonn af ufsa, karfa og blálöngu. í sovésku fiskveiðilögsögunni mega þeir veiða 1900 tonn af þorski, 250 tonn af ýsu og 250 tonn af öðrum tegundum. Er þetta aðeins meira en þeir máttu veiða í fyrra. Fyrir sunnan 62. gráöu mega þeir veiöa 22.000 tonn af sand- síh, 2800 tonn af ufsa, 1100 tonn af síld og 500 tonn af kolmúla. Þessi samningur gildir fyrir 1991. í staðinn fengu Norðmenn 5800 tonn af þorski, löngu karfa og keilu. Þetta er 200 tonnum meira en áriö áður. Aukning í makríl var úr 10.600 í 14.600 og 30.000 tonn af kolmúla. Fiskmarkaður Ingólfur Stefánsson Mílanó Á markaðnum var mikið um að vera rétt fyrir jóhn. Mikið og gott framboð var af mörgum tegundum af fiski. • Fiskur var frá nokkrum löndum, Noregi, HoUandi, Þýskalandi og Frakklandi. Frá Noregi kom smáveg- is af sandhverfu, sem er mjög dýr fiskur, sem er pakkað í 8-9 kg kassa. Mikið er spurt umánnan fisk enlax. Svo virðist sem nokkur eftirspum sé á öðrum fiski og má búast við að Norðmennirnir notfæri sér þetta. Nokkuð minnkandi fiskveiðar í Mið- jarðarhafinu orsaka þetta aðallega. Verð á laxi var 1070 til 1200 kr. kg. Verðið út úr fiskbúðunum var frá 2180-2660 kr. kg. Verðið var breyti- legt eftir því hvar búðirnar voru í borginni. London Margir kaupmenn á Billinsgate sögðu að síðasti söludagur fyrir jólin þýddi ekki mikla sölu, því þrátt fyrir örtröðina seldist lítið og mikið af smærri skömmtum. Unnið hefur verið að því að breyta fyrirkomulagi á markaðnum svo hann standist bet- ur samkeppni við EB og hann geti fylgt þeim reglum sem Evrópu- bandalagið hefur sett. Markaðurinn hefur nú starfað í 90 ár og litlar breytingar orðið. Hinar nýju reglur hafa eftirfarandi í íor með sér. 1. Markaðurinn á að skrá öh við- skipti eftir hinum nýju reglum EB. 2. Fylgja á eftir umsetningunni og gera áætlanir um hvað þurfa muni í framtíðinni og meðal annars upplýs- ingar um birgðir. 3. Upplýsingar um það hvernig markaðurinn geti notað sér hinn innri markað í EB. 4. Þessi endurskoðun fer fram á vegum Corporation London sem sér um endurskoðun á reglunum og ber ábyrgð á markaðnum. í síðasta hefti af Fish Trade ræðst formaður samtaka skoskra fiskeld- ismanna á Norðmenn fyrir undirboð á laxamarkaðnum. Hann segir að Norðmenn séu íljótir að gleyma því sem gerðist á síðasta ári þegar þeir voru með undirboð. Þar að auki telur hann að Norðmenn hafi gleýmt GATT-samningnum. Offramleiðsla er á rækju af stærð- inni 2/300 stk. í kg. Verðið hefur því lækkað mjög mikið og hefur verslun- arkeöjan Lago verið með tilboðsverð á rækju sem hefur verið 460 kr. mín- us 25%. Sama er að segja um laxinn. Hann hefur einnig verið á tilboös- verði og hefur selst á 460 til 660 kr. kg og er það svipað verð og verið hefur á þorskinum hjá þessari versl- unarkeðju. Stytt og endursagt úr Fiskaren

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.